Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 JÓn lljíllti ÁsmundsSOIl með SÍgurbílínn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnunarkeppni: Frumleg farartæki JÓN Hjalti Asmundsson, nemandi í vélaverkfræði, sigraði í fyrstu hönnunarkeppni Félags vélaverkfræðinema og Apple-umboðsins sem fram fór í Háskólabíói í gær. Markmiðið var að koma farar- tæki, sem keppendur hönnuðu sjálfir, í gegnum afmarkaða braut og láta það stansa sem næst endamarkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram og hugmynd Fé- lags vélaverkfræðinema er að gera keppnina að árlegum viðburði. Far- artækin voru bæði skrautleg og frumleg og skemmtu fjölmargir áhorfendur sér vel. Þar sem ekki mátti nota aðkeypta orkugjafa not- uðu menn teygjur, klukkuverk, loft, vatn og fleira til að knýja bílana. Farartækin urðu keppendur að hanna og smíða og þau urðu að komast fyrir í kassa sem er 20x20x30 sentimetrar að innan- máli. Farartækið varð að taka af stað úr kyrrstöðu af eigin ramm- leik og ekki mátti nota lífverur til að knýja það. Skilyrði var að farar- tækið væri umhverfisvænt og 90% af upphaflegri þyngd þess varð að skila sér yfir brautina. Einnig var tekið fram í reglunum að hvert tæki mætti ekki kosta meira en 2.000 krónur. Tólf skráðu sig til keppni en fjór- ir heltust úr lestinni. Engum tókst að komast alla leið í mark, enda var brautin erfið. Jón Hjalti kom farartæki sínu næst marklínunni og það nægði honum tíl sigurs. „Það fór allt jólafríið í að gera þennan bíl og faðir minn hjálaði mér mikið," sagði hann þegar úr- slit iágu fyrir. Bílinn bjó hann til úr ýmsum hlutum. Hluti úr ísskáp, pakkning- ar úr klósettkassa, tannbursti og klukkuverk var meðal þess sem hann notaði í bílinn. Apple-umboðið gaf sigurvegar- anum Macintosh Classic tölvu og fyrir frumlegustu tilraunina fékk Sturla Fanndal 6.000 krónur, en bíllinn hans var samansettur úr gosflöskum. Agnar Knútsson fékk einnig 6.000 króna verðlaun fyrir einföldustu tilraunina, en bíll hans var knúinn af teygju. Vaka-Helga- fell gaf öllum keppendur bókina „Bíllinn minn". JWea&ur a morgtm ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíll- inn ekur. Kaffisala safnaðarfélags- ins eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. Fimmtudag: Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Guð- spjall og önnur rit Jóhannesar kynnt. Allir velkomnir. Ární Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur visíterar Bú- staðasöfnuð, prédikarog þjónarfyr- ir altari ásamt sóknarpresti. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Kaffi eftir messu. Allir velkomnir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Vænst er þátttöku fermingarbarna. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Bamasamkoma í safn- aðarheimílinu á sama tíma í umsjá Báru Elíasdóttur. Bænaguðsþjón- usta kl. 17. Halldór Vilhelmsson syngur eínsöng. Sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Miðvikudag kl. 12.10: Há- degisbænir í kirkjunni. Léttur máls- verður á kirkjuloftinu á eftir og kl. 13.30-16.30 er samvera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgistund. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.6 ára börn og eldri og foreldr- ar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup predik- ar. Fermingarbörn aðstoða. Foreldr- ar og fermingarbörn sérstaklega boðin velkomin. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Gylfi Jónsson. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12. Or- gelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverð- ur og kl. 14 biblíulestur og kirkju- kaffi. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslusam- vera kl. 10 um trú og lífsskoðanir. Dr. Vilhjálmur Árnason talar um sið- fræði. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjómsson. Þriðju- dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðamar fyrir barnaguðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Mánudag: Biblíulestur kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa i kapellunni kl. 13. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- Engin ósoneyðing á sér stað um þessar mundir - segir Hafliði Helgi Jónsson sem vinnur að ósonmælingum með NASA HAFLIÐI Helgi Jónsson, sem starfar við rannsóknir í háskólanum í Denver í Bandaríkjunum og tekið hefur þátt í rannsóknum banda- rísku geimvísindastofnunarínnar NASA um eyðingu ósons, sagði í samtali við Morgunblaðið að enn væri ekki um ósoneyðingu að ræða á norðurhveli jarðar. Hins vegar gæti eyðing átt sér stað á stuttu tímabili í vor ef allir þeir þættir, sem stuðla að ósoneyðingu væru til staðar samtímis. Hann sagðist jafnframt ekki sjá ástæðu til að óttast á næstunni en hins vegar væri aðaláhyggjuefni vísinda- manna eyðing ósons almennt á norðurhvelinu á næstu árum. Hafliði starfar í hópi vísinda- manna geimvísindastofnunarinn- ar, sem sjá um mælingar á ryki og skýjaögnum í heiðhvolfinu, sem talið er tengjast ósoneyðingu. „í háloftaflugi, sem ég hef ver- ið með í, hafa laus klórefni í heið- hvolfinu veri mæld. Það sem vakið hefur ótta hjá mðnnum er að í hverju flugi í lofthringrás yfir norðurhveiinu, hafa mælingar gef- ið til kynna mikið magn klórefna en æskilegt væri ef að minnsta kosti hundrað til þúsund sinnum minna mældist af þessum efnum," segir Hafliði. Hann segir að í þessum hálofta- flugferðum sé óson auk þess mælt og að enn sem komið er hafi ekki komið í ljós að ósoneyð- ing eigi sér stað á norðurhveli jarð- ar. „Til þess að ósoneyðing verði þurfa þrír þættir að vera til staðar samtímis. í fyrsta lagi þarf loft- Jóhann Jónasson út- gerðarmaður látinn ^—-' Þórshöfn. LÁTINN er Jóhann Jónasson, útgerðarmaður frá Þórshöfn, á 67. aldursári. Hann lést sunnu- dagimi 2. febrúar á Landakots- spítala eftir erfið veikindi. Jóhann var kröftugur athafna- maður og sterkur persónuleiki, sem setti svip á sína heimabyggð. Hann hóf ungur sjósókn og 19 ára gamall eignaðist hann sinn fyrsta bát. Útgerð hans jókst með árun- um og skapaði mörgum atvinnu. Jóhanni voru falin ýmis trúnað- arstörf gegnum tíðina og sat hann í hreppsnefnd Þórshafnarhrepps frá árinu 1966 til 1982 og í Hafn- arnefnd frá 1954 til 1970 og síðan áfram frá árinu 1982 til dauða- dags. Einnig var hann í stjórn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar frá árinu 1970 til dánardægurs, svo og fleiri nefndum í tengslum við atvinnulífíð. Jóhann veiktist fyrst vorið 1979 og upp úr því hætti hann sínum skipstjórnarferli. Eftirlifandi kona Jóhanns er Geirlaug Pétursdóttir. L.S. hringrás yfir norðurhvelinu að vera til staðar til að koma í veg fyrir blöndun við suðrænt loft. I öðru lagi þurfa laus klórefni að vera í heiðhvolfinu sem og ýmis önnur efni t.d. gosefni vegna eld- goss og í þriðja lagi þarf að vera sólskin. Nú í janúar síðastliðnum, þegar við flugum þarna, sáum við að tvennt af þessu er nú til stað- ar. Lofthringrásin og klórefnin eru til staðar en af því að sólin er svo lágt á lofti á engin ósoneyðing sér stað sem stendur." Hafliði segir að farið verði aftur í háloftaflug í febrúar og mars og þá komi betur í ljós hvort hætta sé á ósoneyðingu en þá fari sól að hækka á lofti. „Lofthringrásin hverfur venjulega á vorin þegar sólin er farin að skína hærra. Hins vegar gæti komið tímabil í tvær til fj'órar vikur þar sem allir þessir þættir eru virkir og þá gæti óson- eyðing orðið veruleg en vonandi aðeins í þennan stutta tíma." Haf- liði segir að ef til þessa komi gæti eyðingin orðið allt að 2 til 5% á dag. „Sólin er aldrei beint yfir ís- landi, sérstaklega á þessum árs- tíma, þannig að sólin fer alltaf í gegnum þónokkuð meira óson heldur en á lægri breiddargráðum þar sem sólin er sterkari. Jafnvel þó að eyðing ósons verði einhver þá vegur þetta upp á móti því þar sem sólargeislarnir þurfa alltaf að fara lengri vegalengd," segir Haf- liði. Hann segir að vegna þessa þurfí íbúar í löndum á norðlægum breiddargráðum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af mikilli eyðingu ósonslagsins þar sem útfjólubláir geislar komi ekki eins auðveldlega í gegn á þessum slóðum. Guðspjall dagsins: Matt. 6.: Er þér biðjist fyrir. brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Umsjón sr. Flóki Kristinsson. Guðs- þjónusta kl. 14. Kór Langholtskirkju flytur stólvers (hópur II). Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kaffi að guðsþjónustu lokinni. Aftansöngur alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinsson- ar. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Fermingarböm og foreldrar þeirra eru hvött til að koma. Einsöngur Dúa Einarsdóttir. Organisti Violeta Smid. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á kónnunni eftir guðsþjón- ustuna. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðs- þjónusta kl. 14. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Dr. Pótur Pétursson flytur erindi í safnaðar- heimili kirkjunnar að lokinni guðs- þjónustu kl. 15.30 sem nefnist „Trú- arleg áhrif og uppeldi". Miðvikudag: Bænamessa k. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Bibliulest- ur kl. 20 í safnaðarheimilinu í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmunds- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Bamastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Aðalsafnaðarfundur eftir messu í safnaðarheimilinu. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Miðviku- dag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu og samkoma kl. 20.30 á vegum Sel- tjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða" undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Söngur, prédikun, fyrirbænir. ARBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Gídeonfélagar koma í heimsókn og kynna starfsemi Gídeonfélagsins, Sigurður Jóhann- ¦ esson prédikar. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Barnastarf í kirkj- unni á sama tíma. Molakaffi eftir guðsþjónustuna. Kirkjubíllinn geng- ur um Ártúnsholt og efra Selás. Fyrirbænaguðsþjónusta miðviku- dag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14, altar- isganga. Sr. Jónas Gíslason vígslu- biskup prédikar. Organisti Þorvald- ur Björnsson. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- ^amkoma í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Bamastarf á sama tíma. Fyrirbænir í Fella- og Hóla- kirkju mánudag kl. 18. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Bamaguðs- þjónusta kl. 11 í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Skólabillinn fer frá Hamra- hverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Valgerður, Katrín og Hans Þormar aðstoða. Guðsþjónusta kl. 11 í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Sr. ión Ragnarsson deildarstjóri fræðsludeildar kirkjunnar prédikar. Kaffi á könnunni eftir guðsþjón- ustuna. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messusalur Hjallasóknar í Digranesskóla. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Vænst er þátttöku foreldra fermingar- barna. Sóknarprestur. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Mola- sopi eftir guðsþjónustuna. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Flautuskólinn laugardag kl. 11. Violeta Smid. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Morgunandakt miðvikudag kl. 7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður hinn sami. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Messa laugardag kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardag kl. 14, fimmtudag kl. 19.30 og aðra rúmhelga daga kl 18 30 KFUM/KFUK: Vitnisburðarsam- koma í kristniboðssalnum á Háaleit- isbraut kl. 20.30. Ræðumaður Sig- fús Ingvarsson. FÆR. sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. VEGURINN, Smiðjuv. 11, Kóp., kristið samfélag: Almenn samkoma kl. 11. Bamakirkja á sama tíma. Kvöldsamkoma kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 14, ungbarnavígsla. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Hilde Dagfinrud Valen talar. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Ræðu flytur Samúel J. Samúelsson læknir. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Æskulýðsfundur í Kirkjuhvoli nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Sr. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bragi Frið- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.