Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 Pöntunarfélagshúsið á Seyðisfirði brann: Míkið tjón trillu- karla í eldinum MILLJÓNATJÓN varð er Pöntunarfélagshúsið við Hafnargbtu á Seyðisfirði brann til kaldra koia í fyrrinótt. Eldsupptök eru ókunn, að sögn Sigurjóns Andra Guðmundssonar, aðstoðarvarðstjóra í lög- reglunni á Seyðisfirði. Sigurjón varð var við eldinn á eftirlitsferð um bæinn um klukkan hálfsex að morgni en um miðnætti um kvöld- ið áður hafði lögreglan á Seyðisfirði handtekið mann um þrítugt sem játað hefur að hafa lagt eld að Wathne-húsinu þar í bæ, en það brann aðfaranótt 28. janúar si. Sá maður var í haldi lögreglunn- ar þegar eldurinn í Pöntunarfélagshúsinu kom upp, en var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gær, enda málið þá talið upplýst. \ j ..-...-.¦'?¦«' ¦¦ ¦¦¦¦¦¦;>;* ¦'i' ¦ ' ¦ ¦>¦« *"'•¦¦*•¦ ¦ ;-'.;...;..-" ^l-i^: ^n S^HkEI~'%É*i ^aas&. Sigurjón sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið að aka út með sunnanverðum firð- inum um nóttina þegar hann hefði séð reyk Ieggja frá Pöntunarfélags- húsinu. Um svipað leyti og hann kom að dreif að starfsmenn Síldar- bræðsiunnar, sem er í næsta húsi. Slökkviliðið kom fljótlega á stað- inn. „Það var mikill eldur á báðum hæðum, aðallega þó í vestari enda hússins og að miðju þess," sagði Sigurjón. I vestari endanum voru 6 trillu- karlar með aðstöðu til beitingar og fyrir geymslu veiðarfæra og vara- hluta. Auk þess hafði Gullberg, sem gerir út Gullver, hluta hússins á leigu. í austurenda hússins var hins vegar lager frá umboðsmanni Shell á Seyðisfirði, þar á meðal 20-30 olíutunnur. Hvasst var í veðri og sóttist slökkvistarf fremur seint, að sögn Sigurjóns. Fór enda svo að eldurinn komst í olíutunnurnar, sem sprungu og fóðruðu eldinn þannig að ekki varð við neitt ráðið fyrr en um klukkan 9 um morgun- inn að húsið var brunnið til kaldra kola og það fallið að undanskildum fáeinum metrum á vesturgafli. Sigurður Finnbogason er einn þeirra trillukarla sem áttu veiðar- færi og ýmis önnur verðmæti í húsinu. Allir urðu þeir fyrir miklu tjóni en einungis einn var tryggður fyrir tjóni, af þessu tagi. Sigurður sagði þó að hann og annar til hefðu sloppið betur en aðrir. Þeir hefðu haft á leigu frystiklefa í vesturenda hússins og hefðu þeir náð þaðan útf uppsettri línu sinni óskemmdri. Einnig hefði hann verið svo heppinn að hluti af netum hans hefði legið niðri á bryggju og því ekki orðið eldinum að bráð. Hins vegar kvaðst hann eins og aðrir haf a tapað þarna miklum verðmætum. Ekki vildi hann að svo stöddu meta það tjón til fjár. Pöntunarfélagshúsið var tveggja hæða bárujárnsklætt timburhús og stóð yst við Hafnargötu. í daglegu tali hefur það verið kallað Pöntun eða Pöntunin. Það var byggt í lok síðustu aldar af Pöntunarfélagi Fljótsdalshéraðs. Undanfarin ár hefur það verið í eigu Fisksölufé- lags Seyðisfjarðar sem er umboðs- aðili Skeljungs á Seyðisfírði. Að sögn Sigurjóns Andra Guð- Morgunblaðið/GJH Eins og glöggt sést af þessari mynd er húsið sem Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs byggði í lok síðustu aldar nú rústir einar. Húsið fyrir brunann. mundssonar aðstoðarvarðstjóra er ekki ljóst hver upptök eldsins voru. í dag mun lögreglan I bænum Morgunblaðið/Garðar Kúnar ásamt mönnum frá Rafmagnseftir- liti ríkisins kanna verksummerki nánar. Nýjar reglur um Verðbréfaþing Islands: Búist við að 10-20 hluta- félög verði skráð á árinu BÚIST er við að 10-20 fyrirteeki skrái hlutabréf sín á Verðbréfaþingi fslands á þessu ári, en nýjar reglur þingsins tóku gildi í byrjun febVú- ar. Reglurnar eru byggðar á tillögum ráðgjafarfyrirtækisins Enskilda Securities. Markmiðið með þeim er að auka miðlun upplýsinga um verðbréfaviðskipti og ýta undir að fleiri flokkar hluta- og skuldabréfa verði skráðir á þinginu. Þetta kom fram á fundi forráðamanna Verð- bréfaþings með fréttamönnum í gær. Viðskipti á Verðbréfaþingi munu fara fram um tölvur og er gert ráð fyrir að viðskipta- og upplýsinga- kerfi þingsins verði tilbúið í apríl nk. yerðbréfamiðlarar sem aðild eiga að þinginu fá aðgang að kerfinu og geta skoðað viðskipti sem þar hafa farið fram með verðbréf, skoðað til- boð, gert tilboð eða tekið tilboðum. Öll tilboð sem fram koma eru bind- andi og taka bæði til verðs og magns sem verslað er með. Ekki verður gerð krafa um að allir skráðir flokk- ar verðbréfa hafi viðskiptavaka. Sá sem gerist viðskiptavaki fyrir ákveð- in bréf verður hins vegar að vera reiðubúinn að gera bindandi kauptil- boð í viðkomandi hlutabréf fyrir a.m.k. 600 þús. kr. á hverjum degi. Þingaðilum er skylt að sjá til þess að upplýsingar um viðskipti sem þeir eiga utan þings með bréf skráð á þinginu, séu skráðar í upplýsinga- kerfi þingsins eigi síðar en fyrir há- degi næsta viðskiptadag. í kjólfarið mun þingið miðla upplýsingum um viðskiptin til fjölmiðla og almenn- ings. Hvað snertir skráningu hlutafé- laga á þinginu verður sérstakt aðlög- unartímabil frá 1. febrúar til 30. júní þar sem útgefendum verðbréfa verð- ur auðvelduð vinna við skráninga- rumsóknir. Á tímabilinu geta útgef- Flugleiðir: 80% flugferða á áætlun FLUGLEIÐIR eru í hópi stundvísustu flugfélaga. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru Flugleiðir 4. stundvísasta flugfélagið af 22 sem fljúga yfir N-Atlantshaf og í 5. sæti féiaga í Evrópuflugi. vísi fyrir árslok 1991. Þetta markmið náðist á árinu 1990. Ein- ar Sigurðsson blaðafulltrúi Flug- leiða segir að ástæðan fyrir þess- um góða árangri sé að flugfloti fyrirtækisins hafi verið endurnýj- aður og betra skipulag við áætla- nagerð og vinnu á flugvöllum hafi verið tekið upp. „Þetta er sérstak- lega gott í Atlantshafsfluginu. I Atlantshafsflugi fóru 80% Flugleiðavéla á réttum tíma. Hjá því félagi, sem stóð sig bezt, voru 82% flugvéla á áætlun. í Evrópu- fluginu héldu 82% flugvéla Flug- Ieiða áætlun, en 90% hjá því fé- lagi, sem var stundvísast. Flugleiðir settu sér það mark- mið í byrjun 1990 að ná meðal- tali evrópskra flugfélaga í stund- endur eða þingaðili fyrir þeirra hönd sótt um skráningu á grundvelli árs- uppgjörs fyrir árið 1990 og hálfsárs- uppgjörs fyrir 1991 auk bæklings með viðbótarupplýsingum í stað þess að þessar upplýsingar verði í einum bæklingi á stöðluðu formi. Að auki verður gefinn helmings afsláttur af skráningargjöldum á tímabilinu. í hinum nýju reglum er það skil- yrði sett fyrir skráningu að lág- marksfjárhæð hlutafjár skal vera 75 milljónir króna. Þar af skal 15% hlut- afjár vera í eigu 200 aðila eða fleiri, en hver um sig skal eiga a.m.k. 30 þúsund kr. Upphæðir breytast í sam- ræmi við breytingar á ECU. Þá eru gerðar kröfur um ítarlega upplýs- ingagjöf hlutafélaga. Skráðum félög- um ber að senda inn ársreikning ásamt ársskýrslu um leið og hann er aðgengilegur hiuthöfum en þó í síðasta lagi innan fjögurra mánaða frá lokun reikningsárs. Ennfremur skulu reikningsskil sem taka til fyrstu sex mánaða reikningsársins gerð opinber og send þinginu innan þriggja mánaða frá lokun tímabils- ins. Allar .upplýsingar sem sendar eru hluthöfum, svo og almennar fréttatilkynningar skulu sendar sam- tímis til þingsins. Jafnframt fela regl- urnar í sér að ársfjórðungslega beri að gefa upplýsingar um eigenda- skipti hlutabréfa og heildarupphæð. Sérstaklega er fjallað um innherja- viðskipti í nýju reglunum og er þar kveðið á um að skráð félag skuli skrá í bækur sínar og tilkynna þing- inu eins fljótt og unnt er viðskipti eftirtalinna aðila með hlutabréf fé- lagsins: Stjórnarmanna og annarra stjórnenda félagsins svo sem for- stjóra, framkvæmdastjóra, deildar- stjóra og faglegra ráðgjafa þeirra, innan félagsins eða utan, svo og náinna venslamanna framantalinna. Stefnt er að því að gjold, sem þing- aðilar, útgefendur og áskrifendur upplýsinga greiða, nægi til að starf- rækja sjálfstætt verðbréfaþing með um 2-3 starfsmenn í upphafi. Stjórn þingsins verður skipuð 7 aðilum. Formaður verður skipaður af Seðla- banka íslands, 2 stjórnarmenn verða valdir af öðrum þingaðilum, 2 verða fulltrúar híutafélaga á þinginu, 1 fulltrúi stærri kaupenda og 1 fulltrúi smærri kaupenda. Sameining spítala: Stjórn Landa- kots ræðir málið í dag YFIRSTJÓRN Landakotsspítala mun í dag fjalla um hvort stefna eigi að sameiningu spítalans og Borgarspítala. Viðræðunefndir spítalanna hafa fjallað um þetta _mál undanfarna daga, og að sögn Árna Sigfússonar formanns stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkur liggja nú fyrir ákveðn- ar tillögur sem yfirstjórn Landakots mun ræða í dag. Árni sagði að í tengslum við fjár- hagsáætlun hefði borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt tillögu um það á fimmtudagskvöld, að Borgar- spítali og Landakotsspítali yrðu sameinaðir og því væri kominn fram skýr vilji þeim megin. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði í gær að ekki væri búið að ákveða hvernig þeim 500 milljónum króna, sem óráðstafað er til reksturs sjúkra- húsa, verði skipt. Þessi upphæð var ætluð til að milda þann 5% flata niðurskurð, sem sjúkrahúsunum var gert að framkvæma. Þorkell segir að fundað verði um helgina um það hvaða heilbrigðisstofnanir þurfi mest á þessum peningum að halda og ákvörðunar sé að vænta í fyrsta lagi á mánudag. » » ? Skarst illa er brot reið yfir Höfrung AK SKIPSTJÓRINN á loðnuskipinu Höfrungi AK skarst illa á höfði og andliti er báturinn fékk á sig brot í illviðri í um það bil 6 sjó- mílna fjarlægð frá Akranesi í fyrrinótt. Skipstjórinn sat í brúnni þegar ólagið reið yfir. Það braut glugga f stýrishúsi. Glerbrotin skáru skipstjórann í andlitið auk þess sem hann hent- ist úr stól sínum og skall á tækj- um í brúnni. Þegar óhappið varð hafði Höfr- ungur nýlokið löndun á Akranesi og var kominn um 6 sjómílur út úr höfninni á leið á miðin á nýju. Strax var snúið við og var skipstjór- inn lagður inn á sjúkrahúsið á Akra- nesi þar sem gert var að sárum hans. Meðal annars þurfti að sauma hann mikið í andliti. Skemmdir urðu á siglingatækj- um skipsins þegar sjór komst í þau- og varð vélsími óvirkur. Skipið var til viðgerðar á Akranesi í gær og er ráðgert að-það haldi til loðnu,- veiða að nýju á mánudag. Loðnukvótínn gæti orðið 700.000 tonn UM 39 þúsund tonn af loðnukvóta Norðmanna hér við land og allur loðnukvóti Grænlendinga, 81.400 tonn, falla trúlega í hlut íslendinga á þessari vertíð. Heildarloðnukvóti íslensku skipanna er nú 577 þús- und tonn, en hann verður trúlega aukinn í 700 þúsund tonn. Olík- legt þykir þó að íslendingar nái að yeiða þau 500 þúsund tonn, sem eftir eru af heildarloðnukvótanum. í gær voru íslensk skip búin að veiða 195 þúsund tonn af loðnu í vetur, þar af um 139 þúsund tonn eftir áramót. Norsk skip hafa veitt 42.500 tonn af loðnu hér í vetur, en þau voru farin af miðunum í gær og ekkert hefur verið veitt af loðnukvóta Græn- lendinga. Erlend skip mega ekki veiða loðnu í okkar lögsögu eftir 15. febrúar og einungis norðan við Papa- grunn fyrir 15. febrúar. íslensku skipin hafa verið að veiðum við Hrol- laugseyjar að undanförnu og gengið þokkalega. Bræðslugeta loðnuverksmiðjanna hér er um 12 þúsund tonn á sólar- hring. Þær gætu því brætt þau 500 þúsund tonn, sem eftir er að veiða af heildarloðnukvótanum, á 42 sólar- hnngum, en loðnuvertíð iýkur yfir- leitt um 20. mars. Hilmir SU fór með um 1.300 tonna loðnufarm til Færeyja í gær. Það er fyrsti loðnufarmurinn, sem íslensk skip landa erlendis í vetur, en í gær höfðu verksmiðjur hér tekið á móti 6.134 tonnum úr norskum skipum. A Siglufirði eru greiddar 4.500 krón- ur fyrir tonnið af loðnu en um 6.000 krónur í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.