Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 Afmæliskveðja: Jóhann Sæmundsson Jóhann Sæmundsson, vinur minn og mágur fyllir nú 80 ár. Hann fæddist á Víðivöllum í Stað- ardal 6. febrúar 1912, uppalinn í Aratungu í þeim djúpa dali. Stað- ardalur fannst mér, við fyrstu sýn, eins og þjóðsaga blasti við. Á rann eftir miðjum dal. Ljótá í fornöld. Síðar Staðará, eftir kirkjustaðnum Stað í Steingrímsfirði. Og Ljótár- dalur varð Staðardalur. Ain skipti um farveg öðruhvoru, grýttar eyr- ar, yfir þær breiddi sig eyrarós og sannaði að rómantíkin lifir og prýðir veröld alla. Foss í bæjargöi, söng yfir leiðum kirkjugarðsins, árniður við túnið tók undir, í öræfa þogn, raddir náttúrunnar öldum, saman minntu á eilífð og gömul kirkja, iistaverk timburmannsins. Með okkur Ingólfi komu á Stað fósturforeldrar mínir og Ingibjörg fóstursystir mín. Við vorum óskyldar þeim en uppaldar í ástríki. Ingibjörg var um tvítugt, falleg og gáfuð stúlka með himin- blá augu, sem lýstu sterkum svip af tónlist. Henni var allt ósjálfrátt vel gefíð, en eigi síður þar er sjálfr- átt var. Hún var áður orðin kirkju- organisti, lærði hjá Páli ísólfssyni, sem bauð henni lengri kennslu ókeypis, af því hve vel henni gekk námið. Hún þá það. Þegar Jóhann, yngsti bóndinn á Stað, sá þessa fallegu stúlku, átti hann þá heitustu ósk að eignast hana, ellegar enga konu aðra. Ingibjörg varð organisti í Staðar- kirkju og fór það sérlega vel. Um Jóhann Sæmundsson hefði vinur minn-Bjarni Th. Melsteð sagt að hann væri þykkur undir hönd og íturvaxinn. Jóhann var fríður mað- ur, svipsterkur, greindur og hafði sérlega fallegt bros. Hárið var þétt og fór vel, jarpt og hélt lengi lit. Gráblá athugul augu og skír. Hann er maður fáorður og stilltur vel. Jóhann er hið mesta snyrti- menni í allri umgengni, svo sem systir mín er líka, og það fer vel er slíkir kostir veljast saman, en hætt við ósættanlegu sundurþykki ef þar ber mjög á milli. Jóhann Sæmundsson fékk þá ósk sína uppfyllta „að leiða þá fögru brúði" að altarinu. Sóknar- prestur gifti þau 13. maí næsta vor og hefur það hjónaband enst vel. Arið eftir var fyrsta barn þeirra skírt, Elísabet eftir móður Jóhanns sem lést rúmu ári áður. Ég hlaut þann heiður að halda litlu stúlkunni undir skírn í kirkjunni. Sæmundur faðir Jóhanns gladdist mjög yfír nafninu. Hann var þá á Stað. Sæmundur Jóhannsson var hár maður, fyrirmannlegur, norr- ænn í útliti, augun gráblá og skír, fróður og skemmtilegur viðtals. Okkur var mjög vel til vina. Næsta dóttir hlaut nöfn fósturforeldra okkar Ingibjargar Sigrún Jarþrúð- ur, mamma hélt henni undir skírn í kirkjunni. Litlu stúlkurnar áttu ljúfa daga hjá barngóðum foreld- rum og afa og ömmu, sem líka voru barnelsk og barngóð. Staðarbændur, Jóhann og Benedikt, áttu góða hesta. Sá eini sem ég man var rauðblesóttur úrvals gæðingur sem Jóhann átti. Hann lánaði móður minni Jóhönnu þennan frábæra hest til Kaldrana- neskirkju. Hún sat hvaða gæðing sem var. Talin var fjögurra stunda reið frá Stað að Kaldrananesi. Við vorum 10 í hóp. Benedikt valdi hest fyrir Ingólf handa mér. Ég gaf honum nafnið Vinur. Alltaf hugsa ég hlýtt til hans Benedikts fyrir að velja handa mér fallega brúna hestinn. Hann var ekki stór en fagurskapaður, hafði tvö Pét- ursspor í hálsi, sitthvors vegar. (sporöskjulagðir sveipir). Þjóðsag- ar segir, að hestur sem hefur tvö Pétursspor sé grunnsyndur mjög og fer ekki dýpra í kvikasyndi- skeldu, en í hófskegg. Bæði þessi einkenni komu fram sitt í hvorri ferð. Oft minntist móðir mín á kirkju- ferðina og rauðblesótta gæðing- inn. Á þessum tíma upp úr 1940 heyrðist ekki í heyvinnuvél í Stað- ardal. Landið allt óspillt. Margt fólk var í dalnum. Enginn maður átti bíl. Milli Staðar og Hólmavík- ur voru þrjár óbrúaðar ár sem urðu miklar í leysingum, Staðará mest. Hestar og bátar voru aðal farartæki fólksins; Nú eru vélar og framfarir að eyða landinu. Ferð á eigin gæðingi pm fagurt land er skemtun best. Ég veit að Jóhann gleymir aldrei Blesa sín- um. Eg er líka ein þeirra Islend- inga, sem trúi því, að við fáum að sjá hin blíðu, göfugu dýr á sól- arengi Guðsríkis, er vér höfum sjálf gengið í gegnum hið síðasta él. Hví skyldi skaparinn ekki hugga þau af hörmum þeirra og margri raun, eigi síður en menn- ina. Margt hafa þau orðið að líða af erfíði og söknuði á vorri sorgar- stjörnu jörðinni. Langt er nú síðan við kvöddum dalinn. Jóhann og Ingibjörg fluttu fyrst til Reykjavíkur. Við komum nokkru síðar til Suðurlands. Þau hjónin eignuðust tvö börn eftir að þau komu til Reykjavíkur, Sæmund og Halldóru. Öll voru börnin vel gefin og efnileg. Aldrei var Jóhann atvinnulaus í Reykjavík enda maður mjög verkhæfur. Bæði ræktuðu hjónin sinn garð vel. Þau hjálpuðu börn- um sínum til menntunar. 011 stofn- uðu börnin sín eigin heimili. Barnabörnin eru fimm, allt fallegt og velgefið upprennandi ungt fólk, og eitt barnabarnabarn. Þau hjónin ferðuðust töluvert um landið á bíl á yngri árum, þau hafa mikið yndi af náttúrufegurð. Hafa á seinni árum ferðast með eldri borgurum. Þau voru um tíma í heimsókn hjá Elísabetu og Sig- tryggi Bragasyni manni hennar er hann var við nám á írlandi, fóru líka síðar til Noregs og eina góða dvöl áttu þau á Spáni. En í seinni tíð þolir hann ekki ferðalög. Bæði hjónin hafa alla tíð verið samvalin í gestrisni. Hafa þau oft hýst gesti utan af landi. Heimili þeirra er ævinlega fagurt af fallegri umgengni. Jóhann mágur minn er að upp- lagi smiður, en lærði það ekki. Hann fór ungur maður á nám- skeið í útskurði og smíðaði þar og skar út einn kjörgrip. Skar út heima hjá sér nokkra aðra fallega hluti, smíðaði sér sjálfur útskurð- arhnífinn. Hann hefur notið þess að stunda handíð með eldri borgur- um. Marga fallega útskorna smíð- isgripi hefur hann gert og einnig rennda og gefið bæði mér og öðr- um. Mest undrar mig þó, að ég á frá hjónunum fagra silkislæðu, sem bóndinn frá Stað málaði, þá kominn yfír sjötugt og gaf mér, hann bjó munstrið til, mjög fallegt og sérstætt. Þannig bjó hann yfir listvinnu, sem verið hefur hjarta næst. Svo dulur er hann, að ég vissi það fyrst fyrir einu ári, að hann er prýðilega hagmæltur. ís- lensk tunga er honum djúpt inn- rætt. Það mun satt vera bæði um Þingeyinga og Strandasýslubúa, að þeir taki öllu mótlæti í þögn. Frjálsmannlegir eru þeir, hverjum sem er að mæta, enda löngum tekist á-við það afl, „sem ofviðrið heyr á Dröngum." (J.H.) Þetta greinarkorn á að færa ykkur kæru hjón þakklæti fyrir alla gestrisni og elskusemi við okkur á okkar ævi frá mér og mínu húsi. Ósl mín til þín afmælis- barn er þessi: „Afl þitt réní eigi fyrr en ævi þrýtur" og „blessun yfir barnahjörð". Rósa B. Blöndals. VINNUVERND HVERNIG BILL HENTAR ÞER? Vinnuálag og vinnutækni eftír Gauta Grétarsson Ég man þann dag er ég mætti í vinnu í fyrsta sinn. Atvinnurekand- inn tók á móti mér valdmannslegur í fasi, sýndi helstu kennileiti á vinn- ustaðnum, sagði mér hvað ég átti að gera, klappaði svo á öxl mína og sagði: „Þú lærir þetta svo með tímanum, ef þú ert í vandræðum þá talarðu bara við samstarfsmenn- ina." Ég byrjaði svo að vinna og reyndi að standa mig. Ef ég var í einhverj- um vandræðum þá horfði ég á hina, tók eftir því hvernig þeir gerðu hlut- ina og apaði eftir þeim. Eftir nokkurn tíma fór ég að finna til í öxlum og baki, vaknaði stirður og stífur á morgnana og illa upplagður. Ég þorði ekki annað en að mæta í vinnuna, það voru ekki nema 4 vikur síðan ég hóf störf. „Ég ætla ekki að fá atvinnurekand- ann upp á móti mér," hugsaði ég. Þá er nú betra að bíta á jaxlinn. „Þetta hlýtur að lagast," það sagði afí minn að minnsta kosti alltaf. En ekkert gerðist, alltaf fóru óþæg- indin vaxandi, ég fann að ég var ósjálfrátt farinn að hlífa mér og afköstin minnkuðu. Þegar ég fór að kynnast einum samstarfsmanni mínum trúði hann mér fyrir því að hann væri að drep- ast í bakinu. Það var nú gott, þá er ég ekki bara aumingi, hugsaði ég og var hugsað til ömmu gömlu, sem alltaf var með gigt og taldi það vera eitt af aðalsmerkjum ætt- ar sinnar. Þetta er frásögn sem rnargir kannast við af eigin reynslu. Á hverju vori koma þúsundir ung- menna á vinnumarkaðinn. Þeim er lítið sem ekkert sagt til um hvaða vinnubrögð séu best til að verkfær- ið „líkaminn" slitni ekki fyrir aldur fram. Sífellt er fólk að hefja ný störf og oftar en ekki gleymist að kenna hvernig á að beita sér við vinnu. Léleg starfsaðstaða Oft á tíðum er orsakir fyrir lé- legri vinnutækni að leita í lélegri starfsaðstöðu. Má þar nefna ranga borðhæð til dæmis í fiskvinnslu eða í eldhúsum. Það getur ekki hentað fólki sem er 175 cm á hæð að vinna við borð sem gerð eru fyrir fólk sem er 160 cm á hæð eða öfugt. Það veldur því að sá sem vinnur við of hátt borð fer að reigja sig upp. Sá sem starfar við of lágt borð fer að beygja sig fram og bograr. Stólar á vinnustöðum eru oft ekki stillan- legir og henta illa þeim sem þá nota. Snúrúr í þvottahúsum eru iðu- lega of háar þannig að sá sem hengja á upp þvottinn þarf að halda höndunum hátt uppi sem er slæm vinnutækni og orsakar mikið kyrr- stöðuálag á herðavöðva. Þá er gott ráð að lækka snúrurn- ar, hafa snúrur sem hægt er að færa upp og niður eða standa uppi á kolli þegar hengt er upp. Skólafólk við lestur, þeir sem vinna við tölvur og þeir sem horfa mikið á sjónvarp eða fara í kvik- myndahús gleyma því oft að það er mikið álag á háls- og herðavöðva að halda höfðinu lengi í sömu stöðu. Ef við bætist að það sem horft er á er ofan eða neðan við augnhæð eða til hliðar við beina sjónlínu eykst álagið enn frekar. Rúm eru ekki góð vinnuaðstaða fyrir lestur. Þá er hætta á því að háls sé í slæmri stöðu sem getur valdið þreytu eða hálsríg þegar far- ið er fram úr að morgni. Starfsaðstaða ekki nýtt Einnig má leita skýringa á slæmri vinnutækni í því að sú vinnu- aðstaða sem boðið er upp á er ekki notuð. Iðulega gleymist að stilla stóla og borð þótt möguleiki sé á því. Þegar við setjumst inn í bifreið sem einhver annar hefur setið í fínnst okkur sjálfsagt að færa fram sætið ef við náum ekki fram í bens- íngjöfina. En þessu gleymum við oft þegar við setjumst við vinnu þar sem við eigum ef til vill eftir að sitja heilan vinnudag. Tölvuborð eru oft of lág og það gleymist að halla skerminum þannig að ekki þurfi að beygja höfuðið fram til að sjá á skerminn. Nútíma ryksugur eru með stillan- legu skafti sem margir gleyma að lengja í eða stytta eftir því sem við á. Hjálpartæki ekki til, ekki notuð eða notuð á rangan hátt Hjálpartæki til að auðvelda manni störfin eru margs konar. Til dæmis er sjálfskipting bifreiða ætl- uð til að minnka álag á handleggja- vöðva. Útsýnisspeglar eru til þess ætlaðir að hægt sé að aka án þess að snúa höfðinu. Oft eru þeir illa stilltir, annað hvort of háir eða lág- ir, sem orsakar það að þeir sem nota þá þurfa að setja höfuðið í slæma stöðu til að geta notað þá. S ý n i n g u m helginafrá kl. 'm L **m ^X • • J: t 5 dyra skutbíll kr. 1.172.000.-.stgr. 5 dyra hlaðbakur kr. 980.000.-.stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.