Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARBAGUR 8. FEBRUAR-1992 MALEFNI BIFREIÐASKOÐUNAR ISLANDS HF. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna: Fráleitt að einka- væða á þennan hátt „ÞAÐ SEM fram er að koma um Bifreiðaskoðun íslands er raunar staðfesting á þeirri gagnrýni sem Neytendasamtökin ein hafa sett fram á fyrirtækið á síðastliðnum tveimur árum," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið að- spurður um viðbrögð við fréttum um verðlagningu á þjónustu Bifreiða- skoðunar og hagnað fyrirtækisins fyrstu tvö árin eftir að það hóf starf- semi. „Við gagnrýndum þegar hitteð- fyrra mjögháa gjaldskrá Bifreiða- skoðunar íslands og gríðarlegar hækkanir sem urðu. Við ítrekuðum þessa gagnrýni okkar á síðasta ári þegar í ljós kom gríðarlegur hagnað- ur þessa fyrirtækis og því var svarað af hálfu dómsmálaráðherra með eilít- illi lækkun á sumum liðum í gjald- skrá fyrirtækisins. Við gagnrýndum hversu lítil sú lækkun væri og það sem nú er að koma fram í dagsljósið sýnir að það var einnig réttmæt gagnrýni og einnig það að í raun skoðaði dómsmálaráðuneytið ekki þetta mál, heldur átti þessi litla verð- lækkun að vera dúsa til þess að fá menn til að þegja, en sem betur fer eru fleiri aðilar komnir inn í þetta mál nú," sagði Jóhannes. „Við teljum það fráleitt að einka- væða á þann hátt sem þarna er gert. Ef það er mat manna að fyrirtæki skuli hafa einokun á þjónustu sinni segja Neytendasamtökin að það eigi ekki að einkavæða slík fyrirtæki. Það er grundvallaratriði af okkar hálfu að það sé einkavætt þar sem um er að ræða virka samkeppni og reynslan af Bifreiðaskoðun íslands sýnir að þetta er rétt afstaða, þar sem einka- vætt einokunarfyrirtæki notfærir sér á versta máta þá einokunaraðstöðu sem það hefur. Það er því skoðun Neytendasamtakanna að þetta mál þurfi að skoðast allt frá grunni á nýjan leik og að þarna sé misheppn- að dæmi um einkavæðingu," sagði Jóhannes ennfremur. Jóhannes sagði að uppbygging fyrirtækisins frá því það var stofnað væri með öllu óeðlileg að hans mati og honum fyndist það kostulegt að þrátt fyrir gagnrýni Neytendasamta- kanna í tvö ár hefði það ekki fengið einn einasta aðila til að senda frá sér ályktun til stuðnings gagnrýn- inni. En nú allt í einu þegar sest væri niður til þess að gera kjara- samninga væri farið að skoða þetta. Þeir hefðu ekki fengið stuðning nema helst í lesendabréfum. VSI krefst breytinga á rekstri Bifreiðaskoðunar Islands: Gjaldtaka og uppbygging sögð utan skynsemismarka Vinnuveitendasamband íslands segir að Bifreiðaskoðun íslands hafi farið út fyrir öll skynsemismörk varðandi gjaldtöku og uppbyggingu fyrirtækisins og krefst breytinga. „Okkur finnst þetta alveg ótrúlegt mál," sagði Kristján Jóhannsson rekstrarhagfræðingur hjá VSÍ. „Við erum ekki á móti öryggi í umferð- inni og við eru sammála því að bíla- skoðun hafi verið mjög ábótavant. En við teljum að þarna hafi verið farið út yfir öll skynsemismörk, hvort sem litið er á framkvæmd, uppbygg- ingu eða gjaldtöku og við verðum að átta okkur á að við eigum í sam- keppni við aðrar þjóðir um lífskjör. Ef við ætlum að vera á þessu landi áfram getum við ekki innleitt hvaða vitleysu sem er," sagði Kristján. Hann sagði að í lögum um Bifreið- askoðun stæði, að setja ætti upp skoðunarstöðvar í öllum kjördæmum. „Þessu bætti Alþingi við, eftir að frumvarpið kom fram, og við teljum að þetta sé dæmi um hvernig misvitr- ir stjórnmálamenn hafi ráðstafað láunatekjum almennings í nafni ein- hverrar byggðastefnu. Stjórn Bif- reiðaskoðunar tók síðan þá ákvörðun að ljúka byggingu 9 skoðunarstöðva á aðeins fímm árum, þðtt einokunar- samningur fyrirtækisins gildi í 12 ár. í staðinn hefði að okkar dómi verið miklu nær að fara hægar í fjár- festingu og dreifa kostnaði, en leyfa bifreiðaverkstæðum á landsbyggð- inni, að uppfylltum ströngum skilyrð- um, að stunda bifreiðaskoðun. Þann- ig hefði verið hægt að renna styrk- ari stoðum undir rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni og efla atvinnulíf." Kristján benti á að í ár yrði'búið að reisa 7 fullkomnar skoðunarstöðv- ar. Sú síðasta hafi verið opnuð í BorgarnesH desember og kostað 40 milljónir. „Á sama tíma er rekin stöð í leiguhúsnæði á Akranesi og þetta er lýsandi dæmi um að sparsemin er ekki höfð í fyrirrúmi," sagði Kristj- án, og bætti við, að ef tekið yrði af reglum EB um bifreiðaskoðun, myndi það hafa umtalsverðan sparnað í för með sér fyrir bifreiðaeigendur og færa enn frekari rök fyrir því að stöðva . fjarfestingaræði Bifreiða- skoðunar íslands. í könnun VSÍ og ASÍ kom fram að Bifreiðaskoðun Islands hefur selt númeraplötur á bíla á rúmar 4 þús- und krónur en hafi fram að síðustu áramótum keypt þær á 1300 krónur af Litla-Hrauni; það gjald var raunar hækkað í 1.700 krónur í upphafi þessa árs. Kristján sagði, að Litla- Hraun legði 900 krónur á hvert núm- erapar, og ef gert væri ráð fyrir að 10 þúsund nýir bíla seldust á íslandi í ár væri framlag bifreiðaeigenda til fangelsismála 9 milljóhir króna. Ofan á það leggðist álagning BÍ og ofan á allt leggðist virðisaukaskattur. Hins vegar kostuðu sambærilegar númeraplötur og þær íslensku 760 krónur án VSK í Þýskalandi eða sex- falt lægri upphæð. Kristján sagði að á VSÍ dyndu kröfur um hækkun launa til að draga úr rýrnandi kaupmætti. Fyrir lægi að ekki yrði um neinar beinar kaup- hækkanir að ræða og því væri leitað annarra leiða til að lækka kostnað heimila og auka þannig kaupmátt- inn. Um 17% af kostnaði vísitölu- fjöidskyldunnar tengdist rekstri bíla. Þar á meðal væri kostnaður vegna skráningar og skoðunar og þann kostnað væri greinilega hægt að lækka verulega. Bifreiðaskoðun íslands: Góð eiginfjár- staða forsenda uppbyggingar Bifreiðaskoðun íslands hefur sent frá sér athugasemdir vegna frétta- flutnings um fyrirtækið, þar sem segir meðal annars, að þegar lokið verði að byggja skoðunarstöðvar í ölluni kjördæmum .landsins eigi að vera komið jafnvægi í rekstur fyrirtækisins og engin þörf verði þá á gjaldskrá sem gefi meira af sér en til þess að borga hluthöfum hæfileg- an arð. En á meðan uppbyggingunni standi verði að byggja upp góða eiginfjárstöðu sem hafi óhjákvæmilega í för með sér töluverðan hagnað í rekstri. Athugasemdirnar fara hér á eftir: „Eins og kunnugt er var Bifreiða- eftirlit ríkisins lagt niður í árslok 1988 og Bifreiðaskoðun íslands tók þá við verkefnum stofnunarinnar. Þessar ráðstafanir eru samkvæmt 65. gr. umferðarlaga þar sem mælt er svo fyrir að settar verð upp full- komnar skoðunarstöðvar í öllum kjördæmum landsins. Markmið með breytingunni var að reisa bílaskoðun í landinu úr öskustó, þannig að skoð- unin yrði sambærileg við það sem er f nágrannalöndunum. í samræmi við ákvörðun Alþingis og samkvæmt samningi við dómsmálaráðherra setti stjórn fyrirtækisins sér það markmið að reisa fullkomnar skoðunarstöðvar í öllum kjördæmum landsins innan fimm ára frá stofnun þess. Árið 1989 var færanleg skoðunar- stöð tekin í notkun og ný skoðunar- stöð í Reykjavík í ársbyrjun 1990. Árið 1991 voru nýjar skoðunarstöðv- ar teknar í 'notkun á Akureyri, í Fellabæ, á Selfossi og í Borgarnesi. í janúar 1992 var ný stöð tekin í notkun á ísafirði og ráðgert er að taka riýja stöð í notkun á Húsavík í vor. Árið 1992, sem er fjórða starfs- ár fyrirtækisins, verða því 7 nýjar Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur Alþýðusambands Islands: Tekjur Bifreiðaskoðunar um 180 milljónir af skráningum GYLFI Arnbjörnsson hagfræðingur hjá Alþýðusambandi íslands seg- ir að það hafi átt sér stað offjárfesting hjá Bifreiðaskoðun íslands. Aðhaldið að fjárfestingum fyrirtækisins hefði verið mjög lítið á sama tíma og það getur innheimt miklar tekjur fyrir nýskráningar og umskráningar, um 180 milljónir, sem Iítil kostnaður er samfara. Gylfi hefur setið í nefnd aðila vinnumarkaðarins sem hefur haft það verkefni að yfirfara kostnað bifreiðaeigenda meðal annars hjá Bif- reiðaskoðun Islands. Gylfi sagði að það hefði átt sér stað offjárfesting í skoðunarstöðv- um um allt land, því eftir því sem þeim fjölgaði færu færri bifreiðar í gegnum hverja skoðunarstöð og hver skoðun yrði dýrari. Því til við- bótar^væri samkvæmt reglugerð Evrópubandalagsins gert ráð fyrir að bílar yrðu skoðaðir í fyrsta skipti fjórum árum eftir nýskráningu og síðan annað hvert ár upp frá því, þýddi það helmingsfækkun skoðana til viðbótar, ef samræmd reglugerð yrði tekin upp hér á landi, sem þeim fyndist ekki annað en sjálf- sagt að gera. „Það er hins vegar alveg ljóst að það að uppbyggingin hefur verið með þessum hætti er gert í skjóli þess að aðhaldið að fjárfestingum fyrirtækisins hefur verið mjög tak- markað vegna þess að þeir eru að innheimta tekjur upp á tæpar 200 milljónir sem hefur tiltölulega lítinn kostnað á bak við sig. Þar er ég einkum að hugsa um bifreiða- skrána, þ.e.a.s. eigendaskipti og nýskráningar, en okkur reiknast til að það séu tekjur upp á tæpar 180 milljónir á ári," sagði Gylfi. Hann benti á til samanburðar að ef maður skipti um fasteign væri það tilkynnt til Fasteignamats ríkis- ins, en það væri enginn kostnaður í því fólginn, og sama gilti um aðset- ursskipti, þau væri tilkynnt til Hag- stofu eða viðkomandi bæjarfélags en það væri enginn kostnaður því samfara. Þar að auki seldi fyrirtæk- ið aðgang að bifreiðaskrá og inn- heimti tekjur vegna þess frá trygg- ingarfélögunum, bílasölum og bif- reiðaumboðunum. Þessar tekjur hafi gert mönnum kleift að fara út í þessa rqsalegu fjárfestingu án þess að það hafi verið tekjugrund- völlur fyrir henni. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að Bifreiðaskoðun hagnaðist svo mikið á skoðununum sjálfum. Þessi mikla uppbygging gerði það hins vegar að verkum að skoðunin yrði dýrari en hún hefði þurft að vera. Það sem þeir gerðu athugasemdir við væri að það hefði fylgt með í samningnum heimild til að inn- heimta tekjur upp á tæpar 200 milljónir án þess að því fylgdi nokk- ur verulegur kostnaður á móti. Kostnaður við umskráningu hér áður fyrr hefði fyrst og fremst ver- ið skattlagning og maður gæfi ekki einkaaðilum heimild til að skatt- leggja landsmenn. Það kostaði 2.300 krónur að umskrá bíl og hátt í helmingur af bifreiðaeign lands- manna skipti um eigendur á hverju ári. Hann sæi ekki rökin fyrir því að innheimta sérstakt gjald fyrir það frekar en að skipta um aðsetur eða fasteign. skoðunarstöðvar komnar í notkun og verður ekki annað séð á þessari stundu en að skilyrði Alþingis um skoðunarstöðvar í öllum kjördæmum landsins verði uppfyllt innan 5 ára frá stofnun fyrirtækisins. Til þess að valda þessu verkefni var frá upphafi gert ráð fyrir að fjár- magna rekstur fyrirtækisins og fjár- festingar með þjónustugjöldum og lántökum. Þjónustugjöldin eru ákveðin í samráði við dómsmálaráðu- neytið og samþykkt af dómsmálaráð- herra. Forsendan var auðvitað sú, að það tækist að byggja uðp góða eiginfjárstöðu á fyrstu starfsárunum, sem hefði óhjákvæmilega í för með sér töluverðan hagnað í rekstri. Hlut- afé félagsins var í uphafi 80 m.kr. og hefur uppbyggingin verið fjár- mögnuð með hlutafé, rekstraraf- gangi og lántökum. Engir fjármunir hafa runnið út úr fyrirtækinu til eig- enda þess utan 10% arðgreiðslna eins og upphaflega var áskilið. Skuldir af lánum (hjá Landsbanka Islands,. Iðnþróunarsjóði o.fl.) eru nú u.þ.b. 80 m.kr. hærri en eiginfé félagsins, eða um 380 m.kr. Gefið hefur verið í skyn að fyrirtækið safni í sjóði í formi verðbréfa en hið rétta er að verið er að vista fjármuni til skamms tíma til þess að eiga framkvæmdafé og fjármuni fyrir áföllnum skamm- tímakröfum, s.s. sköttum. Á með- fylgjandi yfirliti er gerð grein fyrir öflun og ráðstöfun fjármagns 1988- 1990. Þjónustugjöld voru í upphafi mið- uð við gjaldskrá Bifreiðaeftirlits rík- isins eins og hún var 1988. Gjald- skrá fyrirtækisins á árinu 1992 er óbreytt í krónutölu frá ársbyrjun 1990 ef frá er talin 5% lækkun á skoðunargjöldum á miðju ári 1991. Eins og áður segir hefur þessi gjald- skrá dugað fyrirtækinu til þess að .byggja upp góða eiginfjárstöðu, sem hefur gert kleift að ná fram áformuð- um markmiðum um uppbyggingu skoðunarstöðva og til þess að endur- gera ökutækjaskrána, sem var orið 10 ára gömul og úrelt. Samkvæmt meðfylgjandi töflu hefur gjaldskráin lækkað að raunvirði og hafa t.d. skoðunargjöld og skráning eigenda- skipta lækkað um fímmtung frá ár- inu 1988. Eins og áður segir setti stjórn fyr- irtækisins sér það markmið að Ijúka uppbyggingunni að mestu innan 5 ára. Að þeim tíma liðnum á að vera komið jafnvægi í reksturinn og engin þörf á gjaldskrá, sem gefur meira af sér en til þess að borga hluthöfum hæfilegan arð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.