Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 29 Jafnréttier besta þjónustan eftir Sigurð Þór Guðjónsson Þann 12. nóvember sl. afhenti ég dálitla grein á ritstjórn Morgun- blaðsins. Hún var aðeins 30 dálk- sentimetrar þegar hún kom í blað- inu, enþað var ekki fyrr en 7. des- ember. Þó var greinin sprottin beint upp úr umræðu sem var „heit" þeg- ar hún var skrifuð, en var lokið þegar hún birtist. Dagana 20. nóvember til 6. des- ember taldi ég aftur á móti í Morg- unblaðinu 15 greinar sem allar voru lengri en mín grein og sú lengsta var 101 dálksentimetri. Og allar vísuðu þær í texta sínum til atburða er gerðust eftir 12. nóvember. En þá áttu höfundarnir eftir að skrifa greinar sínar og koma þeim gegn- um ritvinnslu blaðsins. Einn þing- maður Sjálfstæðisflokksins var m.a.s. með tvær greinar á þessum tíma er báðar voru yngri en mín grein og líka miklu lengri. Hér eru þó ekki meðtaldar beinar svargrein- ar við öðrum greinaskrifum né til- fallandi kynningargreinar, svo sem um bindindisdag fjölskyldunnar. Og þetta er ekkert einsdæmi. Ég set aldrei'svo grein í Morgun- blaðið núorðið að ég horfi ekki upp á það að lengri greinar, sem eru þó seinna afhentar blaðinu, birtist á undan, jafnvel svo tugum skipti. Og getur þannig gengið í margar vikur. Síðasta sumar til að mynda beið smá pistill eftir mig birtingar í hálfan annan mánuð. En lengri °S yngri greinar sem á undan komu í blaðinu taldi ég einar tuttugu. Morgunblaðið segir þann 11. og 14. janúar í orðsendingu til greina- höfunda: „Morgunbíaðið leggur áherzlu á að verða við óskum höf- unda um birtingu greina. Blaðið er orðið helzti vettvangur slíkra um- ræðna í þjóðfélaginu og vill vera það ... Morgunblaðið vill bæta þjón- ustu sína við þá sem skrifa í blaðið með skjótari birtingu, en forsenda þess er að höfundar stytti mál sítt." Af framasögðu er fullljóst að þessi ráðlegging Morgunblaðsins á ekki við um alla. Sumir fljúga inn í blaðið á fáum dögum með jafnvel langar greinar. Aðrir verða að bíða Bústaðakirkja: Fyrsta vísitasían SR. JÓN Dalbú Hróbjartsson, prófastur Reykjavíkurprófasts- dæmis vestra, mun heimsækja Bústaðasókn sunnudaginn 9. febrúar. Þetta er í fyrsta skipti sem Bústaðakirkja er vísiteruð af prófasti, en aðalskýring þess er sú að lengst af var herra Ólaf- ur Skúlason, biskup Islands, dómprófastur í Reykjavík og þjónaði Bústaðakirkju. Heimsókn prófasts hefst á fundi með sóknarnefnd og starfsfólki en kl. 14.00 verður messa, þar sem prófastur prédikar en sóknarprest- urinn, sr. Pálmi Matthíasson, þjónar fyrir altari. Eftir messu verður kirkjugestum boðið upp á kaffi í safnaðarheimili. og bíða með smámuni. Nú er auðvitað engin ástæða til að sýna mér ósanngirni öðrum mönnum fremur. En ég játa það hins vegar fúslega að greinar mínar um hitt og þetta í Morgunblaðinu og annars staðar séu svo grunnt hugsaðar, illa skrifaðar og fjalli um svo lágfleyg viðfangsefni, ég tala nú ekki um þegar ég tek upp hansk- ann fyrir geðsjúklinga, dópista og fanga, að þær eigi ekkert betra skilið en mæta afgangi. En það verður ekki sagt um þá mörgu sem eru með mér á sama báti. Engum getur nefnilega dulist, sem les Morgunblaðið að staðaldri, að höfundar sem senda því greinar sitja þar ekki við sama borð. Þarf svo sem ekki mitt dæmi til vitnis. Mannamunurinn leynir sér ekki. Hann ofbýður jafnréttisanda nútím- ans og gengur þvert á þær vænting- ar sem menn gera til fjölmiðla. Eg veit að mörgum greinarhöfundum líkar þetta illa þó þeir hafi ekki kvartað opinberlega, enda er þá viðbúið að þeir verði stimpalðir nöldrarar. Öll sanngirni mælir með því að dagblöðin birti aðsendar greinar í sem næst réttri komuröð á blaðinu, líkt og fólk sem fremst er í biðröð kemst að á undan þeim sem aftar standa. Auðvitað mætti út af því bregða í hófi við sérstakar aðstæð- ur. En þetta myndi tryggja að allir greinarhöfundar væru nokkurn veginn jafnir til lengdar, því frávik frá meginreglunni væru stopular undantekningar. Nú stefnir í það að einungis tvö Sigurður Þór Guðjónsson „Ég veit að mörgum greinarhöfundum líkar þetta illa þó þeir hafi ekki kvartað opinber- lega, enda er þá viðbúið að þeir verði stimpalðir nöldrarar." blöð komi út í Reykjavík, Morgun- blaðið og DV. Morgunblaðið vill eflaust af héil- um hug verða helsti umræðuvett- vangur í landinu og bæta þjón- ustuna við greinarhöfunda með skjótri birtingu. Forsendan fyrir því að það verði að veruleika er ekki eingöngu sú að höfundarnir stytti greinar sínar. Hún er einnig sú að þeir sitji við sama borð. Jafnrétti er besta þjónustan. Höfundur er ríthöfundur. Jass með hækk- andi sól Jass Guðjón Guðmundsson Rúrek-jasshátíðin í fyrra þótti takast ákaflega vel. Nú er allt út- lit fyrir að Rúrek verði árviss at- burður hér eftir. Jazzdeild FÍH og Ríkisútvarpið stóðu sameiginlega að framtakinu með styrk frá Reykjavíkurborg. Nú hafa sömu aðilar á prjónunum áð blása til nýrrar hátíðar með hækkandi sól og hefur RÚV lýst eftir hugmynd- um með styrkveitingar í huga. Vonast er til að heildarfjármagn til að standa undir hátíðinni verði ekki minna en í fyrra, eða 2,5 millj- ónir kr. auk þess sem reynt verður að fá kostendur inn í dæmið. í ráði er að bjóða hingað íslendingum starfandi í Bandaríkjunum, hugs- anlega Jóni Páli Bjarnasyni og Árna Egilssyni og vonandi Skúla Sverrissyni og fleirum. Þá er ætlun- in að bjóða erlendum þungavigtar- manni á hátíðina og um tíma beind- ust sjónir að bandaríska píanistan- um Keith Jarrett. Hann mun hins vegar hafa verið upptekinn, og er helst útlit fyrir að söngvari verði fenginn hingað til lands, enda þema hátíðarinnar ,jass og söngur". Hátíðin stendur að líkindum styttra yfir en áður - í þrjá daga er ráð- gert að djamma um allan bæinn en einkum þó í Súlnasal Hótel Sögu. Abbey Lincoln lék móður tromp- etleikarans í Mo' better blues, kvik- mynd Spike Lee. Hún sparar Lee ekki orðin. „Spike laug. Myndin Abbey Lincoln. átti að fjalla um John Coltrane. Það var það sem ég skrifaði undir - Love Supreme." Myndin hafi alls ekki fjallað um ævi hins stórkost- lega tónlistarmanns og þess vegna hafi hún aldrei séð hana. Á síðasta ári kom út You gotta pay the band sem fékk fína dóma og í febrúar verður sýnd heimildarmynd um Lincoln ! bandarískum sjónvarps- stððvum, en í þeim mánuði verður sögu blakki-a minnst um gjörvöll Bandaríkin. Nk. sunnudag, 9. febrúar, heldur hins vegar ung söngkona, Margrét Kristín Sigurðardóttir, sína fyrstu tónleika hérlendis í Púlsinum. Margrét lagði stund á jasssöng í einkatímum hjá norsku söngkon- unni Elin Odegárd og sl. haust sótti hún söngtíma hjá Evginíu Ratti, sem hefur sungið með Maríu Callas á Scala. Þá hefur hún unnið við gerð auglýsingatónlistar og eig- in tónsmíða í jassi og blús. Með Margréti leika Kjartan Valdimars- son, pianó, Úlfar Haraldsson, bassi, Ómar Einarsson, gítar, og Jón Björgvinsson, trommur. w mwwwwwmww 20% afslaffe í daa í fileyni a{ 20 ata afmæli okka^ ! Kringlunni 8 2 EtSi XtÆtÆtÆáÆtÆtÆÉiÆiÆiÆeÆiÆiÆtÆtÆéÆtÆt. hIméIiIiIiIiIhm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.