Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 47 FRJALSIÞROTTIR Krabbe í bann! - meðan beðið er endaniegrar niðurstöðu lyfjaprófs ÞÝSKA hlaupadrottningin Katrin Krabbe, heimsmeistari í 100 og 200 m hlaupum í Tókíó f fyrra, og tvær aðrar frjálsíþróttakonur, hafa verið sett í keppnisbann af þýska frjálsiþróttasambandinu, meðan beðið er endanlegrar niðurstöðu úr iyfjaprófi sem hún gekkst nýlega undir. Krabbe fór í lyfjapróf í Suður- Afríku á dögunum, en þar var hún í æfingabúðum. Einnig hinar tvær, sem settar hafa verið í bann af sömu orsökum, Grit Breuer og Silke Möller, báðar miklar afrekskonur, þó ekki séu þær jafnfrægar Krabbe. Fram kom í dagblaðinu Bild í gær að ekki hefðu fundist nein ólögleg lyf í þvagsýni úr Krabbe, en sérstaklega var fjallað um hana í þessu sambandi. Forráðamenn þýska sambandsins töldu sig þó hafa fundið eitthvað grunsamlega líkt. Framkvæmdastjóri sam- bandsins, Manfred Steinbach, sagði að ekki væri verið að dæma hlaupadrottninguna fyrir fram, „en grunsemdirnar eru svo miklar að málið verður að kanna til hlýt- ar. Þar til það hefur verið gert, teljum við fyrir bestu að Katrin Krabbe sé sett í keppnisbann.“ Krabbe neitar að iiafa tekið ólögleg lyf: „Ekkert getur hafa fundist. Eg hef ekkert tekið,“ var haft eftir henni í tíild. Hin hávaxna, ijóshærða Krabbe, sem kölluð var drottning heimsmeistaramótsins í Japan í fyrra, var síðla árs kjörin fijáls- íþróttakona ársins af aiþjóða fijálsíþróttasambandinu — vegna frábærrar frammistöðu á heims- meistaramótinu. Krabbe liljóp fyrir Austur- Þýskaland er hún vann til þrennra gullverðlauna á Evrópumótinu 1990. Var svo auðvitað í liði l}ýskalands í Japan, þar sem hún gerði drauma Merlene Ottey frá Jamaíka um gull i einstaklings- grein á HM að engu. Krabbe hljóp á 10,99 _sek. en Ottey — sem missti af Ólympíuleikunum í Seoul vegna meiðsla og iiafði verið ósigruð í 100 m hlaupi síðan 1987 — varð þriðja á 11,06 sek. Katrin Krabbe Frá Bob Hennessy ÍEnglandi íÞfém FOLK H ERIC Cantonn, franski lands- liðsmiðheijinn, verður líklega með Leeds í fyrsta skipti í dag, a.m.k. varamaður. Liðið mætir Oldham. ■ MEL Sterland, hægri bakvörður Leeds, er meiddur og verður tæplega með í dag. H MARK Hughes verður væntan- lega með Manchester United í dag gegn Sheffield Wednesday. Hann var settur út úr liðinu í bikarleikn- um gegn Southampton, en United var þá slegið út úr keppninni. M FERGUSON, stjóri United, segir Hughes einn besta leikmann í sögu félagsins, en hann hafí ekki skorað nógu mikið undanfarið. H JAN Mölby meiddist á hné í bikarleiknum gegn Bristol Rovers í vikunni og verður líklega ekki með Liverpool gegn Coventry í dag. H STEVE Nicol og Michael Thomas, misstu báðir af bikar- leiknum, og verða hvorugur með í dag, vegna meiðsla. I GORDON Durie, skoski fram- heijinn sterki, sem Tottenham keypti frá Chelsea í haust á 2,2 milljónir punda, er sagður vilja komast heim til Skotlands og hafa beðið um að verða seldur. Hann hefur ieikið mjög vel með Totten- ham í vetur. I KEVIN Keegan stjórnar liði Newcastle í fyrsta skipti í dag, eftir að hann tók við af Osvaldo Ardiles sem framkvæmdastjóri í vikunni. Búist er við troðfullum áhorfendapöllum á St. James’ Park í dag — ríflega 30.000 manns. I NEWCASTLE er í mikilli fall- hættu — næst neðst í 2. deild, en strax frá því tilkynnt var að Keeg- an tæki við hafa símalínur í miða- sölu félagsins verið nánast róðgló- andi. Áliangendur liðsins 'aö panta miða á alla leiki út tímabilið! H KEEGAN hefur ráðið sér að- stoðarmann, Terry McDermott, fyrrum félaga sinn hjá Liverpool og Newcastle. H KENNY Dalglish hefur keypt pólska landsliðsmarkvörðinn Alex- ander Klak frá Pegrotour Debica til Blackburn Rovers fyrir um 3,3 millj. ÍSK. Debica verðui' með pólska landsliðinu á Ólympíuleikun- um i sumar og fer þaðan til Eng- lands. ■ BOB Paisley sagði sig í gær úr stjórn Liverpool, vegna heilsu- brests. Hann hefur verið stjórnar- maður í nokkur ár, síðan hann hætti sem framkvæmdastjóri liðs- ins. Paisley hefur verið í 50 ár á Anfield, fyrst sem leikmaður. BADMINTON / OPNA SVISSNESKA Broddi og Ámi töpuðu í æsispennandi leik BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson komust í 8- fiða úrsiit í tvíliðaleik á opna svissneska meistaramótinu í badminton, en voru slegnir út í æsispennandi leik í gær- kvöldi. Þeir eru einnig báðir úr ieik í einliðaleik. Broddi og Ámi sigruðu Þjóðverj- ana Kai Mitteldorf og Guido Schánzler í 16-liða úrslitum fyrri hluta dags í gær, 16:8, 15:3. í gærkvöldi mættu þeir svo öðru þýsku pari, Markus Keck og Helber í 8-liða úrslitum. Sú viðureign varð heldur betur spennandi. Þjóðvetjar sigruðu í fyrstu hrinu 15:13, en íslendingarnir náðu sér vel á strik í þeirri næstu. Voru reyndar undir 8:12 en sigruðu 15:12. í þriðju hrinu náðu Árni Þór og Broddi góðri stöðu, komust yfir 8:4 og 11:8, en Þjóðveijamir jöfnuðu 11:11. Þá komust íslendingarnir f 14:11, en hinir jöfnuðu 14:14. Hækkað var í 17 og Þjóðveijar fögnuðu sigri, 17:16. Áhorfendur á leiknum voru um 500, en þetta var eini leikurinn í húsinu á þessum tíma og stóð í eina og hálfa klukkustund. I einliðaleiknum komust íslend- ingarnir báðir í 8 manna úrslit en duttu úr keppni í gær. Árni tapaði fyrir Chris Bruil, Hoilandi, 7:15, 1:15 og Broddi l'yrir Hollandsmeist- aranum Jeroen van Dijk, 12:15, 2:15. ÍÞRÖmR FOLK' ■ ÓL YMPÍULEIKARNIR í Al- bertville verða settir í dag, laugar- dag. Setningarhátíðin hefst kl. 16.00 og verður sýnt frá henni beint í Sjónvarpinu. Keppnishópar allra þátttökuþjóða ganga fylktu liði inn á leikvanginn, þar á meðal verða íslensku þátttakendurnir: Haukur Eiríksson, Rögnvaldur Ingþórs- son, Ásta S. Halldórsdóttir, Krist- inn Björnsson og Ornólfur Valdi- marsson. M HA UKUR Eiríksson og Rögn- vaidur Ingþórsson keppa fyrstir ís- lendinganna — ganga 30 km á mánudaginn. ■ JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóðu ólympíunefndarinn- ar, segir allt eins líklegt að Vetrar- leikarólympíuleikar framtíðarinnar verði skipt milli tveggja þjóða. Ólympíuleikarnir í Albertville er íyrsti vísirinn af þessu þar sem keppnin fer fram á 13 stöðum á yfir 1.600 ferkílómetra svæði í frönsku ölpunum. M GLEN Strömberg, sænski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu« sem hefur leikið með Atalanta á Italíu síðustu 9 ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir keppnistímabilið. Hann er 32 ára og vonast eftir að verða valinn í sænska landsliðið í úrslitum Evr- ópukeppninnar. Hann er þó ekkert á leiðinni heim til Svíþjóðar því hann ætlar að setjast að á Ítalíu. M JAN Eirikson , landsliðsmaður Svía sem leikur með Nörrköping hefur verið orðaður við Tottenham. Eirikson er miðvörður og hefur verið boðið að koma og æfa með^ Tottenham. Leidiétling Þórir Áskelsson, knattspyrnu- maður í Þór á Akureyri, var nefnd- ur Þórður í biaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. HANDKNATTLEIKUR KA-sigur í baráttuleik Anton Benjamínsson skrifar „ÉG er mjög ánægður með sig- urinn í kvöld. Það er erfitt að leika gegn Gróttu, liðið er agað og ég hef trú á að Gróttu-menn eigi eftir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Og nú erum við öruggir um að verða í einu af átta efstu sætunum," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, eftir að lið hans sigraði Seltirninga 25:20 í 1. deildinni nyrðra. Leikurinn í gærkvöldi einkennd- ist af gríðarlegri baráttu leik- manna beggja liða, hvort sem var í vörn eða sókn. Þá var geysileg stemmning í KA- húsinu, og má segja að það sé ekki orðin nein skemmtiferð fyrir önnur lið að sækja KA-menn heim. Áhorfendur styðja vel við bakið á heimaliðinu. KA-menn tóku fljótlega af skarið í leiknum og náðu snemma þriggja marka forystu. Fyrst og fremst með mjög ákveðnum varnarleik. En gestirnir hleyptu norðanmönnum ekki langt frá sér. í síðari hálfleik var sama barátt- an upp á teningnum, Gróttumenn náðu að minnka muninn í tvö mörk, 21:19, þegar sjö mín. voru eftir, en þá settu KA-menn í hærri gír og Björn Björnsson varði vel á mikil- vægum augnablikum. Sigur KA-manna var öruggur, en þeir þurftu að hafa talsvert fyr- ir honum þar sem leikmenn Gróttu Fj. leikja U j T Mörk Stig FH 18 15 2 1 510: 416 32 VlKINGUR 17 13 2 2 444: 385 28 KA 18 9 3 6 446: 431 21 SELFOSS 16 9 1 6 430: 417 19 FRAM 17 7 4 6 397: 409 18 ÍBV 16 7 2 7 430: 413 16 STJARNAN 17 7 1 9 417: 402 15 VALUR 16 5 5 6 391: 385 15 HAUKAR 17 5 4 8 413: 424 14 GRÓTTA 18 4 4 10 364: 432 12 HK 17 3 2 12 383: 416 8 UBK 17 2 2 13 310: 405 6 léku mjög skynsamlega. KA-Iiðið barðist í heild mjög vel í vöminni og „Alfreðs-stimpillinn“ er loksins kominn almennilega á varnarleik liðsins. Nú er ekkert verið að dunda í vörninni. Alfreð Gíslason var tekinn úr umferð strax frá fyrstu mín. til hinnar síðustu en við það opnaðist leið fyrir aðra leikmenn KA, sérstaklega Stefán og Erling Kristjánssyni sem voru mjög ógnandi. Það var Sigurpáll Árni í vinstra horninu einnig þrátt fyrir að hafa verið í mjög strangri gæslu. Gróttumenn gáfu heldur aldrei þumiung eftir. Jón Örn var góður í fyrri hálfleik — gerði fimm marka liðsins í röð undir lok hans — og Páll var illviðráðanlegur á línunni; er nær óstöðvandi ef hann fær knöttinn en þess var vel gætt að Páll fengi hann sem sjaldnast. Þá hleypti Svafar lífi í sóknarleikmn í seinni hálfleik. Erlingur Kristjánsson lék vel með KA eins og svo oft áður traustur bæði í sókn og vörn. er mjög KA - Grótta 25:20 KA-húsið, Akureyri: Gangur leiksins: 2:1, 5:3, 8:5, 11:7, 14:10, 17:12, 19:15, 21:19, 24:19, 25:20. Mörk KA: Stefán Krisljánsson 7/1, Erling- ur Kristjánsson 6, Sigurpáll Ámi Aðal- steinsson 6/3, Jóhann Jóhannsson 3, Þor- valdur Þorvaldsson 2, Alfreð Gíslason 1. Varin skot: Axel Stefánsson 8/1, Björn Björnsson 2. Utan vallar: 12 minútur. Mörk Gróttu: Jón Ö. Kristinss. 6, Páll Björnss. 4, Svafar Magnúss. 4/1, Friðleifur Friðleifss. 3, Guðmundur Albertss. 3/1. Varin skot: Alexander Revine 9/1. Utan vallar: 8 minútur. Dómarar: Jón Hermannsson og Guðmund- ur Sigurbjörnsson. Áhorfendur: 664. 1.DEILD KARLAl KÖRFUKNATTLEIK UBK- ÍS .........83:66 ÍA- ÍR...........93:71 REYNIRS.- HÖTTUR.72:76 Fj. leikja u T Stig Stig ÍR 14 13 1 1311: 983 26 UBK 14 9 5 1246: 1025 18 HÖTTUR 14 9 5 1059: 982 18 ÍA 14 9 5 1084: 1036 18 is 14 6 8 990: 1006 12 REYNIRS. 14 4 10 1120:1160 8 VIKVERJI 13 4 9 851:' 1093 s KFR 13 1 12 646: 1022 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.