Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 23 Herflugvél flaug á hótel Reuter. Sextán létust er herflutningavél af gerðinni c-130 í venjulegu æfíngaflugi brotlenti á hóteli og veitingastað í borginni Evansville í Indianafylki í Bandaríkjunum á fimmtudag. Ellefu til viðbótar særðust, þar af þrír alvarlega. Vélin var að æfa lendingar á flugvelli í grenndinni og hafði þrisvar sinnum „lent" á flugbrautinni og síðan tekið af stað aftur án þess að nema staðar er hún fékk fyrirskipun um að snúa aftur til heimaflug- vallar síns í Louisville í Kentuckyfylki. Ekki er vitað hvað olli slysinu sem átti sér stað er vélin var á leið heim. Evrópubandalagið: Ráðherrar undir- rita Maastricht- samkomulagið Maastricht. Reuter. RÁÐHERRAR í ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) komu saman á ný í hollensku borginni Maastricht í gær til að undirrita samninginn um sameiningu Evrópu sem samkomulag náðist um á ríkissíjórnarfundi EB þar í borg í desember í fyrra. Talið er að þetta sé mikilvægasta samkomulag sem gert hafi ver- ið innan bandalagsins síðan árið 1957 en þá var stofnskrá þess, Rómarsáttmálinn undirrituð. Samningurinn spannar mjög vítt svið og er í honum meðal ann- ars að finna ákvæði um eitt sam- eiginlegt markaðssvæði, sameig- inlegan gjaldmiðil og sameiginlega utanríkisstefnu bandalagsins. Alls er samningurinn 189 blaðsíður að lengd og hefur her lögfræðinga og skjalaþýðanda unnið að því að undirbúa hann til undirskriftar frá því í desember. Við undirritun samkomulagsins voru flutt ávðrp af Jacques Del- ors, forseta framkvæmdastjórnar bandalagsins, Ruud Lubbers, for- sætisráðherra Hollands og Cavaco Silva, forsætisráðherra Portúgals, en Portúgalar fara hú með foryst- una innan EB. „Þetta er söguleg stund fyrir hina rúmlega þrjú hundruð milljón íbúa Evrópuband- alagsins, stund sern einkennist af ánægju og von. Ánægju yfir því sem náðst hefur og von gagnvart því sem framtíðin ber í skauti sér," sagði Lubbers m.a. í ávarpi sínu. Áður en samningurinn tekur endanlega gildi verða öll þjóðþing aðildarríkjanna að staðfesta hann og er stefnt að því að því ferli verði lokið fyrir áramót. Króatía: Vilja þjóðar- atkvæði um friðargæslu- sveitir SÞ Zagreb, Belgrad, Titograd. Reuter. LEIÐTOGAR Serba í héraðinu Krajina í Króatíu vilja halda at- kvæðagreiðslu meðal íbúa um hvort samþykkja eigi komu frið- argæslusveita Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) til héraðsins. Verður tillaga um að halda slíka at- kvæðagreiðslu rædd á þingi Krajina á mánudag og verður atkvæðagreiðslan sjálf Iíklega haldin innan mánaðar. „Ég mun fara að vHja þjóðar minnar," sagði Milan Babic, forseti Kraj- ina, á blaðamannafundi í gær. Franjo Tudman, forseti Króatíu, hefur ritað Cyrus Vance, sérlegum fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í fyrr- um Júgóslavíu, bréf þar sem hann greinir frá því að Króatar fallast skilyrðislaust á friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna. Leiðtogar Serba í Króatíu hafa hins vegar fram til þessa neitað að samþykkja áætlun SÞ en Vance segir stuðning þeirra vera skilyrði fyrir því að hafist verði handa við framkvæmd hennar. Serbar eru í meirihluta í Krajina- héraði og hafa sveitir þeirra með stuðningi sambandshersins náð því á sitt vald. Forsætisráði Júgóslavíu, sem nú eiga einungis í sæti fulltrú- ar Serbíu og Svartfjallalands, hefur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ekki tekist að fá Babic til að skipta um skoðun og hefur hvatt til að áætlun- inni verði hrint í framkvæmd með eða án samþykki hans. Milan Ivanic, náinn aðstoðarmað- ur Babics, sagði í gær að ráðamenn í Krajina væru ekki í grundvallar- atriðum á móti áætlun Vance en krefðust breytinga áður en þeir samþykktu hana. Þingið í Krajina tekur málið til umræðu á mánudag, eins og áður sagði, og stuðnings- menn Babics ætla á næstu dögum að fara vítt og breitt um héraðið og útskýra afstöðu forsetans fyrir almenningi. Fulltrúar Serba og Króata náðu samkomulagi um vopnahlé fyrir mánuði og hefur það haldið þrátt fyrir að t\\ einstakra skæra hafi komið. Áður höfðu sex þúsund manns fallið í borgarastyrjöldinni sem hófst eftir að Króatía og SIóv- enía lýstu yfir sjálfstæði í júní í fyrra. Fólksbíll með jeppaeiginleika 7 manna langbakur með sítengt aldrif Aflmikiil hreyfill með fjölinnsprautun Mikil veghæð %/ FÆST MEÐ SJÁLFSKIPTINGU Verðfrákr. 1.698.240 IE1A HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 MITSUBISHI MÖIDRS HVARFAKUTUR MINNI MENGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.