Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 20
4 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 Borgarstjórn: Hlutaféð aukið um fjórar milljónir í ís- lenska vatnsfélaginu Á FUNDI borgarstjórnar í fyrradag var tillaga um hlutafjáraukn- ingu borgarinnar í íslenska vatnsfélaginu h.f. upp á 4 milljónir samþykkt með fjórtán atkvæðum gegn einu. Júlíus Hafstein borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks óskaði nafnakalls við atkvæðagreiðsl- una en hann lýsti andstöðu við áformin um hlutafjáraukninguna og sagði ekki með nokkrum rökum hægt að styðja hana. „Ég bendi á að það er yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins, sem hefur meirihluta í borgarstjórn, að draga úr afskiptum ríkis og sveitarfélaga af fyrirtækjum í samkeppnisatvinnurekstri," sagði Júlíus. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, lýsti forsögu málsins á fund- inum og sagði að. þegar ákveðið hefði verið að Reykjavíkurborg yrði hluthafi í desember 1990 hefði dótturfyrirtæki Sólar, íslenskt bergvatn, þegar hafið starfsemi. Rök um samkeppni við einkaaðila ættu því ekki frekar við nú en þá. Markús Örn vakti athygli á því að Júlíus hefði setið fund borgar- ráðs þar sem ákvörðun um hluta- fjáraukninguna var tekin á sínum tíma. í bókun sem Sveinn Andri Sveinsson, lagði fram á fundinum, segir að þegar borgarstjórn hefði ákveðið á sínum tíma að Vatn- sveita Reykjavíkur gerðist hluthafi í íslenska vatnsfélaginu hefði ver- ið um að ræða stuðning borgarinn- ar við mikilvægt brautryðjenda- 'starf. Síðan hefði komið í ljós að framlagið hefði ekki reynst nægj- anlegt til að hlutafélagið kæmist á koppinn. „Þegar íslenska vatnsfélagið er komið vel á laggirnar ber Vatns- veitunni að losa sig út úr féíaginu. Slíkt er hins vegar ekki tímabært nú, í ljósi stöðu félagsins," sagði Sveinn Andri. Sigrún Magnúsdóttir ítrekaði á fundinum bókun sem hún hafði áður lagt fram í borgarráði þar sem fram kom að hún styddi auk- afjárveitinguna. Grænlendingar og Norðmenn: Samningur um loðnu- kvóta verði framlengdur Á FYRSTA fundi íslendinga með Grænlendingum og Norð- Fyrirlestur á vegum Ný- hafnarklúbbs FYRSTI fyrirlestur Nýhafnar- klúbbsins 1992 verður í Listasaln- um Nýhöfn, Hafnarstræti 18, mánudaginn 10. febrúar klukkan 20.30. Hrafnhildur Schram lists- fræðingur heldur fyrirlesturinn, sem fjallar um baroklist í Evrópu. Fyrirhugað er að klúbburinn fari í menningarferð til Prag 11.-17. mars næstkomandi og annast íslen- skar fjallaferðir undirbúning ferð- mönnum um skiptingu loðnu- kvótans hér við land lagði ís- lenska sendinefndin fram hug- myndir um að veiðar hinna síð- arnefndu innan íslenskrar land- helgi yrðu takmarkaðar svo sem kostur væri. Grænlendingar og Norðmenn fóru hins vegar fram á að fyrri samningur, sem gilt hefur undanfarin 3. ár, yrði framlengdur. Af heildarloðnukvóta hér við land hafa íslendingar fengið 78%, eða 577.200 tonn, Norðmenn 11% (81.400 tonn) og Grænlendingar 11%, samkvæmt samningi þjóð- anria, sem rennur út þann 1. júlí nk. Grænlendingar hafa selt sinn kvóta Færeyingum, Norðmönnum og íslendingum. Frá afhendingu heilasíritans á Landspítalanum. Heilasíriti færð- ur Landspítala HEILASÍRITI, sem kostaður var af landssöfn- un, sem fram fór á vegum Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF), Rásar 2 og Kiwanis-klúbbsins Viðeyjar í maí í fyrra hefur verið afhentur Landspítalanum og tekinn í notkun þar. Söfnunin fór fram 3. maí og söfn- uðust á einum degi nærri 8 milljónir króna. Heilasíritinn verður staðsettur á taugalækninga- deild Landspítalans og uppsetningu meginhluta tækjanna er þegar lokið. Tækíð er notað til rann- sókna á flogaveiki, bæði til að greina flogaveiki og einnig til þess að ákvarða tegund krampa. Heilasíritinn byggir á því að nota videotækni og heilaritun og rannsóknir á hverjum einstaklingi eru tímafrekar og taka minnst heilan dag. Heilasíritun er rannsókn, sem er ekki nauðsyn- leg hjá öllum flogaveikisjúklingum, en í vandasöm- um og erfiðum tilfellum getur þessi rannsókn vald- ið úrslitum um rétta greiningu auk þess að að- stoða við val lyfjameðferðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Heilasíritinn. Tónmenntadagar Ríkisút- varps hefjast á mánudag TÓNMENNTADAGAR Ríkisútvarpsins hefjast 10. febrúar og standa fara pallborðsumræður með erlend- fram til 15. febrúar. Hátíðin er liður í fjölþættri viðleitni útvarpsins um og innlendum gestum. Umræð- til eflingar tónlistar. ™ verður útvarpað síðar. Tónmenntadagarnir hefjast með tónleikum í Hallgrímskirkju klukk- an 19,10 á mánudag og verður þeim útvarpað meðal annars beint til 20 landa í Evrópu um útvarps- stöðvar, sem eiga aðild að Evrópu- sambandi útvarpsstöðva (EBU). Gera má ráð fyrir að hálfur milljarð- ur manna búi á hlustunarsvæði út- varpsstöðvanna. Þetta er í fyrsta sinni, sem Ríkisútvarpið sendir út tónleika um gervitungl til annarra Tónleikar í Gerðubergi landa. Á efnisskrá eru gömul og ný verk og 1100 ára saga íslenskr- ar tónlistar rakin í tali og tónum. í tengslum við hátíðina heim- sækja útvarpið kunnir fræðimenn á sviði tónlistar frá 8 löndum. Þeir vinna að dagskrárgerð fyrir ríkisút- varpið meðan þeir dveljast hér. Fyrirlestrum þeirra verður útvarpað í þættinum Tónmenntir, sem er á dagskrá klukkan 15 á Rás 1. Á hverjum degi hátíðarinnar frá kl. 12.10 til 12,50 koma innlendir fræðimenn í útvarpshúsið ig stikla á stóru í 1100 ára tónlistarsögu íslendinga. Fyrirlestrunum verður síðar útvarpað. Þá verður opið hús síðdegis alla dagana, þar sem fram Alla dagana verður sérstakur fréttatími klukkan 17,45 á Rás 1 um helstu viðfangsenfi tónmennta- daganna, Miðvikudaginn 12. febrú- ar eru tónleikar fyrir almenning í útvarpshúsinu. Þar koma fram Kol- beínn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari flytja tónlist frá Japan, Suður-Ameríku, Þýskalandi og íslandi. Þá verður tónminjasýning alla dagana í út- varpshúsinu og er hún opin frá klukkan 12 til 17. Loks boðar Tón- vísindafélag íslands, sem stofnað var 1989 til fundar föstudaginn 14. febrúar í útvarpshúsi klukkan 16,15 og verður þar fjallað um stöðu ís- lenskra tónvísinda. ÞRIÐJU tónleikar starfsársins í röð ljóðatónleika í Gerðubergi verða í dag, laugardaginn 8. fe- brúar kl. 17, og mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30. þá syngur Sverrir Guðjónsson kontratenór og Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Söngrödd kontra- tenórs spannar svipað raddsvið og altrödd kvenna. Oldum saman hefur það tíðkast að karlmenn hafa þjálfað þetta háa raddsvið en þegar konur fóru að Iáta meira til sína taka í tónlist á síð- ustu öld fækkaði þeim karlmönn- um sem þjálfuðu þessa söngtækni með sér. í dag hefur áhugi manna fyrir þessari raddgerð vaknað að nýju og kontratenórar fást jöfnum höndum við eldri tónlist og ný verk samin sérstak- lega með þessa raddgerð í huga. Á efnisskrá Sverris Guðjónssonar og Jónasar Ingimundarsonar verða sönglög eftir tónskáld frá 17. öld til okkar daga. Meðal þess sem má heyra á tónleikunum eru söngvar eftir Henry Prucell, antik aríur eft- Sverrir Guðjónsson og Jónas Ingimundarson ir Alessandro Scarlatti og Sarri, Shakespearesöngvar eftir enska samtímatónskáldið Gerald Finzi, þjóðlagaútsetningar eftir Benjamin Britten, jiddísk þjóðlög og íslensk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson auk þriggja nýrra söngva eftir John Speigt sem verða frumfluttir á tón- leikunum, en söngvarinn og tón- skáldið John Speigt hefur verið búsettur um langt skeið hérlendis og sungið á ljóðatónleikum Gerðu- bergs. Píanótónleik- ar í Islensku óperunni FRIÐRIK Guðnason nemandi í Nýja tónlistarskólanum heldur tónleika í íslensku óperunni nk. miðvikudag og hefjast þeir kl. 20.30 og eru fyrri hluti einleik- araprófsins. Annar þáttur prófs- ins er að Ieika konsert með sinfó- niuhljómsveit. Friðrik er 18 ára og hefur munið píanóleik við skólann i 10 ár. Verkefnin sem Friðrik leikur á tónleikunum á miðvikudagskvöldið eru: Beethoven: Sónata í D-dúr op. 10 nr. 3; D. Scarlatti: Sónötur í g-moll og e-moll; Fr. Liszt: Etíða nr. 9 Ricordanza; Chopin: Etíða op. 10 nr. 5; og M. Ravel: Gaspard de la Nuit, Ondine, Le Gibet, Scarbo. Aðgöngumiðar verða seldir í mið- Friðrik Guðnason asölu óperunnar frá kl. 20 á mið- vikudagskvöldið. Kennari Friðriks hefur verið Ragnar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.