Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 44
44 MORG.UNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 nmmm „JJvcrt ciþað db veta, mcéar e$Cc merwtð?" * Ast er... 4-lb . . . aðsá fræjum hamingjunnar. TM Reg U.S Pat OH — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Má ég nota 611 símann í kvöld, pabbi? HÖGNI HREKKVÍSI Peningana eða lífið Nú á dögunum henti það sem komið getur fyrir, að hundur af heimili undirritaðs slapp að heiman einn morguninn. Seinni hluta dags var síðan hringt frá Dýraspítalan- um og tilkynnt að þar væri hundur- inn í vörslu. Húsmóðirin fór nú til þess að sækja hundinn og er hún kom á Dýraspítalann var henni gert að greiða gjald að upphæð tæpl. 7.800 kr. Þar af voru kr. 6.500 s.k. töku- gjald sem í raun mun vera sekt fyrir að missa hundinn lausan. Mismunurinn var gjald fyrir að vista hundinn á spítalanum í nokkrar klukkustundir. Það verður að segjast eins og er að húsmóðirinni brá er hún heyrði upphæðina. Hún spurði hverju það sætti að sektin væri svo há. Engin svör fengust önnur. en þau að þetta væri ákveðið af borg- aryfirvöldum. Aðrir sem þarna voru inni voru jafn undrandi á þessari upphæð ekki síst í ljósi þess að verulegt gjald er lagt á hundaeigendur á meðan ekkert gjald er innheimt af eigendum annarra heimilisdýra. Konan greiddi þó gjaldið og hefði undir öllum kringumstæðum gert. Enda þótt hér hafi verið fundið að því hve hátt umrætt gjald er skal þó viðurkennt að ákvörðun Ég gladdist mjög þegar ég las um það í blöðunum að Sveinn bak- ari vildi kaupa Iðnó, lappa upp á staðinn og gera þar m.a. kaffihús með útsýni yfir Tjörnina. Svein þekki ég ekki en myndarleg eru fyrirtækin hans. Vona ég að þar fari maður sem kann fótum sínum forráð í fjármálum, nógu þung í skauti hafa sukkfyrirtækin reynst þjóðinni. Því meira sem sukkið hef- ur verið, því oftar hafa stjórnmála- menn haft þar hönd í bagga, þeir veita almannafé (og erlendu lánsfé) í hlutina en bera enga persónulega ábyrgð. Það er kannski það sem er að fara með þjóðina og sem að lokum verður til þess að við missum sjálfstæðið í hendur útlendingum. Fólki þarf að vera ljóst að ábyrg- ir dugnaðarmenn, sem reka fyrir- tæki sem standast heilbrigða sam- um Jjárhæð slíkrar gjaldtöku getur alltaf verið umdeilanleg. Vissulega er réttmætt að hundaeigendur sæti ábyrgð ef þeir missa hunda sína að heiman lausa og þeir síðan teknir af hundaeftirlitinu. Það sem undirrituðum finnst hinsvegar í meira lagi ámælisvert er sú staðreynd að hundurinn fékkst ekki afhentur nema uppsett gjald væri greitt og hefði aldrei fengist án þess. Það kom skýrt fram að fyrra bragði frá gæslu- fólki hundsins á Dýraspítalanum að því er algjörlega bannað að láta hund af hendi til eigenda nema gjaldið sé að fullu greitt. Verði einhver bið á greiðslu bætist stöð- ugt hærra geymslugjald við sektar- upphæð og greiði eigandinn ekki er hundinum lógað að lokum. Sama máli gegnir raunar varðandi inn- heimtu árlegs hundagjalds. Undir- ritaður minnist innheimtubréfs frá viðkomandi borgaryfirvöldum eitt sinn er dregist hafði að borga þundagjaldið. í nefndu bréfi var gefinn nokkurra daga frestur til þess að gera skil ella yrði hundur- inn tekinn úr vörslu eigendanna. Nú eigum við hundaeigendur að sjálfsögðu að greiða þau gjöld sem okkur ber vegna hunda okkar. Verði vanskil á greiðslu hlýtur hinsvegar að vera eðlilegast að bregðast við með almennum inn- keppni, eru guðsgjöf hverri þjóð en þeir eru gjarnan öfundaðir og uppskriftin að áhætturekstri opin- berra aðila er þessi: „Öfundum sam- an, eyðileggjum saman, leikum leik- inn eftir.“ Altjent er oft reynt að. gera þeim öfunduðu þungt fyrir fæti. Þetta eru harla gamlar upp- skriftir og haldgóðar lítilsigldum stjórnmála- og embættismönnum sem vilja sýnast stærri en þeir eru. Almenningi er ævinlega sendur reikningurinn. Þökkum fyrir að Sveinn vill taka það að sér að gera Iðnó-reitinn vina- legan. Það verður lyftistöng fyrir umhverfi Tjarnarinnar og mun ódýrari framkvæmd en væri hún í höndum opinberra aðila. Reykjavík, 6. febrúar 1992, Rannveig Tryggvadóttir. heimtuaðgerðum líkt og gert er við innheimtu annarra gjaldá. Hér er ekki heldur verið að halda því fram að viðkomandi yfii'völd megi aldrei undir neinum kringum- stæðum láta lóga hundi. Slíkt vald verður að vera til staðar en það er mjög vandmeðfarið og því ætti aðeins að beita sem hreinu neyðar- úrræði. Leyfi til hundahalds ætti að gilda fyrir ævi viðkomandi hunds og ekki bregða út af því nema hundurinn reynist ekki hættulaus eða umsjá hans sé svo stórlega áfátt að dýraverndunarsjónarmið styðji ákvörðun um að hann sé tekinn af eiganda sínum. Það er hinsvegar hryggileg staðreynd að borgaryfii'völd skuli leyfa sér að hóta í raun lífláti hunds ef dráttur verður á greiðslu hundagjalds og ekki tekur betra við, hendi það að hundurinn sleppi laus og lendi í vörslu á Dýraspítalanum því þá verður hann dauðadæmdur gísl nema eigandinn reiði fljótt fram háa fjársekt. Það er nú einu sinni svo að hund- ar eru ekki dauðir hlutir heldur skynugar og tilfinningaríkar verur sem gefa mikið frá sér enda verða þeir alltaf miklir vinir eigenda sinna þ.e. viðkomandi fjölskyldu. Það að gera líf hundsins að skiptimynt í áðurnefndum viðskipt- um finnst undirrituðum siðlaus, fasísk vinnubrögð sem með engu móti geta samrýmst því siðgæðis- mati sem við viljum hafa hér. Undirritaður telur líkiegast (og vonar að rétt sé) að borgaryfirvöld átti sig ekki á því hvílík grimmd birtist í umræddum vinnubrögðum. Auðvelt er að sjá fyrir hættu á sorglegum atburðum, hendi það borgara með þröngan ijárhag (gæti t.d. verið gamalmenni) að missa hund sinn í klær borgaryfir- valda og geta ekki borgað hann strax út. Vistunarkostnaður er slíkur að það gæti hæglega vaxið viðkomandi yfir höfuð að leysa dýrið út og þá yrði dauðadómi full- nægt. Að lokum er þeirri áskorun hér með beint til borgaryfirvalda að áðunefnd vinnubrögð verði aflögð strax, ella þau rökstudd á þessum vettvangi. Óskar Þór Karlsson Táp og fjör og frískir menn Víkveiji skrifar Að undanförnu hefur nokkuð verið skrifað um Kröfluvirkj- un og tímabundna lokun stöðvar- innar í sex mánuði á ári framvegis í stað þriggja mánaða eins og verið hefur undanfarin ár. Fram hefur komið að Landsvirkjun ætlar sér að spara hátt í 200 milljónir króna með þessari lokun og ætlar Vík- veiji aðeins að skyggnast á bak við þá upphæð í dálkum dagsins. Með- al annars er stuðst við fréttir Morgunblaðsins af þessu máli. xxx IMorgunblaðinu á sunnudag er eftirfarandi haft eftir Þorsteini Hilmarssyni, blaðafulltrúa Lands- virkjunar: „Þorsteinn sagði að með þessu spöruðust 188 milljónir á þessu ári, aðallega vegna þess að ekki þyrfti að halda við holum og hreinsa þær í jafnmiklum mæli og áður. Þá sparast einnig aðkeypt vinna. Á þessu ári var einnig áætl- að að bora nýjar holur vegna fyrir- hugaðrar stækkunar virkjunarinnar í tengslum við álversbyggingu á Keilisnesi, en ekki verður af því.“ Samkvæmt heimildum Víkveija hefði kostnaður við hreinsun tveggja hola á Kröflusvæðinu að- eins orðið lítið brot af 188 milljón- unum með þessari ákvörðun. Sparn- aðurinn hlýtur því að liggja annars staðar. Kannski hjá Jarðborunum hf.? Bent Einarsson framkvæmda- stjóri þess fyrirtækis segir í blaðinu á fimmtudag, að verkefni fyrirtæk- isins séu meiri nú en oft áður í upphafi árs. Það að hætt hafi verið við boranir á tveimur holum við Kröflu í ár breyti - engu þar um, enda hafi Jarðboranir ekki gert ráð fyrir þeim í áætlunum sínum. „Mál- ið er að engir samningar voru komnir um þessar tvær holur heldur einungis hugmyndir um að bora þær,“ segir Bent. Á miðvikudag er eftirfarandi haft eftir Hinrik Bóassyni vélstjóra við Kröflu: „Ég tel að sá sparnaður sem Þoi:steinn ræðir snúist í raun ekki um sparnað á núverandi rekstri Kröflu heldur er þarna um frestun nýframkvæmda .vegna álvers að ræða, sem skera á niður og þess vegna sparast þessi upphæð.“ Hin- rik segir að bora hafi átt eina holu á svæðinu á tveggja ára fresti, en frá 1986 er Landsvirkjun tók við rekstrinum hafi aðeins verið boruð ein hola og þess vegna hafi rekstur- inn verið hagkvæmari. en áætlað var. 1 lok fréttarinnar er eftirfar- andi haft eftir Hinrik: „Ég tel að rekstur Kröfluvirkjunar sé eins hag- kvæmur og hægt er og mér finnst málið helst snúast um að Lands- virkjun sé með þessu að sýnast vera að spara á þessum sparnaðar- tímum." xxx Víkverji er kominn hring í þessu máli, en getur þó ekki annað en minnst á eina setningu til viðbót- ar þar sem Morgunblaðið hefur eft- ir Þorsteini Hilmarssyni „að könnuð yrði hagkvæmni þess að nýta þessa starfsmenn við önnur verkefni inn- an fyrirtækisins, svo sem við Blönduvirkjun eða viðgerðir á vél- um í Búrfellsvirkjun11. Með öðrum orðum virðist blaðafulltrúinn vera að boða hreppaflutninga úr þessu litla samfélagi norður í Mývatns- sveit, en við Kröfluvirkjun starfa 17 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.