Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 37 Skákþing Reykjavíkur: Einvígi milli Sævars og Sigurðar Daða _______Skák Margeir Pétursson Sigurður Daði Sigfússon og Sævar Bjarnason unnu báðir skákir sínar í síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur og verða að heyja einvígi um titil- inn. Sigurður Daði mátti þakka sínum sæla fyrir að ná að sigra Heimi Ásgeirsson úr Hafnar- firði, en Sævar vann Björgvin Víglundsson örugglega. Hauk- ur Angantýsson missti af lest- inni er hann tapaði fyrir Guð- mundi Gíslasyni frá ísafirði, sem krækti sér þar með í þriðja sætið. Einvígið verður væntan- lega háð fyrir lok mánaðarins. Þótt Heimir Ásgeirsson sé miklu stigalægri en andstæðing- urinn, náði hann heldur betur að velgja Sigurði Daða undir uggum. Heimir hafði öll tök á stöðunni þangað til í tímahraki er Sigurður Daði brá á það ráð að fórna manni fyrir sóknarfæri: Svart: Sigurður Daði Sigfússon Hvítt: Heimir Ásgeirsson Svo sem sjá má hefur hvítur byggt upp glæsilega stöðu og svartur á óhægt um vik. Síðasti leikur hvíts, 32. h2 — h4? gaf þó Sigurði Daða færi á að freista gæfunnar: 32. - Rxf4! 33. De5?? Fórnin hefur slegið íyki í augu hvíts. Auðvitað var ekki um annað að ræða en taka riddarann. Eftir 33. gxf4 — Hxf4 er ekki mjög mikil hætta á ferðum, þótt svartur fái þrjú peð fyrir manninn. Eðli- legasti varnarleikurinn er 34. He2 — en þá gæti svartur reynt 34. — e5!? 35. Dxe5 - Bg4 36. Hg2 (36. Bxc6!? - Bxe2 37. De6+ - Kh7 38. Dxe2 - Dxh4 39. Bg2 kemur einnig vel til greina) 36. — Hxe4! 37. Dxe4 - Bxdl 38. De6+- Kh8 39. Rf7+ - Hxf7 40. Dxf7 og í þessari stöðu hefur svartur vissa jafnteflismöguleika. 33. - Rh3+ 34. Kg2 - Rf2 35. Dxh5 - Hh6 36. De5? - Rg4+ og hvítur gafst upp. Sigur Sævars var miklu örugg- ari. Eftir vel heppnaða byijun hristi hann öfluga stöðulega skipt- amunsfórn fram úr erminni. Nokkuð dæmigerð skák fyrir Sævar þegar honum tekst vel upp: Svart: Björgvin Víglundsson Hvítt: Sævar Bjarnason 23. Hxe6! - fxe6 24. Rbd4 - Hf6 25. Rg5 - Rf8 26. Hel - Dd7 27. h4 - h6 28. Rgf3 - Hc7 29. Re5 - De8 30. Rdxc6! Þvingar fram mikla einföldun stöðunnar. Nú upphefst mikil slát- urtíð. 30. - Hxc6 31. Rxc6 - Dxc6 32. Bxf6 - gxf6 33. b5 - Bxb5 34. axb5 - Dxc5 35. Dxc5 — Bxc5 Eftir tólf dráp í röð er hvítur kominn með hagstætt endatafl þar sem hann á skiptamun yfir fyrir peð. Það tókst Sævari að vinna í 79 leikjum. Það kann þó að vera að vinningurinn hefði ver- ið auðsóttari ef hann hefði haldið drottningunum inni á borðinu. Lokastaðan: Eftirtaldir skákmenn hlutu 50% vinninga eða meira: 1.-2. Sigurður Daði Sigfússon og Sævar Bjarnason 9 v. 3. Guðmundur Gíslason 8'/2 v. 4.-5. Haukur Angantýsson og Hannes Hlífar Stefánsson 8 v. 6.-7. Snorri Karlsson og Halldór G. Einarsson 7 'h v. 8.-11. Björgvin Víglundsson, Lár- us'Jóhannesson, Þröstur Árnason og Ágúst Ingimundarson 7 v. 12.-23. Heimir Ásgeirsson, Júlíus Friðjónsson, Ingvar Þ. Jóhannes- son, Bjarni Magnússon, Jóhann H. Sigurðsson, Bragi Þorfinnsson, Kristján Eðvarðsson, Sigurbjörn Björnsson, Arinbjörn Gunnarsson, Páll A. Þórarinsson, Stefán F. Guðmundsson og Sigbert Hannes- son 6'/2 v. 24.-30. Dan Hansson, Haraldur Baldursson, Sverrir Örn Björns- son, Arnar E. Gunnarsson,, Sig- urður Páll Sigurðsson, Hannes F. Hrólfsson og Jón Viktor Gunn- arsson 6 v. 31.-42. Halldór Pálsson, Árni H. Kristjánsson, Magnús Örn Úlfars- son, Jóhann Þórir Jónsson, Jón Örn Guðmundsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jóhann Jóns- son, Matthías Kjeld, Sigurður Ing- ason, Valgarð Ingibergsson, Gunnar Örn Haraldsson og Sverr- ir Sigurðsson 5'/2 v. Skákstjóri var Ólafur Ásgríms- son. I síðustu umferðinni vildu að vonum margir fylgjast með úrslit- askákunum, en þar sem sýningar- borð eru ekki lengur notuð á mótum í félagsheimili TR þurftu áhorfendur að standa ofan í kepp- endum. Þetta getur truflað og þyrfti að kippa þessu í Iiðinn. Peningaverðlaun eru veitt fyrir fimm efstu sætin og einnig í tveimur stigaflokkum. Snorri Karlsson varð efstur í undir 2.000 stiga flokki og Páll A. Þórarinsson og Sigbert Hannesson urðu efstir þeirra sem hafa 1.700 stig eða minna. Hraðskákmót Reykjavíkur er háð sunnudaginn 9. febrúar kl. 14 í félagsheimili TR. Tefldar eru níu umferðir eftir Monrad- kerfi, tvær fimm mínútna skákir í hverri umferð. Hver keppandi teflir því átján skákir. Kveðjuorð: Jón Einarsson Fæddur 17. nóvember 1909 Dáinn 13. janúar 1992 Það eru nú fjórir tugir ára síðan ég kynntist fyrst mági mínum Jóni í Tungufelli. Staðurinn Tungufell var mér nokkuð framandi í þá daga. Stór jörð með fornar bygg- ingar. Skýrt greypt í huga minn gamalgróið heimili. Kunningsskapur varð í svip ekki mikill, hvorki við bónda né hús- freyju, og kann ástæðan eins hafa legið hjá mér, en ég náði þá þegar ekki nánu sambandi við það ágæta fólk. Kann að vera að þar hafí átt þátt í minnimáttarkennd frá minni hálfu því allan búrekstur leit ég þarna á mun hærra plani en okkur frumbyggja dreymdi um. Svona liðu árin eitt af öðru, fjar- lægð nokkur á milli staða og sam- gangur stijáll. Ég fer fljótt yfir sögu, en atvikin leiddu okkur Jón í Tungufelli, sem reyndar var þá þegar fluttur að Flúðum, saman á Sjúkrahúsi Suðurlands sumarið 1982. Bæði vorum við eitthvað í lamasessi. Hann hafði lent í slysi þar sem litlu munaði að hann væri allur. Einnig þurfti ég á lagfæringu að halda. Þannig skeði það. Það skal segjast eins og er að þarna á Selfossspítala kynntist ég nýjum Jóni frá Tungufelli, allt öðrum en áður var. Það er líklega ekkert einsdæmi að einstaklingar byggi sér skel, byrgi kjarnann inni. Verndi hann fyrir þeim sem er honum óviðkomandi, þeim sem kemur hann ekki við. Það var sá Jón sem ég áður þekkti. Upp úr þessu tókum við að venja komur okkar að Heimalandi á Flúðum. Þau Jón og Jónína áttu þar hlýlegt heimili sem bar nokk- urt svipmót búskapar þeirra í Tungufelli þótt allt væri nú smærra í sniðum. En arfur hins fornbýla bónda var samur við sig. Um gestrisni þeirra hjóna þarf ekki að fjölyrða. Skaplyndi þeirra ekki að öllu leyti hið sama, hann með næmara skop- skyn og hafði þann næsta fátíða eiginleika að skopast að eigin per- sónu. Ár þeirra hjóna urðu ekki mjög mörg á Flúðum því brátt tók heilsa húsfreyjunnar að bila. Það var erf- itt tímabil þeirra beggja, ekki kannski síður hans er sat við dán- arbeð konu sinnar. Allir eru hjálp- arþurfi við slíkar aðstæður. En þetta styrkti vináttuböndin við Jón á Heimalandi. Og það komu sól- skinsdagar á ný. Eg minnist dags- ins þegar mágur minn fyllti átt- unda áratuginn. Þá heiðruðu hann hans nánasta skyldulið á þann hátt að bjóða honum í elsta hús landsins, Viðeyjarstofu, með sína voldugu burðarása. Veður var með eindæmum gott á þessum forna stað. Útsýnið yfir sundin, víðfeðm- ur fjallahringurinn allt frá Snæfell- sjökli. Nei, ég reyni ekki að lýsa þessu en öll var þessi mynd mik- illi birtu vafin. En mikilvægust var birtan sem fyllti sál afmælisbarns- ins þann fagra nóvemberdag, en til þess var leikurinn gerður. Á heimleið var komið við í öðru bjálkabyggðu húsi þar sem okkur beið kaffiborð. Það var í hinum vistlega Skíðaskála Hveradala. Rösk tvö ár eru liðin. Jón reyndi í lengstu lög að standa á eigin fótum, en allír verða að lúta þessu. En kjarkur hans til þess að standa sig til hinstu stundar minnir á ljóð- línurnar tvær: + Elskulegur fósturfaðir, tengdafaðir, faðir, bróðir og afi, PÁLL MELSTEÐ ÓLAFSSON múrarameistari, áður til heimilis Lækjarási 3, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Orn Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Svavar Guðni Svavarsson, Helga Pálsdóttir, systkini og barnabörn Bognar ekki brotnar í bylnum stóra síðast. Ég gleymi ekki seinustu kveðju hans, hún var þessi: „Ertu komin hingað væna mín." Það voru hans síðustu orð sem hann beindi til mín. Þau voru sögð af djúpum inni- leika. Með þessum orðum kveð ég og færi honum mínar bestu þakkir fyrir góð kynni. Ég votta þér Ein- ar samúð mína og þinni fjölskyldu. Lilja Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og htýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR GÍSLADÓTTUR Gröf, Skaftártungu. Þuríður Jóhannesdóttir, Árni Jóhannesson, Helga Ingimundardóttir, Sigursveinn Jóhannesson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Jóhannesson, Maria Kristinsdóttir, Kjartan Auðunsson, barnabörn, barnabarnaböm og barnabarnabarnabörn. t *.,«> Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁRNA GUÐMUNDSSONAR, Skeiðarvogi 103. Halldóra A. Jónsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Snorri Kjartansson, Árni A. Arnason, Svava Nielsdóttir, Helgi Árnaspn, tngibjörg Sigvaldadóttir, Anna Þóra Árnadóttir, Jón Már Jónsson, Vilhjálmur Árnason, Chawn M. Árnason og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir þá samúð, vináttu og hlýhug sem okkur var sýnd við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, LEIFS EINARSSONAR, Hólmgarðil, Reykjavík. Ragna Aradóttir, Kristinn Ingi Leifsson, Ósk Þórðardóttir, Guðgeir Leifsson, Angelika Leifsson, Ari Leifsson, Þuríður Lárusdóttir, Kristjana Jónsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, ivö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.