Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 ísraelsheimsókn forsætisráðherra lokið; Davíð ræðir við utan- ríkisráðherra Breta „OKKUR hefur hvarvetna verið tekið og sýnd mikil gestrisni," sagði Hreinn Loftsson aðstoðarmaður forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um opinbera heimsókn Davíðs Odds- sonar til ísraels sem lauk í gærkvöldi. Þeir eyddu deginum í gær að mestu leyti í Jerúsalem. Forsætisráðherra flýgur árdegis í dag til London þar sem hann á viðræður við ýmsa breska ráðamenn, meðal annars Douglas Hurd utanríkisráðherra Bretlands og Marg- aret Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra. Dagskráin í gær hófst með við- ræðum Davíðs og Teddy Kollek, borgarstjóra Jerúsalem, yfir morgunverði á Hótel King David sem Davíð býr á meðan á heim- sókn hans stendur. Síðan var borgin skoðuð. Farið var í íslands- götu. Davíð afhjúpaði skjöld í -götunni þar sem fram kemur að gatan er nefnd eftir íslandi, að Asgeir Ásgeirsson forseti íslands hafí gefíð henni nafn árið 1966 og að Davíð Oddsson forsætisráð- herra hafí heimsótt götuna í gær. Hreinn sagði að það væri siður í Jerúsalem að nefna götur og torg eftir löndum, þar væri til dæmis til Danmerkurtorg. Viðstaddir at- höfnina voru íbúar í götunni, borg-. arstjórinn og fleiri. Síðan var farið í skoðunarferð um borgina, meðal annars skoðað safn sögu borgarinnar í Davíðs- kastala í Borgarvirkinu í fylgd helstu forystumanna Jerúsalem- borgar. Þaðan var farið í miðstöð fyrir innflytjendur, þar sem nú eru margir innflytjendur frá Eþíópíu og Rússlandi. Gestunum var sýnd starf- semi sem þar er til að hjálpa innflytj- endunum að laga sig að lífinu í ísra- el, heimsótt bamaheimili og skóli þar sem fólk er m.a. að læra tungu- málið. Þá var farið í Ormat-verk- smiðjuna í nágrenni Tel Aviv þar sem m.a. eru framleiddir hverflar fyrir Hitaveitu Suðurnesja í Svarts- engi. Forsætisráðherra var með mót- töku síðdegis þar sem ýmsir af helsu fyrirmönnum landsins voru gestir, m.a. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra og Teddy Kollek borgarstjóri. Hreinn sagði að móttakan hefði tek- ist mjög vel. Auk Hreins er Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri með forsætisráð- herra í ísraelsheimsókninni. Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsótti íslandsgötu í Jerúsalem í gær. Þar tók á móti honum hópur skólabarna með fána íslands og fsraels. í baksýn sést götuskilti með heiti götunnar á hebr- esku, arabisku og ensku. 190 milljarða kr. erlendar skuldir þjóðarbúsins: Landsvirkjun o g Flugleiðir eiga 30% af heildarskuldinni TVÖ stórfyrirtæki hérlendis eiga rúmlega 30% af heildar- skuldum þjóðarbúsins erlendis. Alls skulda íslendingar rúmlega 600 nemar fá upplýs- ingar um hvalamálið Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent um 600 íslenskum námsmönn- um í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum upplýsingar um hvalamálið, sem innihalda bréf frá Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra, stutta lýsingu á sögu Alþjóða hvalveiðiráðsins, aðdraganda úrsagnar íslands úr ráðinu og fréttatilkynningu vegna úrsagnarinnar. Þessar upplýsingar eru sendar námsmönnunum til að þeir geti svarað spurn- ingum varðandi afstöðu íslands í hvalamálinu. Upplýsingarnar hafa einnig verið sendar ýmsum öðrum aðilum. Meginhluti bréfsins er svohljóð- linda sjávar og jafnvægi í lífríki andi: „Ríkisstjóm íslands tók þá ákvörðun í desember sl. að segja ísland úr Aiþjóða hvalveiðiráðinu. Ástæður úrsagnarinnar eru fyrst og fremst þær að hvalveiðiráðið starfar ekki lengur í samræmi við Alþjóðasáttmálann um skipan hval- veiða svo sem því ber skylda til. Það hefur virt að vettugi vísinda- lega þekkingu um ástand hvala- stöfna og haft að engu hagsmuni íslendinga og annarra aðildarríkja sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda sjávarins. í stað þess að framfylgja skyn- samlegri stjórnun veiða á sannan- lega nýtanlegum hvalastofnum stefnir meirihluti ráðsins að áfram- haldandi hvalfriðun og framleng- ingu á algjöru banni við hvalveiðum í atvinnuskyni. íslensk stjórnvöld telja því að Alþjóða hvalveiðiráðið sé ekki lengur sá vettvangur sem alþjóðlegt samstarf um vemdun og hagnýtingu hvalastofna í Norður- Atlantshafí getur byggst á og munu því leita eftir samstarfí við önnur ríki á þessu svæði um stofnun nýrra samtaka um vemdun og hagnýt- ingu hvalastofna. íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem hafa alla tíð byggt af- komu sína á auðlindum náttúrunn- ar. Reynslan hefur kennt okkur að skynsamleg og hófleg nýting auð- hafsins er forsenda þess að þjóðin geti lifað af þessum auðlindum á ókomnum árum. Því hafa Islending- ar kappkostað að afla eins hald- góðrar þekkingar um ástand nytja- stofna og kostur er og á það ekki síst við um hvalastofna." 190 milljarða króna í erlendum lánum og af þeim skuldum eru um 40 milljarðar lán til Lands- virkjunar og tæplega 15 millj- arðar lán til Flugleiða. Samkvæmt upplýsingum frá hagfræðideild Seðlabankans skulduðu íslendingar 190,7 millj- arða króna um síðustu áramót. Af þessari skuld voru 107 milljarð- ar króna lán til ríkis og sveitar- félaga, 61 milljarður lán til fjár- festingarsjóða og viðskiptabanka og 21 milljarður króna lán til einkaaðila. Seðlabankinn gefur ekki upp- lýsingar um einstaka lántakendur en í Hagtölum mánaðarins má sjá hvernig skuldir hjá þeim fyrirtækj- um sem skulda mest hafa þróast frá áramótum 1988. Þá námu heildarskuldirnar erlendis 112,7 milljörðum króna og af þeim voru ríkisfyrirtæki, að mestu Lands- virkjun, með 22,5 milljarða króna en undir liðnum samgöngur, að mestu Flugleiðir, voru 2,9 millj- arða króna. í árslok 1990 voru heildarskuldirnar komnar í 176,6 milljarða króna, þar af Landsvirkj- um með tæplega 31 milljarð króna og Flugleiðir með megnið af 12,9 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Má Maríussyni aðstoðar- forstjóra Landsvirkjunnar er nú verið að vinna að uppgjöri fyrir síðasta ár en gróflega áætlað eru erlendar skuldir fyrirtækisins nú um 40 milljarðar króna. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að fyrir utan 15 milljarða króna skuldir Flugleiða sé skuldbinding upp á 3,6 milljarða króna vegna kaupa á nýju Fokker- vélunum. Þær vélar eru á leigusamning með kauprétti í lokin og því eru kaupin á þeim ekki talin með skuldunum. Húsbréf: Avöxtunar- krafa lækk- ar í 7,9% ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkar í dag úr 8,1% I 7,9% hjá Landsbréfum hf. sem felur í sér að afföll við sölu lækka í 15-16% og hefur krafan þá lækkað um 0,5 prösentustig frá áramótum. Þessi lækkun kemur í kjölfar lækkunar á vöxtum spariskír- teina á þriðjudag úr 7,9% í 7,5%. Sölukrafa húsbréfa lækkar jafn- framt í 7,6-7,8%. Svipað ástand ríkti i gær á húsbréfamarkaðnum og undanfarna daga. Innstreymi húsbréfa inn á markaðinn var lítið og dæmi voru um að verðbréfamiðl- arar lækkuðu kröfuna í 8,08% í samkeppninni um bréfin. Ávöxtunarkrafan er nú hin sama og í mars á sl. ári. Frá þeim tíma fór krafan smám saman hækkandi og varð hæst í september eða 9%. ♦ ♦ ♦------------ Lánskjaravísitalan: 0,8% hækkim á sex mánuðum Lánskjaravísitala sem gildir fyrir marsmánuð er óbreytt frá febrúarmánuði, 3.198 stig, og er lægri en sú vísitala sem reiknuð var út i október og gilti fyrir nóvember á síðasta ári. Hækkun vísitölunnar síðustu sex mánuði jafngildir 0,8% hækkun á heilu ári, en sé litið til síðustu 12 mánuða hefur vísitalan hækkað um 6,3%. Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði annan mánuðinn í röð. Hún er nú 181,7 stig eða 0,1% lægri en hún var í janúar. Þessi lækkun veg- ur upp litla hækkun framfærsluvísi- tölu sem birt var fyrir skömmu, þar sem launavísitala er óbreytt frá síð- asta mánuði, en þessar vísitölur vega þriðjung hver í lánskjaravísi- tölu. Síðustu þijá mánuði hefur byggingarvísitalan lækkað um 0,2% en sé litið til síðustu 12 mánuða nemur hækkunin 5,7%. Blaðauki um gæðastjórnun VIÐSKIPTABLAÐI Morgun- blaðsins í dag fylgir sérstak- ur átta síðna blaðauki um gæðastjórnun. í þessum blaðauka er í frétt- um og viðtölum fjallað um gæðastjórnun, í hverju hún felst, hvar hún er kennd og hvernig menn beita henni til að ná betri árangri í rekstri fyrirtækja. * Börn náttúrunnar tilnefnd til Qskarsverðlauna: Mikill heiður fyrir mig og íslenska kvikmyndagerð - segir Friðrik Þór Friðriksson leiksljóri myndarinnar KVIKMYNDIN Börn náttúrunnar hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda. Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri myndarinnar segir að þetta sé mikill heiður fyrir sig og íslenska kvik- myndagerð og hann vonar að tilnefningin verði lyftistöng fyrir íslenskan kvik- myndaiðnað. Friðrik Þór er nú staddur í Berlín á kvik- myndahátíðinni þar og hann fékk fréttir af útnefningunni í útsendingu CNN sjónvarps- stöðvarinnar. „Það var ekki laust við að mað- ur öskraði af ánægju og steig svo stríðsdans er útnefningin var tilkynnt,“ segir Friðrik en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er útnefnd til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór mun verða viðstaddur sjálfa verðlaunahátíð- ina í Los Angeles 30. mars nk. í máli Friðriks kemur fram að þótt þetta sé eins og að vinna í happdrætti hafí tilnefn- ingin ekki komið honum algerlega á óvart. „Það var búinn að vera orðrómur í gangi þess efnis að Böm náttúrunnar kæmist í þenn- an fímm mynda hóp og af þeim sökum höfum við haldið að okkur höndum við undirritun á dreifingarsamningum," segir Friðrik Þór. „Við höfum fengið töluvert af tilboðum um dreifingu á myndinni en þessi útnefning til Friðrik Þór Friðriksson. Óskarsverðlauna auðveldar sölu myndarinnar til muna.“ Börn náttúrunnar verður sýnd á kvik- myndahátíðinni sem nú stendur yfír í Berlín en síðan fer hún á kvikmyndahátíðina í Pergr- amo á Ítalíu og skömmu fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna verður myndin sýnd á kvikmyndahátíðinni í New York. Sjá einnig frétt á bls. 23-25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.