Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 16
Tí 16 CJ T * V'JflHTi .OS OflOM MO-RGUNBLA'ÐIÐTmMTUDAGUR' 2ö: UEBRTTáR" lð92‘ Breytingar í björgrinarinál- um eru lí fsnauðsynlegar eftir Jón H. Sveinsson „Hann lætur eftir sig Árlega hafa, og munu að ölium óbreyttu, örlög tugs íslenskra sjómanna verða botnuð í fjölmiðlum með þessum orðum. íslendingar finna sig í þessu í einhverri óskiljanlegri blöndu af forlagatrú, sinnuleysi og undir- gefni. Eins og hermenn á leið á vígvöllinn hugsa íslenskir sjómenn: Það kemur ekkert fyrir mig, ein- hverja aðra kannski, en ekki mig. Þeir vita þó að áður en ár er liðið mun u.þ.b. tugur þeirra hafa farist því að allir taka þeir þátt í þessari rúllettu þar sem dauðinn er í vinn- ing. Óhjákvæmilegt vegna harðrar veðráttu og mikillar sjósóknar? Fyr- ir nokkrum áratugum já, en ekki í dag. Réttarfarslegt heyrnar-, sjón- og málleysi Þann 24. apríl 1986 skrifaði ég grein í Morgunblaðið um starfs- hætti og starfsmenn Landhelgis- gæslunnar sem ég nefndi: Hvað kostar eitt mannslíf á íslandi? í snöggu, sameiginlegu átaki Land- helgisgæslu, dómsmálaráðherra, rannsóknarlögreglu og ríkissak- sóknara var sú gagnrýni þögguð niður, endurtekið látið í veðri vaka að um lygi væri að ræða, ríkissak- sóknari kallaði málflutning minn „aðdróttanir", en enginn kærði. Er ég nokkru síðar gerði margítrekað- ar tilraunir til að ráða mér lögfræð- ing til að hrekja hinn órökstudda, ósanna dóm sem ríkissaksóknari hafði tekið sér bessaleyfi að fella yfir mér, fékkst enginn lögfræðing- ur til að taka að sér málið en samt létu nokkrir óspurðir í ljós að þeir teldu mig hafa farið með rétt mál, það væri á almannavitorði. Fáir voru yfirheyrðir, ábendingar um vitni hundsaðar sem og fram- burður er studdi fullyrðingar mínar og starfsmaður gæslunnar var rek- inn nokkru eftir að hann hafði gef- ið framburð í þá veru. Ég hef síðan verið kyrfílega útilokaður frá öllum opinberum embættum sem hafa með fag mitt og köllun að gera þó að ég hafi náð lengra á mínu sviði en aðrir íslendingar. Þá var sko ekkert fum eða fáræði á ferðinni. íslenskt embættismannakerfi vinn- ur yfirhylmingu eigin vankanta og kúgun gagnrýnenda á það fljótvirk- an og áhrifaríkan hátt að kommún- ískar leyniþjónustur hefðu fyllst aðdáun. Það er hlálegt að hafa í tæpan áratug sem hermaður lýð- ræðisríkis staðið vopnaðan vörð gegn kommúnistum, koma síðan heim og verða beittur kerfísbund- inni, kommúnískri útskúfun og kúg- un fyrir það að fjalla af faglegri menntun, þjálfun, þjónustureynslu og hreinskilni um íslenska ríkis- stofnun sem er stöðnuð, spillt og vanhæf. Fyrst fagmenn og skilvirkni, síðan nýjaþyrlu Forstjóri gæslunnar hefði getað kært mig eða sagt af sér. Honum tókst að finna verri kost: að sitja áfram í embætti undir ásökunum sér reyndari manns, þræta og að- hafast ekkert. Hvorki upphrópanir, ógnanir né merkilegheit opinberra aðila fá mig til að hvika frá faglegu, hlutlægu mati, þaðan af síður er ég að hreykja mér, þvert á móti, ég fyrir- verð mig fyrir að hafa fljótlega séð og skilið hvers kyns var en ekki hafið baráttu fyrr og snarp- ar gegn þessum doða og slóða- hætti. Á hendur fyrrgreindra aðila sem á sínum tíma komu í veg fyrir að kvörtun mín vegna gæslunnar næði tilgangi sínum, alvöru úttekt á stofnuninni, lýsi ég nú ábyrgð. Fyrir nokkru varð atburður, sem leiddi til þess að allir hrópuðu á að keypt yrði ný þyrla. Samt var mál- ið ekki að það vantaði björgunar- þyrlu. Þvert á móti, þær voru meira að segja nokkrar til staðar skammt undan en engum datt í hug að ræsa þær út, allra síst þeim sem heimtaði fyrir nokkru og fékk yfir- stjórn björgunarmála, þeim, sem falin höfðu verið samskipti við björgunarsveit Bandaríkjamanna, gæslunni. Á einu stóð samt ekki hjá gæslunni enda hafa forstjóri og yfirmenn hennar langa reynslu í því: að þræta fyrir og varpa frá sér ábyrgð. Enn einu sinni verður þeim liðið það. Vonlaust en ekki alvarlegt Alþingismenn kvarta undan virð- ingarleysi almennings gagnvart þinginu en virðst gleyma því að það er frammistaða þingmanna sem aflar þinginu álits, ekki bara hin ytri umgjörð. Ekki er hægt að krefja nokkurn um virðingu fyrir þeirri vonlausu umræðu sem fram fór í þinginu í framhaldi af Hóps- nesslysinu. Enginn þingmaður sá ástæðu til eða þorði að nefna upp- hátt að opinber stofnun með lög- skipað og reglugerðarfest forystu- hlutverk í björgunarmálum hefði brugðist. Fjölmiðlar höfðu eftir eftir Kristján Arnason Við þekkjum myndir af gyðju réttlætisins, þar sem hún stendur með bundið fyrir augun og vegur og metur hver skuli dæmdur eða höggvinn. Nú hafa ráðamenn mundað eggvopn til niðurskurðar, og þeir virðast hafa tekið réttlætis- gyðjuna sér til fyrirmyn<jar og bundið fýrir augun. Flatur niður- skurður er vinsælt orð í þessu sam- bandi, en höggin virðist vera býsna lóðrétt, líkara því að öxin sé látin falla. Niðurskurður IHáskólanum. Sú ríkisstjóm og það Alþingi sem stendur að miðurskurðinum eru kosin lögmætri kosningu, og því má ætla að þeir sem ákveða að skera telji sig hafa til þess umboð þjóðarinnar. Þjóðinni á þá að fínnast að of miklu fé hafi verið eytt í Háskólann og aðrar þær stofnanir sem skera á niður. Þótt nú séu svo- kallaðir erfíðir tímar er það þó hveijum manni ljóst sem sjá vill, að hér á landi er til mikill auður og íslendingar eru meðal ríkustu þjóða í heiminum. Ekki er verið að taka peninga frá auðugu mennta- kerfí eða vísindastofnunum, eða vellríku heilbrigðiskerfí, til þess dómsmálaráðherra að í framhaldi af atburðinum væri athugandi að auka ábyrgð gæslunnar á björgun- armálum og á þar sjálfsagt við að henni verði fengin meiri völd á þessu sviði. Skynsemi, siðun og fagleg sjónarmið segja að taka beri völd af þeim sem bregðast í hlut- verki sínu, síst af öllu auka þau. Mistökin liggja einungis að litlum hluta hjá þeim sem svara í símann hjá gæslunni. Þau liggja hjá sér- hveijum yfirmanni stofnunarinnar sem með snefíl af skynsemi ætti að sjá að hún veldur ekki hlutverk- inu og þyngst hjá forstjóra. Hann hefur vart sést í fjölmiðlum öðru- vísi en þrætandi, berandi í bætifláka fyrir tilvik sem ekki eru annað en gapandi vankunnátta, þjálfunars- kortur og skipulagsleysi. Enga milliliði, engan tíma má missa Bandaríkjamenn vilja hafa kerfi þar sem opinber aðili fer fram á aðstoð þyrlu og þeir taka einnig fyrir að Islendingar taki yfír rekstur þyrlanna. Hvorutveggja er eðlilegt af þeirra hálfu. Til að koma í veg fyrir hrekki og mistök, vilja þeir að opinber aðili beri ábyrgð á út- kalli og yfirtökuhugmyndin er fár- ánleg því að þeirra eigin menn eru í staðlaðri þjálfun og undir her- skyldu og því engin ástæða til að halda að nokkrir geti gegnt hlut- verki þeirra betur. En Islendingar halda að vamarmálaskrifstofan og gæslan séu þeir einu sem megi og eigi að tala við Bandaríkjamenn og hafa komið sér upp einbjöm-tví- bjöm-kerfí með innbyggðri tregðu og hættu einmitt þar sem skjótvirk- ar, einfaldar og ömggar boðleiðir að bjarga fólki í nauð. Það hlýtur að vera álit þeirra sem fyrir niðurskurðinum standa að pen- ingar sem eytt er í menntun og rannsóknir séu betur geymdir annars staðar. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Háskólaráð gripið til spamaðaraðgerða sem tryggja eiga að hvergi sé fé sólundað eða eytt í óþarfa. En sýnt gefur verið fram á að niðurskurðurinn er margfalt meiri en svo að hægt sé að mæta honum vð hagræðingu einni saman. Hann næst ekki nema með því að skera á starfsemi. Heimspekideild Háskóla íslands er stór vinnustað- ur. Stúdentar skráðir í deildina em nú um 1.330. Við deildina starfa um 130 manns að kennslu og rann- sóknum. Ef halda ætti óbreyttri starfsemi frá því sem var á árinu 1991 þyrfti deildin 158 milljónir króna í fjárveitingu á þessu ári (og er þá tekið fullt tillit til þeirra spam- aðaraðgerða sem Háskólaráð hefur samþykkt — reynt að sjá til þess að kennsla sé hvergi of mikil, né of fáir stúdentar í námskeiðum o.s.frv.). Ef fyrirmælum ráðuneytis og þings væri fylgt í blindni fengi deildin hins vegar einungis tæpar 137 milljónir króna. Mismunurinn er 21 milljón. Til samanburðar má geta þess að árslaun (án yfír- vinnu) allra fastra kennara í ís- lenskri málfræði og bókmenntum Jón H. Sveinsson „Gæsluna skyldi ein- faldlega leggja niður, selja skip hennar og gera flugreksturinn að eiginlegri flugbjörgun- arsveit. Smærri verk- efni verði færð undir aðrar ríkisstofnanir.“ era forsenda björgunar úr lífs- háska. Skilningsleysi höfunda slíks fyrirkomulags á ekki að verðlauna með því að hleypa þeim að málinu aftur sem dómurum í sjálfs sín sök, við hugsanlega endurskipulagn- ingu. Gæsluna skyldi einfaldlega við deildina (alls 10 manns, prófess- ora og dósenta) nema um það bil 15,4 milljónum króna. Það myndi því ekki nást nægilegur árlegur niðurskurður, þótt- öllum föstum kennuram í íslensku yrði sagt upp. Vandinn er enn meiri vegna þess að á þessu ári lendir allur niður- skurðurinn á komandi haustmiss- eri, því búið var að ganga frá kennsluskrá og gera bindandi samninga við kennara vegna yfir- standandi vormisseris áður en niðurskurðurinn var boðaður. Niðurskurðurinn er pólitísk ákvörð- un. Menntamálaráðherra hefur hald- ið því fram að Háskóli íslands sé sjálfstæð stofnun og hann vilji ekki skipta sér af málefnum hans. Hann vill samt ráða hvað hann fær mikla peninga og hann vill ekki að Há- skólanum eða heimspekideild sé lokað fyrir nýnemum. Hvað vill hann þá? Hvar á að skera? Þeir sem taka ákvarðanir eins og þær sem nú hafa verið teknar geta ekki skotið sér undan ábyrgð. Háskólarektor hefur bent á að Margaret Thatcher, sem kannski er að einhveiju leyti fyrirmynd þeirra sem nú halda hér um stjórn- völ, hafí gefíð sér góðan tíma til þess að skera niður. Og væntan- lega hefur hún haft stefnu í sín- um niðurskurði. Hér á að skera niður með margföldum hraða Hið blinda réttlæti leggja niður, selja skip hennar og gera flugreksturinn að eiginlegri flugbjörgunarsveit. Smærri verk- efni verði færð undir aðrar ríkis- stofnanir. Fjölþjóðleg samvinna um nýtingu fískistofna og töku brot- legra, viðurkenning efnahagslög- sögu í reynd, eftirlitsmenn um borð í veiðiskipum og eftirlit stórra svæða úr lofti, allt hefur þetta gert varðskip úrelt, óþörf. Flugbjörgun yrði staðsett úti á landi sem næst fjölsóttustu miðunum. Það eina sem semja þarf um við Bandaríkjamenn er að hinn opinberi íslenski aðili sem ræsi út þyrlur þeirra til björgunar verði fulltrúi flugbjörgunar sem gangi vaktir með þyrlusveit Banda- ríkjanna, sitji við símann með þeim og svari þeir kalli í sameiningu. Númer bandarísku sveitarinnar verði auglýst með öðrum neyðar- númerum þannig að skipshöfn í neyð geti sjálf hringt beint í banda- ríska þyrlu um leið og hún sendir út neyðarkall um talstöð. Varðandi nýja þyrlu þá skyldi hún valin eftir markmiðum og flug- menn vera umsagnaraðilar en taka ekki ákvörðun. Bandaríkjamönnum er vel treystandi til að ráðleggja í þeim efnum og samræmdur véla- kostur yrði öragglega til hagræð- ingar. Þá skyldu rússaþyrlur ekki afskrifaðar án athugunar. Þær eru afurð hergagnaiðnaðar sem hefur haft forgang, — era þrautreyndar við mismunandi aðstæður og væra sovésk hergögn eitthvað ónýtt drasl, þá hefðu vestrænir hermenn eins og ég aldrei þurft að standa vörð gegn breytingu þeirra. Far- sælt fyrirkomulag björgunarmála felur í sér einfaldleika, skilvirkni og ábyrgð. Því verður ekki komið á eigi ósannindi, yfirhylmingar og ótti að hindra menn í að uppræta orsakir vandans. Höfundur er verkamaður í landbúnaði á tslandi. Hann lauk lokaprófi frá Sjökrigsskolen í Bergen oggegndim.a. Sára herþjónustu íkonunglega norska sjóhernum. Kristján Áraason „En sýnt gefur verið fram á að niðurskurð- urinn er margfalt meiri en svo að hægt sé að mæta honum með hag- ræðingu einni saman. Hann næst ekki nema með því að skera á starfsemi.“ Thatchers, og stefnan er lóðrétt niður. Þetta gengur ekki. Deildarráð heimspekideildar getur ekki borið ábyrgð á því að leggja niður kennslu eða rannsóknir í þeim greinum sem stundaðar era innan vébanda deild- arinnar. Ef valdhafar telja að ein- hver starfsemi sem þar er rekin sé óþörf, er eðlilegt að þeir bendi á hver hún er. Höfundur er prófessor í íslenskri málfræði og forseti heimspekideildar Háskóln íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.