Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 „ Jonas, i/íLtu spyýa. i/ers Lunars tprann. hvort hann haf-iheyrt um -ténshhLcJ SCm heitlr/Viozjrurt ? " Kominn tími til að þú sýnir pabba þínum minni virð- ingu ... HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Ferð Davíðs hið besta mál Frá Snorra Bergssyni: Vegna greinar hins ágæta manns Sveins Rúnars Haukssonar sem birtist á síðum blaðsins þann 14. þ.m. tel ég mig knúinn til að svara. Þar er slík einhliða framsetn- ing á efninu að mér þykir nóg um og mig furðar að svo greindur maður skuli láta svona. Hann byijar að taja um Shamir, forsætisráðherra ísraels, sem hryðjuverkamann. Það er líka alveg rétt, hann var það. En ef hann hefur svona mikið á móti hryðju- verkamönnum, hvers vegna sagði hann ekkert þegar Steingrímur Hermannsson fór í eins opinbera heimsókn og hægt var, til Arafats í Túnis? Arafat er hryðjuverkamað- ur og nýlega gaf hann út skipun um að drepa alla innflytjendur í ísrael. Miðað við Arafat er Shamir eins og Sakkeus. Það voru fleiri en gyðingar sem frömdu íjöldamorð í Palestínu árið 1948. Arabar frömdu sjálfir hrotta- leg fjöldamorð á óbreyttum borgur- um, s.s. í Kfar Etzion. Það voru fleiri en gyðingar sem sprengdu UPP byggingar, en sprengjur araba lögðu verslunarhverfi gyðinga í rúst á mesta annatíma og margt fleira. Varla þarf að minna mikið á PLO, eða er það? Talandi um barnamorð, þá tel ég að hann eigi við þá unglinga sem kallaðir eru „achbal“ eða eru skráðir og þjálfaðir til óeirða af aröbum undir nafninu „shabiba“ en þeir gera sér það til dundurs að kasta steinum og bensínsprengj- um í hvern sem er, á meðan íslensk- ir unglingar kasta snjóboltum. Barnamorð er orðum aukið, þetta eru unglingar sem látast á vígvelli eins og hermenn, ekki eins og varnarlausir smákrakkar. Misþyrming á herteknu svæðun- um er mikið minni en í öllum ná- grannaríkjum ísraels. Munurinn er einnig að í ísrael koma þær eftir óeirðir og önnur brot á þeirri lög- gjöf sem ríkir á svæðinu, en í araba- löndunum eru þær gerðar til skemmtunar eða vegna persónu- legs haturs á gyðingum eða kristn- um. Það þarf varla að minna á að í sumum arabaríkjum liggur dauða- sök við því að snúast til kristni. Mismunun samkvæmt trú eða kynþætti er mikið minni í ísrael en í nágrannaríkjunum, jafnvel Egypt- alandi. Kristnir menn og gyðingar eru ofsóttir í öllum arabaríkjum og njóta minni réttinda sem „dhimm- is“ en arabar í Israel eða á herte- knu svæðunum. Ef gyðingar eru svona vondir, hvers vegna fluttust ekki nema 62 arabar á brott frá herteknu svæðunum síðan Intifada braust út? Hvers vegna vildi meiri- hluti þeirra 250.0000 Palestínu- araba sem voru reknir frá Kuwait, flytjast til herteknu svæðanna? Af því að ísraelsstjórn er mannúðlegri en stjórnir araba. Ég get nefnt Sýrland í þessu samhengi. Þar er þúsundum gyðinga haldið í „gísl- ingu“ og meðferðin á þeim er að: * Þeir hafa ekki ferðafrelsi innan Sýrlands, * þeim er smalað saman í gettó og eignir þeirra gerðar upptæk- ar, * þeir mega ekki flytjast úr landi, * sími þeirra er hleraður, póstur er ritskoðaður, * þeir greiða sérstaka skatta — dhimmis, * þeir mega ekki vinna nema lítil- mótlega vinnu, og ekki hjá rik- inu, * þeir hafa hvorki kjörgengi né kosningarétt, * ghettóin eru undir herlögum og útgöngubann eftir myrkur, * þeir mega ekki hitta útlendinga, nema í fylgd með lögreglumanni, * þeir eru pyntaðir, sæta ofsóknum og sitja iðulega í fangelsi. Hvað er síonismi miðað við stefnu stjórnvalda í hinum mann- elskandi löndum Araba? Af þeim löndum sem eru á svæðinu eru mannréttindi hvergi meiri en í ísra- el. Hvernig er ástand mannréttind- amála í Líbýu, Sýrlandi eða í öðrum arabaríkjum? Stefna stjórnvalda í þessum fyrirmyndarríkjum Sveins er rasísk og svo ég taki beint eftir Sveini: „Áframhald þessarar stefnu, sem brýtur í bága við öll alþjóðalög og rétt, bendir ekki til þess að“ aröbum „sé minnsta al- vara með þátttöku í friðarviðræð- um“. Hrottaskapur á hernumdu svæð- unum? Á árinu 1991 voru þrefalt fleiri Palestínuarabar myrtir af öðr- um aröbum en í skærum við gyð- inga. Hvers vegna? Venjulega vegna þess að viðkomandi vildi ekki taka þátt í mótmælum gegn hinum grimmu gyðingum! Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur ekki verið í uppáhaldi hjá mér að undanförnu, frekar en hjá öðrum landsmönnum, en það kann að breytast. Ferð Davíðs til ísraels er ekki nema sanngjörn, þegar ferðir Steingríms eru hafðar til hliðsjónar. íslensk stjómvöld hafa baðað sig of lengi í ljósum Ara- fats, vinar Steingríms. Ferð Davíðs til Davíðsborgar er hið besta mál, honum og íslensku þjóðinni til sóma. SNORRI BERGSSON, nemi I sagnfræði við HÍ Bergþórugötu 35 Reykjavík Fug’lanöfn Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: Ég var að lesa „íslenskt mál“ eftir Gísla Jónsson, sem skrifar að vanda í Morgunblað- ið, þar á meðal um tvo al- þekkta fugla, sendling og tjald. Ég hef alltaf álitið að uppruni orðsins tjaldur sé dregið af lit fuglsins sem er eins og steypt hafi verið yfir hann svörtu tjaldi og hann beri nafn sitt af því. Sendlingur ber það nafn með réttu, hann sendist um fjörurn- ar fram og aftur, oft í stórum hópum, til og frá að leita sér að æti. Hann er sandgrár að lit og er sandurinn áhrifavald- urinn að nafni hans. Selningur er að mínum dómi meiningar- laust og lítt skiljanlegt heiti. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON Nökkvavogi 33 Reykjavík Víkveiji skrifar Samtök aldraðra hafa nýlega sent frá sér fréttabréf. Ábyrgðarmaður og fyrrum formað- ur Samtakanna, Hans Jörgensson, fyrrverandi skólastjóri, ritar þar grein, sem ber yfírskriftina „Sparn- aðarleiðir ríkisins og mótmæli“. Þar segir Hans m.a. frá því að samtök- in Almannaheili hafi notað nafn Samtaka aldraðra í heimildarleysi, er verið var að stofna þau samtök. Hans Jörgensson segir m.a.: „Núna síðustu daga hefur verið í undirbúningi að stofna samtök til að vinna gegn skerðingu á framlög- um ríkisins til skólamála, aldraðra, sjúkrahúsa o. fl. í fréttum um þetta mál er tekið fram, að Samtök aldraðra standi m.a. að stofnun þessara samtaka. Ég vil leiðrétta það. Stjórn Sam- taka aldraðra hefur ekki gert neina samþykkt í þessu máli og er því ekki neinn aðili að stofnun þeirra, eða neinn á vegum Samtakanna. Áreiðanlega eru þar, og víðar, ekki allir á sama máli í þessari herferð ríkisins í sparnaðinum, flestir telja hana af brýnni nauðsyn, en menn ekki á sama máli um einstaka þætti hennar, eins og gengur. Mitt álit er, og margra fleiri, að vitað er að hvorki heimili, félög né ríkið sjálft geta endalaust safnað skuldum. Þegar þannig er komið, eins og nú er ástatt meðal þjóðarinnar, að skuldirnar eru að kæfa allar fram- kvæmdir og velferð þjóðarinnar, þá verða allir að þola skerðingu og framlög og framkvæmdir ríkisins dragast saman. Sú skerðing til aldraðra sem tal- að hefur verið um í sambandi við aukatekjur umfram lögbundinn líf- eyri er óveruleg, en við teljum það brot á hefð eða framkvæmd samn- ings. Mesta skerðingin, sem kemur í hlut aldraðra, er einstaklingsbundin við þá sem þurfa á mikilli og stöð- ugri meðalanotkun að halda til að halda aftur af vissum sjúkdómum. En mér hefur skilist að þarna sé reynt að koma til móts við þetta fólk með hámarksmeðalakostnaði, þar til ríkið tekur við með greiðslur. Ég er ekki sáttur við allt sem sett er fram sem spamaðarnauðsyn, en þó sérstaklega ósáttur með sumt sem ekki er skeit eða skattlagt, en nóg efni til að mæta skerðingu. En aðalatriðið er, að þegar þann- ig er ástatt í fjármálum þjóðarinnar eins og nú er, þá er þörf að spara, þá er þörf á samstöðu en ekki sundrungaröflum." xxx Svo mörg voru orð Hans Jörgens- sonar. Víkveija finnst hann setja fram sín rök af hógværð og kurteisi. Hann er ekki með hávaða og fyrirgang. Hann sendir ekki sér- staklega fréttatilkynningu í fjöl- miðla til þess að básúna út um all- ar jarðir, hve hneykslaður hann er á því að forráðamenn Almanna- heilla misnota þann félagsskap, sem hann hefur unnið fyrir, en samt finnst honum að félagsmenn í Sam- tökum aldraðra þurfi að vita af þessu og hann skrifar um þetta í fréttabréf, sem sent er félögum í Samtökunum. Það er svolítill munur á viðbrögðum fólks við sparnaðar- áformum stjórnvalda. Svo geta menn dæmt, hvor aðferðin er geð- þekkari, hvor aðferðin er raunsærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.