Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992 21 Afnám hámarksverðs á farmgjöldum skipafélaga: Leiðir vonandi til aukinnar sam- keppni og lækkunar farmgjalda - segir Birgir Rafn Jónsson, formaður íslenskrar verslunar BIRGIR Rafn Jónsson, formaður íslenskrar verslunar, seg-ist vonast til þess að sú ákvörðun verðlagsráðs að fella niður hámarksverðlagn- ingu á farmgjöldum með skipum frá og með 1. apríl næstkomandi muni leiða til lækkunar farmgjalda í kjölfar aukinnar samkeppni skipafélaganna. „Allt samráð er bannað þegar verðlag er fijálst, og þeim aðilum sem stunda sjóflutninga er þá óheimilt að hafa samráð um verð eða skilmála. Við vonum að með þessu muni samkeppnin skerpast, og það muni leiða til þess að skipafélögin verði að leita ítrustu hagkvæmni og þar með lækka farmgjöldin,“ sagði Birgir Rafn í samtali við Morgunblaðið. Birgir Rafn sagði fijálsa verð- lagningu farmgjalda skipafélag- anna minnka hættuna á einokun, þar sem skipafélögin yrðu nú sjálf að standa frammi fyrir kaupendum og almenningi og taka ábyrgð á verðtöxtum sínum. Hann sagði verð- hækkun í sjóflutningum hafa verið um 5% á síðasta ári á meðan marg- ar innfluttar nauðsynjavörur hefðu lækkað í verði, og þannig hafi þró- unin í verðlagningu á frakt verið í öfugu hlutfalli við margt annað. „Við höfum líst óánægju með taxtauppbyggingu skipafélaganna, og þá sérstaklega afsláttarkerfið, en við viljum að taxtarnir séu nær raunveruleikanum. Það hafa heyrst tölur um allt að 80% afslætti frá útgefnum töxtum, og það teljum við að sé of mikið. Það þarf að færa verðlagninguna nær því sem raun- verulega er verið að taka, og það held ég að eigi að vera hægt með góðu aðhaldi frá þeim sem kaupa fraktina og einnig frá almenningi,“ sagði hann. Ómar Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, sagði að þeir hámarkstaxtar sem verið hafa í gildi hefðu í fæstum tilfellum ver- ið nærri gildandi flutningsgjöldum, og samkeppnin hefði tryggt það að ekki hefði þurft á verðlagseftirlitinu að halda. Hann sagðist ekki hafa trú á að frelsi í verðlagningunni hefði áhrif til lækkunar á næst- unni, enda hefði reyndin verið sú í öllum almennum flutningum að taxtarnir hafi verið mun Iægri en hámarksverðlagningin. „Frjáls verðlagning er af hinu góða ef treystandi er á það að einn aðili nái ekki einokunaraðstöðu til dæmis á einhverri vissri .leið og geti á þann veg misnotað frelsið. Fijáls og eðlileg samkeppni hlýtur að vera það sem menn leita að, en allt frelsi er nokkuð vandmeðfarið og hægt að misnota það. Almennt séð höfum við þó verið fylgjandi þessu," sagði hann. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, sagði að frá 1986 hefðu meðalflutnings- gjöld hjá Eimskip lækkað um 30%, þrátt fyrir að skipafélögin hefðu einstöku sinnum óskað eftir hækkun á formlegri gjaldskrá sinni. Gjald- skráin væri notuð sem viðmiðun í samningum, og þar sem hún væri í erlendri mynt hefðu orðið breyting- ar á henni meðal annars til að aðlaga hana að verðlagsþróun erlendis. Umboðsmaður Alþingis; Lyfjamálastjóri vanhæfur til setu í lyfj aver ðlagsnefnd GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að lyfjamálastjóri, sem er starfsmaður heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytisins, sé vanhæfur til setu í lyfjaverðlags- nefnd og fjalla þar um sömu mál sem nefndarmaður og siðan sem lyfjamálastjóri í ráðuneytinu. Eru það tilmæli Gauks Jörundssonar að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið komi skipan nefndarinn- ar að þessu leyti í lögmætt horf. Umboðsmanni Alþingis barst í byijun október síðastliðins kvörtun frá Apótekarafélagi Islands yfir því heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefði skipað lyfjamálastjóra sem fulltrúa í lyfjaverðlagsnefnd 15. janúar 1991. í kvörtuninni er því haldið fram að það samrýmist ekki gildandi lagareglum um verk- efni og starfssvið lyfjaverðlags- nefndar að ráðherra skipi sem full- trúa í nefndina þann starfsmann heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, sem samkvæmt lögum um lyfjadreifíngu gegnir stöðu lyfj- amálastjóra er annast framkvæmd lyfjamála innan ráðuneytisins fyrir hönd ráðherra. Augljóst sé að í starfi sínu sem fulltrúi í lyfja- verðlagsnefnd geti þessi einstakl- ingur ekki greint milli starfa hjá ráðuneytinu og nefndarstarfanna. í áliti Gauks Jörundssonar um málið kemur fram að ganga verði út frá þvi að sú grundvallarregla gildi um almennt hæfi nefndar- manna í opinberum nefndum, að ekki skuli skipa þá menn til nefnd- arsetu, sem annað hvort er fyrirsjá- anlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála, eða gegna stöðu sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálf- krafa að þeir geta ekki talist hæfír til að fjalla um sömu mál í báðum störfunum. Þó að lyfjamálastjóri fari ekki með vald til að ákveða verð lyfja í ráðuneytinu, þegar ekki næst samkomulag í lyfjaverðlags- nefnd, sé ljóst að undirbúningur og meðferð slíks máls heyri undir þá deild sem hann veitir forstöðu. Lyfj- amálastjóri sé sá starfsmaður ráðu- neytisins sem best þekki til lyfja- verðlagsmála, og því sé augljóst að það komi í hans hlut að undirbúa eða stjórna undirbúningi slíkra mála og leggja þau fyrir ráðherra til ákvörðunar. Við þá ákvörðun verði ráðherra meðal annars að taka afstöðu til þeirra sjónarmiða sem um var deilt í lyfjaverðlagsnefnd, og lyfjamálstjóri hefur áður tekið afstöðu til. Áréttar Gaukur í þessu sambandi að hæfísreglur stjórn- sýsluréttarrins taki ekki aðeins til þeirra sem taka ákvörðun í máli, heldur einnig til þeirra sem taka þátt í undirbúningi og meðferð máls og geti með því haft áhrif á úrlausn þess. Þá bendir hann á að samkvæmt lögskýringargögnum eigi oddamaður í lyíjaverðlagsnefnd að vera hlutlaus frá sjónarmiði bæði kaupenda og seljenda lyfja. Ráðherra kunni að taka afstöðu í verðlagsmálum, sem verði að teljast hagstæðari öðrum hvorum þessara aðila, og þá sé vandséð hvemig lyfj- amálastjóri, sem í starfí sínu í ráðu- neytinu er háður fyrirmælum ráð- herra, geti gegnt hlutverki hlut- lauss oddamanns að þessu leyti. Niðurstaða Gauks Jörundssonar er sú að lyfjamálastjóri sé vanhæfur til að fjalla um sömu mál sem nefnd- armaður í lyfjaverðlagsnefnd og síðan sem lyfjamálastjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Með tilliti til þess að ekkert sé fram komið í máli þessu um að það hafi verið verulegum vandkvæðum bundið að fá annan hæfan mann sérfróðan um lyfsölumál til að gegna umræddu nefndarstarfí í lyfjaverðlagsnefnd, þá beri að telja lyfjamálastjóra vanhæfan til setu í nefndinni vegna þess hvernig tengslum milli heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins og lyfja- verðlagsnefndar sé háttað sam- kvæmt ákvæðum lyfjalaga. Ólafsvík: Heilsugæslumii gefín blóðrann- sóknartæki .NÝLEGA færðu forráðamenn Li- onsklúbbs Nesþings, Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík vandað blóðrannsóknar- tæki að gjöf. Tæki þetta er af gerðinni Reflotron, þurrkemiu- tæki frá Boehringer Mannheim. Rannsóknatæki þetta flýtir mjög og auðveldar blóðrannsóknir þær sem gera þarf á heilsugæslustöðinni. Þá er tækið mjög fjölhæft og möguleik- amir að rannsaka blóð með því marg- ir. - Ilelgi. Morgunblaðið/Alfons Frá afhendingu tækisins f.v. Ágúst Sigurðsson gjaldkeri Lionsklúbbs Ólafsvíkur, Hallmar Thomsen formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur, Sig- urður Baldursson heilsugæslulæknir, Böðvar Jónsson formaður Li- onsklúbbs Nesþinga, Óttar Sveinbjörnsson gjaldkeri Lionsklúbbs Nesþinga og Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar í Ólafsvík. TILBOÐ VIKUNNAR 0 fiskibollur Aðciiis 89,- **•1/1 dös SPÆNSKAR jypPELSÍNUR Aðcin* 59,- to-hg- FROSIN smábralb frá Myllunm iYðeins 129,- kr-ph- áv axtasafi nektar Aðei»s 59,- utrinB ■ HAGKAUP - altt í einni ferd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.