Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 14
gf seet HAfisaarí .os HiJOAd JTMMiH ctidAjatíiuoflOM -------------------------------------------------MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 20. PEBRUAR 1992 Eyðibýlastefnan eftir Pétur Kr. Bjarnason Þegar kvótakerfíð var í upphafí sett á fískveiðarnar, var sagt að það væri til þess að vernda físki- stofnana, og fækka skipunum. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það upprætir fiskistofnana og fjölgar skipunum. Þegar búið var að binda kvótann við ákveðin skip varð það ljóst að skip sem fluttist milli staða vegna sölu eða erfða, tók sinn kvóta með sér frá einu byggðarlagi til annars og rýrði þar með afkomumöguleika þess byggðarlags sem það fór frá og með því að virkja fégræðgi kvótahandhafanna til sölu á óveidd- um fiski í sjónum þá ýtti það undir flutninginn og lokaði um leið fyrir að þeir sem eftir sátu í byggðarlag- inu gætu hafið útgerð að nýju til þess að fylla í skarðið, þar sem þeir höfðu engan kvóta. Það kemur nú ávallt betur og betur í ljós að það var einmitt þetta sem vakti fyirr höfundum kvótalag- anna, að geta með tilfærslu skipa haft áhrif á byggðaþróunina á landsbyggðinni. Þegar vextir voru gefnir frjálsir og fijáls álagning á vöru og þjón- ustu, en gengið bundið fast, þá gat ekki hjá því farið að útflutnings- framleiðslan, sem varð að bera þá okurvexti, sem frelsinu fylgdu, og hækkandi verð á vöru og þjónustu, hlaut að tapa eignum sínum og eðlilegu rekstrarfé og safna skuid- um. En þá voru bara stofnaðir opin- berir sjóðir til þess að fjármagna endurlán og skuldbreytingar, og til þess brúkaðir þeir peningar sem áður var búið að taka af útflutn- ingsframleiðslunni með gengisföls- un og okurvöxtum. Þannig mátti láta allt fljóta enn um stund. En nú er draumur kvótahöfund- anna að rætast, nú eru öll sjóðalán- in gjaldfallin og nú eru það stjóm- málamennirnir, sem ráða því hveij- ir lifa og hveijir falla. Hvaða út- gerðar og fiskvinnslustöðvar verða settar á hausinn, og byggðarlögin sem þau hafa staðið undir lögð í eyði. Ofstjómarbijálæðið, sem að var stefnt með setningu kvótalaganna, er nú í algleymingi og hraðvirkasti hvatinn að því er kvótasalan. Þegar fámennum en fégráðugum hópi manna em afhentar eignir al- mennings án endurgjalds og sagt að þeim sé heimilt að selja þær hveijum sem er, fyrir hvað sem er, án tillits til þess hvaða skaða þeir yllu sínu byggðarlagi, eða fólkinu sem eftir lifði í þeim byggðarlögum, sem þeir seldu kvótann frá, þá hrundi hið almenna siðgæði á Is- landi niður á siðgæðisplan núver- andi stjórnmálamanna og á þaðan því miður líklega ekki afturkvæmt. Nú um jólin birti Morgunblaðið myndir, þar sem er verið að bijóta og eyðileggja nýlegan plastbát, af þvi að frystitogari hefur keypt af honum kvótann. Samt er báturinn sagður milljóna virði. En allt verður undan að láta fyrir ofstjórnarbijál- æðinu. Hér fyrir vestan var verið að gefa mönnum undir fótinn með það að þegar Vestfjarðagöngunum yrði lokið, þá yrði byijað á millilanda- flugvelli á Sveinseyri og þá opnað- ist möguleiki fyrir útflutningi á full- unnum sjávarréttum úr ferskum fiski frá verstöðvunum á Vestfjarð- asvæðinu. En til þess að koma í veg fyrir þann möguleika er auðvitað einfald- ast að ná kvótanum af landróðrar- bátunum og flytja hann yfir á togar- ana. Því tíu daga gamalt togara- tros, sem híft er upp kramið og blóðhlaupið eftir 4-5 tíma tog svo flökin verða fjólublá, er ekki hrá- efni til ferskmetisframleiðslu. Til þess þarf fískurinn að koma að landi daglega og vera unninn jafnóðum til sendingar. Ef engir landróðrarbátar verða þá eftir til þeirrar hráefnisöflunar vegna þess að þá verði búið að selja allan kvóta þeirra til togara, þá geta stjórnvöld einfaldlega hætt við flugvöllinn og þar með losnað við að skila þeim gengisfölsunarhagn- aði, sem til hans átti að renna, og þá er enn einu takmarki eyðibýla- stefnunnar náð. Eitt skýrasta dæmið um valda- níðslu í kvótakerfínu, er meðferðin á úthafsrækjuveiðunum. Þegar verksmiðjurnar við Djúp voru búnar ár eftir ár að kosta stórfé til úthafs- veiðitilrauna, og til þess að forðast milljarða fjárfestingu í nýjum út- hafsveiðiskipum, tóku heldur verk- efnalaus loðnuskip á leigu og gerðu þá út með veiðarfæri og allan bún- að. Þá launuðu stjómvöld þeim framtakið með því að taka rækjuna alla inn í kvótinn og láta hann fylgja skipunum, en verksmiðjurnar, sem báru allan kostnaðinn, fengu ekki neitt. En skipaeigendur vítt og breitt um landið, sem aldrei höfðu komið nálægt rækjuveiðum og engu til kostað, sátu allt í einu uppi með milljarðavirði í veiðikvótum vegna þess að þeir voru svo heppnir að það voru þeirra skip, sem leigð höfðu verið til veiðanna. Síðan veitti ráðherra leyfi fyrir nýjum verksmiðjum vítt og breitt um landið, sem enginn reksturs- grundvöllur var fyrir, og svo þegar verðfall varð á rækjunni og gömlu verksmiðjurnar, sem voru búnar að greiða hundrað milljóna í verðjöfn- unarsjóð, vildu fá sitt til að baka þá var ekkert eftir, því nýju verk- smiðjurnar voru búnar að gleypa allt sem til var og hefðu þurft meira. Þannig rýfur ofstjórnarbijálæðið allan grandvöll undan útgerðum og vinnslustöðvunum á landsbyggðinni uns ekkert er eftir nema fólkið sem kemst ekki í burtu vegna þess að þessar stjórnvaldsaðgerðir hafa gert eignir þess verðlausar. Strandveiðarnar, dagróðraað- staðan þar sem stutt er á miðin, era verðmæti sem sjávarplássin á landsbyggðinni eiga og það er sá afli sem veiddur er og borinn að landi daglega, í þessum sjávarpláss- um, og unninn er strax næsta dag, sem stendur undir þeim gæða- eftirEmil B. Karlsson Tæknistofnanir á borð við Iðn- tæknistofnun íslands munu gegna mjög mikilvægu hlutverki á næstu árum við nýsköpun í atvinnulífinu. Eitt meginhlutverk Iðntæknistofn- unar er að efla vaxtarbrodda at- vinnulífsins með því að aðstoða fyr- irtæki við tækni- og vöraþróun, hagnýtar rannsóknir, prófanir á framleiðslu, fræðslu og ráðgjöf. Ennfremur gegnir Iðntæknistofnun því hlutverki að benda á tæknilega möguleika, bjóða fyrirtækjum að- stoð við að þróa hugmyndir sínar og hlúa að nýsköpun með ýmsum hætti. Ákveðið hefur verið að ráðast í nokkur ný verkefni í þeim tilgangi að gefa fyrirtækjum og einstakling- um tækifæri til að vinna að vinna að nýsköpunarhugmyndum sínum og styðja við vöraþróun innan fyrir- tækja. Nýsköpunarverkið „Snjall- ræði“ er dæmi um slíkt verkefni sem hefst á næstunni og verður í umsjón Iðntæknistofnunar og fleiri aðila. Um er að ræða hugmynda- samkeppni sem fyrirtæki og ein- staklingar taka þátt í. Hugmyndirn- ar sem þátttakendurnir leggja fram verða styrktar til frekari úrvinnslu, sumar allt þar til fengin er mark- aðshæf vara. „Vöruþróun 92“ er dæmi um aðra aðgerð sem Iðntæknistofnun og Iðnlánasjóður standa að. Fyrir- stimpli, sem íslenskur fiskur hefur unnið sér á erlendum mörkuðum. Það er því algjör valdníðsla þegar stjórnvöld taka þessi verðmæti og afhenda þau fáum einstaklingum og ögra þeim síðan til þess að selja þau hæstbjóðanda, sem flytur þau síðan burt frá fólkinu, sem fram að þessu hefur lifað á úrvinnslunni. Og valdníðslan birtist í nýjum og nýjum myndum. Nýlega veitti ráð- herra leyfí til að rækjan úr Arnar- firði væri flutt burt frá vinnslufólk- inu á Bíldudal, og gefur þar með fordæmi til þess að rækjan frá ísa- fjarðardjúpi og Húnaflóa verði flutt til Akureyrar, ef svo vill verkast, án tillits til hagsmuna þess fólks og þeirra fyrirtækja, sem hafa lifað af úrvinnslu þessa afla, hver á sín- um stað, þar sem aflinn er tekinn. Þáð ólu margir vonir um að meira tillit yrði tekið til hagmsuna lands- byggðarinnar þegar Sjálfstæðis- flokkurinn kom að sjávarútvegs- ráðuneytinu. En þeim mun sárari urðu vonbrigðin, þegar í ljós kom að hann átti sér ekki aðra stefnu en að setjast í glóðvolga ofstjórnar- sessuna í sæti fyrrverandi ráðherra og una sér vel við að láta bijóta smábáta og veita leyfi fyrir nýjum togurum, til hagsbóta fyrir þjóðina að hann segir. En má þá spyija, og vonast eftir að ráðherra svari því: Hvað þarf að bijóta marga slíka báta til þess að fá kvóta eins tog- ara? Hvort er hagkvæmara þjóðar- búinu einn togari sem siglir með aflann eða floti smábáta, sem veið- ir jafnmörg tonn og leggur aflann upp til vinnslu í landi sem síðan yrði seldur fullunninn á erlendan markað? í hvoru tilvikinu yrði fjár- festingin meiri og hvað mörg árs- verk sköpuðust í hvora tilvikinu? Aukning á togaraflotanum ætti að koma fram í stærri og öflugri skipum, sem gætu starfað á 1.000- 1.500 faðma dýpi. Ég vil benda á að á gömlu kolatogurunum veiddum við lítið neðan við 150 faðma og veiddum mest þorsk og ýsu, á ný- sköpunartogurunum var farið að veiða niður á 250 faðma dýpi og þá margfaldaðist karfaveiðin og á skuttogurunum var farið að veiða niður á 400-500 faðma og þá kom grálúðan. Sumir fiskifræðingar tæki era aðstoðuð við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd sem einhverra hluta vegna hafa legið í láginni. Farin verður sama leið og í Vöruþróunarátaki Iðn- tæknistofnunar sem stóð yfir árin 1988-89, þegar 24 fyrirtæki voru aðstoðuð við vöruþróun af ýmsum toga og þeim leiðbeint í aðferðum til stöðugra endurbóta innan fyrir- tækisins. Verkefnið hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til 10. febrúar. Þriðja verkefnið, „Frumkvæði — framkvæmd“, er þegar hafið og byrjar á nýjum fasa bráðlega. Þar eru fyrirtæki studd með ráðgjöf í ýmsum rekstrarþáttum eins og stefnumótun, fjárhagslegri endur- skipulagningu, vöruþróun og mark- aðsaðgerðum, framleiðsluskipu- lagningu og gæðastjómun. Iðn- tæknistofnun og Iðnlánasjóður gangast fyrir þessu verkefni í sam- einingu. Meðal annarra nýrra verkefna sem Iðntæknistofnun mun ráðast í á næstunni er fræðslu- og leiðbein- ingaverkefnið „Gæði — íþína þjón- ustu “sem ætlað er fyrirtækjum sem vilja koma á hjá sér gæðastjórnun samkvæmt alþjóðastöðlum. Iðn- tæknistofnun hefur aflað sér réttar til að nota viðurkennda aðferða- fræði og gögn auk þess sem al- þjóðagæðastaðlar hafa verið þýddir og staðfærðir að íslenskum aðstæð- um. Pétur Kr. Bjarnason „Ef þessu kvótarugli verður haldið áfram óbreyttu, hlýtur svar sveitarfélaganna að vera að ná eignarhaldi á skipum og þar með kvóta með stofnun bæj- arútgerða.“ hafa látið í ljós þá skoðun að úthafs- karfi, búrfískur og fleiri djúpsjávar- tegundir séu til í miklu meira magni, en vitað er í dag, en til þeirrar sóknar þarf stærri og öflugri skip en við höfum í dag. Við eigum nú þegar alltof stóran grannslóða togaraflota og engin ástæða til þess að vera að stækka hann eins og nú er verið að gera. Ef sveitarfélög verða sameinuð til fækkunar og stækkunar og þeim fengin aukin verkefni, þá held ég að fyrsta, sem ætti að færa til þeirra væri aukin þátttaka í fiskveiði- stjórnuninni, sérstaklega að því er varða,r landróðrarflotann, jafnvel að stjórnun hans yrði algjörlega á höndum þeirra og vel kæmi til greina að skipta landhelginni upp í sóknarsvæði. Togarar, loðnu- og síldarbátar og úthafsrækjuveiðiskip gætu áram verið undir sameigin- legri ráðstjórn LÍÚ og ráðuneytisins eins og verið hefur. Það einræðisskipulag, sem ríkj- „Iðntæknistofnun ætlar sér það mikilsverða hlutverk að aðstoða fyrirtæki við að nýta þau tækifæri sem gef- ast á hinum stóra sam- eiginlega markaði í Evrópu.“ Mikill undirbúningur liggur að baki verkefninu „Hreinni fram- leiðslutækni — Lágmörkun úr- gangsefna". Fyrirtæki sem þess óska verða aðstoðuð við að lág- marka magn úrgangsefna með kerfisbundnum aðferðum. T.d. með því að nota önnur efni en veríð hefur, endurnýta efnin eða gera þau minna skaðleg áður en losun á þeim fer fram. í öðrum Evrópulöndum þar sem þessum aðferðum hefur verið beitt hefur orðið dijúgur sparnaður í rekstri fyrirtækjanna vegna þess kostnaðar sem losun spilliefna hefur í för með sér, sam- kvæmt lögum um meðferð spiliefna. Auk þess sem fordæmisgildi um- hverfisverndar er mikils virði. Iðntæknistofnun ætlar sér það mikilsverða hlutverk að aðstoða fyrirtæki við að nýta þau tækifæri sem gefast á hinum stóra sameigin- lega markaði í Evrópu. Stofnunin Hlúð að nýsköpun andi er í dag, þar sem ráðherra leyfir Pétri að skaða Pál án þess að nokkrar bætur komi fyrir og eignum almennings er skipt upp á milli nokkurra verðugra á kostnað annarra er villimennska, sem aldrei getur gengið nema um skamman tíma og sá tími er nú liðinn hvað varðar einræðisstjórn sjávarútvegs- ráðuneytisins í kvótamálum. Hvaða sveitar- eða bæjarfélag getur búið við það að allir atvinnu- möguleikar þess séu með stjórn- valdstilskipun færðir í hendur fá- menns hóps manna, sem síðan get- ur selt þá í burt í formi kvótasölu og skilið allt fólkið í sveitarfélaginu eftir atvinnulaust? Svarið við þessari spurningu er vissulega til. Það var mótað í Sjálf- stæðisflokknum, þegar þeir menn voru þar í forustu, sem litu til lands- manna allra en ekki eingöngu til fjármagnseigenda og verðbréfa- braskara eins og núverandi forusta gerir helst. Það má alveg minna á það að þegar Ólafur Thors stofnaði Ný- sköpunarstjórnina þá lagði hann áherslu á að þeim togurum og bát- um sem keyptir yrðu væri dreift sem víðast um landsbyggðina og það var fyrir hans frumkvæði að þau fyrirtæki, sem væru að meiri- hluta í eigu sveitarfélaga, fengju meiri fyrirgreiðslu en einstaklings- fyrirtæki. Og Bjarni Benediktsson stóð öðrum mönnum framar um stofnun Bæjarútgerðar Reykjavík- ur. Þó öðrum stjórnmálaflokkum tækist með gengisöflun og okur- vaxtastefnu að koma þessum fyrir- tækjum fyrir kattarnef síðar, þá var söm þeirra gerð, Ólafs og Bjarna, þeir sýndu alltaf þá ásýnd Sjálf- stæðisflokksins að hann hugsaði til landsins alls. Ef þessu kvótarugli verður haldið áfram óbreyttu, hlýtur svar sveitar- félaganna að vera að ná eignar- haldi á skipum og þar með kvóta með stofnun bæjarútgerða að for- dæmi forustu Nýsköpunarstjórnar- innar sem vann sín verk á þann veg að landið allt nýtur þeirra enn þann dag í dag, og þeir, sem þá voru ungir og gengu til liðs við Sjálfstæð- isflokkinn, undir forustu Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, þykir virðing að því enn í dag. Höfundur hefur starfað til sjós, bæði sem fiskimaður og veiðieftirlitsmaður. Emil B. Karlsson hefur tekið að sér að vera tengilið- ur íslenskra fyrirtækja sem óska samstarfs við aðila í öðrum Evrópu- ríkjum, eða jafnvel víðar, með svo- kölluðu „BC-neti“ (Business Coop- eration Network). Samstarfið sem fyrirtækin óska sér geta falist í viðskiptatengslum, þróunarverkefnum, upplýsinga- tengslum eða hveiju því sem óskað er. Iðntæknistofnun mun einnig í auknum mæli taka þátt í hagnýtum rannsókna- og þróunarverkefni með öðrum Evrópuþjóðum. Höfundur er kynningarstjóri Iðntæknistofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.