Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992
s—------------------------------------------------------------H r* —! ■■!'! - ■ j j/. M 1 ! ! ''1 h
Minning:
Bjöm Jónsson
frá Haukagili
Fæddur 3. september 1915
Dáinn 13. febrúar 1992
Björn Jónsson var fæddur á
Haukagili í Hvítársíðu 3. sepfember
1915, sonur hjónanna Hildar Guð-
undsdóttur og Jóns Sigurðssonar. —
Þau hjón eignuðust 5 böm, Sigurð,
sem er látinn, Björn, Guðmund,
Ásgerði og Ingibjörgu.
Bjöm hlaut hina hefðbundnu
bamaskólamenntun sem þá tíðkað-
ist og gekk síðan tvo vetur í Héraðs-
skólann í Reykholti. Hann var bú-
stjóri hjá móður sinni á Haukagili
1935 til 1938 og síðan bóndi á
Haukagili til ársins 1945. — Hann
hélt þá til Reykjavíkur og vann við
ýmis störf, m.a. sem fangavörður.
Bjöm Jónsson réð sig til starfa
hjá lögreglunni í Reykjavík, des-
ember 1947 og starfaði þar til hann
lagðist veikur inn á Landspítalann
í Reykjavík fyrir rúmu ári, en þaðan
komst hann ekki fótur til sinna fyrri
starfa. Hann hafði þá unnið að lög-
reglustörfum fyrir íslenskt þjóðfé-
lag fast að hálfri öld. Hann var
farsæll maður og hjartahlýr í sínu
starfi og má þar merkja ummæli
Páls Eiríkssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í Reykjavík, að í fanga-
varðarstarfi sínu hafi Bjöm verið
við fangana eins og böm, sem þyrfti
að hlúa að.
Hinn 18. nóvember 1950 giftist
Bjöm eftirlifandi eiginkonu sinni,
Kristínu Bjamadóttur, ættaðri úr
Húnavatnssýslu. Hún hafði misst
fýrri mann sinn frá fjórum ungum
bömum og gekk Bjöm þeim í föður
stað. Þau Kristín og Bjöm eignuð-
ust saman tvær dætur og einn son,
og hafa lengst af haft í fóstri dóttur-
dóttur sína.
Þegar ég gekk í lögregluna í
Reykjavík árið 1968, sá ég Bjöm
Jónsson tilsýndar, sem marga aðra
lögreglumenn, enda lágu okkar leið-
ir ekki saman á vöktum. Hann
starfaði ávallt við almenn lögreglu-
störf, en mín leið lá til umferðarlög-
reglunnar. Ég vissi það eitt um
hann, að hann þótti ekki lýðskmm-
ari, var afrenndur að afli, lágur
vexti og þrekvaxinn, ljóðmæltur og
fróður. — Eftir 1970 vom ýmsar
hátíðir í algleymingi um verslunar-
mannahelgina og þar á meðal í
Húsafelli. Ég var sem oftar sendur
þangað til starfa og var þá með
lögreglurútuna, sem fiutti lögreegl-
umenn milli staða, en gegndi einnig
öllum öðmm störfum á svæðinu.
Ölvun var talsverð á svæðinu þó
ð víni væri hellt niður og lagt á það
hald, eins og reglur mæltu fyrir um.
Gamla húsið á Húsafelli var not-
að sem lögreglustöð og kjallari þess
sem fangageymsla. - Bjöm Jóns-
son var settur yfirfangavörður. Það
var mannmargt hjá Bimi í kjallar-
anum og mikið umleikis. Lögregiu-
menn komu í tíma og ótíma með
ölvaða menn, sem verið höfðu til
vandræða, á hótelið hjá Bimi, en
hann hafði aga á öllu og allt í röð
og reglu. Ég minnist þess að við
komum með ungan mann, mikið
ölvaðan og æstan. Það kom í mitt
hlutskipti að skrá niður nafn hans
og gat ég róað hann svo að hann
vildi við mig ræða. Er ég var að
taka niður nafnið hans í vasabókina
mína, heyrði ég við hlið mér:
„Komdu, þú ferð að sofa.“ Síðan
sá ég að Bjöm tók manninn að
svefnsófa innar í kjallaranum, þar
lagðist pilturinn og svaf vært til
morguns. Lögreglukerfíð fékk aldr-
ei upplýsingar um hver hann var,
því Bjöm hleypti honum út um
morguninn. Ég hitti piltinn síðar
um daginn, var hann þá hinn
ánægðasti með gistinguna og í góðu
jafnvægi með öðru ungu fólki. —
Þessi afstaða Bjöms Jónssonar til
lífsins í kring um sig varð mér
umhugsunarefni.
Nokkmm áram seinna tóku iög-
reglumenn og vinir þeirra upp ferð-
ir til Kanaríeyja í vetrarfrí. Þetta
vora vinsælar ferðir og mannmarg-
ar og tóku þau Kristín og Bjöm
upp á því eitt skipti sem oftar að
koma með. — Þar kynntist ég þeim
hjónum nánar en áður hafði verið
og þá sérstaklega Bimi, en við átt-
um það til að fara saman í langar
gönguferðir um eyðimörkina við
sjóinn. Hann hafði mikla skemmtun
af öllu sem fyrir augu bar og naut
þess að vera með eiginkonu sinni
og félögum langt frá amstri og
vinnu. Hann átti það oft til að setja
fram í stöku og lausavísum að
morgni, þar sem gerst hafði spaugi-
legt eða athyglisvert deginum áður
eða dögunum fyrr. — Hin ljúfa
framkoma hans og hýra bros, sýndi
öllum hans samferðamönnum hvem
mann hann hafði að geyma, bæði
í starfí og leik.
Bjöm orti á Kanaríeyjum Sólar-
vísur, sem almennt lýstu hans við-
horfí til lífsins eins og það gengur
fyrir sig. — Ég kom til hans á
Landspítalann og hitti hann í síð-
asta sinn, nú skömmu eftir áramót.
Þá létum við hugann reika saman,
en hann taldi að hann kæmist ekki
oftar í þessar ferðir.
Ég læt hér fylgja með tvær síð-
ustu vísumar úr bragnum hans,
sem kveðinn var 1978:
Það er gaman að ganga út við sjó
af gleðinni er alls staðar nóg,
hér er sólin og bjórinn
og svo er það kórinn
og síðast hann Antóníó.
Það er gaman á Gran Canarí
þar ganga menn bamdóminn í
og bros munu ljóma
og hlátramir hljóma
er við hittumst þar aftur á ný.
(Bjöm Jónsson)
Kveðja:
Grímur F. Pétursson
Nú er Grímur Fjalar laus við öll
veikindin og sársaukann og líður
eflaust vel. Það er sárt að hugsa
til þess að sjá aldrei aftur þetta
sæta bros hans og fallega andlit
nema í huganum. Það var svo gam-
an og gott að hitta hann því hann
kom mér alltaf í gott skap. Ég veit
að það er annað stærra og betra
hlutverk handa honum hinum meg-
in því þeir deyja ungir sem guðim-
ir elska.
Ég bið Guð um að styrkja Gunnu,
Nönnu Birtu, Grím, Nönnu, Svenna,
Sóley og alla aðra nákomna í sorg-
inni.
Megi Guð vera með og varðveita
þau og Grím Fjalar.
Rakel Garðarsdóttir.
Með þessum tilvitnunum fylgja
kveðjur frá kunningjum og ferðafé-
lögum. Við hjónin sendum Kristínu,
bömum, vandamönnum og vinum
þeirra samúð og þakkir fyrir stund-
imar með Bimi Jónssyni.
Gylfi Guðjónsson,
Mosfellssveit.
Hvað átt þú bak við æviraun
og árin liðin hjá,
er á þig starir sumri svipt
með saklaus augu og blá
sú þrá, er draums þíns daggir gekk
- hin djúpa mikla þrá?
Hvað átt þú þá? Eitt bjarkarblað,
ó, bróðir, það er nóg,
fyrst um það hópast hrannir söngs
úr hinum græna skóg,
og heilar kveðjur heim það ber
þess hjarta, er til þín sló.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Við fráfall vinar míns Bjöms
Jónssonar komu þessar ljóðlínur
Guðmundar skálds Böðvarssonar
upp í hugann — enda fá skáld sem
stóðu hjarta hans nær en hinn sjálf-
menntaði og þjóðrækni sveitungi
hans úr Hvítársíðunni. Og víst áttu
þeir Guðmundur Böðvarsson og
Bjöm Jónsson sitthvað sameigin-
legt. Báðir voru þeir fæddir og upp-
aldir í Borgarfírðinum og bjuggu
yfir skáldagáfu þó að sá síðamefndi
flíkaði lítt þeirri náðargáfu sinni —
fremur en öðram góðum eiginleik-
um. I Islenskum nútímabókmennt-
um, eftir Kristin E. Andrésson, er
þess getið að sálarþroski Guðmund-
ar Böðvarssonar frá Kirkjubóli sé
eitt af ævintýranum í íslenskum
bókmenntum. Að sama skapi má
fullyrða að sálarþroski sveitunga
hans, Bjöms Jónssonar frá Haukag-
ili, sé ævintýri íslenskrar alþýðu —
enda verður andlegur þroski hans
varla skilgreindur í stuttri minning-
argrein. Þessi dagfarsprúði og hóg-
væri maður barst lítt á í lífínu en
þó varð þeim ljóst, sem til hans
þekktu, að á bak við harðan skráp-
inn leyndist viðkvæm sál sem lét
sér fátt mannlegt óviðkomandi. Til-
fínningar sínar bar hann sannarlega
ekki á torg; var alla tíð orðvar og
nægjusamur í amstri hversdagsleik-
ans. Hann var myndarlegur, þrek-
vaxinn meðalmaður á hæð, svipmik-
ill með skýra andlitsdrætti og blíðleg
augu.
Þannig minnist ég hans fyrst fyr-
ir 17 árum þegar kynni okkar hó-
fust. Þá var ég að hefja starfsferil
minn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Ég sá hann þar sem hann gekk
hægum skrefum um ganga lögregl-
ustöðvarinnar með dagblað undir
hendi á milli þess sem hann kom
veðurbarinn af póstinum sínum. Mér
var sagt að hann héti Bjöm Jónsson
og væri ættaður frá Haukagili í
Borgarfirði. Mér var líka sagt að
hann væri hraustmenni hið mesta,
bridsspilari og hagyrðingur góður.
Mig grunaði ekki þá að þessi hóg-
væri vinnufélagi minn ætti eftir að
verða einn besti og tryggasti vinur
minn. Seinna fékk ég staðfestingu
á að þegar vinátta og gagnkvæm
virðing er annars vegar er ekkert
til sem heitir kynslóðabil.
Þegar ég lít til baka sé ég að það
var aðeins fyrir tilviljun sem ég átt-
aði mig á mannkostum Björns
Jónssonar. Einn laugardagsmorg-
uninn árið 1980 sá ég hvar Björn
handlék eyðublöð innan við stöðvar-
mannsborðið og ég sá ekki betur
en hann væri að ota þessu að lög-
reglumönnum sem gengu hjá. Þegar
ég heyrði að menn fussuðu og sne-
éru upp á sig var forvitni mín vakin
og ég spurði hvað hann væri að
gera. „Ég er að safna undirskriftum
fyrir hana Vigdísi," svaraði hann
sisona rétt eins og hann væri að
útdeila Mogganum. Á þeirri stundu
gerðist eitthvað innr með mér. í
einu vetfangi áttaði ég mig á hversu
sjálfstæður, áræðinn og hugaður
þessi annars hógværi maður var.
Og sannarlega þurfti kjark til þess
að lýsa yfír stuðningi við umdeildan
forsetaframbjóðanda á jafn íhalds-
sömum vinnustað og lögreglustöð-
inni. En Bjöm Jónsson var maður
til þess að halda uppi vörnum fyrir
verðandi forseta okkar og fór ekki
leynt með aðdáun sína á forsetaefn-
inu.
Þetta litla atvik líður mér seint
úr minni. Það varð til þess að tening-
unum var kastað. Þessum manni
skyldi ég kynnast betur — enda
áttum við greinileg eitt sameiginlegt
áhugamál sem var stuðningur okkar
við Vigdísi. Upp frá þessu tókum
við tal saman enda kom fljótt á
daginn að við áttum fleiri sameigin-
leg áhugamál. Fljótlega varð mér
ljóstað Björn Jónsson var víðlesinn
maður — reyndar svo mjög að marg-
ur langskólagenginn maðurinn gæti
verið stoltur af. Ósjaldan mætti
hann á vaktina með bókarstafla
undir hendinni sem oftar en ekki
innihéldu ljóð stórskáldanna. Þannig
gaukaði hann að mér völdum ljóðum
uppáhaldsskáldanna sinna, vakti
með mér áhuga á ljóðum og kynnti
fyrir mér ljóðsnilld Guðmundar Böð-
varssonar, Amar Amarsonar og
Þorsteins Erlingssonar, sem öðrum
fremur höfðuðu til hans sem ljóðel-
skanda. Og líklega hefði ég seint
kynnst skáldskap Knud Hamsun ef
Bjöm Jónsson hefði ekki mætt með
eina fegurstu ástarsögu bókmennt-
anna, Viktoríu, undir hendinni á
eina vaktina með þeim orðum að
þá bók ætti ég ekki aðeins að lesa
— heldur einnig eiga. Sú bók var
aðeins fyrsta bókin af mörgum sem
Bjöm færði mér að gjöf og eiga
eftir að minna mig á þennan mikla
andans mann um ókomna tíð.
Ég get heldur ekki látið hjá líða
að minnast á þá ómetanlegu aðstoð
sem hann hefur veitt mér í starfí
mínu við fjölmiðla. Björn átti mikið
og gott bókasafn sem alla tíð stóð
mér opið. Bókasafn sitt þekkti hann
eins og tíu fingur sína og var ekki
lengi að benda mér á tilvitnun eða
annað sem ég þurfti á að halda.
Þannig var mér nóg að nefna við-
fangsefnið og innan skamms var
hann mættur með bókastafla-undir
hendinni — og það sem meira var;
hann hafði einnig merkt skilmerki-
lega við þá kafla sem ég gæti hugs-
anlega fært mér í nyt!
Þannig liðu árin. Með okkur Birni
Jónssyni tókst djúpstæð vinátta og
gagnkvæm virðing sem ekki verður
lýst með orðum. Eftir að leiðir skildu
á lögreglustöðinni hélst vinátta okk-
ar en í stað þess að hittast á stöð-
inni fór ég að venja komur mínar á
heimili þeirra Kristínar Bjarnadótt-
ur, eiginkonu hans, í Goðheimum
18. Þá kynntist ég þeim hjónum enn
betur og naut gestrisni þeirra á-
heimavelli.
Af þeim heimsóknum rís hæst í
endurminningunni árlegur „bóka-
kaupaleiðangrar" okkar Björns í
desember sem enduðu alltaf með
smákökuveislu hjá Kristínu í eldhús-
inu heima í Goðheimum. Þá ræddum
við um nýútkomnar bækur og skipt-
umst á skoðunum um höfunda fyrr
og nú. Á slíkum stundum varð mér
ljóst að Kristín var jafn vel að sér
í bókmenntum og bóndi hennar.
Upp í hugann koma einnig lýsing-
ar Björns á heimahögum sínum,
Hvítársíðu í Borgarfirði, en þar
þekkti hann hverja þúfu og alla
bæi. Stolt hans yfir uppruna sínum
og æskustöðvum fór ekki leynt —
enda sló hjarta hans heima í Borg-
arfírði. Eftir á að hyggja harma ég
að hafa ekki látið verða af því að
þiggja hans góða boð um að heim-
sækja þennan hjartfólgna stað und-
ir leiðsögn hans.
Með Birni Jónssyni er genginn
einn af mætustu mönnum þessarar
þjóðar þó að ekki hafi hann hnotið
um vegtyllurnar á vegferð sinni.
Hann bjó yfír þeirri náðargáfu að
geta tileinkað sér fegurðina í ljóð-
listinni sem var honum svo hugleik-
in. Eftir á að hyggja tel ég að boð-
skapur ljóðanna hafi ríkulega skilað
sér í þeim mannlegu eiginleikum
sem hann var gæddur.
Undir það síðasta, þegar andlegt
og líkamlegt þrek vinar míns fór
þverrandi, fór ekki hjá því að hann
leitaði í smiðju meistaraskáldanna
óg færi með valdar ljóðlínur sér til
andlegrar upplyftingar. Þá sá ég
hvernig andlitsdrættir hans milduð-
ust og augnaráð hans varð angur-
vært mitt í þjáningum líðandi stund-
ar.
Þegar ég nú kveð góðan og trygg-
an vin með söknuði og virðingu er
mér efst í huga þakklæti fyrir þá
gæfu að hafa fengið að njóta sam-
vista við hann — bæði sem læriföð-
ur og vinar. Þau kynni hafa reynst
mér ómetanleg. Þótt tilveran verði
fátæklegri en áður að Bimi gengn-
um er víst að minning hans mun
lifa í huga mínum um ókomna tíð.
Slíkur maður gleymist aldrei.
Eiginkonu hans, Kristínu Bjama-
dóttur, börnum hans, bamabömum
og tengdabömum, votta ég mína
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
Bjöms Jónssonar. ,
Ragnheiður Davíðsdóttir.
Þegar mér bárast þær sorglegu
fréttir, að vinur minn og vaktarfé-
lagi Bjöm Jónsson væri látinn, setti
að mér ákveðinn trega og söknuð.
Ég ætla ekki hér að rekja ævispor
þessa góða drengs, það læt ég öðr-
um eftir. Hinsvegar vil ég með orð-
um þessum bera fram þakklæti
mitt til hans fyrir þá góðvild og vin-
áttu sem hann sýndi mér alla tíð.
Það var árið 1958 sem ég hóf
störf hjá lögreglunni í Reykjavík,
og það varð hlutverks Bjöms að
leiða mig mín fyrstu spor í vanda-
sömu starfi. Mannauður er misjafn
og því mikið happ fyrir ungan mann,
að fá tækifæri til að kynnast þeim
sem ríkulega hefur skipast í þeim
efnum.
Bjöm var einstakur drengskap-
armaður og var meitlaður öllum
þeim kostum sem prýða máttu einn
mann. Hann hafði einstaka hæfí-
leika til að sjá yfír hæðimar í lífínu
og tilveranni og gat miðlað_ öðram
ríkulega af reynslu sinni. Á varð-
göngum okkar Björns um götur og
torg Reykjavíkur sagði hann mér
margar skemmtilegar sögur frá
fyrri árum sínum og æsku sem ekki
verða raktar hér, en einstaklega
þótti honum vænt um Borgaríjörð-
inn, þar sem hann átti sín æskuspor.
Björn var glaðlyndur maður og
honum þótti lífíð einstaklega
skemmtilegt, og hann naut þessð
vera í glaðværð. Einstaklega var
Bjöm góður þeim er minna máttu
sín í lífinu og áttu í erfíðleikum.
Að fara í erfíð útköll með honum
var skóli út af fyrir sig, svo mikill
mannasættir var hann. Bjöm var
víðlesinn maður og hafði gaman af
bókmenntum og listum, enda skáld-
mæltur vel.
Björn lét af störfum sem lög-
reglumaður fyrir nokkrum árum, en
starfaði áfram hér á lögreglustöð-
inni við Hverfísgötu meðan heilsa
hans leyfði.
Lífssaga er liðin og ekki annað
nú en að færa honum alúðar þakkir-
fyrir alla vinsemdina og tryggðina
sem aldrei bar minnsta skugga á.
Þau gerast áleitin orð meistarans
frá Nazaret á þessari kveðjustund.
Sælir eru hógværir, því þeir munu
landið erfa. Hógværð og festa fóru
saman ásamt einlægninni hjá Birni
vini mínum og víst er þakkarefni
ærið að hafa mátt eiga hann að
vini og samferðamanni.
Ég sendi Kristínu konu hans,
bömum og bamabömum og öðrum
ættingjum einlægar samúðarkveðj-
ur.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. ’
Hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Það stafar björtum ljósgeislum
frá ljúfum minningum um vin minn
Björn Jónsson og ég bið góðan Guð
að blessa minningu hans,
Hilmar Þorbjörnsson.