Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 52
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆH 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Morgunblaðið/KGA
Fjölmennasta kvennaskákmótið
Skákklúbbur Menntaskólans í Reykjavík hélt í gær-
kvöldi fjölmennasta kvennaskákmót sem fram hefur
farið á íslandi. Nær 100 stúlkur mættu til leiks.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, setti
mótið, en hún hefur bæði verið nemandi og kennari
í MR.
"ifírlýsing eistneska utanríkisráðuneytisins:
Miðstjórn Alþýðusambands Islands:
Yiðræður við stjórn-
völd um atvinnumál
Samningafundur boðaður eftir helgi
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands samþykkti á fundi sínum
seinnipartinn í gær að óska þegar eftir viðræðum við ríkisstjórn-
ina um stöðuna í atvinnumálum. Þá hefur ríkissáttasemjari boðað
til samningafundar Alþýðusambandsins með fulltrúum vinnuveit-
enda á mánudaginn kemur klukkan 16. Þetta er fyrsti fundur
aðila sem ríkissáttasemjari boðar til frá því ASÍ vísaði kjaradeil-
unni til hans. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafa
verið lausir frá 15. september á síðasta ári.
„Ástandið í atvinnumálum er
mjög alvarlegt og það sem veldur
áhyggjum er að atvinnuleysið nær
yfir breitt svið. Það er ekki á ein-
hveiju einu svæði eða í einni at-
vinnugrein, heldur er mjög ein-
kennandi fyrir þær tölur sem mað-
ur hefur séð að undanförnu að
atvinnuleysið er mjög víðtækt,
nánast um allt land og í öllum
greinum,“ sagði Asmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi.
„Það að hafa atvinnu er náttúr-
lega forsenda þess að menn hafi
mikið gagn af sínum kjarasamn-
ingi, þannig að það verður að fjalla
sérstaklega um þessi mál. Við
höfum verið með tvískipta at-
vinnumálanefnd í gangi með at-
vinnurekendum og ég held að það
sé óhjákvæmilegt ef viðræður eiga
að skila árangri í sambandi við
atvinnumálin að þær séu með að-
ild okkar, atvinnurekenda og ríkis-
stjórnar,“ sagði hann ennfremur.
Sjá ennfremur fréttir á bls. 4
Eðvald Hmriksson ekki
sekur um neina glæpi
Forstöðumaður Wiesenthal-stofnunarinnar kannast ekki við vitni að meintum stríðsglæpum
upplýsingar um starfsemi þeirra í
Eistlandi og í Skandinavíu. Því hefur
verið haldið fram að minnisblöð um
þessa yfirheyrslu séu enn í vörslu
herra Miksons.
Af þessum sökum hafa rússneskir
embættismenn blásið upp hneyksli í
kringum herra Mikson og krafist
framsals hans bæði frá Svíþjóð og
íslandi,“ segir m.a. í yfirlýsingu eist-
neska utanríkisráðuneytisins.
Þar kemur einnig fram að dóms-
málaráðuneyti Eistlands hafi lýst því
yfir að Eðvald geti farið þess á leit
ef hann vill að eistneskur dómstóll
skeri úr um hvort hann sé sekur.
Efraim Zuroff sagði í gær að ásak-
anir stofnunarinnar á hendur Eðvaldi
hafi verið bornar fram meðan opin-
ber heimsókn Davíðs Oddssonar til
ísraels stóð yfír til að tryggja að
málið fengi nægilega athygli. Hann
sagðist aðspurður ekki hafa kynnt
sér málsskjöl úr réttarhöldunum yfir
Eðvald í Svíþjóð 1946 og ekki kynnt
sér efni ævisögu hans. „í ljósi þess
að hann er fæddur árið 1911, höfum
við ekki svo mikinn tíma til að ná
STJÓRNVÖLD í Eistlandi lýsa því
. yfir að Eðvald Hinriksson sé ekki
sekur um neina glæpi, síst af öllu
gagnvart þjóð gyðinga. Þetta
kemur fram í bréfi til Morgun-
blaðsins frá Urmas Reitelman,
talsmanni eistneska utanríkis-
ráðuneytisins. Simon Wiesenthal,
stofnandi Wiesenthal-stofnunar-
innar sagði í fréttum Ríkissjón-
varpsins í gær, að í Tel-Aviv væri
Eistlendingur á lífi, sem hefði orð-
ið vitni að stríðsglæpum Eðvalds
Hinrikssonar í Tallin á stríðsárun-
um. Hann væri tilbúinn til að bera
um það vitni fyrir dómstólum.
T*lboð Islands til Mannvirkjasjóðs NATO:
salem, sagði í samtali við Morgun-
Jdaðið í gærkvöldi að hann hefði
jeRki vitað að vitni að meintum
glæpum Eðvalds væri á lífi í Tel-
Aviv.
í yfirlýsingu talsmanns eistneska
utanríkisráðuneytisins sem barst
Morgunblaðinu í gær segir að, ekki
hafi tekist að afla nákvæmra upplýs-
inga um Eðvald Hinriksson. „Það
hefur þó komið í ljós, að herra Mik-
son er ekki sekur um neina glæpi,
allra síst gagnvart þjóð gyðinga.
Herra Mikson þjónaði í þýsku ör-
yggislögreglunni í skamman tíma
árið 1941. Við skyldustörf sín yfir-
heyrði hann herra Karl Sare, fyrrum
■^•Éalritara Kommúnistaflokks Eist-
kánds. Sovétmenn höfðu fyrirskipað
herra Sare að halda kyrru fyrir í
Eistlandi og halda áfram njósna-
starfsemi eftir að Þjóðveijar her-
námu landið árið 1941. Herra Sare
hafði verið viðriðinn sovéskar njósnir
frá því fyrir fyrri heimsstyijöldina
þegar hann bjó í Svíþjóð. Yfirmenn
tróvésku leyniþjónustunnar óttuðust
að hann hefði við yfirheyrsluna gefið
honum. Stundum verður að fara
stystu leið til að tryggja að réttar-
höld fari fram. Við erum því ætíð
með annað augað á sönnunargögn-
unum en hitt á klukkunni," sagði
Zuroff.
Ráðamenn Israels ræddu ekki
ásakanir Wiesenthal-stofnunarinnar
við Davíð Oddsson í gær í opinberri
heimsókn hans til Israels, að sögn
Hreins Loftssonar, aðstoðarmanns
ráðherra.
Sjá nánar um málið á miðopnu
og bls. 29.
Utanríkisráðherra:
Heimboð
ísraelsstjóm-
ar afþakkað
ÍSRAELSKUM sljórnvöld-
um var síðdegis í gær til-
kynnt af hálfu utanríkis-
ráðuneytisins að boð um
opinbera heimsókn utan-
ríkisráðherra íslands til
Israel á vori næstkomandi
væri hér með afþakkað.
Efnislega vildi Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra ekki ræða þessa ákvörð-
un sína þegar Morgunblaðið
náði sambandi við hann í gær-
kveldi.
Þegar utanríkisráðherra var
spurður hveijar ástæður þess-
arar ákvörðunar hans væru,
sagði hann einungis: „Það
þarfnast ekki nánari skýr-
inga.“
90% verðmæta óumsaminna
verka í opna undirverktöku
ÍSLAND gerði stjórn Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins
nýtt tilboð þann 13. febrúar síðastliðinn, sem fól það í sér að 90%
af verðmæti óumsaminna verka á Keflavíkurflugvelli yrðu boðin
út á Islandi í opinni undirverktöku. Auk þess fól tilboðið það i sér
að eigi síðar en 1. janúar 1996 rynni einkaleyfi íslenskra aðalverk-
taka til framkvæmda fyrir varnarliðið út. Morgunblaðið hefur
upplýsingar um það frá Brussel að það séu einkum Norðmenn og
Bretar sem séu neikvæðir í garð þessa nýja tilboðs, en fulltrúar
annarra Atlantshafsbandalagsríkja hafi talið tilboðið ásættanlegt
í öllum meginatriðum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var auk þess gefið til
kynna munnlega að stjórnvöld
kynnu að vera reiðubúin til þess
að stytta aðlögunartímann, þannig
að möguleiki væri á því að einka-
leyfíð yrði afnumið fyrr, næðust
samningar um slíkt við meðeig-
endur ríkisins í Aðalverktökum,
sem og við samningsaðila íslands,
bandarísk stjórnvöld.
Samkvæmt þessu tilboði munu
viðsemjendur íslands hafa talið að
samkomulag ætti að geta tekist
um fyrirkomulag verktöku mann-
virkjaframkvæmda á varnarsvæð-
•inu á Keflavíkurflugvelli, þegar í
janúarlok, þ.e. að loknum óform-
legum fundi stjórnar Mannvirkja-
sjóðsins þar sem hið nýja tilboð
íslands var kynnt. Strax þá mun
þó hafa legið fyrir að andstaða
Breta og Norðmanna væri mikil
og voru tilgreindar ástæður eins
og umræða á íslandi um skatta-
mál Sameinaðra verktaka, einok-
unaraðstaða Aðalverktaka og hár
framkvæmdakostnaður.
Á fundinum þann 13. febniar
kom fram eindreginn stuðningur
Bandaríkjamanna, Kanadamanna
og Belga við framkvæmdirnar hér
á landi og Þjóðveijar og Hollend-
ingar lýstu sig einnig jákvæða í
garð tilboðsins, án þess að veita
endanlegt samþykki.
Óvíst hvort málið verður tekið
aftur á dagskrá á fundi hjá stjórn
Mannvirkjasjóðs NATO fyrr en
einhvern tímann fyrrihluta mars-
mánaðar.
Sjá nánar Af innlendum vett-
vangji á bls. 22.