Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 Reuter Pernilla Wiberg var fyrst sænskra kvenna til að vinna gullverðlaun í alpa-- greinum á ólympíuleikum. Hér fagnar hún sigrinum eftir stórsvigskeppnina í gær. ■ WIBERG frá Svíþjóð var ekki talin sigur- strangleg í stórs- viginu í gær en aftur var henni spáð velgengni í sviginu í dag. Austurríski sjón- varpsþulurinn gaf þá skýringu eftir stórsvigið í gær að Svíinn sem lagði braut- ina hefði raðað stöngunum svo þétt að beygjurnar urðu mjög krappar - eins og svig. ■ ÍSLENSKA ólympíulandsliðið í alpagreinum tók bílaleigubíl í Lúx- emborg og er með hann í Frakk- landi. Liðið hefur ekki getað notað bílinn síðustu fjóra dag vegna þess að bíllyklarnir týndust. Nú er beðið eftir aukalyklum í hraðpósti frá Lúxemborg, en þeir voru ekki komnir til Albertville í gær. ■ TVÖ hundruð þúsund fleiri áhorfendur hafa keypt sig inn á Ólympíuleikana en stjórnendur reiknuðu með í upphafi. Milljón aðgöngumiðar Anna munu hafa verið Bjarnadóttir seldir þegar leikun- skrifar um [ýhur um helg- ina. ■ MARC Girardelli gekk ekki alltof vel í heimsbikarnum fyrr í vetur og fór illa af stað á Ólympíu- leikunum. Hann var farinn að tala um að hætta áður en hann vann tvpnn silfurverðlaun. Nú segist hann ætla að halda áfram „í nokk- ur ár í viðbót.“ ■ SERGEJ Ponoinarenko, skautadansari, sagði að systkini gætu ekki dansað eins stórkostlega og Marina Klimova og hann. „Við erum ástfangin," sagði hann.j,Þess vegna dönsum við svona vel.“ Þau unnu gullverðlaun og frönsku systkinin Isabelle og Paul Duche- sney gátu ekkert við því gert.. Systkinaástin nægði ekki til. Mar- ina.var bara þrettán ára 1980 þeg- ar Sergej sá hana fyrst í skauta- höll í Moskvu. Hún var nýkomin til borgarinnar frá Sverdlovsk og ætlaði að verða balletdansmær. En Sergej var að leita sér að mótdans- ara og hún varð ísdansmærin og eiginkonan hans. Róuter Asta Halldórsdóttir í stórsvigsbrautinni á Ólympíuleikunum í gær. Ánægð með sætið - en ekki tímann, sagði Ásta Halldórs- dóttirsem hafnaði í 30. sæti „ÉG hefði viljað gera betur, en er þokklega ánægð með sætið en'ekki tímann. Það er mikið að vera rúmlega 17 sekúndum á eftri fyrsta keppanda," sagði Ásta Halldórsdóttir, sem hafn- - aði í 30. sæti af 69 keppendum sem hófu keppni. Asta sagði að það hafi komið sér á óvart hversu tauga- óstyrk hún var áður en hún renndi sér niður. „Ég var búin að bíða eftir þessu le.ngi og því kannski engin furða. Ég hafði legið meira :ög minna í rúminu í viku vegna bronkídis og átti því í nokkrum erf- iðleikum með öndunina í brautinni," sagði Asta. Hún tók ekki mikla áhættu enda erfiðar brautir og margir keppendur fóru flatt í þeim. Hún fékk saman- lagðan tíma, 2:30.03 mín. og var rúmlega 17 sekúndum á eftir sigur- vegaranum, Pernillu Wiberg. 69 keppendur tóku þátt í stórsvginu, en .25 komust ekk í mark. Ásta hlaut 104,20 FlS-stig sem er tölu- vert frá hennar besta árangri. Ásta sagði að svigið legðist vel sig. „Vonandi er skrekkurinn farinn úr mér. Ég reyni. að gera betur í sviginu," sagði Ásta, sem hefur rásnúmer 44 í dag. Wiberg kom Svíum á blað PERNILLA Wiberg varð í gær fyrst sænskra kvenna til að fagna ólympíutitli í alpagrein- um er hún sigraði í stórsvigi í Meribel. Hún vann jafnframt fyrstu gullverðlaun Svía á leik- unum. Diann Roffe, Bandaríkj- jinum og Anita Wachterfrá ^Austurríki deildu með sér silf- urverðlaununum. Það hefur einhverntíma þótt saga til næsta bæjar að Svíar næðu ekki að komast á efsta þrep- ið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum fyrstu 11 keppnisdagana. En loks kom að því í gær. Pernilla Wiberg, sem er 21 árs, hefur átt slæmt tíma- bil í heimsbikarnum eftir að hún vann heimsmeistaratitilinn í stór- svigi í fyrra og áttu fáir von á því að hún stæði sem sigurvegari í stórsviginu. „Mér hefur gengið frekar illa í vetur en þessi sigur færir mér gleði og ánægju,“ sagði Wiberg. Roffe, sem náði besta tímanum í síðari umferð, og Anita Wachter eru fyrstar til að deilda með sér silfurverðlaunum á Ólympíuleikum síðan 1964. Ekki voru afhent brons- verðlaun. Ulrike Maier náði besta tímanum í síðari umferð, en náði sér ekki upp í síðari umferð og varð að sætta sig við 4. sætið, 0,06 sek. á eftri silfurverðlaunahöfunum. Stjörnuhrap varð í fyrri umferð- inni er fyrrum ólympíumeistari, Vreni Schneider frá Sviss, fór út úr brautinni eftir að hafa brotið annan skíðastafinn. Deborah Compagnoni, ólympíumeistari í risasvigi, féll illa og var talið að hún hefði slitið liðbönd og Petra Kronberger, sem er efst í heimsbik- arnum, féll einnig úr keppni í fyrri umferð. Wiberg var með næst besta tím- ann eftir fyrri umferð, en sýndi mikla keppnishörku í síðari umferð og skaut öllum keppinautunum ref fyrir rass. Hún var þar með annar Svíinn til að vinna gullverðlaun í alpagreinum á ólympíuleikum. In- gemar Stenmark var fyrstur er hann vann tvenn gullverðlaun á leikunum 1980. Svfakonungur hvalti Wiberg til dáða Pernilla Wiberg, ólympíumeistari í stórsvigi, hitti Gustav Svíakon- ung milli ferða í stórsviginu í gær. „Ég hitti hann milli umferða í dag. Hann sló á bakið á mér og hældi mér fyrir góða fyrri umferð og sagði mér að reyna að gera eins vel í síðari umferðinni," sagði Wiberg. Misersky hitti vel Antje Misersky frá Þýskalandi sigraði í 15 km skíðaskotfimi kvenna í gær og vann þar með þriðju verðlaun sín á leikunum. Það má segja að hún hafi hitt í mark því hún missti marks aðeins einu sinni í 40 skotum. Svetlana Pec- herskaía frá Samveldi sjálfstæðra lýðvelda varð önnur og Myriam Bedard frá Kanada í þriðja sæti. Misersky keppti áður í skíða- göngu fyrir Austur-Þýskaland, en snéri sér að skíðaskotfimi eftir að hún átti í útistöðum við gönguþjálf- arann. Hún sýndi mikið öryggi á skotstöðvunum fjórum og hitti úr öllum skotum nema einu réði það úrslitum. Hún kom í mark á 51.47,2 mínútu og var 11,3 sekúndum á Compag- noni úr leik ^\lympíumeistarinn í risasvigi kvenna, Deborah Compagnoni frá Ítalíu, meiddist illa í stórsvigskeppninni í gær, aðeins 24 klukkustundum eftir að hún fagnaði sigri í risasvg- inu. Talið var að hún hefði siitið liðbönd í vinstra hnéi. Reiknað er með að hún verði að gangast undir uppskurð og verði ekki meira með á skíðamótum í vetur. Fleiri góðar skíðakonur féllu í fyrri umferð stórsvigsins í gær eins og þær Vreni Schneider frá Sviss, sem varð ólympíumeistari í þessari grein fyrir fjórum árum og Petra Kronberger, nýkrýndur ólympíumeistari í alpatvíkeppni. En þær voru báðar sigurstrang- legar. Bannað að fara fram úr! Sá einstæði atburður gerðist í stórsvigi karla á þriðjudag að keppandi númer 130 fór fram úr keppanda númer 129. Þeir sem sáu til þeirra í sjónvarpi héldu að um skemmtiatriði væri að ræða. Hassan E1 Mahta frá Marokkó með rásnúmerið 129 fór í plóg nið- ur stórsvigsbrautina. Hann fór sér svo hægt að Reymond Kayrouz frá Líbanon, sem var ræstur af stað 40 sekúndum á eftir honum með númerið 130, fór fram úr. E1 Ma- hta lét ekki bjóða sér það - gaf í, fór fram úr, en Kayrouz var á uncf- an í mark, en sleppti hliði í flýtinum og dómnefnd dæmdi báða úr leik. undan Svetlönu Petsjerskaíu, sem var heimsmeistari í sömu vegalengd fyrir tveimur árum. Myriam Bedard vann bronsverðlaunin og var þar með fyrstur Norður-Ameríkubúa til að komast á verðlaunapall á ólymp- íuleikum í skíðaskotfimi. Rússneska stúlkan, Anfissa Restzova, sem varð ólympíumeistari i 7,5 km göngunni í síðustu viku, hitti mjög illa og fékk að gjalda fyrir það. Hún hitti ekki úr níu skotum og hafnaði í 26. sæti. ÚRSLIT Listhlaup kvenna Staðan eftir skylduæfingarnar í gær: stig 1. Kristi Yamaguchi (Bandar.)........0.5 2. Nancy Kerrigan (Bandaríkjunum).... 1.0 3. Surya Bonaly (Frakklandi).........1.5 4. Midori Ito (Japan).................2.0 5. Laetitia Hubert (Frakklandi)......2.5 6. Tonya Harding (Bandaríkjunum)......3.0 7. Yuka Sato (Japan)..................3.5 8. Anisette Torp-Lind (Danmörku)......4.0 Stórsvig kvenna: 1. Pernilla Wiberg (Svíþjóð).....2:12.74 (1:06.36/1:06.38) 2. Diann Roffe (Bandaríkj.)......2:13.71 (1:07.21/1:06.50) 2. Anita Wachter (Austurríki)....2:13.71 (1:06.43/1:07.28) 4. Ulrike Maier (Austurríki)......2:13.77 (1:06.16/1:07.61) 5. Julie M.J. Parisien (Bandaríkj.)...2:14.10 (1:06.90/1:07.20) 6. Carole Merie (Frakklandi)......2:14.24 (1:06.67/1:07.57) 7. Eva Twardokens (Bandarikj.)...2:14.47 (1:07.03/1:07.44) 8. Katja Seizinger (Þýskalandi)...2:14.96 (1:07.40/1:07.56) 9. Sylvia Eder (Austurríki).......2:15.05 (1:07.20/1:07.85) 10. Kristina Andersson (Svíþjóð)..2:15.23 (1:07.53/1:07.70) 11. Christina Meier (Þýskalandi)..2:15.33 (1:08.07/1:07.26) 30. Ásta Halldórsdóttir...........2:30.03 (1:14.55/1:15.48) 15 km skíðaskotfimi kvenna: 1. Antje Misersky, Þýskalandi....51:47.2 2. Svetlana Pecherskaia, SSL.....51:58.5 3. Myriam Bedard, Kanada.........52:15.0 4. Veronique Claudel, Frakklandi.. 52:21.2 5. Nadezda Alexieva, Búlgariu...52:30.2 ídag Dagskrá Vetrarólympíuleik- anna í Albertville í dag: 09.00 - 20 km skíðaskotfimi karla 09.00 - Fyrri umferð í svigi kvenna 13.00 - Síðari umferð f svigi kvenna 11.00 - 10.000 m skautahlaup karla 18.30 - 1.000 m skautahlaup karla 18.30 - 3.000 m skautahlaup kvenna Íshokkí 12.00 - Spilað um 11/12. sæti 16.00 - Undanúrslit 20.00 - Undanúrslit Veðurspá: Sólskin fram yfir hádegi, en fer að þykkna upp þegar líður á daginn. OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.