Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992
49
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Knattspyrna innanhúss:
Otrúleg velgengni Blika í fjórða flokkí
KNATTSPYRNUMENN úr Breiðabliki voru sigursælir á íslands-
mótinu t innanhússknattspyrnu. Fjórir flokkar félagsins unnu til
meistaratitla og einn flokkurtil silfurverðlauna. Enn er ólokið
keppni í þriðja flokki kvenna og eru Kópavogsbúar vongóðir um
að fá enn eitt gullið í safnið. Það kemur ekki í Ijós fyrr en á laug-
ardag en þá reyna stúlkurnar með sér á Akranesi.
Frosti
Eiðsson
skrífar
Sá árangur sem Blikar eru stolt-
astir af er án efa sigur fjórða
flokks karla, en sá aldurshópur
hefur átt einstakri
velgengni að fagna
á íslandsmótum síð-
ustu ár. Titill félags-
ins í þeim flokki var
sá fimmti ájafnmörgum árum. Sig-
urgangan hófst árið 1988, en þeir
piltar, sem þá léku í flokknum, eru
nú gengnir upp í 2. flokk. Þeir ár-
gangar sem síðan hafa tekið við
hafa haldið-uppi merki UBK í 4.
flokki.
UBK hefur unnið mikið að ungl-
ingamálum á síðustu árum, 2 til 3
umsjónarmenn úr hópi foreldra eru
í hveijum flokki sem mæta á allar
æfíngar. Hlutverk þeirra er allt frá
því að ráða þjálfara fyrir flokkinn
og sjá um þvott á búningum.
Sveinn Ingvason er í unglinga-
nefnd 4. flokks ásamt Þórði Guð-
mundssyni. „Það er mikill metnaður
í kringum unglingastarfíð. Tveir til
þrír menn starfa í kringum hvem
flokk og þeir sjá til að mynda um
að ráða þjálfara,“ sagði Sveinn.
„Við höfum lagt mikið kapp á að
ráða menntaða og reynslumikla
þjálfara og það er nánast skilyrði
að þeir séu með íþróttakennara-
menntun. Við teljum að það sé ein
skýringin á því hve vel okkur hefur
gengið."
Fjórði flokkur hefur reyndar sér-
stöðu að einu leyti hjá Breiðablik
því hann hefur undanfarin ár farið
í æfíngaferðir til útlanda. Á síðasta
ári fóru 38 drengir úr flokknum til
Spánar.
Einar Sveinn Árnason hefur
starfað sem þjálfari 4. flokks sl. tvö
ár. „Ég er með ágætan hóp í hönd-
unum sem er reiðubúinn að gera
það sem fyrir hann er lagt. Strák-
arnir eru tilbúnir til að beita sér
og það skiptir meginmáli til þess
að árangur náist,“ segir Sveinn.
„Ég legg mikið upp úr einföldum
grunnatriðum og er með fáar æf-
ingar. Þessi flokkur keppir í fyrsta
sinni í ellefu manna liðum og ég
reyni því að kynna fyrir leikmönn-
unum stöðumar á vellinum. Síðan
legg ég mikið upp úr samheldni og
að hópurinn nái upp góðri stemmn-
ingu.“
Guðjón Gústafsson er einn ný-
krýndra íslandsmeistara UBK. „Við
æfðum vel fyrir mótið en þetta voru
allt erfíðir leikir. Leikurinn við FH
var erfíðasti leikurinn," sagði Guð-
jón sem var á því máli að utanhúss-
knattspyman væri þó mun
skemmtilegri. „Það er mikið meiri
hreyfíng á vellinum og maður fær
því mun meira út úr því að leika
úti. Ég þori þó engu að spá um
sumarið öðru en því að við ætlum
að vinna okkur sæti í úrslitakeppn-
inni.“
Morgunblaðið/Frosli
Fjóröi flokkur Breiðabliks sem sigraði á íslandsmótinu í innanhússknattspymu. Neðri röð frá vinstri; Jón Steindór
Sveinsson, Gísli Heijólfsson, Höskuldur Þorsteinsson. Efri röð frá v. ívar Gestsson, Guðni Þór Þórðarson, Guðjón GiJC
stafsson, Atli Kristjánsson. Hjörtur Harðarson og Einar Sveinn Ámason, þjálfari. Fjarverandi vom þegar myndin var
tekin; Grímur Garðarsson, Ólafur Snæbjömsson, Jón G. Margeirsson, Hjalti Kristjánsson, fyrirliða og Gunnar Jónsson.
Körfuknattleikur:
Mikiöflörí
minniboltanum
ÞAÐ var mikið um að vera í
íþróttahúsi Seljaskólans þegar
ellefu og tólf ára stúlkur reyndu
með sér í körfuknattleik fyrir
skömmu. Fimm lið léku inn-
byrðis í annarri umferð, 2.
deildar íslandsmótins í minni-
bolta.
Mikill getumunur var á liðunum
að þessu sinni. KR og Tind-
arstóll börðust um toppsætið en
bæði liðin unnu
Frosti keppinauta sína
Eiösson auðveldlega. KR
skrífar sigraði í innbyrðis
viðureign liðanna
18:17 og lenti því í efsta sæti en
bæði liðin færast upp í 1. deild í
næstu umferð.
Þær Heiður M. Björnsdóttir og
Berglind Jóhannesdóttir voru í sig-
urliði KR á mótinu en þær byijuðu
báðar að æfa körfuknattleik í haust.
„Ég leik með Fram í handbolta
en ákvað að byija með KR þegar
leikfímikennarinn minn í Laugar-
nesskólanum og þjálfari KR, María
Guðmundsdóttir, bað okkur um að
mæta á æfíngar hjá sér,“ sagði
Heiður sem lék í stöðu miðheija og
var mjög atkvæðmikil í leiknum
gegn IR. Hún skoraði 28 stig, eða
helming stiga liðsins í 56:6 sigri.
Berglind sneri sér að körfubolt-
anum eftir að hafa stundað fímléika
um nokkurt skeið.
„Það er rosalega mikill áhugi á
körfubolta í Borgarnesi og sem
dæmi um það þá eru um 25 strákar
á æfingum en við stelpurnar eru
um tíu,“ sögðu þær Jóhanna, Helga
og Sigrún sem léku með liði Skalla-
gríms á mótinu.
Morgunblaðið/Frosti
Heiöur Margrét Björnsdóttir og
Berglind Jóhannesdóttir.
Morgunblaðið/Frosti
Jóhanna Ragnarsdóttir, Helga
Kristín Auðunsdóttir og Sigrún Halla
Gísladóttir léku með Skallagrími.
URSLIT
Knattspyrna innanhúss
Karlar
2. flokkur
Fram-ÍA....................13:1
3. flokkur
UBK-KR.......................7:1
4. flokkur
UBK-Fylkir...................2:0
5. flokkur
Konur
2. flokkur
UBK-ÍA.......................3:2
3. flokkur
Leikið nk. laugardag á Akranesi.
4. flokkur
Þriggja liða úrslit:
Valur-Stjaman................2:0
Víðir-Valur..................2:5
Víðir-Stjaman................1:1
Minnibolt! stúlkna
UMFG-UMFT...................4:74
KR - Skallagrímur...........40:3
UMFG-ÍR....................20:24
UMFT-KR....................17:18
UMFG - Skallagrímur........11:18
UMFT-tR....................47:10
UMFT - Skallagrímur.........51:8
KR-ÍR.......................56:6
Skallagrfmur - ÍR..........14:25
UMFG-KR....................14:24
KR - GRINDAVIK
leika í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
kl. 20.00 íkvöld.
Hú mæta allir KR-ingar.
Adalfundur
borðtennisdeildar KR
verður í Frostaskjóli fimmtudaginn
27. febrúarkl. 19.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
HANDKNATTLEIKUR
MR sigraði
með glæsibrag
HANDKNATTLEIKSLIÐ úr
Menntaskólanum í Reykjavík
stóðu uppi sem sigurvegarar
í Bessamótinu í handknattleik
bæði í karla og kvennaf lokki.
Mótið fór f ram í Haf narf irði
fyrir skömmu.
Tólf framhaldsskólar sendu lið
til leiks í karlaflokki. MR og
Flensborgarskóli tryggðu sér rétt
til að leika í úrslitum og þar sigr-
aði MR 15:14 í spennandi leik.
Fimm lið kepptu í kvenna-
flokki. MR og Verslunarskólinn
lékú til úrslita og lauk leiknum
með öruggum sigri MR, 14:11.