Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 37
38
~~37
"MORGUNBLSÐIÐ ' FIMMTUDAGUR' 2örFEBRÚAR' 1992
ÞJÓÐMÁL
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Jafnrétti við kjörborðið
Ójafn
atkvæðisréttur
Kjósendur f Reykjavík og á Reykjanesi
sem eru 64% kjósenda f landinu
kusu 29 þingmenn 1991.
Kosningarétturinn er mikil-
vægur mannréttindaþáttur. I
þessum greinarstúf verður
gluggað í niðurstöður úr tvenn-
um kosningum, sem sextíu ár
skilja að, kosningar til Alþingis
1931 og 1991, með hliðsjón af
mikilvægi jafnréttis fólks við
kjörborðið. Slíkt jafnrétti er
enn sem komið er framtíðar-
músík hér á landi.
í alþingiskosningum árið
1931 fékk Framsóknarflokkur-
inn 35,9% atkvæða og 21 þing-
mann kjörinn af 36, sem þá
vóru kjördæmakjörnir. Fyrir
hafði flokkurinn tvo lands-
kjörna þingmenn (af sex), sam-
kvæmt þeirrar tíðar reglum.
Minnihluti atkvæða dugði
Framsóknarflokknum til meiri-
hluta á Alþingi fyrir rúmum
60 árum. Síðan hefur sitt hvað
breytzt. Enn er þó brekka eftir
að jafnrétti landsmanna við
kjörborðið.
I
Minnihluti kjósenda -
meirihluti þingmanna
Á öndverðum áratug kreppunn-
ar miklu, eða nánar tiltekið 12.
júní 1931, gengu íslendingar að
kjörborði til að velja 36 kjördæma-
kosna þingmenn. Fyrir vóru 6
landskjörnir þingmenn, sam-
kvæmt þágildandi reglum.
Þessar kosningar eru fyrst og
fremst frásagnarverðar vegna
þess að Framsóknarflokkurinn
fékk hreinan meirihluta kjörinna
þingmanna. Þetta var ekki naum-
ur meirihluti. Flokkurinn fékk
hvorki meira né minna en 21 þing-
mann af 36 sem kjömir vóru!
Það hefur fiskast vel á atkvæð-
amiðum Framsóknarflokksins
fyrir sextíu ámm. Eða svo skyldi
maður ætla. Að vísu var þar eng-
in ördeyða. En kjörfylgið, 35,9%,
var verulegur eftirbátur þing-
styrksins. Hér var einfaldlega á
ferð gróft dæmi um misvægi at-
kvæða. Jón og séra Jón höfðu
víðs fjarri einn og sama réttinn
við kjörborðið. 59,9% atkvæða
skiluðu aðeins 15 mönnum inn á
þing (Alþýðuflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur) en 35,9% atkvæða
(Framsóknarflokkur) 21 þing-
manni.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem
fékk 43,8% atkvæða, fékk 12
þingmenn kjörna, en hefði átt að
fá 16, ef þingmenn hefðu skipzt
á flokkana í réttu hlutfalli við
atkvæðatölu hvers flokks. Al-
þýðuflokkurinn fékk 16,1% at-
kvæða og 3 þingmenn, en hefði
átt að fá 6 ef atkvæðahlutfall
hefði ráðið ferð. Kommúnista-
flokkurinn fékk 3% atkvæða og
engan kjörinn en atkvæðahlutfall
hans stóð til eins þingmanns.
II
Flakkarinn og fjórfaldur
atkvæðaþungi
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar síðan Framsóknarflokkurinn
fékk meirihluta á Alþingi með
minnihluta atkvæða. Við höfum
þó aðeins farið fetið áleiðis að
jafnrétti kjósenda. Umtalsvert
skref var þó stigið til réttrar áttar
með kjördæmabreytingunni 1959.
Annað slíkt var stigið með núgild-
andi kosningalögum. En þó er
brekka eftir. Og hún er brött.
Á þingi því er nú situr komst
Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn)
svo að orði:
„í vor var kosið eftir nýju lög-
unum öðru sinni. Þá vóru 4.072
kjósendur að baki hvetjum þing-
manni Reykjavíkur og 4.033 kjós-
endur að baki þingmanna Reykja-
ness. Að þessu sinni féll flakkar-
inn Vestfirðingum í skaut og þá
eru 1.094 kjósendur að baki hveij-
um þingnianni þar eða nærri fjór-
falt vægi miðað við Reykjavík og
Rey kj aneskj ördæmi.
í Reykjavík og á Reykjanesi
vóru á kjörskrá 117.659 manns
eða rúmlega 64%. Þessi 64% at-
kvæðisbærra íslendinga kusu 29
af 63 þingmönnum þjóðarinnar.
Hin 36% kusu 34 þingmenn."
Af orðum Sigríðar má sjá að
enn er langt í land jafnréttis kjós-
enda í skipan Alþingis, þ.e. í mót-
un samfélagsins. Það hefur að
vísu tekizt að ná dágóðum ár-
angri í jöfnuði milli flokka á þing-
inu. En jöfnuðurinn í vægi at-
kvæða, burtséð frá búsetu, á enn
langt í land.
Staðreynd er að það hallar á
landsbyggðarfólk í samanburði
við þéttbýlið á marga grein, eins
og fólksstreymið til höfuðborgar-
svæðisins sýnir bezt. En efna-
hagslegt misrétti verður ekki leið-
rétt með skertum mannréttinum
(vægi atkvæða). I þeim efnum
þarf önnur úrræði.
III
- Við kjósum ekki um
ríkisstjórnir
Einstaklingurinn, sem gengur
að kjörborðinu, hefur takmörkuð
áhrif á það hvers konar ríkisstjórn
sezt að völdum eftir kosningar.
Það eru ekki úrslit í kosningum,
heldur samningamakk milli flokka
eftir kosningar, sem mestu ræður
um stjórnarmyndun. Kannski er
meginástæðan — og meginástæða
þess, hve ríkisstjórnir hér á landi
hafa verið veikar og ómarkvissar
í störfum lengst af — sú, að stjórn-
málaflokkar hér hafa verið of
margir gegn um tíðina, of smáir
og of veikir.
Þetta hefur leitt til þess að
„miðjuflokkur", eins og Fram-
sóknarflokkurinn, sem byggir
þingstyrk sinn að hluta á misvægi
atkvæða, hefur setið oftar og
lengur í Stjórnarráðinu en kjör-
fýlgi hans hefur staðið til. Jafnvel
þegar kjósendur léku Framsókn-
arflokkinn hvað verst, árið 1956
(en þá féll kjörfylgi flokksins úr
21,9% í 15,6%), stóð flokkurinn
fyrir stjórnarmyndun og fór með
stjórnarforystu næstu árin. Svip-
uð saga endurtók sig 1978.
Þrásetur Framsóknarflokksins
í ríkisstjóm eru þtjár talsins:
1927-1942, 1947-1958 og 1971-
1991. Framsóknarflokkurinn sat
síðast samfellt tuttugu ár í ríkis-
stjóm með um fimmtung atkvæða
á bak við sig að meðaltali. Þróun
byggðar í landinu á þessu tíma-
bili er saga út af fyrir sig.
Er ekki kominn tími til að stfga
eitt skefið enn að jafnræði með
landsmönnum við kjörborðið?
Og er það ekki kórrétt hjá Sig-
ríði Þórðardóttur (S-Rn) að „kosn-
ingalög eiga að vera svo einföld
að hver maður geti skilið þau
reiknilögmál sem liggja til grund-
vallar. Nú er það aðeins á færi
sérfræðinga að reikna út úrslit
kosninga".
Sigurbjörg Björns-
dóttir - Minning
Fædd 3. desember 1902
Dáin 11. febrúar 1992
Okkur systkinin langar að minn-
ast elskulegrar ömmu okkar, Sigur-
bjargar Bjömsdóttur, eða ömmu
Siggu eins og við kölluðum hana
alltaf. Þegar við komum í heimsókn
til hennar var hún ætíð hress og
kát og vildi allt fyrir okkur gera.
Hún amma var alltaf mjög gestrisin
og vildi alltaf gefa öllum eitthvað
og gjaman nesti með heim, eins og
epli og appelsínur. Á vetuma pijón-
aði hún ávallt vettlinga og sokka á
okkur krakkana og hafa þeir verið
margir gegnum árin.
Amma var mjög félagslynd og
þótti gaman að umgangast fólk.
Hún fór alltaf ef eitthvað var að
gerast á elliheimilinu, í bingó og
handavinnu og hún fór reglulega í
kirkju, því hún var mjög trúuð. Það
var mjög gott að umgangast hana
því hún gaf svo mikið og vildi öllum
hjálpa.
Gegnum árin fórum við oft með
henni á sumrin í ýmsar ferðir,
gjarnan í sumarbústað sem var
skemmtilegt og var hún alltaf tilbú-
in að fara meðan hún var hress,
þó hún væri komin á efri ár.
Við minnumst einnig allra kaffi-
ferðanna sem við fórum með henni
með hvítu ullarhúfuna og stafínn
og alveg ótrúlega brött.
Við munum aldrei gleyma öllum
þeim stundum sem við áttum með
henni. Hún var alltaf svo góð og
hlý við okkur og þakklát ef við
hjálpuðum henni eitthvað. Við erum
þakklát fyrir tímann sem hún hefur
með okkur og fyrir allt það sem
hún gaf okkur og kenndi.
Við munum alltaf minnast henn-
ar og biðjum Guð að geyma hana
á nýjum stað.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Guð blessi ömmu.
Gulla, Kolla og Jón.
t
Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jaröarför
föður okkar, tengdaföður og afa,
INGIMUNDAR EINARSSONAR,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilis aldraðra,
Borgarnesi.
Guðmundur Ingimundarson,
Einar Ingimundarson,
Steinar Ingimundarson,
Grétar Ingimundarson,
Ingi Ingimundarson,
Jóhann Ingimundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ingibjörg Eiðsdóttir,
Gisella Ingimundarson,
Sigrún Guðbjarnardóttir,
Ingigerður Jónsdóttir,
Jónfna Ingólfsdóttir,
t
Elskulegur bróðir okkar,
ÓLAFUR DAÐI ÓLAFSSON
frá Bolungarvík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 21. febrúar kl. 10.30.
Systkinin.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar,
BENTÍNU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR
frá Bíldudal.
Sérstakar þakkir til Gyðu, stofusystur hennar á Grund, Steinunn-
ar, hjúkrunarfræðings, og Sigriðar, sjúkraliða, og annars starfs-
fólks.
Guð blessi ykkur öll.
Börnin.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför konu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÁSDÍSAR ERLU
ÁSGRÍMSDÓTTUR,
Fannarfelli 12,
Reykjavfk.
Sigurður Ámundason,
Louisa Aradóttir, Guðjón L. Sigurðsson,
Ásgrímur Guðmundsson, Þórdís Heiða Einarsdóttir,
Stefán Flego, Helga Skúladóttir
og barnabörn