Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992 31 Morgunblaðið/Rúnar Þór Iðunn sýnir í blómaskálanum Vín Iðunn Agústsdóttir, myndlistarkona á Akureyri, opnar sýningu á verk- um sínum í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit á laugardag, 22. febrúar, kl. 14. Á sýningunni verða 45 myndverk, unnin á þessu og síðasta ári, en um er að ræða pastelverk og verk unnin með bland- aðri tækni, pastel og penna. Meginuppistaða verkanna á þessari sýn- ingu Iðunnar er sótt í þjóðsögur, ævintýri og ljóð, en með því er hún að róa á ný mið hvað viðfangsefni varðar. Sýningin verður opin á sama tíma og blómaskálinn og stendur fram til sunnudagsins 8. mars. Fjárhagsáætlun Siglufjarðar 1992: Framkvæmt og fjár- fest fyrir 70 milljónir Sipflufirði. FJARHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Siglufjarðar var lögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnar- Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ólafsfjarðar: Gert ráð fyrir lántökum til byggingar íþróttahúss Ólafsfirði. FJÁRHAGSAÆTLUN bæjarsjóðs Ólafsfjarðar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs nema tæplega 181 milljón króna og er tekjuafgangur áætlaður rúmlega 29 miHjónir króna. Að auki nema framlög eigin fyrirtækja í bæjarsjóð um 11,5 milljónum króna þannig að samtals eru til ráðstöfunar rumlega 40 milljónir króna. Nú er gert ráð fyrir nokkurri lántöku vegna byggingar nýs íþróttahúss sem hafin verður á þessu ári. Bæjarsjóður hefur ekki tekið ný Ián nokkur undanfarin ár, en megin áhersla verið lögð á að lækka skuldir bæjarsjóðs og hefur það verið liður í undirbúningi að byggingu íþróttahússins. Þrátt fyrir lántökur nú verða skuldir bæjar- sjóðs innan skynsamlegra marka. Helstu útgjöld eru sem hér segir: Til æskulýðs- og íþróttamála fara rúmlega 61 milljón króna, til fræðslumála fara 24,5 milljónir króna, yfirstjórn bæjarins kostar 17,5 milljónir króna og til félags- mála fara 17,3 milljónir króna og brunamál og almannavarnir taka til sín 7 milljónir króna. Fram kom á bæjarstjórnarfund- inum að mjög góð samstaða hefur verið í bæjarráði og bæjarstjórn um gerð þessarar fjárhagsáætlunar en hún verður tekin til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í byijun mars. SB fundi 13. þ.m. og verður tekin til síðari umræðu á reglulegum bæjarstjórnarfundi I mars. Til grundvallar rekstraráætlun lágu tillögur frá forstöðumönnum stofnana og deilda en við fram- kvæmdaáætlun var að mestu leyti stuðst við þriggja ára áætl- un bæjarins frá síðasta ári. Fjár- hagsáætlunin hefur um nokkurt skeið verið til ítarlegrar umfjöll- unar í bæjarráði og var góð sam- staða um vinnu við liana þar. Hreinar skuldir bæjarsjóðs Siglufjarðar um sl. áramót voru um 40 millj. kr. sem er rúmlega 20% af árstekjum. Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs á árinu eru tæplega 187 millj. kr. og rekstrarkostnaður stofnana og deilda er áætlaður 128 millj. kr. eða um 69% af tekjum. Fjármagns- kostnaður verður skv. áætluninni 500 þúsund kr. á árinu. Útsvars- tekjur nema um 112 millj. kr., að- stöðugjöld skila um 37 millj. kr. og fasteignagjöld 24 millj. kr. Helstu útgjaldaliðir eru fræðslumál sem kosta um 24 millj. kr., stjórnunar- kostnaður er 19 millj. kr., félags- mál taka til sín 15 millj. kr., æsku- lýðs- og íþróttamál kosta 13 millj. kr., til rekstur gatnakerfís og hol- ræsa verður varið um 11 millj. kr._ og hreinlætismála 9 millj. kr. Tekj-" ur hafnarinnar eru áætlaðar 13,4 millj. kr. en rekstrargjöld 13 millj. kr., þannig að rekstrarafgangur hafnarsjóðs er um 400 þúsund kr. Alls er áformað að framkvæma og fjárfesta fyrir tæplega 70 millj. kr. á þessu ári. Bygging leikskóla er fyrirferðarmest á framkvæmda- áætlun ársins en til þess verkefnis verður varið um 25 millj. kr., fram- kvæmt verður í dvalarheimili aldr- aðra fyrir 15 millj. kr. og nemur framlag bæjarejóðs þar af um 12 millj. kr., nýlagnir gangstétta bílastæða kostar 7,5 millj. kr., end- urbætur á liolræsum í suðurbæ 7 millj. kr., til byggingar bóknáms- húss við fjölbrautaskólann verður varið um 4,5 millj. kr. og til við- gerða og endurbóta á ráðhúsi verð- ur varið 4-5 millj. kr. Unnið verður að viðhaldi á ýmsum fasteignum bæjarins og stefnt er að því áð auka frekar átak í umhverfismálum í bænum. - M.J. Roar Kvam stjómar nýrri blásarasveit STOFNFUNDUR nýrrar blás- arasveitar var haldinn í Hvammi nýlega og var þá jafnframt stofn- að styrktarfélag sveitarinnar, sem sjá mun um rekstur hennar. Stofnfélagar í sveitinni eru um Síðustu sýn- ingar á Tjútti og trega SÍÐUSTU sýningar á hinum vin- sæla söngleik Valgeirs Skagfjörð, Tjútti og trega verða um mánaða- mótin. Þrjár sýningar verða um helgina á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Á sýningunni á sunnudagskvöld mun Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra heiðra Leikfélag Akureyrar með komu sinni. Tjútt og tregi verður að víkja af fjölunum végna hinnar umfangs- miklu sýningar á íslandsklukkunni, sem frumsýnd verður um miðjan mars í leikstjóm Sunnu Borg. Söngleikurinn gerist árið 1955 á landsbyggðinni og í Reykjavík og er í verkinu ljöldi sönglaga og dans- atriða í anda sjötta áratugarins. Margar fjölskrúðugar persónur koma við sögu í verkinu, sem í stuttu máli fjallar um sveitastúlku er fellur fyrir dægurlagasöngvara og berst leikurinn eftir margar óvæntar uppákomur úr sveit í borg þar sem sveitastúlkan þroskast og breytist. 30 hljóðfæraleikarar og eru þetta sömu einstaklingarnir og áður voru í D-sveit Tónlistarskól- ans á Akureyri. „D-sveitin var algjörlega rekin af foreldrafélaginu ijárhagslega. Stjórnandi sveitarinnar frá byijun eða, frá árinu 1971, hefur verið Roar Kvam og hefur aldrei neinn skugga borið á samstarf foreldrafé- lagsins, sveitarinnar og stjórnand- ans allan þennan tíma. í tilefni af 20 ára starfi var gefinn út geisla- diskur og snælda með sveitinni fyr- ir síðustu jól. Einnig vann sveitin til gullverðlauna á alþjóðlegu lúðra- sveitamóti í Hollandi árið 1989. Það var óskað eftir því með undirritun yfírgnæfandi meirihluta hljóðfæra- leikara D- sveitar og foreldra þeirra að fá að halda þessu starfí áfram undir stjórn Roars Kvams í tengsl- um við tónlistarskólann. Þessari ósk var hafnað af skólanefnd. Þess vegna var brugðið á það ráð að stofna formlega nýja sjálfstæða hljómsveit með Roar Kvam sem stjórnanda,“ segir í fréttatilkynn- ingu um þetta mál. Nýja hljómsveitin mun að líkind- um halda sína fyrstu tónléika í mars og taka síðan þátt i lands- móti lúðrasveita í júní og á móti í Zúric í júlí. í stjórn sveitarinnar og styrktarfélagsins voru kjörin Lovísa Bjömsdóttir, Anna María Kristins- dóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir, Ólaf- ur Tr. Kjartansson og Kristján Baldursson og til vara Gísli Magn- ússon og Sigurður Kristófer Péturs- son. Stórhætta hefði getað skapast - segir Gísli Kristinn Lórenzson slökkviliðsstjóri ALLT bendir til þess að kveikt hafi verið í bakhúsi við Glerár- götu 3 á Akureyri í fyrrinótt. Ekkert rafmagn var í húsinu. Um er að ræða geymsluhús eða bílskúr, sem fullt var af mun- um. Tjón hefur ekki verið met- ið, en talið er að hluti munanna hafi verið verðmæti. Gísli Kristinn Lórenzson slökkviliðsstjóri sagði að maður er leið átti framhjá hefði komið á slökkvistöðina og tilkynnt um eld- inn, en stöðin er skammt frá brunastað. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir kl. 2 í fyrrinótt. Er að var komið stóðu eldtung- ur út um glugga á vestanverðu .húsinu. Það tók um klukkustund að slökkva eldinn, en vakt var við húsið fram á morgun. Slökkviliðs- stjóri sagði að stór hætta hefði getað skapast í kjölfar íkveikjunn- ar, þar sem fleiri hús eru mjög nálægt því húsi sem kveikt var í. Stór hluti þaksins er ónýtur og útveggir eru einnig illa farnir auk þess sem verðmætir munir er inni voru skemmdust. Rannsóknarlögregla skoðaði verksummerki í gær og sagði Daníel Snorrason lögreglufulltrúi að allt benti til þess að kveikt hefði verið í húsinu. Málið er í rannsókn og þeir sem orðið hafa varir mannaferða á þessum slóð- um er um þetta leyti eru beðnir að iáta rannsóknarlögreglu vita. Morgunblaðið/Rúnar Þór 's> ' Talið er fullvíst að kveikt hafi verið í bakhúsinu við Glerárgötu í fyrri- nótt. Á minni myndinni sjást slökkviliðsmenn að störfum á þaki hússins. Kveikt í bakhúsi við Glerárgötu:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.