Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 47 Slæm frammi- staða Flugleiða Frá Magnúsi Óskarssyni: Ég ætlaði ekki að ergja mig á því að riíj'a upp ömurlega frammi- stöðu Flugleiða í upphafi orlofs- ferðir hátt á annað hundrað manns til Kanaríeyja 2. janúar sl., en lof- grein Velvakanda um góða þjón- ustu félagsins stangast svo illa á við reynslu okkar sem fyrir þessu urðum og reyndar almannaróm um slaka frammistöðu Flugleiða yfir- leitt, að ég get ekki orða bundizt. í þessari ferð var í fyrsta lagi upp á það boðið að tveimur sólar- landaferðum í sitt hvora áttina var skipað í sömu vél. Fyrst var flogið með fámennan hóp til austur- strandar Spánar og eftir þennan risakrók og viðdvöl var haldið í suðvesturátt til Kanaríeyja. Þetta þýddi tæplega 9 klst. flug jafnvel þótt áætlun hefði verið haldin. Það er léleg þjónusta að skipuleggja skemmtiferð með þessum hætti. Vera má að þetta hafi verið aug- lýst fyrirfram en einhvern veginn komst vitneskjan um það ekki bet- ur til skila en svo að flestum far- þega kom þetta á óvart. Næst er þess að geta að farþeg- ar voru kallaðir út í vél á Keflavík- urflugvelli aðeins seinna en áætlað var og éiðan látnir dúsa í vélinni í 2 klukkustundir og 10 mínútur áður en hún fór frá landganginum (rananum) sem tengdi hana við flugstöðina. Allan þennan tíma (meðan beðið var eftir því að leggja af stað í 9 klst. flug) var engin önnur skýring gefin en sú að afísa þyrfti vélina. Ekki var það skyndi- leg uppákoma því veður var óbreytt frá því nóttina áður. Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna farþegar máttu ekki a.m.k. taka þessum miklu óþægindum í upphafi ferðar inni í hinni glæsilegu og þægilegu flugstöð frekar en að kúldrast í (þröngum) sætum í vélinni, sem þó var föst við landganginn. Hér verður minni atriðum sleppt og þess eins getið til viðbótar að í þessu flugi, sem tók um 11 klst., voru farþegar látnir svelta. Um það bil 3 tímum eftir að fólkið kom inn í vélina var boðið upp á morgun- verð af léttari gerðinni. Annan mat fengu farþegar ekki í þessu 11 klukkutíma flugi, ef undan er skil- ið dverg-rúnnstykki sem boðið var upp á síðdegis. Farþegar á Saga Class (ekki mjög góð íslenzka það) munu reyndar hafa fengið 5 vínber með rúnnstykkinu, en þeir voru líka látnir borga 8 þúsund krónum meira fyrir lúxusinn. Ömurlegast af öllu er e.t.v. það að enginn frá Flugleiðum hefur stunið því upp að þeim þætti þetta miður, eða beðizt afsökunar, svo ekki sé talað um þá rausn að bjóða þessu fólki, sem allt var á vísum stað, í mat daginn eftir. Flugfreyj- urnar, sem enga sök áttu á þessu en urðu að veita gestum sínum þennan beina, áttu auðvitað bágt, en þær reyndu að bæta þetta með elskulegri framkomu sem ber að þakka. Mér skilst að sumar þeirra hafi m.a.s. gefið svöngum börnum sinn eigin mat. Þessi frammistaða Flugleiða var vitaskuld umræðuefni ferðafélag- anna næstu daga. Sá galli var hins- vegar á því að nefna lélega þjón- ustu félagsins, að þá kunnu allir viðstaddir sína eigin sögu af sam- bærilegri reynslu eða verri og gat það tal enzt svo lengi að flestir kusu að hefja það ekki. Vera má að Velvakandi hafi rétt fyrir sér í því að Eyjólfur sé að hressast en óhress var hann fyrsta flugdag ársins 1992. MAGNÚS ÓSKARSSON Klapparstíg 3 Reykjavík VELVAKANDI HEIMILIS- SORPEYÐIR Jón Björnsson: SPURT var eftir heimilissorp- eyði í Velvakanda fyrir nokkru og get ég_ upplýst að slíkt tæki fæst hjá Álform hf. í Kópavogi. LEIKFIMIBÚN- INGUR FÖSTUDAGINN 7. febrúar tapaði Eyrún, 9 ára, ljósum lér- eftspoka með hliðaról, sem prentað er á með rauðu „Marc 0 Polo“. í pokanum er teygjan- legur svartur samfestingur ásamt svörtum bol með hvítu og blómamynstruðu lausu beru- stykki, einnig handklæði. Ann- að hvort varð þetta eftir á bið- stöð SVR við Miklu- braut/Lönguhlíð eða í vagni númer 112 milli kl. 12 og 13 áðurnefndan dag. Því miður var þetta ómerkt og yrði Eyrún mjög þakklát ef finnandi vin- samlegast hefði samband í síma 74536 eftir hádegi eða kæmi þessu til einhvers vagnstjóra SVR sem fyrst. VESKI DÖMUVESKI tapaðist í Mið: bænum á Iaugardagskvöld. í því var seðlaveski með skilríkj- um og Visakorti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Evu í síma 72054. TAPAÐ SVART leðurbelti með sylgju tapaðist á Hótel íslandi laugar- dagskvöldið 15. febrúar. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 687098. Fundarlaun. TRÚSKAPUR Pétur Pétursson: ORÐIÐ „trúskapur" hefur verið til umræðu og draga sumir í efa að það sé góð íslenska. Þetta orð kemur fyrir í erindi í kvæðinu Hrafninn flýgur um aftaninn eftir Hannes Hafstein. Erindið er svona: Hvað ertu að tala um trúskap- inn, / taktu þér ei svo lítið nærri. / Súptu á heldur séra minn. / Hæ, Hæ , hrafn flaug af bæ. ÚR Úr af gerðinni Q&Q fannst í Pósthússtræti laugardags- kvöldið 15. febrúar. Upplýs- ingar gefur Viðar í síma 686597 eða 680999. JAKKAR TVEIR jakkar voru teknir í búningsklefa í Stapanum í Njarðvík fyrir nokkru. Annar er rauður Boss-jakki og í vasa hans var veski og skilríki. Hinn svartur leðurjakki og í vasa hans var veski með Visakorti, ávísanahefti og símboði. Þeir sem gefið gætu upplýsingar um hvar jakkarnir eru niður komn- ir eru vinsamlega beðnir að hringja í Ingvar í síma 679101 eða 36850-eða Gunnar í síma 78735. LOÐFÓÐRAÐUR SAMFESTINGUR: ÞURROGHLÝR ÞOMOTIBLÁSI SEXTÍU OG SEX NORÐUR Til að þú getir notið þín utan dyra, jafnt í starfi sem leik, þarftu réttan klæðnað. Hann verður að vera hlýr, sterkur og endingargóður, en jafnframt léttur og þægilegur, - - SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skulagötu 51 - Beykjavlk - Slmar 1-15-20 og 1-22-00 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nýkomin sending Fætur okkar eru grunnur að vellíðan okkar, ara| Fítness heilsuskórnir stuðla að því. LóftbólstraSur sóli fró hæl að tóbergi. Laut fyrir hæl sem veitir stuðning. Ekta korkblanda (einangrar). Tógrip sem örvar blóðrósina. llstuSningur sem hvílir. FJOLBREYTT URVAL TEGUNDA Stamur innsóli. Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu, virkar dempandi. erndið fæturna andiÖ skóvaliS v Metsölubloð á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.