Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Mannvirkjasjóður NATO: Island býður stóraukna opna undirverktöku hér Jafnframt er opnað fyrir möguleikann á því að afnám einkaleyfisins verði fyrr en rætt hefur verið um ÍSLAND gerði stjórn Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins nýtt tilboð fyrr í mánuðinum, sem fól það í sér að 90% af verðmæti verkframkvæmda á Keflavíkurflugvelli yrðu boðin út á íslandi í opinni undirverktöku. Auk þess fól tilboðið það í sér að eigi síðar en 1. janúar 1996 rynni einkaleyfi íslenskra aðalverktaka til fram- kvæmda fyrir varnarliðið út. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins ættuðum frá Brussel var auk þess gefið til kynna munnlega að stjórnvöld kynnu að vera reiðubúin til þess að stytta aðlögunartím- ann, þannig að möguleiki væri á því að einkaleyfið yrði afnumið fyrr, næðust samningar um slíkt við meðeigendur ríkisins í Aðalverk- tökum, sem og við samningsaðila íslands, bandarísk stjórnvöld. Þetta mun hafa gerst á fundi stjómar Mannvirkjasjóðs Atlants- hafsbandalagsins þann 13. febrúar sl. en áður hafði tilboð fastafulltrúa Islands hjá NATO verið kynnt á óformlegum fundi Mannvirkja- sjóðsins þann 31. janúar sl. Sam- kvæmtþessu tilboði munu viðsemj- endur lslands hafa talið að sam- komulag ætti að geta tekist um fyrirkomulag verktöku mannvirkj- aframkvæmda á vamarsvæðinu. Þegar í janúarlok, þ.e. að loknum óformlega fundinum var fasta- nefnd íslands hjá NATO bjartsýn á að lausn ætti að geta fundist á þeim grundvelli sem kynntur var á fundinum. Á þeim fundi mun þó hafa kom- ið fram harðnandi afstaða fulltrúa Breta í stjóminni, þar sem hann lagði fram kröfur um að auk þess sem öll verkefni yrðu boðin út í opinni undirverktöku, yrði fram- kvæmdakostnaður við flugskýlin endurskoðaður. Jafnframt mun Bretinn hafa viljað að orðalag um að markmið íslands um að fallast á verktöku í samræmi við NATO- reglur fyrir 1996 yrði hert. Munu ástæður þessarar hertu afstöðu Breta hafa verið skýrðar á þann veg að rekja mætti þær til umræðu hér á landi um skattamál Sameinaðra verktaka og frásagna Qölmiðla á íslandi af ummælum einstakra ráðherra um afstöðu þeirra til fyrirkomulags verktöku á vamarsvæðinu. Bretinn mun hafa lýst þeirri skoðun sinni að rétt væri að draga frekari umfjöllun um málið í stjóm sjóðsins, þar til mál hefðu frekar skýrst á íslandi. Þá mun það hafa komið skýrt fram að afstaða Norðmanna hefur ekki breyst. Þeir em ekki sagðir hafa lagt fram neinar tillögur til málamiðlunar. Þegar ég ræddi við Kaj Eide, fastafulltrúa Noregs hjá NATO í Bmssel í gær, kvaðst hann ekkert hafa um afstöðu lands síns að segja. Vísaði einungis á vamar- málaráðherra Noregs, Johann Jörgen Holst, sem ekki náðist i í gær. Ráðherrann mun hins vegar hafa látið að því liggja í viðræðum sínum við fulltrúa íslands hjá NATO í Bmssel laust fyrir ára- mót, að Noregur og ísland yrðu að standa saman í stjóm Mann- virkjasjóðsins og löndin yrðu að styðja hvert annað. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í stjóm Mannvirkjasjóðsins, Taft, hefur samkvæmt upplýsingum mínum frá Bmssel verið í nánu sambandi við fastafulltrúa íslands hjá NATO til þess að undirbúa með hvaða hætti verði hægt að vinna Breta og Norðmenn til fylgis við fyrirhugaðar framkvæmdir hér á landi og á meðan stjóm Mannvirkj- asjóðsins er í fríi, fram til næsta fimmtudags, mun ætlunin að Taft ræði við fulltrúa beggja landanna. Auk þess mun það mat fastanefnd- ar íslands að fram þurfi að fara ítarlegar tvíhliða viðræður við Norðmenn á æðstu stöðum, þar sem reynt verði að knýja Norðmenn til þess að breyta um afstöðu í málinu. Fulltrúi Bandaríkjanna í stjóm- inni mun hafa stutt hugmyndir ís- lendinga eftir megni, en fastanefnd íslands mun telja að hún þurfi á frekari stuðningi Bandaríkjamanna að halda til þess að niðurstaða fá- ist, sem sé ásættanleg. íslendingarnir í Bmssel munu telja að nauðsynlegt sé að sann- færa Bretana um að þokkaleg sam- staða sé í ríkisstjóm íslands um þær breytingar sem hægt er að gera á verktökunni og fastanefndin hefur þegar kynnt í Bmssel. Þá munu Bretar vilja bíða og sjá hver niðurstaðan verður af umræðunni hér á landi í kjölfar þess að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra mun að líkindum flytja AI- þingi skýrslu sína um verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli að viku liðinni eða svo. Fastanefnd íslands mun telja að viðræður í Brassel á undanfömum vikum hafi leitt í ljós að nauðsyn- legt sé vegna andstöðu Breta og Norðmanna, að útskýra enn frekar hvers vegna íslensk stjómvöld telji útilokað að fallast á frekari kröfur og má búast við því að fastafull- trúi íslands komi hingað til lands til samráðsfundar með íslenskum stjórnvöldum vegna þessa. Formlegar tillögur íslands, eins og þær vom kynntar á fundi Mann- virkjasjóðsins þann 13. febrúar sl., vom þessar: 1. Island hefur þann staðfasta ásetning að hér á landi verði stað- ið að útboðum í verktöku fyrir vamarliðið í samræmi við útboðs- reglur NATO, eigi síðar en 1. jan- úar 1996. 2. Á meðan á aðlögunartímanum stendur munu nálægt 90% af verð- mæti óumsaminna verka verða boðin út í opinni undirverktöku á íslandi. 3. Þegar verði gerðar ráðstafan- ir til þess að alþjóðleg opin efnisút- boð geti farið fram. Jafnframt hefur verið um það rætt að þótt í fyrstu tillögunni segi „eigi síðar en 1. janúar 1996“ þá séu stjórnvöld hér á landi reiðubúin að kanna hvort hægt sé að stytta þann aðlögunartíma sem um var samið, þegar ríkið gerðist meiri- hlutaeigandi að Aðalverktökum Johan Jörgen Holst varnarmálaráðherra Noregs og Þorsteinn Pálsson þáverandi forsætisráðherra á fundi á skrifstofu Þorsteins í mars 1988. með kaupum á eignarhlut af Sam- einuðum verktökum og Regin í ágústmánuði 1990. í þeim efnum mun einkum horft til þess að þau verk sem hér er verið að semja um framkvæmdir á, em hugsuð sem verkefni til tveggja ára, þannig að þegar eftir næsta ár, árið 1993, geti verið umræðugmndvöllur til þess að flýta fyrirhuguðu afnámi einkaleyf- is Aðalverktaka til framkvæmd- anna og samkvæmt mínum upplýs- ingum hafa þessi sjónarmið verið reifuð af fastafulltrúa íslands hjá NATO við aðra í stjóm Mannvirkja- sjóðs, án þess að nokkuð skriflegt tilboð liggi fyrir í þeim efnum. Fulltrúi Norðmanna mun á fund- inum þann 13. þessa mánaðar hafa gagnrýnt fyrirkomulag verktök- unnar hér á landi, en jafnframt látið í veðri vaka að hugsanlega gætu Norðmenn sætt sig við þessa málamiðlun, að því tilskildu að þeir gætu sæst á með hvaða hætti hin opna undirverktaka yrði fram- kvæmd. Líklegt er talið að Norð- maðurinn hafi með þessari gagn- rýni sinni verið að reyna opna und- irverktökuna alþjóðlegri verktaka- starfsemi, sem mun ekki vera hug- mynd íslenskra stjómvalda um undirverktökuna á þessu sérstaka samningstímabili. Bretinn mun hafa verið afar neikvæður á fundinum og gagnrýni hans enn sem fyrr beinst að því með hvað hætti verktökunni væri enn háttað á íslandi svo og kostn- aðinum við framkvæmdir. Taft, fulltrúi Bandaríkjamanna, hvatti stjórn Mannvirkjasjóðsins hins vegar til þess að samþykkja þessi samkomulagsdrög, og mun hafa bent á að mikil vinna hafi verið í þau lögð af íslands hálfu. Hann mun hafa greint frá því að íslandsverkefnin væru á dagskrá fundarins, til þess að afgreiða málið. í máli sínu mun hann sér- staklega hafa vitnað til yfirlýsinga flotayfirvalda í Norfolk, verkefnum þessum til stuðnings. Jafnframt því sem Taft mun hafa minnt á að það tæki sinn tíma að breyta frá núver- andi skipulagi verktöku hér á landi yfir í það skipulag sem stefnt væri að. Sömuleiðis mun fulltrúi Þjóð- veija á fundinum hafa lýst þeirri skoðun sinni að samningsdrögin væm stórt skref fram á við, þótt hann á þessari stundu gæti ekki gefið samþykki sitt. í sama streng mun fulltrúi Hollands hafa tekið, en hann gæti ekki að svo stöddu gefíð endanlegt samþykki sitt. Við svo búið mun fulltrúi Kanadamanna hafa tekið til máls og minnt Norðmenn á efnahags- lega og félagslega þýðingu sem svona verk hefðu fyrir lítil hag- kerfi og í því sambandi nefnt hin dreifðu þorp í Noregi. Mun hann einkum hafa beint orðum sínum til Norðmanna og Breta og greint þeim frá þeirri skoðun sinni að hér væri ekki verið að bytja frá gmnni. Stjórn Mannvirkjasjóðsins hefði í raun samþykkt þetta fyrirkomulag undanfarin ár með_ ákvörðunum sínum, og nú yrðu Islendingar að fá tíma til þess að breyta fyrir- komulaginu. Fulltrúi Belga mun hafa lýst sig sammála orðum Kanadamannsins, auk þess sem hann hafi látið í ljós þá skoðun að meta bæri viðleitni íslenskra stjórn- valda til þess að leysa málið. Að loknum formlegum fundi stjómar Mannvirkjasjóðsins í síð- ustu viku, þann 13. febrúar, gætti ekki lengur sömu bjartsýninnar um ásættanlega niðurstöðu fyrir ís- lands hönd og eftir hinn óformlega fund þann 31. janúar, en sam- kvæmt mínum upplýsingum er ekki öll von úti enn. Óvíst mun hvort málið verður tekið aftur á dagskrá fyrr en einhvern tíma fyrrihluta marsmánaðar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Utanríkisráðherra fer með málefni Islenskra aðalverktaka Verð samt sem áður ekki sviptur málfrelsi eða skoðanafrelsi í því efni ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist taka heilshugar undir þau orð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að nauð- synlegt sé að íslensk stjórnvöld tali einum rómi um málefni Islenskra aðalverktaka. „Hins vegar fer utanríkisráðherra með þetta vald, og meðan ekki er samkomulag um annað, þá ræður hans afstaða. Það er grundvallaratriði í íslenskum stjórnskipunarrétti," sagði sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Þorsteinn var spurður hvort ekki hefði þá verið ógætilegt af honum að láta þau orð falla, á meðan fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli vora til umfjöllunar í stjórn Mannvirkja- sjóðs NATO, að leysa bæri Aðalverk- taka upp og afnema einkaleyfí þeirra til framkvæmdanna þegar í stað: „Ég hef lengi haft þessa skoðun og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ítrekað hana ámm saman. Ég verð ekki sviptur málfrelsi eða skoðanafrelsi í því efni. ■Ég.vil líka benda á að það er býsna kynlegt að halda því fram að ósk um það að einkaleyfísrétti verði vikið til hliðar til þess að ftjálsir viðskipta- hættir fái að viðgangast, ráði því að Atlantshafsbandalagið neiti að standa að framkvæmdum. Ég hef ekki gert annað en segja þá skoðun mína að ég telji rétt að víkja þessum einkakh'kuskap til hliðar og innleiða frjálsa viðskiptahætti," sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði það hafa verið sitt fyrsta verk í gærmorgun að óska eftir því við utanríkisráðuneytið að það léti honum í té fundargerðir stjórnar Mannvirkjasjóðsins, þannig að hann gæti séð það svart á hvítu hvaða ríkisstjómir Atlantshafs- bandalagsins hefðu sett þetta sem skilyrði. Ef það kæmi á daginn að það væri staðfest í þessum fundar- gerðum að aðrar aðildarþjóðir gerðu einokun að skilyrði fyrir fram- kvæmdum, þá væri að hans mati ástæða til þess að taka slíkt upp sérstaklega. „Það væri líka alveg óviðunandi fyrir okkur, ef þeir gerðu það að kröfu að einstakir stjórnmála- menn væru sviptir málfrelsi um þessa hluti. Það liggur í augum uþpi að venjulegir fijálsir viðskiptahættir svipta menn ekki atvinnunni," sagði sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn sagði að ef menn vildu fara að draga einhveija einstaklinga til ábyrgðar þá væri nær að líta á þá sem hefðu verið að veija einokun- arkerfíð á Keflavíkurflugvelli. „Ég hygg að það sé fremur varðstaðan um það sem kunni að valda því að Atlantshafsbandalagsþjóðirnar vilji slá ákvörðunum af þessu tagi á frest,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður hvort ekki hefði verið gætilegra að geyma að reifa ágrein- inginn um Aðalverktaka þar til niður- staða lægi fyrir svaraði sjávarútvegs- ráðherra: „Ég tel það alveg fráleitt. Það sem felst í sjónarmiði af því tagi er það að Atlantshafsbandalagið geri einokunina að skilyrði og að við hefðum átt að fela hugmyndir okkar um afnám einokunarinnar. Ég tel það vera út í hött að bera slíkt á borð. Ég hef lýst þessum sömu skoð- unum mlnum í fyrri ríkisstjórnum sem ég hef átt sæti í. Ummæli mín þá höfðu engin áhrif, þótt þau þá eins og nú fæm vitaskuld rakleiðis til Bmssel. Fyrst þau höfðu ekki áhrif þá, af hverju ættu þau frekar að hafa áhrif nú? Niðurstaðan af þessu er nú einfaldlega sú, að af einhveijum ástæðum hafa forystu- menn Alþýðuflokksins séð ástæðu til að fara í persónulega áróðursherferð gegn mér, fyrir það eitt að vilja að koma á eðlilegum viðskiptaháttum.“ Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki telja að hann hefði látið nein ógætileg' ummæli falla varðandi starfsemi Islenskra aðalverktaka. „Það þarf að kanna það mjög vand- lega hvort ekki fæst samþykki Mann- virkjasjóðsins fyrir þessum fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Ég bendi á að þessar framkvæmdir, þótt þær fari um farveg Mannvirkjasjóðs- ins, eru fyrst og fremst tvíhliða málefni íslands og Bandaríkjanna,“ sagði viðskiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.