Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 19 Ottast að skæð tölvu- veira láti til skar- ar skríða 6. mars Forrit fundið upp til að hreinsa tölvur FRIÐRIK Skúlason, tölvusérfræðingur og höfundur „Lykla-Péturs“, sem er forrit til þess að hreinsa tölvur af smiti af völdum tölvuvírusa, segir að tölvuveiran Michaelangelo, sem fundist hefur hérlendis, geti hinn 6. mars næstkomandi farið að eyða kerfisbundið öllum þeim gögn- um, sem finnast á hörðum diskum tölva, hafi tölvurnar orðið fyrir smiti. Þessi tölvuveira gerir ekki vart við sig fyrr en í fyrsta lagi 6. mars og því er útilokað að vita, hvort tölva sé smituð eða ekki, nema með sérstöku forriti. í október 1989 olli veiran Data- Crimo tölvuverðu fjölmiðlafári hér- lendis og víðar, en þá var því hald- ið fram að tölvur yrðu óstarfhæfar ákveðinn dag. Sá ótti var þó með öllu ástæðulaus hérlendis, þar sem ekkert smit kom fram hérlendis. Friðrik segir: „Mich'elangelo-veiran er öllu meira vandamál þar sem engin augljós einkenni fylgja smiti með þessari veiru, og má gera ráð fyrir að allnokkur fjöldi tölva sé smitaður hér á landi, án þess að nokkur viti af því. Eigendur þeirra myndu fyrst verða varir við veir- una, þegar kveikt er á tölvunum 6. mars, en þá eyðir hún kerfisbund- ið öllum þeim gögnum sem finnast á harða disknum. Fleiri veirur fínnast hérlendis, sem geta legið í leyni á þennan hátt og má þar m.a. nefna spænsku símaveiruna og franska veiru, sem nefnist Fichv.“ Síðan segir Friðrik Skúlason: „Til þess að reyna að koma í veg fyrir að Michelangelo-veiran valdi einhveiju tjóni hérlendis, hefur ver- ið útbúin sérstök útgáfa af veiru- varnarforritinu Lykla-Pétri, sem er dreift á kostnaðarverði - um 200 krónur, fram til 6. mars. Með því er unnt að leita að þessari veiru og öðrum þeim sem gætu hijáð ís- lenskar tölvur. Forrit geta menn orðið sér úti um hjá Einari J. Skúla- syni hf. að Grensásvegi 10.“ Þess er getið að lokum, að þessi veira heijar eingöngu á IBM-PC samhæfðar vélar, en eigendur Mac- intosh og annarra tölvugerða þurfa ekki að:; hafa áhyggjur af þessari veiru. '*• ' Skáldjass í Norræna húsinu I KVOLD, fimmtudagskvöldið 20. febrúar, verður haldin skemmt- un í Norræna húsinu þar sem fram koma Einar Kárason rithöfund- ur, skáldið Sjón og djasskvartett, skipaður þeim Tómasi R. Einars- syni, Sigurði Flosasyni, Eyþóri Gunnarssyni og Einari V. Sche- ving. Þessi hópur hefur unnið saman efni i dagskrá sem flutt verður í ýmsum framhaldsskólum landsins á vikum og mánuðum og býður nú Reykvíkingum utan skóla að koma og hlusta. Einar Kárason les upp kafla úr óbirtri skáldsögu, Sjón man ekki eitthvað um skýin og djasskvart- ettinn leikur úrval íslenskra, og erlendra laga, ásamt ýmsum áhrifshljóðum. Óvíst er að skál- djasshópurinn komi fram aftur utan framhaldsskólanna á Reykja- víkursvæðinu og er fólk hvatt til að missa ekki af einstæðu tæki- færi. Tónleikarnir/upplesturinn hefj- ast klukkan 21. (Fréttatilkynnmg) Menntamálaráðherra svarar Kennarasambandi íslands: Merkjasala Slysavarna- deilda kvenna í Reykjavík ÁRLEG merkjasala Slysavarnadeilda kvenna í Reykjavík verður dagana 20.-23. febrúar og eins og áður verður leitað til skóla- barna um sölu á merkjunum. Ágóði af merkjasölu hefur verið þess að Reykvíkingar styðji okkur notaður til viðhalds á slysavar- eins og sv0 oft aður og kaupj naútbúnaði fyrir björgunarsveitir merki af sölubörnum. Hvert merki og til styrktar starfsemi Slysa- kostar 300 kr. varnafélags íslands. Við væntum Nemendum sagt að ekki yrði hart tekið á fjarvistum vegna útifundar ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra, hefur sent Kennara- sambandi íslands bréf, þar sem fram kemur að hann hafi haft örugg- ar upplýsingar um að í ákveðnum skólum hafi þeim boðum verið komið til nemenda að ekki yrði tekið á fjaryistum eftir hádegi þann dag sem mótmælafundur grunnskólanemenda fór fram á Lækjar- torgi. Honum hafi einnig verið kunnugt um dæmi þess að nemendum hafi verið tilkynnt að frí fengist bærist um það skrifleg ósk frá foreldri. Þá segir í bréfi ráðherra, að vegna þessarar vitneskju hafi hann leyft sér að segja aðspurður í sjón- varpsviðtali að kennarar hlytu „að hafa staðið á bak við þetta vegna þess að þeir gáfu börnunum frí“. Á þeirri stundu var honum ókunnugt um skólastjórnendur sem höfðu neitað að gefa nemendum frí til að sækja fundinn. „Mér þykir afar slæmt ef orð mín eru skilin þannig að allir hafi hér átt jafnan hlut.“ Þá hafi hann ákveðin dæmi um að kennarar hafi notað kennslu- stundir til að ófrægja aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og hann persónulega. Ekki mætti skilja orð hans svo að þar sé öll kennarastéttin að verki enda hafi hann ekki gefið tilefni til að orð hans væru túlkuð á þann veg. „Það má hins vegar ljóst vera að af tilliti til barna og unglinga, sem á slikan lestur hafa hlýtt og sagt frá, mun ég ekki sanna þessi orð mín með því að nefna nöfn, hvorki viðkomandi kennarar eða nemenda. Þeir taki þetta til sín, sem eiga. Aðrir ekki.“ Ráðherra segist ekki hafa látið að því liggja að Kennarasamband íslands hafi á á nokkurn hátt stað- ið að undirbúningi útifundarins og að ásakanir um vinnusvik kennara hafa ekki verið settar fram af að- stoðarmanni hans. Jafnframt segir hann að samanburður á kennslu- tíma milli ára í grunnskólum sé varhugaverður ef ekki er farið rétt með og sambærilegar tölur bornar saman. Sjálfsagt sé að leiðrétta missagnir. Það sem skiptir mestu máli sé sú staðreynd að aldrei hafi vikulegar kennslustundir verið fleiri en á yfirstandandi skólaári. Miðað við umrædda skerðingu á næsta skólaári verða þær næst flestar þá. „Með öðrum orðum, þeir nemendur, sem ljúka grunnskólanámi 1992 hafa að baki fleiri kennslustundir en nokkru sinni fyrr. Þeir nemend- ur, sem ljúka námi 1993 munu hafa þær næstflestar." Ný verslun í Borgarkringlunni Verslunin Gallery Carol var kvenfatnaði ásamt töskum, slæð- opnuð í Borgarkringlunni laugar- um og skartgripum. Eigandi er daginn 1. febrúar sl. í Gallery Vigdís Stefánsdóttir. Carol er úrval af snyrtivörum og Meistarakokkar með nýjan 02 spennandi matseðil Einn besti veitingastaðurinn í Reykjavík er SETRIÐ, musteri franskrar matargerðarlistar og eðalvína. Meistarakokkarnir okkar unnu til verðlauna í alþjóðlegri keppni í Bandaríkjunum sl. vor, og undirbúa sig nú fyrir Olympíuleika matreiðslumanna sem verða í Frankfurt í október n.k. Þeir hafa nú sett saman nýjan og spennandi matseðil. Sýnishorn af matseðli: Reyktur nautavöðvi með sesamosti. Laxapýramídi á vorlaub- og sjávarsósu Grísameyrur með kryddj urtaosti og portvínsgrunni Fylltar kalkúnabringur al pesto á kampavínssósu t Sigtúni 38, sími: 689000. Opið alla daga og öll kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.