Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992
Eru biðlaun forréttíndi
eða réttlátar bætur?
eftir Gunnar
Gunnarsson
í Morgunblaðinu 30. janúar sl.
er hafður eftir skrifstofustjóra
Starfsmannaskrifstofu ríkisins,
slíkur jakaburður af rangfærslum,
um biðlaun ríkisstarfsmanna, að
ekki verður hjá því komist að gera
athugasemd. Öllum sem til þekkja,
eru minnsstæð vanhugsuð ummæli
f.v. ráðuneytisstjóra fjármálaráðu-
neytisins í verkfalli opinberra
starfsmanna 1977. Ógætileg orð
hans þá, um „skarfaskytterí ríkis-
starfsmanna“ höfðu ófyrirsjáanleg-
ar afleiðingar og urðu þjóðinni dýr.
Samningar opinberra starfsmanna
hafa verið lausir frá 1. september
sl. eða í liðlega 5 mánuði, án þess
að nokkuð hafí gengið. Á slíkum
tímum, skiptir verulegu máli fram-
gangur forsvarsmanns Starfs-
mannaskrifstofu ríkisins. Hann
ætti að nota hæfíleika sína, þekk-
ingu á mönnum og málefnum til
að liðka fyrir samningum. Með því
þjónaði hann húsbónda sínum og
hlutverki best.
Tímabært að leggja af
biðlaunagreiðslur
í viðtali Morgunblaðsins, heldur
skrifstofustjórinn því fram að
ákvæði í lögum um biðlaun séu
ekki lengur í takt við tímann og
löngu sé tímabært að leggja þau
af. Rök hans eru, að lögin séu íviln-
andi fyrir „opinbera starfsmenn"
umfram aðra launþega. Og þegar
lögin um „réttindi og skyldur ríkis-
starfsmanna" voru sett 1954 hefðu
þau tekið til þröngs hóps embættis-
manna presta, lækna o.s.frv. sem
voru skipaðir í stöður sínar. Full-
yrðingin er vægast sagt villandi,
lögin tóku þá eins og nú til allra
opinberra starfsmanna án tillits til
starfs þeirra eða menntunar.
Fílahjarðir afturhaldsins troða
á velferð landsmanna
Hvað kemur til, að skrifstofu-
stjóri ráðuneytisins sem öllu jafnan
er fáskiptinn og fjölmiðlafælinn
maður, fínnur sig knúinn til að
stíga undan Skuggabjörgum ráðu-
neytis. Með yfirlýsingar um að op-
inþerir starfsmenn verði sviptir lög-
bundnum réttindum sínum. Rétt-
indum sem alla jafna nýtist starfs-
mönnum ekki nema þegar fíla-
hjarðir afturhaldsins hafa ruðst
fram með tilheyrandi fyrirgangi. I
þeim tilgangi að leggja niður, loka
eða selja opinber þjónustufyrir-
tæki, til að sanna hver öðrum ást
sína og undirgefni við boðbera
markaðshyggjunnar. Ekkert er
betur til þess fallið, en að rótast í
velferðarkerfi landsmanna.
Lögin um réttindi og skyldur,
nýsköpun
Þegar lögin „um réttindi og
skyldur“ voru settar 1954, voru þau
algjör nýmæli. Við undirbúning að
setningu þeirra vann Gunnar Thor-
oddsen f.v. forsætisráðherra, þá
ungur maður nýkominn frá námi.
Störf hans voru alla tíð mjög sam-
ofin réttindabaráttu opinberra
starfsmanna. Meðal nýmæla í lög-
unum 1954, má nefna:
- Allar stöður var skylt að aug-
lýsa, og öllum landsmönnum mögu-
legt að leita eftir þeim.
- Konur jafnt sem karlar fengu
jafnan rétt til opinberra starfa og
til sömu launa.
- Aukið starfsöryggi.
- Aukinn orlofsréttur.
- Heimild til fjarvista á launum
í veikindum.
- Þriggja mánaða fæðingaror-
lof á launum fyrir konur.
- Konur fengu heimild sam-
kvæmt lögunum til að starfa hluta
úr starfi, til að geta sinnt heimilis-
störfum.
Öll ákvæðin voru verulega rýmri
en áður hafði þekkst og sum algjör
nýmæli.
Réttindi ríkisstarfsmanna
öðrum hvati og aflvaki
Hér hefur aðeins verið drepið á
nokkur atriði sem sett voru í lög
fyrir 38 árum. í raun hafa lögin
verið launþegahreyfingunni ögrun,
stöðugur hvati og aflvaki til að
sækja aukin réttindi fyrir umbjóð-
endur sína. Á öllum sviðum hefur
launþegum áunnist verulega. Þann-
ig hefur náðst fram jöfnuður í or-
lofi, — fæðingarorlofi, — launum í
veikindum, — uppsagnarfrest allt
að 6 mánuðum. Almenn lífeyris-
réttindi, aukinn launajöfnuður
karla og kvenna, þó enn megi gera
betur.
Uppsagnartíma sinn fá allir
greiddan á sama máta, séu fyrir-
tæki lögð niður. Hjá ríkinu fá
starfsmenn biðlaun gefist þeim
ekki kostur á annarri vinnu. Áðrir
launþegar fá greiðslu úr ríkissjóði
verði fyrirtæki gjaldþrota. Enginn
vafi er hinsvegar á því, að réttar-
staða launþega á íslandi væri ekki
sú sem hún er, hefðu opinberir
starfsmenn ekki notið liðveislu
framsýnni og um leið réttsýnni
manna, en nú ríða röftum stjórnar-
ráðsins.
Aðeins þröngur hópur, prestar
og læknar nutu biðlauna!
Síðari rök skrifstofustjórans fyr-
ir andstöðu sinni til biðlauna eru,
„að lögin hafi á sínum tíma aðeins
tekið til þröngs hóps embættis-
manna, presta, lækna o.s.frv."
Þessi réttlæting stenst ekki skoðun.
Það er sjálfsagt mat ráðuneytisins,
að biðlaunin væru í lagi, tækju þau
aðeins til þröngs hóps útvalinna
embættismanna Það sjónarmið, var
ekki viðhorf stjórnvalda fyrir 40
árum. Lögin voru sett í þeim til-
gangi að skýra réttarstöðu og
skyldur opinberra starfsmanna.
Starfsmenn ríkisins voru ekki
jafn fáskrúðugur hópur þá og skrif-
stofustjórinn vill vera láta.
Þjónustusviðum ríkisins hefur
jafnvel fækkað
Samkvæmt upptalningu með
launalögum nr. 92/1955 og
60/1957 virðist þjónustusviðum
Gunnar Gunnarsson
„Enginn vafi er hins-
vegar á því, að réttar-
staða launþega á ís-
landi væri ekki sú sem
hún er, hefðu opinberir
starfsmenn ekki notið
liðveislu framsýnni og
um leið réttsýnni
manna, en nú ríða röft-
um stjórnarráðsins.“
ríkisins jafnvel frekar hafa fækkað
en fjölgað.
Á tímabilinu hafa a.m.k. 14 rík-
isfyrirtæki hætt störfum, verið seld
eða lokað, þau eru: Bifreiðaeftirlit-
ið, Fiskmatið, Berklavarnir ríkisins,
Hjúkrunarkvennaskólinn, Nýi
hjúkrunarskólinn, Sjúkraliðaskól-
inn, Viðtækjaverslunin, Skipaút-
gerðin, Ferðaskrifstofa ríkisins,
Tilraunastöðvar í landbúnaði, Jarð-
boranir, Tóbaksverslunin, Áburðar-
og grænmetisverslun ríkisins,
Landssmiðjan auk ýmissa stofnana
sem tengdar voru innflutnings og
skömmtunartíma eftirstríðsáranna.
Velferðarkerfið hefur eflst og
batnað
Á síðastliðnum 40 árum hefur
velferðarkerfi landsmanna eflst og
batnað. Það hefur gerst í takt við
tímann og þær kröfur sem gerðar
eru til þess. M.a. fyrir frumkvæði
verkalýðshreyfíngarinnar og að
fyrirmynd nágrannaþjóða okkar.
Athugasemdir við skýrslu um heilbrigðismál
Morgunblaðinu hafa borist eftir-
farandi athugasemdir frá Hagfræði-
stofnun Háskóla íslands:
„Samanburður Hagfræðistofn-
unar á heilbrigðisútgjöldum á ís-
landi og nokkrum öðrum löndum
OECÐ hefur vakið verðskuldaða
athygli. í tilefni af birtingu gagna
frá Þjóðhagsstofnun í þessu sam-
bandi er rétt að taka eftirfarandi
fram:
1. Einkunnarorð Hagfræðistofn-
unar eru að hafa það sem sannara
reynist í hverju máli. Heilbrigðis-
ráðuneytið hyggst boða til ráðstefnu
til að ræða skýrsluna og verður það
kjörinn vettvangur til að fara ofan
í forsendur, gögn og aðferðir, á
gagmýninn en uppbyggjandi hátt.
2. I samanburðinum er stuðst við
opinber gögn frá OECD, þar sem
tekið er fram að leitast hafi verið
við að leiðrétta misræmi í gögnum
frá mismunandi löndum. Tölur þær
sem OECD styðst við frá íslandi er
haldið til haga af Þjóðhagsstofnun.
Samanburður milli landa er hins
vegar alltaf vandmeðfarin, eins og
báðar stofnanirnar hafa lagt áherslu
á.
3. Huga þarf vel að því við sam-
anburð talna frá Þjóðhagsstofnun
og OECD, svo og framsetningu
þeirra, hvað er verið að bera saman
í hvert sinn. Hagfræðistofnun not-
aði ýmsa mælikvarða, en telur út-
gjöld á mann, aldursvegin og á
kaupmáttargengi betri mælikvarða
en hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu, sem Þjóðhagsstofnun vitnar
til. Hagfræðistofnun hefur því kosið
að reikna útgjöld á þann hátt að
tillit er tekið til annarrar aldurssam-
setningar íslensku þjóðarinnar en
hinna viðmiðunarþjóðanna og
mismunandi kaupmætti í hveiju
landi. Hér er um að ræða nýjung í
kostnaðarsamanburði, sem Hag-
fræðistofnun telur að gefi réttari
samanburð en þær aðferðir sem
yfirleitt hafa verið notaðar.
4. Nokkur umræða hefur orðið
um hvort íslenska heilbrigðiskerfið
sé hið dýrasta í heimi. í skýrslu
Hagfræðistofnunar er ekki að finna
slika fullyrðingu. Ef meta á umfang
heilbrigðisþjónustunnar hérlendis
samanborið við önnur lönd þarf að
líta á fleiri en einn mælikvarða. í
skýrslu stofnunarinnar er dregið
fram að ólík úrvinnsla gagnanna
hefur áhrif á röðun viðmiðunarland-
anna innbyrðis. Hvar í röðinni ísland
er, skiptir ekki höfuðmáli. Mestu
skiptir að gera sér grein fyrir hvert
stefnir og í framhaldi af þvf hvort
fyrirsjáanleg þróun sé æskileg.
5. Þær tölur sem Hagfræðistofn-
un hefur unnið með eru þær sömu
og Þjóðhagsstofnun hefur látið
OECD í té í samræmi við leiðbein-
ingar um hvaða kostnað beri að
færa sem heilbrigðisútgjöld í hveiju
landi, svo að tölurnar verði saman-
burðarhæfar. Ástæða þess að Þjóð-
hagsstofnun vill meðhöndla sérstak-
lega kostnað við hjúkrunarþátt á
sjúkradeildum öldrunar- og endur-
hæfíngastofnana er að þeir telja að
aðrar þjóðir færi þennan kostnað
af minni nákvæmni en hér er gert.
Um þetta er enn sem komið er eng-
in vissa. Óumdeilt er að viðkomandi
útgjöld eru heilbrigðisútgjöld.
Hvorki Þjóðhagsstofnun né Hag-
fræðistofnun eru þess umkomnar
að endurskoða gagnagrunn OECD
um heilbrigðismál.
6. í umræðu undanfarinna daga
hefur verið reynt að túlka mismun-
andi framsetningu Hagfræðistofn-
unar og Þjóðhagsstofnunar á tölum
í þá átt að niðurstöður Hagfræði-
stofnunar stæðust ekki. Eins og
sýnt er hér að framan er slík túlkun
tilefnis- og rakalaus.
Reykjavík, 21. febrúar 1992,
F.h. Hagfræðistofnunar
Háskóla íslands, Guðmundur
Magnússon, forstöðumaður.
Til opinberrar þjónustu höfum við
þó lagt minni skerf þjóðartekna en
flestar vestrænar þjóðir. Á tímabil-
inu frá 1954, hefur fjöldi þjónustu-
sviða se.m ríkið annast lítið breyst.
Sennilega frekar fækkað, vegna
ákvarðana stjórnvalda og breyttra
þarfa, ef frá er talin aukin þjón-
usta við fatlaða.
Biðlaun óverulegar bætur
Rökin fyrir biðlaunum eru, að
þegar lagt er niður starf í opin-
berri þjónustu, verða starfsmenn
fyrir verulegri röskun á högum.
Ymis starfsbundin réttindi tapast,
og enn frekar og ekki síður eru
störf ríkisstarfsmanna í flestum til-
fellum mjög sérhæfð þjónustustörf.
Starfsmenn einangrast starfslega
í þjónustu sinni, störfin eru þess
eðlis að þau eru ekki markaðsvara.
Kostnaðarsöm og dýr sérhæfing
sem áunnist hefur í starfi og skól-
um er kastað á glæ. Starfsmenn
geta lent í verulegum erfiðleikum
við að afla sér nýs starfs við starfs-
lok hjá ríkinu, vegna sérhæfingar
sinnar, í þjónustu hins opinbera.
Aukinn jöfnuður launþega
Útgjöld ríkisins eru nánast
hverfandi nú vegna sérstöðu ríkis-
starfsmanna, miðað við það sem
áður var, eða við setningu laganna
1954. Samanburður við aðra laun-
þega leiðir ekki lengur í Ijós veru-
legan útgjaldamismun, ef allt er til
talið. Þannig greiðir Atvinnuleysis-
tryggingasjóður launþegum bætur,
að liðnum uppsagnarfrésti eða bið-
launagreiðslum, verði viðkomandi
atvinnulaus áfram. Slíkar bætur
þekktust ekki 1954, þegar umrædd
lög voru sett, er þá fátt til talið
sem breyst hefur til bóta fyrir laun-
þega á þessum árum.
Höfundur er starfsmaður
Sjúkraliðafélags Islands.
♦ ♦ ♦------
Kyrrðar- og
íhugunar-
stund í Laug-
arneskirkju
KYRRÐAR- og íhugunarstund
með söngvum frá Taisé verður í
Laugarneskirkju nk. föstudag
28. febrúar og hefst kl. 21.00.
Tónlist verður leikin frá kl.
20.30.
Taizé er lítið þorp í Frakklandi.
í upphafi síðari heimsstyijaldarinn-
ar settist ungur maður þar að, Rog-
er að nafni, og hugðist stofna
bræðrasamfélag. Til að byija með
var hann einn en fljótlega fóru að
safnast í kringum hann fleiri bræð-
ur frá ólíkum kirkjudeildum og
löndum. í dag eru þeir um 90 tals-
ins. Á sjötta áratugnum fór fólk
að koma til Taizé til að taka þátt
í bænahaldi bræðranna. Smám
saman fóru fleiri að safnast í kring-
um þá og í dag koma um 100 þús-
und gestir árlega til Taizé til að
lofa og vegsama Guð í söng, kyrrð
og með íhugun.
Form kyrrðar- og íhugunarsam-
verustundar Laugarneskirkju er
komið frá Taizé. Söngvarnir, sem
eru stuttir, einfaldir og auðlærðir,
eru endurteknir aftur og aftur og
verða þannig að bæn og lofsöng til
Guðs.
Eftir stundina verða kaffiveiting-
ar í safnaðarheimilinu.
(Fréttatilkynning)
A BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI
HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ
FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 1 0-1 8 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 1 0-1 6