Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 18
 18 ,!l!l ■!,' I; ' ■ 'i , /■ J - I .! . í i,l / ’ i .1.1 I / MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/Sigurgeir Huginn aftur á sjó um helgina Ljóst er að milljónatjón varð þegar loðnuskipið Huginn VE-55 fékk á sig brotsjói þegar skipið var á leið til Eyja með fullfermi á þriðjudagsmorguninn. Mikið af siglingatækjum skipsins eyðilögðust og einnig loðnu- skiljari og lúgur á dekki. Búist er við að viðgerð ljúki um helgina og skipið komist jafnvel á veiðar á laug- ardaginn. Tvö tilboð frá Hellissandi hafa borist í Tungnfellið TVÖ TILBOÐ hafa borist frá Hellissandi í fiskiskipið Tungufeil í Ólafsvík. Tungufeli er í eigu Snæfellings sem aftur er eign bæjar- sjóðs og það hefur verið stefna bæjaryfirvalda í Ólafsvík að skipið ætti að selja heimamönnum. Tilboðin frá Hellissandi eru samt til skoðunar enda munu hafnar þreifingar um sameiningu þessara tveggja bæjarfélaga. Stefán Garðarson, bæjarstjóri í Ólafsvík, segir að tvö tilboð hafi borist í Tungufellið frá heimamönn- um í Ólafsvík en bæjarstjórn hafí séð sér fært að taka hvorugu þeirra. „Hvað varðar tilboðin tvö frá Hell- issandi sern okkur hafa borist í skipið viljum við ekki að svo stöddu útiloka neitt og erum með tilboðin í athugun," segir Stefán. Snæfellingur hefur nú ákveðið að auglýsa Garðar II til sölu utan bæjarfélagsins þar sem engin tilboð bárust í skipið frá heimamönnum. „Þetta er sennilega of dýrt skip fyrir heimamenn hér en það verður slæmt að sjá á eftir Garðari II úr bænum þar sem skipið hefur fiskað grimmt að undanförnu,“ segir Stef- án. Hvað varðar hugmyndina um að sameina Óiafsvík og Hellissand hafa bæjarstjórnir beggja lýst yfir áhuga sínum á að skoða það mál. Stefán segir hins vegar að málið sé á frumstigi og þreifingar nýhafn- ar milli þessara aðila. Norræni heilbrigðisfræðaskólinn: Davíð Á. Gunnarsson kjörinn stj ómarformaður DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, hefur verið kjör- inn sljórnarformaður Norræna heilbrigðisfræðaháskólans, en þar hefur hann setið í stjórn um nokkurra ára skeið. Norræni heilbrigðisfræðaháskólinn er staðsettur í Gautaborg í Svíþjóð og þangað getur fólk með há- skólapróf, sem jafnframt hefur reynslu úr starfi innan norrænu heilbrigðisþjónustunnar sem og á sviði félagsþjónustu og skipu- lagningar hennar, sótt nám. Davíð er fýrsti íslendingurinn sem gegnir starfi stjórnarformanns skólans en þó nokkrir íslendingar hafa ýmist stundað þar nám eða kennslu. Davíð segir skólann fyrst og fremst vera fyrir starfsmenn heilbrigðisþjónustu sem lokið hafa grunnnámi og hyggja á framhalds- nám. „Þetta er þvervísindalegur og norrænn skóli. Þetta er eini skólinn á Norðurlöndum sem höfðartil fólks frá öllum Norðurlöndunum sem hefur mismunandi bakgrunn í sínu fagi. Einnig hefur mikið verið leitað til skólans með aðstoð við uppbygg- ingu á kennslu og fræðslu og má þar m.a. nefna Eystrasaltsríkin,“ segir Davíð. Hann segist ekki búast við að neinar grundvallarbreytingar verði gerðar á skólanum sem slíkum. „Mitt starf sem stjórnarformaður er ásamt félögum mínum í stjórn skólans að taka þátt í að marka stefnu skólans en stjórnin skiptir Davíð Á. Gunnarsson sér ekki af daglegum rekstri. Hröð þróun hefur átt sér stað innan skól- ans t.d. aukið vísindastarf og aukið samstarf og efling við aðra háskóla á Norðurlöndunum svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið er að halda þess- ari þróun áfram þannig að breyting- ar á rekstri skólans verða_fyrst og fremst áframhaldandi þróun á þeirri braut þ.e.a.s. að auka vísindi og tengsl við aðra háskóla á Norður- löndum," segir Davíð Á. Gunnars- son.1 Tíminn kemur út áfram Blaðstjórn Tímans tók ákvörðun um að hætta ekki útkomu blaðs- ins um næstu mánaðamót á fundi sinum á þriðjudag. Jón Kristjáns- son, ritsljóri, segir að haldið verði áfram viðræðum um víðtækara samstarf. Jón sagði að tekin hefði verið ákvörðun um halda áfram útgáfu blaðsins en jafnframt að vinna að þeim athugunum sem í gangi hefðu verið að einhveiju víðtækara sam- starfi. Um reksturinn sagði Jón að hann væri nokkuð erfiður. „En reksturinn eftir áramót hefur þó sýnt að við getum haldið sjó,“ sagði hann og tók fram að áskrifenda- söfnun gengi í jákvæða átt. Ákvörðun blaðstjórnarinnar var tilkynnt starfsmönnum Tímans í gær. Opið bréf frá Bamavemdarráði Morgunblaðinu barst í gær „Opið bréf frá Barnaverndar- ráði íslands til Bylgjunnar, DV og Stöðvar 2 vegna umfjöllun- ar um barnaverndarmál“ og fer það hér á eftir: „Að gefnu tilefni vill barna- verndarráð vekja athygli á nokkr- um atriðum sem lúta að frétta- flutningi af barnaverndarmálum. Barnaverndarráði er ljóst að fréttaflutningur hefur margs kon- ar tilgang. Einn hlýtur að vera sá að upplýsa almenning og fræða um staðreyndir mála. Til að svo geti orðið verða öll sjónarmið við- komandi máls að koma fram. Ein sérstaða barnaverndarmála er að ókleift er að ná þessu markmiði fréttaflutnings þegar um málefni einstaklinga er að ræða. Þriðja grein laga nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna kveður á um að barnaverndaryfir- völdum sé óheimilt að skýra óvið- komandi aðilum frá því sem þeir verða vísir í starfi um einkamál annarra. Þetta ákvæði kemur í veg fyrir að barnaverndaryfirvöld geti tjáð sig og varið aðgerðir sín- ar í einstökum barnaverndarmál- um. Umfjöllun um slík mál í fjöl- miðlum er því dæmd til að vera einhliða og jafnvel siðlaus. Með barnaverndarlögum er sú skylda lögð á barnavemdaryfir- völd að aðstoða barn eða ung- menni sem sætt hefur illri með- ferð á heimiii sínu eða býr á ein- hvem hátt við ófullnægjandi upp- eldisskilyrði. Aðgerðir barna- vemdaryfirvalda byggjast á þess- um fyrirmælum. Langoftast eru þau mál leyst í góðri samvinnu foreldra og barnaverndaryfir- valda. í þeim sorglegu undantekn- ingartilvikum þar sem beita þarf þvingunaraðgerðum til verndar barni er ávallt að baki löng saga sem barnaverndaryfirvöld geta ekki skýrt frá í fjölmiðlum. Það er því mikilvægt að fjölmiðlafólk hafí skilning á því að afskipti bamaverndaryfirvalda em annars eðlis en opinber mál sem fjallað er um hjá lögreglu, ríkissaksókn- ara og dómstólum. Því verður að gera aðrar kröfur til umfjöllunar og meðferðar upplýsinga í slíkum málum. Einnig mæla barnavemdar- sjónarmið eindregið gegn fjölmiðlaumfjöllun um mál ein- staklinga. Hún getur valdið barni sem hlut á að máli óbætanlegum skaða. Eins geta ítarlegar frá- sagnir í fjölmiðlum af einstökuin málum vakið hræðslu hjá öðrum börnum eða ungmennum sem þurfa aðstoð barnaverndaryfir- valda, þannig að börnin þori jafn- vel ekki að skýra frá hvernig fyr- ir þeim er komið. Fagfólk sem starfar fyrir „Einnig mæla barna- verndarsjónarmið ein- dregið gegn fjölmiðla- umfjöllun um mál ein- staklinga. Hún getur valdið barni sem hlut á að máli óbætanleg- um skaða. Eins geta ítarlegar frásagnir í fjölmiðlum af einstök- um málum vakið hræðslu hjá öðrum börnum eða ungmenn- um sem þurfa aðstoð barnaverndaryfir- valda, þannig að börn- in þori jafnvel ekki að skýra frá hvernig fyr- ir þeim er komið. Fag- fólk sem starfar fyrir barnaverndaryfirvöld er sammála um að til- iitslaus og óvönduð umfjöllun um mál ein- stakra barna sé alltaf skaðleg.“ bamaverndaryfírvöld er sammála um að tillitslaus og óvönduð um- fjöllun um mál einstakra barna sé alltaf skaðleg. Farsæl lausn viðkvæmra og flókinna barna- verndarmála byggist öðru fremur á því að vel takist til um sam- starf barnaverndaryfirvalda og foreldra þeirra bama sem eiga í hlut. Hér er á ferðinni eitt mikil- vægasta atriðið í öllu barnavernd- arstarfi þar sem rík áhersla er lögð á að minnka átök og draga úr spennu. Ljóst má vera hvaða áhrif óvarkár og ófagleg umfjöll- un getur haft í þessu sambandi, ekki einungis í þeim málum sem fjallað er um hveiju sinni, heldur einnig í íjölmörgum bamavernd- armálum sem bíða lausna. Því miður er úrræði sem standa barnaverndaryfirvöldum til boða oft fá. í umfjöllun um einstök barnaverndarmál gerist það of oft að fjallað er um málin á þann hátt að bamaverndaryfirvöld eru rýrð trausti, að því er virðist vís- vitandi og jafnvel í annarlegum tilgangi. Með því er stuðlað að því að nauðsynlegt samstarf þeirra við foreldra fari út um þúfur og þær fáu lausnir sem stæðu annars til boða verði ónot- hæfar. Afleiðingar þessa gætu hugsanlega orðið þær að beita yrði þvingunarráðstöfunum þar sem samvinna gæti annars hafa náðst. Slíkt bitnar óafsakanlega á þeim börnum sem þurfa að njóta verndar barnaverndaryfirvalda. Barnaverndarráð mælir ekki gegn því að fjölmiðlar fjalli um starf barnaverndaryfirvalda. Þvert á móti er ráðið sannfært um að það geti verið til góðs. Hins vegar verður sú umfjöllun að lúta ákvæðum laga og eðlileg- um siðareglúm blaðamanna sjálfra; umfjöllunin má ekki undir neinum kringumstæðum skaða börn eða hagsmuni þeirra. Barnaverndarráð vonast fyrir sitt leyti eftir samstarfi við fjöl- miðla til að kynna starfsemi barnaverndaryfirvalda betur. Ráðið telur mikilvægt að þeir sem starfi við fjölmiðla og fjalla um barnavemdarmál hafi innsæi í og skilning á eðli starfsins og virði grundvallarreglur sem verða að gilda við umíjöllun um það. Ráðið er fyrir sitt leyti reiðubúið til hvers konar samstarfs í þessu sam- bandi. Það er tilgangur barnaverndar- ráðs með þessu bréfi að stuðla að faglegri og þar með vandaðri umfjöllun um starf barnaverndar- yfirvalda og þau mikilvægu verk- efni sem þeim er ætlað að þjóna. Ráðið beinir því til fjölmiðla að þau fjalli ekki um barnaverndar- mál á þann hátt að það valdi ein- stökum börnum og fjölskyldum þeirra þjáningu eða vanvirðu. Haraldur Johannessen, lög- fræðingur, formaður. Guð- finna Eydal, sálfræðingur. Jón Kristinsson, barnalækn- ir. Olöf Sigurðardóttirj sér- kennari. Vilhjálmur Árna- son, heimspekingur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.