Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992
17
Borgarráð:
Kvikk sf. fær
3,5 milljón-
ir í styrk
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillög-u Atvinnumálanefndar
Reykjavíkur um að veita fyrir-
tækinu Kvikk sf. styrk að fjárhæð
3,5 milljónir króna til þróunar
og prófunar á fiskaðgerðarvél,
sem nefnd hefur verið Kvikk 220.
Kostnaður vegna lokaáfanga
verksins er talinn vera 7,6 millj-
ónir en heildarkostnaður að
minnsta kosti 34,5 milljónir áður
en kemur að framleiðslu og
markaðssetningu.
í umsókn fyrirtækisins til atvinnu-
málanefndar kemur fram, að fyrir-
tækið hefur þróað og selt tvær gerð-
ir aðgerðarvéla, meðal annars til
þrettán landa við Norður-Atlantshaf
og við Kyrrahaf. Auk þess hafi fyrir-
tækið þróað hausavinnsluvél fyrir
Kyrrahafslax og Alaska-ufsa. Hafa
fimm slíkar vélar verið seldar til
Alaska og nokkrar fyrirspurnir hafa
borist frá^ austurströnd Rússlands
og víða. Á skrifstofu fyrirtækisins
starfa fjórir og við framleiðslu og
þróun undanfarinna ára hafa starf-
að tugir manna.
Við hönnun og þróun Kvikk 220
aðgerðarvélarinnar hafa samstarfs-
aðilar verið Hansavélar, Sigurður
Kristinsson og Ásgeir Matthlasson.
Samstarfsaðili við prófanir um borð
I fiskiskipi er Grandi hf. og í fisk-
verkun Fiskkaup hf. Vélin verður
seld og markaðssett á íslandi og
erlendis og heppnist hún fullkom-
lega er mikill markaður fyrir vél sem
þessa, segir i greinargerð með um-
sókninni. „Raunhæft er að áætla
að lágmarki 200 véla sölu næstu 5
árin. Ljóst er að gangi áætlanir eft-
ir, samkvæmt framangreindu lág-
marki, munu a.m.k. falla til 10 til
15 full störf við framleiðslu vélanna
árlega, auk verulegrar verðmæta-
aukningar þjóðarframleiðslu með
tilkomu þess að aukið magn hágæða
hrogna og lifrar berst að landi og
nýtist til gæða-framleiðslu.“
-----» ♦ »----
Umræðukvöld í
Bústaðakirkju
HVER var Jesús frá Nasaret? er
spurning, sem velt verður upp á
umræðukvöldum í Bústaðakirkju.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun
flylja inngang og síðan verða al-
mennar umræður út frá inngangi
hans. Hann mun leggja til grund-
vallar orðum sínum valda kafla
úr Jóhannesarguðspjalli.
Fjallað verður um hugmyndir
manna í nútímanum um Jesú. Jesús
sem einn af spámönnum gyðing-
dómsins, fulltrúi mannúðarstefnu,
fyrsta blómabarnið, byltingarmaður
og Kristur trúarinnar.
Þessar samverustundir eru öllum
opnar og verða á fimmtudagskvöld-
um milli klukkan 18 og 19.
Dr. Siguijón Árni Eyjólfsson er
doktor í guðfræði frá Christian
Albrechts Universitat í Kiel. Hann
hefur verið ráðinn til starfa við Bú-
staðakirkju og verður á vordögum
vígður til aðstoðarprests við kirkj-
una.
:;F
- ..1
h
MJÓLKURDAGSNEFND
Tilboðsverð
Góðan daginnl