Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Lághiti - ofkæling
Landið okkar er stundum
nefnt land elds og ísa,
vegna hnattstöðu þess og eld-
virkni. Sú staðhæfing er og
heyrinkunn, að við þreyjum
þorrann og góuna á mörkum
hins byggilega heims. Um þá
fullyrðingu má að vísu deila.
En staðreynd er að fólk í land-
búnaði og sjávarútvegi er háð-
ara ýmsum umhverfisþáttum,
eins og_ hita og veðurfari, en
aðrir. íslendingum hefur og
lærzt að nauðsynlegt er að
umgangast náttúru landsins,
haf og hálendi, með mikilli
varfærni.
Yeðurfar hafði og hefur af-
gerandi áhrif á lífskjör þjóðar-
innar, bæði til lands og sjávar.
Ef meðalhiti féll, þó ekki væri
uema um eina til tvær gráður
eitthvert árabil, hafði það nei-
kvæð áhrif á gróðurríkið og
landbúnaðinn. Gæftir og ár-
ferði í lífríki sjávar réðu og
mestu um hagi fólks við sjávar-
síðuna. Á kuldaskeiðum fyrri
tíðar féll búpeningur, fólk
flosnaði upp og íbúatala lands-
ins skrapp saman.
Sambýli þjóðarinnar við erf-
itt umhverfi og óblíða náttúru
leiddi oft til slysa og dauða,
bæði á sjó og landi. Síðari tíma
kannanir sýna að lágt hitastig
lofts og/eða lagar réð því oftar
en ekki, hvem veg fór. í sjó-
slysum, sem leitt hafa til
dauða, er dánarorsök oftlega
ofkæling. Og sama gildir raun-
ar um mörg slysatilfellin á
hálendi og berangri landsins.
Jóhann Axelsson, prófessor,
forstöðumaður_ Rannsóknar-
stofu Háskóla íslands í lífeðlis-
fræði, hefur staðið fyrir lær-
dómsríkum rannsóknum á
kuldaþoli fólks, m.a. með hlið-
sjón af íslenzkum aðstæðum
og slysatilfellum hér á landi. í
viðtali við Morgunblaðið árið
1990 segir hann, efnislega eft-
ir haft, að hiti vatna og sjávar
hér á landi sé lífshættulega
lágur allt árið. Líkur standi því
til þess að illa varinn maður
örmagnist í vötnum eða sjó á
tiltölulega skömmum tíma,
ekki sízt að vetrarlagi. Það
varðar því miklu, að allir, sem
leið eiga um vötn, sjó eða ber-
angur landsins búi sig vel til
farar að því er varðar farkost,
klæðnað og búnað, þ.á m. fjar-
skipti við byggðir. Gamalt orð-
tak, „enginn kann sig í góðu
veðri heiman að búa“, lýsir vel
íslenzkum veruleika að þessu
leyti.
Helztu áhættuhópar ofkæl-
ingar eru fjþrir, að mati pró-
fessorsins. í fyrsta lagi sjó-
menn, fjallgöngumenn, veiði-
menn ýmiss konar og aðrir
þeir, sem leggja leið sína úr
byggð vegna atvinnu eða
áhugamála. í annan stað ný-
burar og fyrirburar. í þriðja
lagi gamalt fólk. Og loks utan-
garðsfólk, svokallað, drykkju-
sjúklingar og lyfjafíklar.
Nýburar eru nefndir til sög-
unnar vegna þess að varma-
myndun er í réttu hlutfalli við
líkamsmassa eða þunga og
varmatap í hlutfalli við líkams-
yfirborð. Þess vegna er kuldi
meira álag á smáfólk en hina
stærri. Minnkaður efnaskipta-
hraði og skert skjálftaviðbrögð
draga úr varmamyndun hjá
öldruðum. Minnkuð viðbrögð
æða við kulda og aukin varma-
leiðni torvelda og varmavarð-
veizlu. Sums staðar erlendis
eru mörg dauðsföll gamal-
menna í heimahúsum rakin til
ofkælingar.
Prófessorinn hefur ítrekað
áréttað, að það megi aldrei
telja kalda manneskju látna,
þótt ekkert lífsmark sé með
henni, engin öndun, enginn
hjartsláttur, engin sjáaldurs-
viðbrögð og hendur og fætur
jafnvel frosnir að hluta. Hann
segir Alþingi hafa komið til
móts við þetta sjónarmið á síð-
asta ári með nýrri skilgrein-
ingu á dauða. Áherzlur hafi
verið færðar frá hjartastarf-
semi til heila. Maður er látinn
eða skilinn við ef öll heilastarf-
semi er horfin og enginn mögu-
leiki á að endurvekja hana -
og því aðeins að svo sé. Það
sé fjarri að svo sé alltaf komið
fyrir fórnarlömbum ofkælingar
þótt hjartað hafi stöðvast. Fólk
sem þannig sé komið fyrir
megi á stundum lífga sé réttum
aðferðum beitt, en það út-
heimti staðgóða þekkingu á því
sem gerist í líkamanum þegar
hann kólnar. Hann nefnir til
ungan mann, sem „dó hjarta-
dauða“ á fjalli, án þess að
skilja við, vaknaði til lífsins á
Landspítala og sinni nú við-
fangsefnum sínum heill heilsu.
Störf Jóhanns Axelssonar,
prófessors, eru dæmi um rann-
sóknir og vísindi, sem þjóna
mikilvægu hlutverki fyrir ein-
staklinga og heild, samtíð og
framtíð. Þau stuðla í senn að
fyrirbyggjandi aðgerðum til að
forða vá og réttum viðbrögðum
ef henni verður ekki forðað.
Svipuðu máli gegnir raunar um
mörg þau vísindi, sem að er
unnið hér á landi, þótt „arð-
semi“ þeirra liggi ekki alltaf í
augum uppi. Starfsemi af slíku
tagi verðskuldar vökulan
stuðning almennings.
Engan sakaði er nýrri Fokker 50 flugvél Flugleiða var nauðlent með 43 farþega á Keflavíkurflugvelli:
Mikil reynsla þótt ekk-
ert hafi komið fyrir
- sagði Bára Sigurðardóttir, einn farþeganna
Morgunblaðið/Júlíus
Gréta Önundardóttir flugfreyja á tali við Sigurð Helgason, forstjóra
Flugleiða, skömmu eftir lendinguna.
ENGAN sakaði þegar Ásdísi,
hinni nýju Fokker 50 flugvél
Flugleiða, var nauðlent á Kefla-
víkurflugvelli um klukkan 10 í
gærmorgun með 48 farþega auk
áhafnar, vegna bilunar í hjóla-
búnaði. Nefhjól vélarinnar, sem
verið hafði í notkun í 11 daga
og átti að baki 98 lendingar og
60 tíma í áætlunarflugi, kom
ekki niður fyrir lendingu á Akur-
eyri og var því afráðið að fljúga
til Keflavíkur og nauðlenda vél-
inni þar. Auk hefðbundins við-
búnaðar á Keflavíkurflugvelli
höfðu Almannavarnir ríkisins
gert ráðstafanir til að hafa
lækna og björgunarlið tiltækt ef
á þyrfti að halda en það var sam-
dóma álit farþega sem Morgun-
blaðið ræddi við strax eftir
lendinguna að hún hefði verið
ótrúlega vel heppnuð og mjúk
enda skemmdist vélin lítið. Luku
farþegar einróma lofsorði á
framgöngu áhafnarinnar, þeirra
Páls Stefánssonar flugsljóra,
Ottós Tynes flugmanns og Grétu
Önundardóttur flugfreyju, en að
auki var í flugstjórnarklefanum
eftirlitsflugsljóri frá Fokker-
verksmiðjunum í Hollandi, Jens
Petter Knudsen. „Þetta var mik-
il reynsla, þótt ekkert hafi kom-
ið fyrir. Bara tilfinningin var
svakaleg," sagði Bára Sigurðar-
dóttir, einn farþeganna."
Bára var ásamt Margréti Sigur-
jónsdóttur á leið norður að heim-
sækja barnabörnin sín. „Við vorum
búnar að bíða í tvo daga eftir flugi
og það var traustvekjandi að sjá
að við áttum að fljúga með þessari
nýju Ásdísi,“ sagði Bára. „Við vor-
um svo yfir Hjalteyri þegar við tók-
um eftir því að flugstjórinn var
alltaf að setja vænghjólin upp og
niður og héldum fyrst að þetta
væri einhver æfing en svo tilkynnti
hann að það hefði komið ljós í
mælaborðið sem gæfi til kynna að
hjólið færi ekki niður en hann sagð-
ist jafnvel halda að þetta væri bara
bilun í tölvunni. Það sást víst frá
jörðu að hjólið kom ekki niður og
þegar við vorum að fljúga yfir
Hörgárdalinn var tilkynnt að við
yrðum að fara til Keflavíkur og
lenda þar, sennilega á maganum,“
sagði Bára. „Það var mjög skrýtin
tilfinning að fá þær fréttir," sagði
Margrét. „Maður vissi ekki al-
mennilega hvað þetta væri alvar-
legt.“
Flugfreyjan yfirveguð og
yndisleg
„Hjartað í mér hætti að slá,“
sagði Bára, „en flugfreyjan var
afskaplega yndisleg og yfirveguð.
Það hafði mikið að segja enda held
ég að það hafi enginn verið virki-
lega hræddur.
Þegar við nálguðumst Keflavík-
urflugvöll voru allir komnir í við-
bragðsstöðu fyrir brotlendingu og
þá hélt ég niðri í mér andanum
þangað til ég var komin út úr vél-
inni,“ sagði Bára.
„Þetta var stórkostleg lending
og hann á ábyggilega heiður skil-
inn, þessi flugstjóri. Vélin var eig-
inlega alveg stöðvuð áður en hann
missti nefið á henni niður á flug-
brautina,“ sagði Margrét. Þær
sögðust báðar ákveðnar í að fara
norður með vélinni sem send var
til Keflavíkur að sækja farþegana.
„Maður getur varla lent í þessu
tvisvar sama daginn," sagði Bára.
Sinnti mínu starfi
Gréta Önundardóttir sem var
Margrét
Siguijónsdóttir
flugfreyja um
borð í þessari ferð
vildi lítið ræða um
þennan atburð
við fjölmiðla og
gerði lítið úr
framgöngu sinni
sem þó hlaut ein-
róma lof farþeg-
anna. „Ég sinnti
mínu starfi og
ekkert annað
enda voru farþeg-
arnir sallaróleg- •
ir,“ sagði Gréta. Hún kvaðst tvisvar
áður hafa Ient í því í sínu starfi
að nefhjól hefði ekki lagst niður
fyrir lendingu en farþegarnir sögðu
að frásögn hennar af þeirri reynslu
og nákvæmur undirbúningur henn-
ar fyrir það sem í vændum var
hefði haft mikið að segja um það
að allir héldu ró sinni. „Ég var
ánægð með þennan dag þegar ég
mætti í morgun í fyrsta flugið mitt
á þessari splunkunýju flugvél og
mér finnst hræðilegt að horfa á
hana núna með nefið í brautinni,"
sagði Gréta Önundardóttir.
Jakob Bjarnason, Hulda Krisffn
Magnúsdóttir og Jakobína Jóns-
dóttir voru meðal farþeganna og
þau sögðust aldrei hafa verið hrædd
um að illa færi. Einnig þeim var
framganga Grétu Öndundardóttur
ofarlega í huga. „Hún sagðist hafa
lent í þessu sama tvisvar áður,
sagði okkur nákvæmlega hvað
mundi gerast og lét okkur æfa á
leiðinni hvað við ættum að gera,“
sagði Hulda. „Lendingin tókst mjög
vel,“ sagði Jakob. „Vélin kom mjög
hægt inn og seig rólega niður á
brautina.“ Hann sagði að eftir
lendinguna hefðu farþegarnir
klappað fyrir flugstjóranum.
Lendingin var 100%
„Lendingin var alveg 100%, við
urðum varla vör við það þegar nef-
ið datt niður,“ sagði Jón Guðmar
Hauksson farþegi, sem kvaðst
fljúga nokkuð oft á þessari leið.
Hann kvaðst aldrei hafa talið að
hætta væri á
ferðum og kvaðst
telja líklegt að ís-
ing á brautinni
hefði átt þátt í því
að vélin skreið
ekkert til heldur
hélst á brautinni
miðri í lending-
unni. „Flugfreyj-
an var stöðugt á
ferð á milli okk'ar
og talaði við alla
sem þurftu út-
skýringa við. Hún sagði okkur að
þetta væri í þriðja skipti sem hún
væri í sömu aðstöðu og það var
virkilega róandi.“
Helga Ragnarsdóttir, nemandi í
Verkmenntaskólanum á Akureyri,
sagðist í samtali við Morgunblaðið
vera frekar flughrædd og eins og
stundum áður í flugi hefði sér orð-
ið illt en hún sagðist þó ekki hafa
óttast að illa færi. „Mér fannst allt-
af að þetta hlyti að bjargast og
flugfreyjan róaði okkur niður og
talaði eins og ekkert væri að,“ sagði
Helga.
Vönduð vél og þægileg
Sigurður Aðalsteinsson, flug-
maður og framkvæmdastjóri Flug-
félags Norðurlands, var einn far-
þeganna í Fokker-vélinni. Hann
sagðist ekki telja að raunveruleg
hætta hafi verið á ferðum og við-
brögð áhafnarinnar og farþeganna
hefðu verið eins og best gæti orðið.
Hann kvaðst ekki telja að smábilun
í nýrri flugvél þyrfti að kasta neinni
rýrð á Fokker-vélarnar. „Þetta er
vönduð vél og þægileg að fljúga í,“
sagði Sigurður Aðalsteinsson. Að-
spurður hvers vegna framkvæmda-
stjóri Flugfélags Norðurlands flygi
á milli með Flugleiðum sagði
Sigurður að eins og hver annar
Akureyringur væri hann tíður gest-
ur í flugvélum Flugleiða ef hann
ætti erindi til Reykjavíkur. FN flygi
aðeins milli Keflavíkur og Akur-
eyrar en hins vegar frá Húsavík
til Reykjavíkur.
Helga
Ragnarsdóttir
Jakob Bjarnason
Sigurður Aðal-
steinsson.
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli við störf skömmu eftir nauðlendinguna. Morgunbiaðið/Bjorn Biondai
A
Orsakir bilunarinnar í Asdísi:
Talið að skemmdri grjóthlíf
á nefhjóli sé um að kenna
TÆKNIMENN Flugleiða telja að
skemmd grjótlilíf á nefhjóli Fokk-
er-vélarinnar Ásdísar hafi valdið
því að nefhjólið náðist ekki niður
í aðflugi að Akureyrarflugvelli.
Flugvélin er sögð hafa skemmst
lítið en talið er að viðgerð taki
10 daga. Hér á landi er staddur
sérfræðingur Fokker-verksmiðj-
anna en það er liður í þjónustu
flugvélaverksmiðja við kaupendur
nýrra véla. Sá hefur umsjón með
viðgerðinni en fleiri sérfræðingar
verða kvaddir til gerist þess þörf.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, segir að þessar gijóthlífar
séu aukabúnaður en ekki örygg-
isbúnaður og hafi fyrirtækið mælt
svo fyrir að þær verði ekki í þeim
vélum sem fyrirtækinu verða afhent-
ar á næstu vikum.
Eftir að gijóthlífin hafði verið tek-
in af nefhjóli Ásdísar á Keflavík-
urflugvelli í gær var vélinni flogið
til Reykjavíkur þar sem viðgerðin fer
fram. Allur hjólabúnaðurinn reyndist
vel í þeirri ferð, að sögn Einars
Sigurðssonar. Einar sagði óljóst hver
viðgerðarkostnaðurinn yrði og hver
þyrfti að bera hann en sagði að félag-
ið mundi fara þess á leit að Fokker-
Morgunblaðið/Rax
Þegar flogið var yfir Keflavíkurflugvöll örfáum mínútum eftir nauð-
lendinguna voru slökkviliðs- og tæknimenn búnir að hífa vélina upp
og koma undir hana nefhjólinu.
verksmiðjumar greiddu kostnaðinn.
Vegna atviks þessa hefur því ver-
ið frestað að senda eina af gömlu
Fokker Friendship vélunum úr landi
nú um helgina.
Fokker-vélin Ásdís TF-FIR kom
til landsins 15. þessa mánaðar og
er fyrsta vélin af íjórum sömu teg-
undar sem Flugleiðir fá á kaupleigu-
samningi frá Fokker-verksmiðjun-
um. Vélin hóf áætlunarflug 17. þessa
mánaðar og fyrir óhappið átti hún
að baki 60 flugtíma í áætlunarflugi
og 98 lendingar.
Páll Stefánsson flugstjóri:
Gerði mér grein fyrir að
engin hætta væri á ferðum
PÁLL Stefánsson, flugstjóri í flugi Ásdísar til Akureyrar þegar bilun
varð í nefhjóli vélarinnar í gærmorgun, sagði að sér hefði í fyrstu
orðið bilt við þegar hann varð bilunarinnar var, en hann hafi þó strax
gert sér grein fyrir að engin hætta væri á ferðum. „Ég útskýrði eftir
bestu getu fyrir farþegum mínum hvernig staðan væri í málinu, og
sagði þeim að þeir þyrftu ekkert að óttast eins og reyndar kom á dag-
mn. Mér líður mjög vel í dag eftir
vitni,“ sagði hann
Páll sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ferðin til Akureyrar hefði
í alla staði gengið fullkomlega eðli-
lega fyrir sig þangað til rétt fyrir
lendingu að vart varð við að ekki
kviknuðu tvö græn ljós sem gefa
flugmönnum vélarinnar til kynna að
nefhjólið sé niðri og í læstri stöðu.
„Þá reyndum við að setja hjólin
niður í annað sinn, sem er viðtekin
regla í tilfelli sem þessu. Þegar það
dugði ekki þá reyndum við neyðarað-
ferð til að ná hjólunum niður og það
dugði ekki heldur. Það logaði því
varnaðarljós fyrir nefhjólið, og í
fyrstu reiknuðum við með að það
gætu verið óhreinindi og vatn sem
hindruðu rafmagnstengingar sem
eru frammi í nefhjólshúsinu og gefa
eiga merki upp í stjórnklefann um
að þetta fór eins vel og raun ber
að allt sé eðlilegt, en það hefur stund-
um komið fyrir á F-27 vélunum. Við
flugum þess vegna lágt yfir brautina
á Akureyrarflugvelli og þar kíktu
starfsmenn upp undir vélina og sáu
að hjólið var uppi í hjólahúsinu en
dyrnar opnar. Éftir það fengum við
flugheimild til Keflavíkur, en á Kefla-
víkurflugvelli eru allar aðstæður þær
bestu sem völ er á hér á landi, og
þaT“sem ekki var um neina alvarlega
bilun að ræða ákváðum við að fara
þangað," sagði Páll.
Hann sagði að með aðstoð flug-
freyjunnar, Grétu Önundardóttur,
hefðu farþegarnir verið undirbúnir
undir nauðlendingu, og sagðist hann
ekki hafa orðið þess var að þeir
væru neitt órólegir. Síðan hefði allt
gengið mjög vel fyrir sig og einnig
lendingin. Þar hefði skilað sér góð
þjálfun sem flugmennirnir hefðu not-
ið hjá Fokker-verksmiðjunum, og
einnig frábærir flugeiginleikar vélar-
innar.
Með í ferðinni til Akureyrar var
Peter Knudsen, norskur flugstjóri,
sem er um þessar mundir þjálfunar-
flugstjóri fyrir Fokker-verksmiðjurn-
ar.
„Hann sat á milli okkar Ottós
Tynes, sem var aðstoðarflugmaður,
og nutum við aðstoðar hans. Þessi
ferð, ásamt annarri sem áætluð var
síðar um daginn, átti að vera loka-
þáttur í þjálfun okkar, en að þessu
loknu tilkynnti hann okkur að hann
sæi ekki frekari þjálfunar þörf og
óskaði okkur til hamingju með
frammistöðuna. Ég vil taka það skýrt
fram að við erum mjög ánægðir með
þessa flugvél, og þá ákvörðun um
að endurnýja innanlandsflota Flug-
leiða með þessari gerð flugvéla. Vél-
in er mjög góður arftaki bæði DC-3
vélanna og F-27 sem búnar eru að
þjóna okkur síðastliðin 27 ár,“ sagði
Páll Stefánsson.
Hélt sér í stýrið
meðan bílliim valt
VÖRUFLUTNINGABÍLL með tengivagn fór út af veginum og valt í
Svínahrauni, nokkuð austan við Draugahlíð ofan Litlu kaffistofunnar
við Suðurlandsveg um kl. 14 í gær. Á tengivagninum var gámur með
um 22 tonn af fiski. Bílstjórinn, Hannes Björgvinsson, slapp ómeiddur.
Hannes hefur ekið þessa leið
margoft en hann hefur starfað hjá
Eimskipafélaginu í 17 ár. Hann var
að koma frá Þorlákshöfn með fisk á
pöllum og sagði að það hefði verið
mjög blint og hvasst þegar þetta
gerðist. Á milli hryðja varð hann
skyndilega var við að tveir bílar
höfðu stöðvað á veginum en þeir
höfðu lent í lítils háttar árekstri.
Hann steig á hemlana og þegar bíll-
inn v.ar að stöðvast um 10-15 metr-
um frá bílunum rann hann út í kant-
inn og valt síðan á hliðina. Hannes
náði að halda sér í stýri bílsins og
slasaðist ekki. „Ég fór svo hægt yfir
og náði að hanga í stýrinu. Mér brá
nú svona frekar við þetta," sagði
Hannes. Tjónið á bílnum nemur
nokkrum hundruðum þúsunda
króna.
Lögreglan á Selfossi og björgun-
arsveitarmenn aðstoðuðu við að ná
bílnum og tengivagninum á réttan
kjöl en til þess þurfti tvo stóra krana-
bíla. Fljúgandi hálka var á slysstað
og hávaðarok svo ástæða var talin
til að loka veginum um tíma, þar sem
óttast var að bílar ækju saman í
blindunni.
Um svipað leyti og fiskflutninga-
bíllinn fór út af var vörubíl ekið aft-
an á fólksbíl, nokkru vestar á Suður-
landsvegi. Ökumaður fólksbílsins
hægði ferðina og ökumaður vörubíls-
ins hemlaði til að koma í veg fyrir
árekstur. Það tókst ekki, en eftir
áreksturinn hélt vörubíllinn áfram
út fyrir veg. Engin meiðsli urðu á
mönnum, en fólksbíllinn mun nokkuð
skemmdur.
Morgunblaðið/Þorkell
Stórvirkir kranar lyftu tengivagninum upp á veginn.
Islendingar og Græn-
lendingar hefja sam-
starf um björgunarmál
TVEIR Islendingar sóttu björgunarráðstefnu á Grænlandi fyrir
nokkru, þeir Magnús Hallgrímsson verkfræðingur og Bjarni Axels-
son tæknifræðingur. För þeirra var liður í samstarfi Landsbjarg-
ar, landssambands björgunarsveita, og Grænlendinga á sviði björg-
unarmála.
Lögreglustjórinn á Grænlandi,
Jens Wacker, kom til íslands sl.
haust í boði Landsbjargar og kynnti
sér íslensk björgunarmálefni. Heim-
sótti hann nokkrar björgunarsveitir,
m.a. á Akureyri, skoðaði búnað
þeirra og kynnti sér þjálfunarmál.
Var þá rætt um að koma á sam-
starfi milli Landsbjargar og Græn-
lendinga á þessu sviði, m.a. um þjálf-
un björgunarliðs.
í framhaldi af þessu barst Lands-
björgu boð frá grænlenskum yfir-
völdum um að sækja ráðstefnu í lok
janúar um björgunarmál í Græn-
landi. Ráðstefnan var haldin í Nuuk,
höfuðstað Grænlands. Til hennar var
boðið til að endurmeta stefnuna í
grænlenskum björgunarmálum og
yfirfara áætlanir sem gerðar hafa
verið. Þátttakendur komu frá dönsk-
um og grænlenskum flugmálayfir-
völdum, hernum og lögreglunni. Þar
af-voru fjórtán manns sem komu frá
Danmörku og höfðu viðkomu á Is-
landi. Skoðuðu þeir m.a. bækistöðvar
Hjálparsveitar skáta í Njarðvík og
Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja-
vík.
Þeir Magnús Hallgrímsson og
Bjarni Axelsson bættust í hóp ráð-
stefnugesta hér á landi, en Ilercules-
flugvél frá danska flughernum flaug
héðan með fulltrúana til Nuuk.
Ráðstefnan stóð í tvo daga og
sögðu íslendingarnir frá því hvernig
staðið er að málum hér á landi.
Kynntu þeir starfsemi björgunar-
sveita Landsbjargar, sem allar eru
byggðar upp af sjálfboðaliðum,
þjálfunarkerfi þeirra og útbúnað.
Sýndu grænlensk yfirvöld því áhuga
að koma upp svipuðum sveitum þar
á landi. Reyndar var nýlega stofnuð
í Syðra-Straumfirði slík björgunar-
sveit áhugamanna, sú fyrsta þar í
landi. Ráðstefnufulltrúar skoðuðu
m.a. nýtt björgunarskip lögreglunn-
ar og Beskytteren, skip dönsku
strandgæslunnar. Eitt af verkefnum
ráðstefnunnar var að ákveða hvaða
búnaður eigi að vera í pökkum semw
varpað er úr flugvélum til nauð-
staddra á Grænlandsjökli eða veiði-
manna á hafísnum. Þá var kynntur
búnaður og gúmbátar sem hægt er
að varpa úr flugvélum niður til skip-
brotsmanna. Ennfremur voru endur-
skoðaðar reglur um leiðangra sem
fara vilja um grænlenskt landsvæði.
Að ráðstefnunni lokinni var höfð
viðdvöl í Syðra-Straumfirði, þar sem
Islendingarnir ræddu við félaga úr
nýstofnaðri björgunarsveit. Ákveðið
var að félagar úr henni kæmu fljót-
lega til íslands til að sækja nám-
skeið björgunarskóla Landsbjargar
í fjallamennsku. Er vonast til að
skólinn geti í framtíðinni aðstoðað
við þjálfun björgunarmanna á Græn-
landi. Þá var ákveðið að tveir fulltrú-
ar frá Grænlandi kæmu á næstunni
til Islands, m.a. til að kynna sér
starfsemi björgunarsveita Lands-
bjargar.