Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 31 Gyða Þ. Þórarins- dóttir - Minning Fædd 6. júlí 1922 Dáin 18. febrúar 1992 Tengdamóðir mín Gyða Þórdís Þórarinsdóttir lést þann 18. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Ekki hvarflaði það að mér þegar við vor- um öll samankomin heima hjá Gyðu og Kidda um jólin, að hún ætti aðeins eftir tvo mánuði ólifaða. Enda var hún alltaf svo bjartsýn þrátt fyrir allt. Þegar ég minnist Gyðu er mér efst í huga elskulegt viðmót hennar þegar ég kom í íjölskylduna fyrir 16 árum. Gyða lærði saumaskap þegar hún var ung stúlka og gerði mikið af því að sauma, enda var hún snilling- ur á því sviði. Á yngri árum starf- aði hún við saumaskap, en seinni árin var saumaskapurinn hennar tómstundagaman. Þær eru orðnar ótalmargar flíkurnar sem hún saumaði á okkur í ijölskyldunni og á sjálfa sig. Gyða hafði mikinn áhuga á rækt- un blóma, aðallega voru það þó rósir sem prýddu gróðurhúsið í Guðbrandsdal. Guðbrandsdalur er sumarbústað- ur þeirra Gyðu og Kidda í Land- broti í Skaftafellssýslu. þar var þeirra paradís enda voru þau þar oftast frá vori og fram á haust. Þar var ávallt opið hús, enda oft gest- kvæmt. I sveitinni undi Gyða sér við ræktun rósa, eða við lækjarbak- kann með veiðistöngina sína. Ég veit að öll barnabörnin eiga sínar góðu minningar úr sveitinni fyrir austan hjá ömmu og afa. Eiginmanni sínum Kristni Guð- brandssyni var hún traustur lífsför- unautur. Kom það vel í ljós þegar Kiddi slasaðist fyrir fimm árum. Kom þá dugnaður hennar best í ljós. Hennar verður nú sárt saknað, en við eigum yndislegar minningar um góða konu. Elsku Kiddi megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Ágústa. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast elskulegrar ömmu minnar, Gyðu Þórdísar Þórarinsdóttur, er lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 18. febrúar síðastliðinn. Elsku amma er dáin, þetta eru þungbær orð sem erfitt er að sætta sig við. Því fyrir rétt þremur mánuðum hringdi amma alveg fjallhress og bað mig að koma með sér í bæinn, við fórum af stað ég, amma og Doddi Reynir sonur minn, ekki í fyrstu, ekki í aðra og ekki í þriðju bæjarferðina saman og enduðum í kaffi inní Kringlu. Hvern hefði grunað að amma gengi með illvígan sjúkdóm þá. 20. desember síðastlið- inn fékk amma að vita hvers kyns var og rétt tveimur mánuðum síðar er hún dáin. Hún barðist hetjulega og ætlaði svo innilega að sigra í þessari baráttu en að lokum lét lík- aminn undan og er hún nú í góðum höndum hjá Guði. Það er svo margs að minnast, við amma vorum mjög góðar vin- konur, við hlógum saman og grétum saman. Það má segja að ég hafi verið með annan fótinn inní Norður- brún hj,á ömmu og afa frá því að ég var smá stelpa og þar til ég hóf mína sambúð með eiginmanni mín- um. Hún passaði mig og ég hana því ávallt er afi þurfti að skreppa frá í einn eða tvo daga bað hann mig um að vera hjá ömmu, hann vildi ekki skilja hana eina eftir í húsinu. Þetta lýsir kannski þeirra hjónabandi betur en orð fá lýst, þau voru afskaplega vel samstillt og sámhent og hugsuðu vel um hvort annað. Síðastliðin fimm ár hafði amma hjúkrað og sinnt afa af eins mikilli nærgætni og hugsast getur og er hann var á spítala þá fór hún ávallt til hans einu sinni til tvisvar á dag. Hún var einstaklega hjálp- söm, hugrökk og góð kona og vildi öllum fyrir bestu og leið fyrir það ef einhver átti bágt eða ef eitthvert ósætti var. Nú síðustu árin voru amma og afi að mestu leyti allt sumarið fyrir austan og það var sem paradís á jörðu að komast austur til þeirra hvort sem maður var krakki með pabba og mömmu eða fullorðinn með sína eigin íjölskyldu. Alltaf var tekið á móti manni og bestur var maturinn hennar ömmu í sveitinni. Úr Guðbrandsdal er margs að minn- ast þar tók maður sín fyrstu skref í veiðimennsku og hvað maður var stoltur af litlu veiðistönginni og fá að fara ein niður að læk að veiða. Já, það verður tómlegt að koma austur en með góðri hugsun um góða konu fyllum við bústaðinn af gleði og minnumst góðu tímanna með ömmu í sælureit sínum, annað hvort umvafín rósunum sínum eða niður við læk með stöngina að renna fyrir físk. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku afi, ég bið algóðan Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Gyða Þórdís Þórarinsdóttir. Það er komið að því að kveðja í hinsta sinn. Kveðja sem fær þó ekkert andsvar heldur hverfur út í tómið. Tóm orð sem vilja segja svo miklu meira, en hugurinn einn þekkir þeirra dýpstu merkingu og sveipar minningamar blaktandi gylltum blæ. Minningar sem við varðveitum í hjaita okkar og huga þar til spor okkar hverfa síðan héðan eins og sporin hennar tengdamóður minnar Gyðu Þórdísar Þórarinsdóttur. Ég kynntist henni fyrir 15 árum. Hún birtist mér sem glæsileg, góð og göfuglynd kona. Við nánari kynni fengu þessi lýsingarorð dýpri og sannari merkingu og vöktu um leið hjá mér virðingu og þakklæti í hennar garð. Ég gat sagt hreykin og með sanni að ég ætti yndislega tengdamóður. Hún tók mér strax opnum örmum og lokaði þeim aldr- ei. Þessum sömu örmum hélt hún utan um fjölskyldu sína, umvafði hana ástúð sinni, hlýju og um- hyggju og gætti hags hennar eins og hún var megnug. Samheldni fjöl- skyldunnar var henni mikils virði. Hún elskaði barnabörnin sín og sóttist eftir því lífi og þeim hreina krafti sem börnum fylgir, hún kall- aði það að „fá líf í húsið“, og sótt- ust dætur mínar þijár eftir því að uppfylla þá löngun hennar. Eftir- sóknarvert þótti líka að fara í „sveitina hennar ömmu“, sem svo var ætíð nefnd af þeim. Sveitina fyrir austan, Tunga í Landbroti, þar sem amma og afi höfðu byggt sinn sælureit í Guðbrandsdal. Afinn ræktaði fiskinn og amman rósirnar. Rósirnar sem henni þótti svo vænt um, þessi fallegu blóm með sína þyrna. En þrátt fyrir gleði hennar af rósarækt er ekki hægt að segja að líf hennar hafi allt ver- ið dans á rósum og þurfti hún að kenna á hvössum þyrnum lífsins. Þegar eftirlifandi eiginmaður hennar Kristinn Guðbrandsson slas- aðist fyrir 5 árum stóð hún keik og sterk við hlið hans og gaf sjálf- sagt meira af sér en hún hafði sjálf gott af í því stríði. Því mun engum dyljast hve mikið hann hefur misst og hversu mjög hann á um sárt að binda nú. En hún hefði ekki viljað hafa það öðruvísi, hún gerði það sem í hennar valdi stóð og gat því verið sátt við guð og menn. Það var hennar aðal að vera öðrum stoð og stytta. Við sem megnum svo lítils í þess- um heimi megum því vera þakklát fyrir þá ánægju og það yndi sem Gyða veitti okkur. Hún var sterk kona, sterk á lík- ama og sál og staðráðin í að berj- ast gegn þeim sem engum vægir, því hún vildi sigra. Henni fannst hún eiga eftir að gera svo ótal margt 'stil að fegra og bæta það líf sem okkur er gefið. Hún veitti af sjálfs sín auði'1 til hinstu stundar. Ég mun ætíð minnast elsku tengdamóður minnar. Sigriður Gunnarsdóttir. Við bræður viljum minnast ömmu okkar, Gyðu Þórdísi Þórarinsdóttur, sem lést þann 18. febrúar síðastlið- inn úr illvígum sjúkdómi, sem fyrst gerði vart við sig í enda nóvember 1991. Amma er farin og kemur ekki aftur nema með minningum sem eru æði margar og góðar. Guð- brandsdalur þar sem við barnabörn- in vorum oft á yngri árum verður ekki sá sami eftir fráfall elsku ömmu okkar. Hún kenndi okkur svo margt, meðal annars að hnýta færi og styggja ekki fiskinn, amma var mikil veiðimanneskja og hafði unun af því að dorga við lækinn. Heimili ömmu og afa í Norður- brún var ávallt opið öllum og ekki síst okkur bamabömunum. Hún var mikið jólabarn og þegar líða fór að jólum gátum við krakkarnir vart beðið eftir aðfangadegi jóla, þá var alltaf farið til þeirra og skipst á kveðjum og gjöfum. Nú síðustu jól voru erfið sökum veikinda ömmu, en hún var hörð og vildi fá alla fjölskylduna sem er stór til sín eins og vant var, og hélt hún sitt jólaboð með dyggri hjálp allra ijölskyldumeðlima. Guð blessi minninguna um ömmu okkar og styrki elsku afa í sinni miklu sorg. Sveinn R. Þórarinsson Kristinn G. Þórarinsson. t Frændi minn, SIGURJÓN SIGMUNDSSON, Hrafnistu, áður til heimilis á Njálsgötu 77, Reykjavik, andaðist 23. febrúar. Jarðarförin fer fram frá kapellunni 3. mars kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Fossvogi þriðjudaginn Jón Sigurðsson. t Systir mín og mágkona, VIKTORÍA JÓNSDÓTTIR, áöurtil heimilis á Hringbraut 82, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru beðnir að láta Slysa- varnafélag íslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður M. Jónsson, Guðlaug L. Gísladóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SUMARLÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Völvufelli 44, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmudaginn 27. febrú- ar, kl. 15.00. Guðfinna Birna Colty, Ólafur Jónsson, Árni Jónsson, Una K. Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson og barnabörn. Drew Colty, Birna I. Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Valmundur Guðmundsson, t Innilegar þakkarkveðjur sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og útför VIGDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Sleitustöðum, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Fjölskyldan. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU MAGDAL SIGURÐARDÓTTUR, Reynimel 90. Guðjón Simonarson, Gróa Guðjónsdóttir, Gunnar Jónsson, Baldur Guðjónsson, Hertha Andersen, Sigurður Guðjónsson, Kristín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, HALLDÓRS H. JÓNSSONAR. Margrét Garðarsdóttir, Garðar Halldórsson, Birna Geirsdóttir, Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir, Margrét Birna Garðarsdóttir, Helga Marfa Garðarsdóttir, Halldór Haukur Jónsson, Jón Gunnar Jónsson, Margrét Halldórsdóttir, Áslaug Þóra Halldórsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Kristvaldur Eíríksson, Guðbjörg Einarsdóttir, Karl Guðnason, Concordía Konráðsdóttir, Kristján Friðriksson, börn og barnabörn. Lokað Fyrirtæki okkar verður lokað í dag, fimmtudaginn 27. febrúar, frá kl. 12.00, vegna jarðarfarar GYÐU ÞÓRDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Björgun hf., Sævarhöfða 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.