Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 15 dáða og faglegs metnaðar. Vestanhafs hafa 300-500 níma sjúkrahús þótt hentug rekstrareining og flest ný sjúkrahús _þar eru ein- mitt af þeirri stærð. Á Landakots- spítala eru nú um 130 rúm sem að flestra mati er of lítil eining til að sinna bráðaþjónustu á hagkvæman hátt. í Fossvogi eru nú 287 rúm, en skv. skipulagi nefndar heilbrigðisráð- herra er gert ráð fyrir 355 rúmum þar eftir sameiningu við Landa- kotsspítala sem er nærri hentugustu rekstrareiningu. Stærri einingar en 500 rúm eru almennt taldar óhentugri, en þannig myndi verða með sameiningu stærstu sjúkrahúsanna tveggja, Landspítala og Borgarspítala. Ef Landspítali og Borgarspítali væru sameinaðir kæmi hér reglulegt stórsjúkrahús, sýnu stærra en ofangreind viðmið eru, með öllum þeim ágöllum sem stórum stofnunum fylgja. Þvílíkt sjúkrahús yrði hið eina sinnar tegundar í land- inu, án aðhalds af samanburði við aðra svipaða stofnun. Valkostir margra sjúkrahúsa yrðu engir og að auki yrði valkostur margra starfs- manna aðeins einn vinnuveitandi. Sérhæfing sjúkrahúsanna er nú þegar umtalsverð. Enginn hefur enn komið fram með fullgild rök fyrir því að hámarks árangri verði ekki náð í framtíðinni með skynsamlegri skiptingu verkefna milli tveggja sjúkrahúsa þegar um er að ræða sjaldgæfa sjúkdómaflokka eða þar sem yfirmáta dýrs tækjabúnaðar er krafist. Lokaorð Með sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala næst heppileg sjúkrahússtærð og jafnræði gagn- vart Landspítala, sem mun stuðla að æskilegum og hvetjandi saman- burði milli sjúkrahúsanna. Bent hef- ur verið á að fjárfesting í slíkri sam- einingu skili sér fljótt og valmögu- leikar sjúklinga og starfsfólks varð- veitist. Ef sameining Borgarspítala og Landakotsspítala nær fram að ganga, mun hún skila bæði faglegum og fjárhagslegum ávipningi. Höfundur er formaður læknaráðs Borgarspítalans. skólagerð sem veitti sem breiðustum getuhópi þjónustu sína. í raun öllum þeim sem rétt hefðu á að stundá, nám á framhaldsskólaStiginu.\ Heyrt hef ég merka skólametin segja að þessi tilraun hafi misheppnasf) eða a.m.k. sé þessi skólagerð í kreppu. Ég er sammála því að fjölbrautaskólarnir eru í kreppu. Það sést á því að braut- irnar sem þar blómstra eru hefð- bundnar bóknámsbrautir sem leiða til stúdentsprófs og hefðbundnar iðn- brautir. Stuttar starfsbrautir í tengslum við atvinnulífið og þá helst margvísleg þjónustustörf hafa ekki fest þar rætur. Hveiju er um að kenna? Mitt svar er að hér á landi hefur ekki enn orðið sú hefð um menntun starfa í þjónustu eins og tíðkast í löndunum í kring um okk- ur. Þetta er að mínu mati mjög alvar- legt vandamál sem stjórnvöld, hags- munaraðilar í atvinnulífinu og menntakerfið þurfa að finna lausn á, annars hljótum við að lenda í vand- ræðum með vaxandi samvinnu við önnur lönd. Niðurlag í mínum huga er menntaskólinn þjoðfélagsleg stofnun eins og t.d. alþingi. Eins og kunnugt er voru þar báðar þingdeildir sameinaðar í eina til að svara kröfum tímans. Mér fínnst því eðlilegt að til skólans séu gerðar kröfur um afköst og gæði, sem og til annarra þjóðfélagsstofn- ana. En fyrst og fremst á mennta- skólinn þó að veita þá þjónustu sem samfélagið þarfa á að halda á hveij- um_ tíma. Ég tel orðið mjög brýnt að hlut- verk menntaskólans verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. í raun tel ég að við í MH höfum hafið það verk með breytingutn á brautarlýs- ingum og auknu valfrelsi nemenda. Mér finnst alls ekki sjálfgefið að menntaskólinn, sem þjóðfélagsleg stofnun, hafi fengið á sig endanlega mynd með lögum um menntaskóla frá 1970. Sala rauöa nefsins þetta ár er til styrktar afreksfólki okkar sem stefnir á þátttöku í ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Þau unnu stórsigra fyrir hönd íslands í Seoul -vinnum með þeim núna kaupum rautt nef af sölufólki og berum það á öskudag. OLYMPIUNEFND FATLAÐRA Höfundur er kennari í félagsfræði við MH og situr í stjórn skólnns sem annaraf fulltrúum kennara. H&SNÚAUaÝ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.