Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1992 38 ttCfc/IAIIfi Engan æsing. Mér tókst þó að vinna húsið og þig aftur... Ast er... "t-2 . .. a ðgefa sértíma til að slaka á saman. TM Reg. U.S Pat Off — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate 20f KA<«-J Tengdamamma þín vill tala við þig... BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Framtíð Fæðingar- heimilis Reykjavíkur Frá Ingibjörgu S. Einisdóttur: Málefni Fæðingarheimilis Reykjavíkur hafa nokkuð verið til umfjöllunar undanfarið. Stjórnvöld hafa ákveðið að færa rekstur þess frá Borgarspítalanum og setja hann undir hatt Ríkisspítala. Þessi ákvörðun var tekin án nokkurs sam- ráðs við ljósmæður og lækna Fæð- ingarheimilisins. Hæstvirtur heil- brigðisráðherra, Sighvatur Björg- vinsson, lét þau orð falla í umræðu á Alþingi, að hann hafi falið læknum Landspítalans að ákvarða hvernig þessi starfsemi yrði í framtíðinni. Hann tók það sérstaklega fram að hann treysti þeim fullkomlega að ákveða þetta. Þessi ummæli ráð- herra eru lýsandi um hvernig tekið er á málefnum kvenna, en Fæðing- arheimilið er málefni kvenna, þau eru sett í hendur karki! Heilbrigðisráðherra veit ef til vill ekki að ljósmæður taka á móti börn- um á íslandi og bera ábyrgð á öllum eðlilegum fæðingum. Það hefði því verið eðlilegt að hann leitaði ráða hjá ljósmæðrum en ekki bara lækn- um, þegar ákvarða ber framtíð fæðingarhjálpar fyrir meirihluta ís- lenskra kvenna. Það er líklega erfitt fyrir Sighvat og aðra karlmenn að gera sér grein fyrir hversu mikilvægur atburður fæðing er í lífi hverrar konu. Fæð- ing er ekki eins og skurðaðgerð, sem heppilegast er að fari fram á sjúkra- húsi. Fæðing er mjög persónulegur atburður og andleg líðan móðurinn- ar í fæðingu getur haft úrslitaáhrif á gang hennar. Það hentar ekki öll- um konum að fæða á hátækni- sjúkrahúsi og það eru mannréttindi að konur hafi val um hvar þær fæða börn sín. Meirihluti kvenna á Stór-Reykja- víkursvæðinu kýs að fæða á Land- spítalanum og sýnir það hversu vel hefur tekist að skapa konum gott fæðingarumhverfi á hátæknisjúkra- húsi. En tæplega 500 konur á ári kjósa að fæða á Fæðingarheimilinu, sem er önnur stærsta fæðingar- stofnun landsins. Er Landspítalinn í stakk búinn að taka við þessum fæðingum? Verður þá unnt að tryggja konum áfram gott fæðinga- rumhverfi og tryggja öryggi kvenna í áhættufæðingum? Aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa sparnað að leiðarljósi. Hins vegar á ég erfítt með að skilja að það leiði til spamaðar að láta allar fæðingar fara fram á hátæknisjúkrahúsi. í þeim löndum, sem við berum okkur saman við, hefur undanfarin ár ver- ið stefnt að því að fjölga litlum fæðingarstofnunum og fækka fæð- ingum á hátæknisjúkrahúsum. Varla er það gert í þeim tilgangi að auka kostnaðinn! Fæðingarheim- ili Reykjavíkur var langt á undan sinni samtíð og loks þegar aðrar þjóðir eru að uppgötva gildi slíkra fæðingarheimila, þá virðist stefnt að því að leggja Fæðingarheimilið hér niður. Nú hefur verið tryggt að Fæðing- arheimilið verður rekið áfram til áramóta, m.a. með því að nota fé sem átti að fara í endurbætur á kvennadeild Landspítalans. Með þessu er ákvörðun um framtíð Fæð- ingarheimilisins slegið á frest, en brauðfótum er tyllt undir rekstur þess til bráðabirgða. Ég skora á hæstvirtan heilbrigð- isráðherra að endurskoða afstöðu sína til Fæðingarheimilisins. Ég skora á hann að efla Fæðingarheim- ilið í núverandi mynd, tryggja því varanlegan rekstrargrundvöll og tryggja vaxtarmöguleika til þess að stuðla að sem hagkvæmustum rekstri þess. Og ég skora einnig á heilbrigðisráðherra að hafa ljós- mæður með í ráðum þegar ákvarð- anir er varða fæðingarhjálp eru teknar, þó að við séum bara konur. INGIBJÖRG S. EINISDÓTTIR Eskihlíð 12b Reykjavík Hvað má vitleysan fljúga hátt? Frá Jens í Kaldalóni: Einhvers staðar sá ég eða las um daginn að skattstjórinn í Vestur- landsumdæmi hefði ekki getað sent út skattagögnin fyrir því að ekki voru til peningar fyrir undirborgun- inni í póstinum, og hálfa milljón hefði kostað að senda þau út. Ekki skal ég rengja þá sögu að rétt sé, en ef að meðaltal væri nú tekið af skattaumdæmunum átta, þá gæti nú þetta lítilræði kostað bara 4-5 milljónir króna, nema að meira gæti verið. En ekki ætti nú að verða mik- ið ódýrara að senda þau aftur til baka, og er þá burðargjaldið komið í 8-9 milljónir. En hvað skyldi þá allur pappírinn og prentunin á klabb- inu öllu kosta? Ég er hér atvinnurekandi auðvitað með nokkrar kýr í fjósi, og á að skila mánaðarlega kaupgjalds- og tryggingaskýrslu. Þessar skýrslur eru í þremur eintökum, og verða því 36 eintök á ári. Hvert eintak í fjór- riti, eða 144 blöð. Hvert eintak kem- ur í þremur umslögum, sent til báka í þrem umslögum, og kvittun til baka í þrem umslögum, eða níu sendingar á mánuði akkúrat 108 sendingar á ári — sinnum 30 kr. á hvert bréf, eða kr. 3.240 burðar- gjald á ögnina þá ama bara af þessu eina atriði á búskapnum hjá kot- bóndanum á Kirkjubæ. Var einhver að tala um að það þyrfti að spara á íslandi og mér er nær að halda, að þó maður taki að sér að skila öllum framtalsgögnum í Vesturlandsskattaumdæmi, þá hefði sá maður nokkuð góðar tekjur að fá hálfa milljón fyrir það, jafnvel þótt hann færi gangandi um hérað- ið. Og mér dettur í hug: af hveiju er ekki boðið út á verktakamarkaði að koma skattaskránum til viðtak- enda á öllu landinu. Ja, mínir elskulegu. Getur nokkur lifandi maður látið sér detta í hug að innleiða þá andsk. vitleysu á öllum sviðum sem viðgengst hér í landi, sem dælt er útí þjóðarlíkamann á hinum ótrúlegustu hlutum. Eða hvað má vitleysa fljúga hátt í allar áttir, svo tekið sé eftir því, hvað hún er vitlaus. JENS GUÐMUNDSSON Kirkjubæ ísafirði HÖGNI HREKKVf SI Víkverji skrifar að eru ánægjulegar fréttir sem landsmenn fá nú mánuð eftir mánuð af þróun verðlags. Nýjustu tölur sýna að lánskjaravísitala marsmánaðar er lægri en vísitalan sem gilti í nóvember á síðasta ári og hækkunin síðustu sex mánuði hefur verið innan við 1%. Bygging- arvísitalan lækkar annan mánuðinn í röð og framfærsluvísitalan nú er litlu hærri en sú sem gilti í nóvem- ber þrátt fyrir að opinberar hækk- anir og gjöld fyrir ýmsa opinbera þjónustu séu komin inn í vísitöluna. Þetta eru ótrúlegar tölur hvort sem litið er lengra eða skemmra aftur í tímann og takist að halda verðbólgu á svipuðum nótum í framtíðinni á það örugglega eftir hafa djúptæk áhrif á íslenskt sam- félag. xxx Abyrgðarleysi í efnahags- og fjármálum hefur þrifist í skjóli verðbólgu undangenginna ára og áratuga, eins og Víkveija fínnst að hafi æ betur komið í ljós. Það á bæði við um fjármál opinberra að- ila, ýmsar fjárfestingar einkafyrir- tækja og fjármál einstaklinga. Það endurspeglast í að opinberar stofn- anir hafa ítrekað farið fram úr fjár- veitingum án þess að það hafi þótt tiltökumál til skamms tíma, oft virð- ist skorta á að nægilegt tillit sé tekið til arðsemissjónarmiða við margar fjárfestingar einkafyrir- tækja og almenningur hefur átt í erfiðleikum með að halda áttum í verðlagi sem hefur tekið stöðugum hækkunum. xxx að er trú Víkveija að íslending- ar séu rétt að byija að njóta ávaxtanna af stöðugu verðlagi. Það sýna meðal annars þær lækkanir sem hafa orðið á framfærslu- og byggingarvísitölu á síðustu mánuð- um. Þrátt fyrir hækkanir á ýmsum liðum vísitalnanna hafa lækkanir á öðrum liðum þeirra orðið til að vega þar fyllilega upp á móti og það þótt kjarasamningar hafí verið laus- ir, óvissa í efnahagsmálum og vext- ir verið mjög háir. Gott dæmi eru verðbreytingar á matvöru á síðasta ári. Verðlag á þeim hefur nánast staðið í stað að meðaltali og marg- ar þeirra hafa Iækkað í verði. Mik- il.samkeppni og betra verðskyn al- mennings hafa væntanlega séð til þess. A sama tíma hækkaði ýmis þjónusta talsvert umfram verðlags- hækkanir, eins og kom fram í könn- un sem birt var nýlega. Almenningur eyðir stærstum hluta tekna sinna í nauðsynjar og því er eðlilegt að aukið verðskyn vegna stöðugs verðlags komi fyrst fram þar. Þegar lengra líður fer það að í auknum mæli að hafa áhrif á önnur nauðsynleg útgjöld fjöl- skyldna, ef við berum gæfu til að varðveita þennan til þess að gera nýfengna stöðugleika. í huga Vík- veija er það engum vafa undirorpið að þannig verður hag almennings best borgið og yfirgnæfandi vilji er til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.