Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 Útlit fyr- ir skort á kartöflum MATTHÍAS Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ágætis hf, segir að stefni í skort á íslensk- um kartöflum í sumarbyrjun. Orsökina rekur hann til myglu er herjaði á kartöflur sunnan- lands síðastliðið haust. í venjulegu árferði er að sögn Matthíasar ekki óeðlilegt að beri á skorti á kartöflum en fram eftir síðastliðnu sumri var útlit fyrir mjög góða kartöfluuppskeru. Um haustið varð hins vegar vart við myglu sunnanlands er hafði þær afleiðingar að uppskeran rýrnaði töluvert. Matthías sagðist reikna með að bera færi á skorti á íslenskum kartöflum í júní en í meðalári er ný uppskera tekin upp í ágústbyij- un. Til þess að brúa bilið verða væntanlega fluttar inn kartöflur í sumarbyijun frá Mið-Evrópu en seinna frá suðlægari slóðum. Morgunblaðið/Þorkell Einar H. Einarsson með skjálftaritið á dvalarheimiliu. Verðir afhentu vegfarendum miða þar sem þeir gerðu grein fyr- ir sér áður en haldið var á sandinn. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur um skiálftahrinuna í Mýrdaisjökli; Brýnt að vera vel á verði Hringveginum lokað um Mýrdalssand vegna veðurs og hættu á Kötluhlaupi FIMM jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli aðfaranótt miðviku- dagsins. Skjálftarnir voru á bilinu 2'/2-3 á Richter-kvarða. Hringveginum var lokað um Mýrdalssand, einkum vegna slæms skyggnis og vonskuveðurs en einnig vegna hættu á Kötlu- hlaupi. Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur, segir að skjálftahrinan brýni menn til að vera enn betur á verði en ella varðandi hugsanleg eldsumbrot í Kötlu. Upp úr hádegi var vegurinn opnaður að nýju en varsla var höfð við Kötlugarða fram eftir degi þannig að vitað var hveijir fóru um sandinn. Hreppurinn hefur látið reisa svonefndan Kötlugarð skammt austan kaup- staðarins til varnar hugsanlegu Kötluhlaupi. Katla gaus síðast 1918. Ragn- ar sagði að Kötlugos kæmu að jafnaði á 40-60 ára fresti. 1978 voru liðin sextíu ár frá síðasta Kötlugosi og sagði Ragnar að búast mætti við eldsumbrotum hvenær sem væri. Hins vegar þýddi skjálftahrinan í gær ekki endilega að eldsumbrot væru yfirvofandi næstu daga. „Þetta var ekki mikil hrina, en það hef- ur verið ansi kyrrt á þessu svæði undanfarin ár. Miðað við það er þetta eftirtektarvert. Hrinan kemur líka utan við þann tíma sem algengast er að sjá jarð- skjálfta á þessu svæði, eða á haustin. Allir jarðskjálftar þarna eru tengdir við breytingar í kviku,“ sagði Ragnar. Einar H. Einarsson, sem fylg- ist með jarðskjálftamæli á dval- arheimili aldraðra í Vík, varð strax var við þessa skjálfta í fyrstu. Á mælinum hans voru þeir þó ekki nema um 1 stig á Richter, „enda kom skekkja í jarðskjálftamælinn í skruggu- veðrinu í fyrradag," sagði Einar. Hann taldi hins vegar enga ástæðu til þeirra ráðstafana sem gripið var til í gær. „Þetta voru þrír smáskjálftar. Fyrir tíu árum hefðu menn ekki litið á þetta. Hún hefur tekið upp á því síð- ustu árin að gera ekki neitt, en áður fyrr voru svona skjálfta- hrinur árvissar," sagði Einar. Kaffiboð borgarinn- ar fyrir 100 ára og eldri BORGARSTJÓRI Reykja- víkur býður þeim íbúum Reykjavíkur sem verða 100 ára eða eldri á þessu ári til kaffisamsætis í Höfða á laugardag. Tilefnið er það að íbúar Reykjavíkur eru orðnir 100 þúsund, og er búist við 10-14 gestum í kaffiboðið. Borgaryfírvöld gangast fyr- ir hátíðarhöldum í Reykjavík á laugardaginn, hlaupársdag, í tilefni af þeim áfanga að íbú- ar eru orðnir 100 þúsund. Verður dagskráin sniðin að því að sem flestir borgarbúar geti tekið þátt í hátíðarhöldunum. Deilt á hugmyndir VSI um tekjuskattshækkun á samningafundi: VSÍ leggur ekki til hækk- anir á sammngstímamim Verkfallshótanir breyta því ekki að launahækkanir eru útilokaðar, segir formaður VSÍ ALÞÝÐUSAMBAND íslands deildi hart á vinnuveitendur á samninga- fundi hjá ríkissáttasemjara í gær vegna tillagna þeirra um hækkun tekjuskatta, en á fundi með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar á mánudag fóru þeir fram á að álögum yrði létt af atvinnulífinu í stað þess að gripið yrði til gengisfellingar. Fundinum lauk með því að vinnuveitendur gáfu út yfirlýsingu um að þeir myndu ekki leggja til skattahækkanir á yfirstandandi samningstímabili og hefur nýr fundur í kjaradeilunni verið boðaður á þriðjudaginn kemur. Landssambönd ASÍ hafa nú til athugunar aðgerðir til að knýja á um samninga í kjölfar þeirrar af- stöðu framkvæmdastjórnar Verka- mannasambands Islands að leita eftir samstöðu við önnur launþega- samtök um aðgerðir til að knýja á um samninga, en það varð niður- LÍ og sparisjóðir bæta við út- lánaHokki með hærri vöxtum Algengustu vextir óverðtryggðra útlána hjá Landsbank- anum 15,75% og verðtryggðra útlána 10,75% LANDSBANKI íslands og sparisjóðirnir hafa bætt við flokki útláns- vaxta í kjörvaxtakerfinu, svonefndum d-flokki. Hann er með 2,75% álag á kjörvexti verðtryggðra og óverðtryggðra lána hjá Landsbank- anum. Alagið er 3% á verðtryggða kjörvexti í sparisjóðunum og 3,25% á vexti óverðtryggðra lána. Jafnframt er algengasti flokkur útláns- vaxta í Landsbankanum nú c-flokkur sem er með 0,5% hærra vaxtaá- lag á kjörvexti en b-flokkur, sem var áður algengasti útlánaflokkur- inn og er það í öðrum bönkum og sparisjóðum samkvæmt upplýsing- um Seðlabanka Islands. Verðtryggðir vextir í d-flokki eru í Landsbankanum og sparisjóðun- um 11,25% og óverðtryggðir vextir 16,25% í Landsbanka en 14,75% í sparisjóðunum. Verðtryggðir vextir samkvæmt c-flokki eru 10,75% og óverðtryggðir vextir samkvæmt c- flokki í Landsbankanum eru 15,75%. Aðrir bankar hafa ekki d-flokk. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir að verið sé að taka aftur upp d-flokk- inn, Sem hafi verið við lýði fyrir nokkrum mánuðum. Mönnum hafi þótt þetta of flókið kerfið og þess vegna fækkað um flokk. Nú sé hins vegar þörf á að auka bilið milli bestu og lökustu kjara á útlánum hjá bankanum og þetta sé hluti af viðleitni til þess. Að auki séu fyrir- hugaðar breytingar á reglum um eigið fé banka þar sem meira tillit sé tekið til áhættuflokkunar útlána og því telji menn nauðsynlegt að fjölga flokkum aftur. staðan af fundaherferð um landið sem forystumenn VMSÍ fóru í. Ein- ar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, sagði aðspurður að það sé af og frá að samið verði við launþegahreyf- inguna um einhveijar kauphækkan- ir í þeirri stöðu sem atvinnulífið sé í núna og hótanir um verkföll breyti þar engu um. Einar Oddur sagði að svigrúmið væri ekkert og það skipti öllu fyrir atvinnulíf og launafólk að það tæk- ist að varðveita þann stöðugleika sem hefði ríkt. Það væri eina leiðin til að forða hér atvinnuleysi í meira mæli en við hefðum áður þekkt. Hann væri sannfærður um að það væri hægt að halda hér verðbólgu í núlli og jafnvel að ná fram verð- hjöðnun. Hann sagði að á fundinum með forsvarsmönnúm ríkisstjórnarinnar hefðu vinnuveitendur mælt gegn hugmyndum um að gengisfelling væri einhver lausn á þeim vanda sem við væri að glíma í atvinnulíf- inu. Gengisfelling væri ekki not- hæft ráð því áhrif hennar gufuðu strax upp. Hins vegar yrði raun- gengið að lækka til þess að atvinnu- reksturinn hætti að tapa peningum og safna skuldum. Leiðin til þess væri að lækka raunvexti miklu hraðar og meira en sérfræðingar ríkisstjórnarinnar héldu fram, en það hefði gífurlega þýðingu varð- andi það að halda uppi atvinnulíf- inu. I öðru lagi væri það rétt að vinnuveitendur hefðu sagt að það yrði að ná niður neyslu í landinu og ef ríkisstjórnin lækkaði kostnað- arskatta hjá atvinnurekstrinum væri augljóst að hún yrði að fá ein- hveijar aðrar tekjur í staðinn. Hann sagðist ekki vita í hvaða jarðveg þessar tillögur hefðu fallið, en þetta væru þau ráð sem VSÍ hefði- bent á en ekki gengisfelling. Hann sagði að það væri ekki til í dæminu að Vinnuveitendasam- bandið semdi um kauphækkanir nú, það væri fráleitt. Hér væri atvinnu- líf að leggjast saman og það skipti ekki máli hvort kaupmáttur væru 1-2% meiri eða minni, heldur skiptu atvinnutekjur fólks máli. „Hvað gerir maður sem missir vinnuna? Hann fær atvinnuleysisstyrk í hálft ár eða svo og hann missir 50-70% af tekjunum sínum. Það eru at- vinnutekjurnar sem skipta máli þegar upp er staðið," sagði Einar Oddur. Hann sagði að hótanir Verka- mannasambandsins um verkföll breyttu engu um þessa afstöðu. „Það er hörmulegt af þeim að láta sér detta í hug að ætla að fórna hagsmunum umbjóðenda sinna í slíkan darraðardans sem ekkert býr á bak við. Þetta eru forkastanlegar hugmyndir og við munum fara gegn þeim af fullri einurð. Við höfum lagt fram áætlanir um hvernig hægt er að gera þetta og það þýð- ir ekkert fyrir þá að veigra sér við því. Gömlu leiðirnar, þessar „léttu og ljúfu“ þar sem ekki er horfst í augu við vandann, verða ekki fam- ar. Þeir fá ekki að gera sjálfum sér og þjóðinni það,“ sagði Einar Oddur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.