Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992
Mælsku-
keppni í MR
FRAMTÍÐIN í Menntaskólanum
í Reykjavík gengst fyrir mælsku-
maraþoni í dag, fimmtudaginn
27. febrúar, í Hinu Húsinu Braut-
arholti. Nemendur skólans ræða
samfellt í 12 klukkustundir frá
kl. 13-1. Þetta maraþon er aðalfj-
áröflun Framtíðarinnar i ár og
verður ágóðanum veitt í sjóð fyr-
ir 110 ára afmæli félagsins á
næsta ári.
Klukkan 20 verður haldin
skemmtun á vegum Framtíðarinnar
á sama stað. Verður þar ýmislegt
til gamans gert svo sem ræðu-
keppni milli kennara og nemenda,
einvígi milli ræðuskörunga og úrslit
í einstaklingsræðukeppni skólans.
Einnig les Þórarinn Eldjárn upp úr
verkum sínum og árshátíðarlag
Framtíðarinnar verður frumflutt.
(Fréttatilkynning)
------»44------
Skólaútvarp á
Grundarfirði
Grunnskólanemendur á
Grundarfirði munu reka sér-
staka útvarpsstöð í dag og á
morgun, föstudag, frá klukkan
09 til 17 báða dagana. Þeir út-
varpa á FM 103,7 tónlist, fréttum
og auglýsingum, sagði einn að-
standenda stöðvarinnar í samtali
við Morgunblaðið.
Krakkarnir sem reka stöðina og
hafa fengið sendinn að láni frá
Pósti og síma, selja auglýsinguna
á 500 krónur mínútuna. Þeir hyggj-
ast senda út fréttir frá Grundarfirði
og nágrenni. Að stöðinni standa um
60 krakkar.
-----» 4 ♦----
Fræðslufund-
ur um starfs-
lok aldraðra
UPPLÝSINGA- og fræðslufund-
ur fyrir fólk frá 60 ára aldri
verður haldinn laugardaginn 29.
febrúar frá kl. 13.00-17.30 á
Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
Reykjavík.
Fjallað verður um breytingar sem
fylgja þessu æviskeiði, húsnæðis-
mál, þjónustuíbúðir, tryggingamál,
fjármál, heilsuna o.fl. Leiðbeinandi
er Þórir S. Guðbergsson félagsráð-
gjafi.
Skráning fer fram á skrifstofu
Rauða krossins.
Séra Magnús Björnsson leiðbein-
andi á námskeiðinu.
■ NÁMSKEIÐ um óhefðbundn-
ar lækningaaðferðir, nýöldina og
kristna trú verður haldið í safnað-
arheimili Áskirkju laugardaginn
29. febrúar nk. Þar verður fjallað
um ýmsar tegundir óhefðbundinna
lækninga, sem tengjast nýöldinni
svokölluðu. Leiðbeinandi er séra
Magnús Björnsson en hann er
starfsmaður KFH. Hann hefur fjall-
að um þetta efni á heilbrigðisstofn-
unum, í skólum og kirkjum. Nám-
skeiðið hefst kl. 10 f.h. og stendur
til kl. 14.30 með stuttu matarhléi.
\y£ ■ Ik r pra^HHH ÍJ
Ragnheiður Vala Hólmdís Ragna Pálína Sigrún Rut Lovísa Bergþóra Rós
M p
Anna Sigríður Berglind Heiðný Helga Svanhildur Margrét Sunna Unnur Anna
Fegurðarsamkeppni Norðurlands:
Tólf stúlkur keppa um titilinn
TÓLF stúlkur taka þátt í Feg-
urðarsamkeppni Norðurlands
1992 sem haldin verður í Sjal-
lanum á Akureyri annað
kvöld, föstudagskvöldið 28.
febrúar. Þar verður valin
stúlka sem verður fulltrúi
Norðurlands í Fegurðarsam-
keppni íslands sem fram fer
í Reykjavík í vor.
Stúlkurnar sem taka þátt í
keppninni eru: Ragnheiður Vala
Arnardóttir, Akureyri, Hólmdís
Benediktsdóttir, Akureyri, Pá-
lína Sigrún Halldórsdóttir, Tjör-
nesi, Rut Tryggvadóttir, Akur-
eyri, Lovísa Sveinsdóttir, Akur-
eyri, Bergþóra Rós Lárusdóttir,
Hauganesi, Anna Sigríður Jó-
hannesdóttir, Dalvík, Berglind
Skarphéðinsdóttir, Akureyri,
Heiðný Helga Stefánsdóttir, Dal-
vík, Svanhildur Margrét Ingvars-
dóttir, Akureyri, Sunna Sigurð-
ardóttir, Akureyri, og Unnur
Anna Valdimarsdóttir, Ólafs-
firði.
Af dagskrá kvöldsins má
nefna að Atli Guðlaugsson og
Guðjón Pálsson leika nokkur lög,
tískusýning verður og þá verða
flutt nokkur atriði úr nýrri söng-
skemmtun Sjallans, „Það er svo
geggjað, saga af sveitaballi“.
I dómnefnd eiga sæti Bragi
Bergmann, Sigtryggur Sig-
tryggsson, María Einarsdóttir,
Kristjana Geirsdóttir og Matt-
hildur Guðmundsdóttir.
Kynnir er Hermann Gunnars-
son, Guðrún Bjarnadóttir sér um
förðun, Hulda Hafsteinsdóttir
um hárgreiðslu, Nanna Jónas-
dóttir um blómaskreytingar, yf-
irþjónn er Ragna Sölvadóttir,
Snorri Jóhannsson er yfirmat-
reiðslumaður og um þjálfun
stúlknanna sá Alice Jóhanns.
Myndirnar af stúlkunum eru
teknar hjá Norðurmynd.
Jón Þór Gunnarsson framkvæmdasljórí K. Jónsson:
Verður trúlega erfitt að ná í
hráefni til kavíarframleiðslu
Ný glasalína sett upp í fyrirtækinu í næsta mánuði
JÓN ÞÓR Gunnarsson, framkvæmdastjóri niðursuðuverksmiðju
K. Jónssonar og Co., telur að töluvert þurfi að hafa fyrir því í ár
að útvega hráefni fyrir komandi kavíarvertíð, en verksmiðjurnar
þurfi að kejipa við erlenda framleiðendur um kaup á grásleppu-
hrognum. I verksmiðjunni er nú verið að undirbúa væntanlega
kavíarframleiðslu auk þess sem verið er að leggja lokahönd á
nauðsynlegar breytingar sem gera þar áður en sett verður upp
ný framleiðslulína hjá fyrirtækinu, vegna sölu á síld í glösum.
Grásleppuvertíðin hefst í næsta
mánuði, en verksmiðja K. Jónsson-
ar hefur ekki átt hráefni til kavíar-
framleiðslu síðan um áramót. Ár-
lega kaupir fyrirtækið á bilinu 4-5
þúsund tunnur af grásleppuhrogn-
um vegna kvaíarframleiðslunnar
og dugar hráefni til að halda
vinnslu allt árið. Síðasta vertíð
brást og því hefur verið hráefnis-
laust hjá verksmiðjunni síðan um
áramót.
„Ég hef trú á því að það verði
iNNLEi\rr
erfitt að ná í hráefnið núna, við
þurfum örugglega að hafa mikið
fyrir því, enda erum við að keppa
við erlenda aðila um kaupin. Við
höfum verið að reyna að koma því
til skila til seljenda að innlendu
kaupendurnir hafi skilað betra
verði en útlendingarnir á undan-
förnum árum. Okkur þykir því
svolítið sorglegt að sjá á eftir hrá-
efninu úr landi, en þurfa síðan að
keppa við þessa erlendu framleið-
endur um sölu vörunnar á mörkuð-
unum,“ sagði Jón Þór.
Hann sagði að semja þyrfti við
hvern og einn seljenda, þar sem
ekki væri um að ræða nein sö-
lusamtök sem grásleppukarlar
hefðu með sér. K. Jónsson hefur
þegar samið við nokkra aðila um
kaup á grásleppuhrognum. Ka-
víarframleiðslan hefst seinni part
apríl eða í byijun maí og sagðist
Jón Þór vonast til að unnt væri
að fá nóg hráefni til að geta hald-
ið framleiðslunni áfram fram að
næstu vertíð.
Glasalína sem fyrirtækið hefur
fest kaup á er væntanleg eftir um
þijár vikur og verður þá sett upp
þannig að unnt verði að hefja
framleiðslu á síld í glösum, en
samningar hafa verið gerðir við
stærstu verslanakeðju Finnlands
um sölu á rúmlega einni milljón
glasa á ári. Um er að ræða 5 teg-
undir af síld í mismunandi sósum,
en þessi síld verður einnig seld á
innanlandsmarkaði, auk þess sem
Jón Þór sagði að unnið væri að
frekari sölu á þessari vörutegund
til að nýta framleiðslulínuna betur.
Sorg og sorgarviðbrögð:
Aðhlynning dauðvona
fólks og aðstandenda
irspurnir og umræður og léttar
veitingar verða á borðum.
Fundir samtakanna eru jafnan
á fimmtudögum, hálfsmánaðar-
lega í safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju og eru fyrirlesarar fengnir
í annað hvert sinn. Öllum er heim-
il þátttaka sem áhuga hafa á að
leita sér stuðnings eða vilja styðja
aðra eftir ástvinamissi.
(Fréttatilkynning)
SAMTÖK um sorg og sorgar-
viðbrögð verða með fyrirlestur
í safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30.
Sr. Þórhallur Höskuldsson,
sóknarprestur á Akureyri, ræðir
um aðhlynningu dauðvona fólks
og aðstandenda þess og almenna
líknarhjálg og er fyrirlesturinn öll-
um opin. Á eftir verða leyfðar fyr-