Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 + Ástkær eiginkona mín, ODDNÝ Þ. BJÖRNSDÓTTIR, Stóragerði 12, Reykjavík, lést á öldrunarlækningadeild Landspitalans, Hátúni 10b, 25. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Sigurðsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauðholti, Hólmgarði 18, lést í Landspítalanum þann 25. febrúar. Reynir Þórðarson, Halldór þórðarson, Þórir Þórðarson, Kristjóna Þórðardóttir, Magnús Þórðarson, barnabörn og Bára Sigurðardóttir, Jóhanna Eðvaldsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Björn Jónsson, Elínborg Ingólfsdóttir barnabarnabörn. 1 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, h afi og langafi, JÓN GUÐJÓNSSON skipstjóri, Álftamýri 20, Reykjavík, lést í Vífilsstaðaspítala 25. þ.m. Arngrímur Jónsson, Guðjón Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ómar Jónsson, Margrét Friðriksdóttir, Anna Ólafsdóttir, Jósef Sigurgeirsson, Álfheiður Friðþjófsdóttir, Hugrún Jónsdóttir, Már Jónsson, Örn Jónsson, Pétur Már Jónsson, Margrét ívarsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móður- og föðursystir okkar, ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR f Keflavik, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd systkinabarna, Þorvaldur S. Þorvaldsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma osjjangamma, RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 124, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Lára Friðbertsdóttir, Bára Friðbertsdóttir, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Guðmundur Sörlason, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, OKTAVÍA ÓLAFSDÓTTIR THORARENSEN, Lönguhlíð 3, lést 25. þ.m. í Vífilsstaðaspítala. Útförin fer fram miðvikudaginn 4. mars nk. kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Fyrir hönd vandamanna, Albert Finnbogason, Gunnar Kr. Finnbogason. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB ÓSKAR ÓLAFSSON frá Vestmannaeyjum, Háteigsvegi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 29. febrúar kl. 14.00. Guðrún J. Jakobsdóttir, Sigurður Tómasson, Sigríður S. Jakobsdóttir, Eyjólfur Martinsson, Ólafur Ó. Jakobsson, Sigríður Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Sumarlína Olafs- dóttir - Minning Mig langar í örfáum orðum að minnast vinkonu minnar, Línu, eins og hún var kölluð. Kynni okkar hófust fyrir 8 árum er ég flutti í sama hús og hún. Tók hún mér strax opnum örmum. Heimili henn- ar stóð okkur alltaf opið og kom Lína oft í móður stað þegar bjarga þurfti málum þegar ég var að vinna. Til dæmis nú í byijun febrúar þeg- ar Dísa dóttir mín, þurfti að fá kjól frá 6. áratugnum til að fara í á ball í skólanum þá vildi hún þrátt fyrir veikindi sín taka þátt í því og gróf upp gamlan kjól og tilheyrandi af sér fyrir hana til að fara í og hafði gaman af. Svona dæmi mætti lengi telja þar sem hún virtist alltaf hafa tíma og áhuga. Lína var alltaf kát og hress sama á hverju gekk og virtist alltaf geta séð eitthvað gott við alla hluti. Einnig var oft gott að fínna hve auðvelt hún átti með að sýna væntumþykju og umhyggju og virkaði það oft sem vítamín- sprauta á erfiðum stundum. Ófá kvöld sátum við langt fram á nætur og spjölluðum um heima og geima. Lína starfaði mikið hjá Félagi heyrnarlausra sem túikur og var það fyrir utan hennar aðalstarf sem var í Hampiðjunni sl. 20 ár. Hún veiktist af þeim sjúkdómi sem bar hana að lokum ofurliði fyrir u.þ.b. 2lh ári en engu að síður vann hún fulla vinnu þar til í júlí sl. og var það gert meira af vilja en getu. Þó hún væri heima sl. 6 mánuði hafði hún alltaf nóg við tím- ann að gera og var ekki á því að leggjast í rúmið fyrr en í fulla hnef- ana. Hún fékk þá ósk sína upp- fyllta að fá að vera heima þar til yfir lauk í faðmi_fjöls_kyldu sinnar. Elsku Birna, Óli, Árni, Una og Siguijón, Guð styrki ykkur og fjöl- skyldur ykkar í sorg þessari. Minning hennar lifir ávallt í hug- um okkar. Gugga og börn. Mér brá þegar ég sá táknmáls- fréttirnar í sjónvarpinu á fimmtu- dagskvöldið. Hún Lína var dáin ég vissi að hún væri búin að vera mik- ið veik. Mig langar til að minnast hennar með örfáum orðum. Ég kynntist Línu í Hampiðjunni en þar vann hún í mörg ár.- Hún var mjög góð við mig og dugleg að túlka fyrir mig. Hún var verk- stjóri þegar Bryndís vinkona hennar var í fríi. Við töluðum oft saman í matartímunum og þá sagði hún mér allt það helsta úr fréttunum. Guðfinna dóttir Línu býr í Banda- ríkjunum. Lína heimsótti hana um jólin 1990 og hafði mjög gaman af og sagði okkur frá því. Á árshátíð 1991 túlkaði Lína fyrir okkur heymarskerta fólkið en hún átti heymarskerta foreldra og því kunni hún táknmál. Ég vil þakka fyrir að fá að kynn- ast henni og hvað hún var alltaf góð við mig. Ég sendi börnum henn- ar, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Kristín Friðriksdóttir. Sumarlína, eða Lína eins og hún var kölluð, lést á heimili sínu, Völvufelli 44, eftir erfíð veikindi. Línu kynntist ég árið 1972 en þá var ég aðeins 6 ára. Hún var móð- ir vinkonu minnar Unu, og var ég ávallt velkomin á_ þeirra heimili. Það voru ófáar stundir sem við gátum setið og spjallað saman, því Lína var þannig að hún gaf sér tíma til að hlusta og koma með góð ráð fyrir okkur stelpurnar. Það em margar góðar minningar sem koma upp í huga minn á þessari stundu og vil ég þakka Línu fyrir allt það sem hún var mér í gegnum árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Br.) Elsku Birna, Óli, Árni, Una, Sig- uijón, tengdabörn og barnabörn, ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótum. i Lára Waage. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég minnast elskulegrar konu, fallin er nú frá. Kynni okkar hófust fyrir þó nokkrum árum þar sem hún var heimavön á heimili systur minnar og hitti ég hana þar oft og spjallaði við hana. Samt sem áður má segja að það hafi verið fyrst sem við kynntumst að ráði er við lágum saman í herbergi á Landspítalanum í nokkrar vikur. Var oft gantast með að við værum búnar að vera töluvert lengi og þóttumst heima- vanar. Ég var oft dregin fram út til að fylgja Línu á „syndina" og spjalla. Það er ómetanlegt við þess- ar aðstæður að geta talað saman og hjálpað hvor annarri að sjá ljósu punktana við tilveruna, og var allt- af nóg af þeim. Léttleiki og hjarta- gæska einkenndu Línu. Það var í ófá skipti sem hún kom í heimsókn í Safamýrina til mömmu og pabba og faðmaði hún þá alltaf pabba að sér og átti það oft til að færa þeim + Jaröarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, FANNEYJAR MAGNÚSDÓTTUR, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Steinunn Ósk Magnúsdóttir, Björn Ásgeirsson, Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir, Gunnar Asbjörnsson, Þórunn Magnúsdóttir, Guðmundur Guðbjarnason og barnabörn. + Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR, Laugarbrekku 14, Húsavik, fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. blóm eða eitthvað til að sýna vænt- umþykju sína. Það var alveg yndis- legt að sjá hve auðvelt hún átti með að bræða jafnvel harðasta hjarta. Um leið og ég votta fjölskyldu Línu einlæga samúð mína bið ég góðan Guð að blessa minningu hennar. Nanna Bára. í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Sumarlínu Ólafsdóttur en hún lést á heimili sínu aðfara- nótt 20. þ.m. eftir langvarandi veik- indi löngu fyrir aldur fram. Sumar- lína, eða Lína, eins og hún var allt- af nefnd af kunnugum, var fædd í Reykjavík 24. mars 1942, einka- barn hjónanna Guðfinnu Grímsdótt- ur, fædd 25. júlí 1916, á Ósi í Skila- mannahreppi, dáin 26. apríl 1981, og Ólafs Björnssonar, fæddur 19. júlí 1883 á Innstavogi á Akranesi, dáinn 12. júlí 1968. Lína ólst upp við nokkuð óvenju- legar kringumstæður en báðir for- eldrar hennar voru heyrnarlausir. Hún lærði því fljótt að tileinka sér mál heymarlausra og hún var flug- fær í fingramáli og tjáskiptum við heymarlausa. Þessarar reynslu og hæfileika Línu naut Félag heyrnarlausra góðs af og félagið átti ætíð vísan stuðn- ing hennar í gegnum árin. Lína giftist Jóni Sigurðssyni sjó- manni og þau eignuðust fyogur böm; Ólaf sem er búsettur á Höfn í Hornarfirði, Árna nema, Unu Kristínu búsetta á Eystrahrauni, og Siguijón nema. Þau Lína og Jón slitu samvistir. Áður átti Lína Guðfinnu Birnu Kristinsdóttur sem er búsett í Bandaríkjunum og gift Drew Colty, en hún kom núna til landsins' til að vera við útför móður sinnar. Þegar Ólafur, faðir Línu, féll frá vistaðist Guðfinna móðir hennar á heimili dóttur sinnar og tengdason- ar í fjölda ára og samlagaðist fjöl- skyldu hennar svo vel að aldrei bar skugga Á. Eftir að börnin fóru að stálpast vann Lína almennt störf utan heimilis því hún var bráðdug- leg. Lengst af vann hún hjá Hamp- iðjunni. Eins og áður hefur komið fram umgekkst Lína heyrnarlausa strax í frumbernsku, hún þekkti því hagi þeirra og þarfir betur en marg- ur annar. Á þessum tímamótum kveðjum við Línu hinstu kveðju og fæmm henni þakklæti fyrir stuðning við félagið. Aðstandendum hennar vottum við innilega samúð. Félag heyrnarlausra. LOFTA GÆÐAPLÖTUR FRÁSWISS P|aQ<|a||(| OG LÍM Nýkomin scndíng , EINKAUMBOÐ ?8 Þ.ÞORGRIMSSON pavarac Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.