Morgunblaðið - 27.02.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992
NEYTENDAMÁL
Sýktir kjúklingar á markaði
Aleggið hefur oft verið betra
Kjúklingar hafa verið fremur hagstæðir í innkaupum miðað
við aðrar kjöttegundir og þeir hafa einnig þótt fremur góður
matur. En ekki verður orða bundist lengur þegar setið er uppi
með sýktan kjúkling í sunnudagsmálsverðinn — í þriðja sinn.
í fyrsta sinni taldi ég að þar
væri um einstakt tilfelli að ræða,
örður eða kýli voru á skinni kjúkl-
ingsins og gaus megn fýla upp af
pönnunni þegar steikja átti fugl-
inn. Honum var hent. Nokkrum
mánuðum síðar var keyptur annar
kjúklingur sem seldur var undir
sama framleiðslumerki. Þegar
fuglinn hafði verið þíddur, og fara
átti að matreiða hann, kom í ljós
að á skinni hans var ij'öldi af örðum
eða kýlum. Þessi kjúklingur fór
beint í frystinn aftur og síðan til
heilbrigðiseftirlits og þaðan í rann-
sókn og kom í ljós að þarna var
um að ræða sýktan kjúkling sem
aldrei hefði átt að fara á markað.
í kjölfarið mun sláturhúsið hafa
fengið athugasemd og var sú
ákvörðun tekin að láta við svo
búið standa. En þegar í þriðja
sinni, nú síðastliðinn sunnudag, á
borði liggur sýktur kjúklingur með
kýli og æxli í húð, var hann pakk-
aður inn og leitað umsagnar sér-
fræðings sem staðfesti að þarna
væri greinilega kjúklingur sýktur
af hænsnalömun eða malex-veik-
inni, sem er æxlavöxtur i slíðrum
fjaðra fuglsins. Veiki þessi mun
vera algeng í hæsnabúum hér á
landi og þó að hún sé ekki hættu-
leg neytendum þá eiga þessi sýktu
kjúklingar alls ekki að fara á mark-
að. Þetta vita þeir vel sem að þess-
ari framleiðslu standa.
Það er víðar sem slakað hefur
verið á kröfunum. Blóðstorknir
vöðvar í kjúklingalærum eru meira
áberandi nú en verið hafa á síð-
ustu árum. Innmatur á að fylgja
með kjúklingnum, en gerir það
ekki lengur.
Gæðum hefur hrakað í fleiri
greinum matvælaframleiðslunnar
á síðustu mánuðum. Áleggið sem
er hér á markaði er ekki alltaf
kræsilegt. Þar er átt við „plast-
áleggið", þ.e. tromluáleggið, sem
inniheldur lélegasta kjötið og mik-
ið vatn. Þessi tegund áleggs virðist
vera mjög vinsæl hjá framleiðend-
um. Neytendur sniðganga gjarnan
þessa vöru enda er næringarinni-
haldið lítið og þetta álegg hefur
minna geymsluþol, er jafnvel súrt
löngu áður en það hefur náð síð-
asta söludegi.
Hér er þó framleidd ágæt lifrar-
kæfa, en gjarnan vildi ég vita hvað
varð um kindakjötið sem átti að
fara í kindakæfuna sem ég keypti
um daginn? Á dósinni stendur
„kindakæfa“ en innihaldið er lítið
annað en tólg og soð!
Margar innlendar áleggsteg-
undir myndu ekki standast sam-
keppni við það álegg sem er í fram-
boði í nágrannalöndunum og jafn-
vel þótt lengra væri leitað. Satt
að segja skil ég ekki hvað framleið-
endur eru hugsa (og GATT-samn-
ingar framundan). Hvernig hugsa
þeir sér framtíð þessarar innlendu
matvælaframleiðslu eftir að inn-
flutningur matvæla hefst fyrir al-
vöru erlendis frá. Það gæti orðið
fyrr en síðar. Neytendur gætu
jafnvel þrýst á með það, ef inn-
lendri framleiðslu heldur áfram að
hraka á sama hátt og gerst hefur
að undanförnu. Hér er hægt að
framleiða bæði betri og vandaðri
matvæli en gert er. Vilji er allt sem
þarf.
M. Þorv.
Lyf við magasárum magiia áhrif áfengis
FYRIR marga sem taka reglulega magalyf getur sopi af víni eða
snafsi gefið þeim mjög sterk áfengisáhrif. Rannsóknir hafa sýnt
fram á að tvö algeng magalyf cimetidine og ranitidine geta magn-
að vímuáhrif áfengis.
Við rannsóknir sem fram-
kvæmdar voru árið 1989 við
„Mount Sinai læknaskólann í New
York, komust vísindamenn að því,
að fólk sem tók magalyfið „ci-
metidine" (Tagamet) gat orðið öl-
vað, jafnvel þótt það drykki aðeins
lítið magn af áfengi. Þeir hafa nú
einnig komist að því, að magalyfið
ranitidine (Zantac) magnar einnig
áfengisáhrifin. Þessar niðurstöður
voru birtar í janúarblaði „Journal
of the American Medical Associati-
on“. Þar er rannsókninni lýst.
Tuttugu heilbrigðir menn fengu
í eina viku morgunverð og alkahól
sem svarar 1 'h vínglasi í ávaxta-
safa. Rannsakað var alkahól í blóði
þeirra. Næstu viku fengu sumir
þeirra cimetidine, aðrir ranitidine
og hinir famotidine sem einnig er
magalyf. í lok vikunnar fengu allir
þátttakendur ávaxtasafa með fyrr-
greindu áfengismagni. í Ijós kom
að cimetidine magnaði áfengis-
magnið í blóði um 92 prósent og
rantidine um 34 prósent en fa-
motidine virtist mjög lítil áhrif
hafa á áfengismagn í blóði.
Vísindamennirnir hafa ekki
skýringu á því hvers vegna þessi
tvö lyf, cimetidine og ranitidine,
magna áhrif áfengis. En þeir segja
að bæði þessi lyf tilheyri flokki
lyfja sem hindra störf alkohol de-
hydrogenase, en það er ensím sem
sér um niðurbrot alkóhóls í melt-
ingarveginum. Þegar hægir á
starfí þessa ensíms nær meira
áfengismagn að komast inn í blóð-
ið. Því er nauðsynlegt fyrir þá sem
taka inn þessi lyf að vera á varð-
bergi ef þeir neyta áfengis, þar sem
aðeins lítið áfengismagn getur
haft alvarlegar afleiðingar, t.d. við
akstur.
M. Þorv.
OG s^nudagKlkl íö
Jago kaffi
Gæða kaffi
brennt eftír
gamalli hefð
500 gr.
Rauði 0% miðinn á KÓPAL málningu er trygging
fýrir því að i málningunni séu engin lífræn leysiefni.
Málningin er nær lyktarlaus og gæði hennar
og verð eru fyllilega sambærileg við aðra málningu.
Sýndu lit og málaðu með umhverfisvænni málningu
því að umhverfisvernd
er mál mál ar anna.
'málning’b
:y.\L
'málningbf
-það segir sig sjdlft -