Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 'X K5 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Framhaldssögur raunveruleikans Fyrir nokkrum áratugum var ekkert blað með blöðum, sem ekki hafði framhaldssögu sem fastan lið. Þessi siður hefur dottið upp fyrir jafnt hér og annars staðar, en í stað- inn er nú boðið upp á framhaldssögur úr daglega lífinu og öll blöðin keppast við að bæta við söguþráðinn. Ein af vinsælustu sögunum þessar vikurnar er saga, sem mætti kalla „Martröðina í Jafnaðarmanna- flokknum". Blöðin skrifa, en efnið kemur frá flokknum, sem ekki er nískur á það. Megin efnisþættimir snúast um einstak- ar persónur, þar sem flokksformaðurinn Svend Auken er annars vagar. Hann var löngu orðinn mér kunnuglegt andlit, áður en ég uppgötvaði að hann er með hæstu mönnum. Þeir sem stjóma fjölmiðlaímynd hans gæta þess vendilega að í sjónvarpsvið- tölum sé hann látinn sitja eða þá að viðmæ- landinn standi upp á einhveiju. Annars líta viðtölin út eins og þáttur um litla og stóra og það er eitt af ímyndarvandamálum hans, sem er ekkert ímyndað vandamál að mati ímyndarsérfræðinga flokksins. I haust og fram á vetur var Ritt Bjerre- gaard aðal mótleikarinn. Hún hafði á lög- legan hátt komist yfir hræódýra, en risa- stóra leiguíbúð. Þessu fylgdu líka skatta- flækjur. Löglegt en siðlaust sögðu ýmsir. íbúðamálin seldu ófá eintök af síðdegisblöð- unum í kapp við hryllingssögur daglega lífsins, enda var það víst annað síðdegis- blaðanna, sem dró málið fram og gat á endanum hrósað sigri, þegar Ritt var sett á bekk óbreyttra. Hún benti á að það gæti ekki lengur verið trúarsetning innan flokksins að leiðtogar hans byggju í verka- mannabústöðum og ferðuðust í strætó. í alvörugefnum morgunblöðum mátti þó glöggt skilja að eitthvað voru þau ósam- mála um fleira, Ritt og flokksforystan, til dæmis um hvernig flokkurinn ætti að ræða um varnarstarf Evrópuríkja og almennt um hvemig flokkurinn ætti að snúa sér við breyttum tímum, sbr. áðurnefnda trúar- setningu. í viðureigninni við Ritt var Auken gagn- rýndur fyrir að taka of hikandi á móti andófi hennar, svo næsti mótleikari fékk ekki langan tíma til að gagnrýna flokkinn. Karl Hjortnæs fyrrverandi ráðherra skrif- aði grein í byijun febrúar þar sem hann tók undir sjónarmið Ritt um að þó flokkur- inn hefði tekið afstöðu gegn sérevrópsku varnarsamstarfí þyrfti samt að ræða það áfram innan flokksins. Um þremur vikum síðar gekk skekinn Hjortnæs frá þinghús- inu, orðinn að óbreyttum flokkslim. Viku seinna sagði Auken að útskúfunin væri ekki upp á lífstíð, kannski bara stutt, en þegar hér er komið sögu er Hjortnæs í fjölmiðlabindindi og allt óvíst um hvað Auken á við. Allt sjónvarpspilið í kringum einstaka flokksmenn hefur öðru hveiju vakið upp spurningar um hvort ekki sé viss tilhneig- ing til að persónugera vandamálin í snögg- soðnum fréttaflutningi. Danski Jafnaðar- mannaflokkurinn er eins samgróinn dönsku þjóðlífi og Dannebrog og konungdæmið. Flokkurinn er arkitektinn að velferðarkerfi samtímans, sem grundvallast á hugmynda- fræði, er velmegun eftirstríðsáranna gerði kleift að hrinda í framkvæmd. Framlögin til velferðarkerfisins eru þvinguð fram í gegnum skattkerfíð, þar sem persónuafslátturinn er tæpar 25 þús- und ISK á mánuði. Þversögnin er víðkunn, allir vilja njóta kerfisins, en enginn vill leggja fullan og lögboðinn skerf til þess. Því meiri tekjur, sem Dani hefur, því fleiri möguleikar eru að koma þeim undan með sérstökum fjárfestingum. Mér er sagt að í litlum bæjum þrífist viðamikið vöru- og vinnuskiptakerfi, til að komast hjá skattin- um. Þú gerir við bílinn minn, ég borga þér grís fyrir, sem þú getur svo notað til að kaupa þér þakviðgerð fyrir... Það vakti athygli fyrir nokkru í þjófnaðarmáli hve þjófarnir áttu auðvelt með að selja illa fengna íþróttagalla. Danir urðu að horfast í augu við það að þeir eru ekki eins heiðar- legir og þeir héldu. Umskiptin í Austur-Evrópu og aðrar al- þjóða hræringar hafa snert Jafnaðar- mannaflokkinn eins og aðra, en flokkurinn virðist ætla að halda óhikað áfram með stefnuyfirlýsingar í stað umræðna um óþægilegu málin. í fjölmiðlum gekk flokkn- um sannarlega betur með lágvaxna og snaggaralega Anker Jörgensen sem for- mann, því hann Anker átti ekki við ímynd- arvandamál að stríða. Hann var flokks- ímyndin holdi klædd. Flokkurinn er reyndar enn stærsti flokkurinn hér, en verður bara ekkert úr stærðinni undir stjórn háskóla- menntuðu himnalengjunnar Svends Aukens. Kosturinn við persónugerð ímyndar- vandamál er að það er svo auðvelt að benda á þau. Gallinn er bara að þau nýtast illa til að leysa flokksleg ímyndarvandamál. Afhöggvin höfuð í danska Jafnaðarmanna- flokknum sýna það ... Sigrún Davíðsdóttir. (Duelle Stærsta póstverslun Kynnir nýja lista fyrir vor- og sumartímabilió 1992. QUELLE - tískuheimur. 1300 blaðsíður með vöruúrval fyrir alla fjölskylduna. Alltþað nýjasta og ferskasta í fatnaði. Gæði og gott verð, þú færð mikið fyrir peningana. MADELEINE, 167 bls. tískulisti. Glæsilegur hátískufatnaður fyrir konur sem velja aðeins það besta. Einstök gæði, einstakur fatnaður. Þú færð allar upplýsingar hjá umboðsaðila okkar. Fataskápar frá Nýborg Aldrei meira úrval af fataskápum frá Bypack. Litir: Hvítt, eik, svart. Yfir 40 gerðir. Skóskápurinn Maxi nýkominn. 12 stærðir í hvítu, eik og svörtu. Þýsk framleiðsla. Nýborg?# Skútuvogi 4, s. 812470. Nýborg Betra verð Bónusverð Vantar þig rafmagn í sumarbústaðinn Tímabundinn afsláttur tengigjalda 1992 Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákveðið að veita tímabundinn af- slátt frá gjaldskrá um tengigjöld í sumarhúsahverfum árið 1992. Afsláttur þessi er byggður á því að hægt sé í samvinnu við um- sækjendur að ná fram meiri hagkvæmni við heimtaugalagnir. Eftirfarandi meginskilyrði eru fyrir afslættinum: 1. Um er að ræða hverfi sem þegar hafa verið rafvædd að ein- hverju leyti. Um ný hverfi gilda almennir skilmálar gjaldskrár, sjá þó lið 7. 2. Umsókn heimtaugar þarf að berast fyrir 15. maí 1992. 3. Gengið skal frá greiðslu fyrir 10. júní 1992. 4. Unnt þarf að vera að tengja a.m.k. 10 heimtaugar í sama hverfi, eða 5 á sömu spennistöð, í einni verklotu. 5. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði umsækjenda og Rafmagnsveitnanna. Umsækjendur tilnefni einn tengilið í hverju tilviki. 6. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, samkvæmt skilmálum í gildandi gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 5. 7. Heimilt er að víkja frá þessum skilmálum, þar sem aðrar jafn hagstæðar aðstæður gefa tilefni til afsláttar að mati Rafmagns- veitnanna. Rafmagnsveiturnar munu yfirfara umsóknir og gefa svör um afslátt fyrir 5. júní 1992. Þessi afsláttur nemur 22,8%, þannig að grunngjald lækkar úr 162.000 kr. (án vsk.) í 125.000 kr. (án vsk.). Þeim aðilum, sem eiga óafgreiddar umsóknir frá fyrra ári, er bent á að hafa samband við Rafmagnsveiturnar hið fyrsta. 1. mars 1992 RAFMAGNSVEITUR RlKISINS lifandi afl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.