Morgunblaðið - 01.03.1992, Side 21
scfii síiam .r auaAouviMue ctkiaj8mudíiom
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
félög og klúbba. Svo virtist sem
Marie gengist upp við þessu skrafi,
og að lokum tók hún bónda sinn í
sátt og fór að samrekkja honum.
Þetta var þó allt gabb af hennar
hálfu. Hún var staðráðin í því að
losna úr hjónabandinu innan árs, en
ekki endilega með venjulegum hjón-
askilnaði ...
Frænkum sínum í Norður-Frakk-
landi skrifaði hún bréf, þar sem
hún sagðist vera hamingjusam-
lega gift og eiginmanni sínum afar
þakklát fyrir allt, sem hann gerði
fyrir hana. Um sama leyti kom hún
sér í kynni við lyfsala í grenndinni.
Hjá honum fékk hún arsenik-
skammta, sem hún kvaðst þurfa að
nota á rottur í húsinu. Svo kom að
því, að Joseph þurfti að bregða sér
til Parísar. Hún lést verða áhyggju-
full hans vegna, því að allt gæti
komið fyrir á löngu ferðalagi og
dvöl í hinni varasömu borg. í varúð-
arskyni ættu þau að gera gagn-
kvæmar erfðaskrár, þar sem hvort
um sig ánafnaði hinu allar eigur sín-
ar. Joseph féllst á þetta fyrirkomu-
lag, og Marie hélt nú, að hún væri
einkaerfingi hans. Svo var þó ekki,
því að Joseph sagði mömmu sinni
frá öllu saman. Hún lét hann í snatri
semja nýja erfðaskrá, staðfesta hjá
lögbókara, þar sem hún sjálf var
gerð að einkaerfingja.
Joseph dvaldist í París við ýmiss
konar málavafstur. Marie bað tengd-
amóður sína um að baka eftirlæti-
skökurnar hans „til þess að senda
drengnum sínum í höfuðborginni".
Gömlu frúnni þótti vænt um þessa
óvæntu hugulsemi tengdadótturinn-
ar í garð sonar síns og varð við
þessari beiðni. Hún bakaði sex kök-
ur, setti þær sjálf sjálf í kassa, inn-
siglaði hann sendi af stað. Einhver
hefur þó haft tækifæri til þess að
ijála við kassann, áður en hann
komst til Paríaar, því þegar Joseph
opnaði hann, blasti við honum stóre-
flis kaka, sannkölluð hnallþóra. Hon-
um leist vel á kökuna stóru frá
mömmu, skar sér þegar í stað stórt
stykki úr henni og gerði sér gott
af. Fljótlega fór honum að líða illa.
Honum varð óglatt, og svo fór hann
að kasta upp. Hann kúgaðist og
kvaldist af óskaplegum iðraverkjum
næstu klukkustundir. Þegar af hon-
um bráði, var hann svo máttvana
og elendugur, að hann lá í rúminu
á hálfan mánuð, áður en hann treysti
sér til þess að fara aftur heim til
Le Glandier. Sama dag og hann kom
þangað, keypti Marie stóran skammt
af arseniki hjá lyfsalanum. Jeseph
var enn mjög slappur og með innan-
tökur, svo hann fór beint í rúmið.
Marie lét sér svo annt um hann, að
hann komst við, og fór svo, að hann
bannaði öðrum en henni að hugsa
um sig. Heilsu hans hnignaði dag
frá degi. Móður hans grunaði, að
fyrirmæli hans, um að enginn mætti
koma nálægt honum nema Marie,
væru frá henni komin, svo að hún
gæti byrlað honum eitur í næði.
Sömu grunsemdir höfðu kviknað hjá
vinnufólkinu. Gamla frúin fór að
njósna um Marie og reyna að standa
hana að verki, en ekki tókst það.
Joseph Lafarge andaðist hálfum
mánuði eftir að hann kom heim frá
París.
Móðir hans lét sækja lögregluna.
Moran fógetafulltrúi kom nokkrum
dögum síðar, og eftir tíu daga rann-
sókn og yfirheyrslur taldi hann sig
hafa nægar ástæður til þess að
ákæra Marie fyrir morð á eigin-
manni sínum. Hún var handtekin og
flutt í fangelsi í næsta smábæ. Frétt-
in kom í Parísarblöðunum og vakti
mikla athygli. Frænka hennar, de
Garat, brást skjótt við og réð fræg-
asta málaflutningsmann Frakklands
til þess að taka að sér vörn Marie.
Æskuvinkona hennar, Marie de Lé-
autaud, kærði hana nú fyrir að hafa
stolið demantahálskeðju frá sér.
Keðjan hafði horfið, þegar Marie
Lafarge heimsótti hana nokkru áður.
Grunur hafði þá þegar fallið á hana,
en vinkonan lét málið kyrrt liggja,
uns morðákæran kom fram. Og mik-
ið rétt: Hálskeðjan var meðal þess,
sem Moran hafði fundið í herbergi
henar í Le Glandier. Þjófnaðarmálið
var þegar tekið fyrir rétt, þrátt fyr-
ir mótmæli lögfræðinga hennar, og
var hún dænd sek in absentia (að
henni fjarverandi). Hún fékk tveggja
ára fangelsisdóm. Flutningur í morð-
málinu fór síðar fram og stóð í sautj-
án daga. Frönsku blöðn skýrðu jafn-
harðan frá gangi málsins. Það vakti
sérstaka athygli vegna þess, að í
fyrsta skipti réð vitnisburður eitur-
efnafræðigns í eiturefnum úrslitum.
Fyrst voru kvaddir fyrir réttinn
nokkrir sérfræðingar í eiturefnum.
Þeir báru, að engin merki um eitur-
byrlun væri að finna í líkamsleifum
hins látna. Þetta vakti mikið upp-
nám. Að kröfu saksóknara var nú
frægasti eiturefnafræðingur þeirra
tíma, dr. Mathieu Orfila, kvaddur
til réttarhaldsins. Eftir ýtarlega
rannsókn kvað hann upp þann úr-
skurð, sem enginn treysti sér til að
vefengja, að nægilegt magn eiturs
fyndist í líkinu til þess, að það hefði
orðið Joseph Lafarge að bana.
Marie var nú fundin sek um morð
að yfirlögðu ráði. Dómarinn, de
Barny, dæmdi hana í fyrsta lagi til
þess að standa í gapastokki á al-
mannafæri um nokkurn tíma, og í
öðru lagi til þess að vinna erfiðis-
vinnu ævilangt í hegningarhúsi og
fá aðeins vatn og brauð. En nú fékk
lífsbarátta móður hennar að lokum
nokkra viðurkenningu, þótt með öðr-
um hætti væri, en hún hafði hugsað
sér. Konungur, Louis-Philippe I.,
ákvað að taka tillit til hugsanlegra
fjölskyldutengsla og notaði rétt sinn
til þess að milda dóminn. Refsingin
var því endanlega ákveðin venjulegt
fangelsi ævilangt. Hún hraktist milli
fangelsa í Brive-la-Gaillarde, Tulle
og París, en að lokum fékk hún fast
aðsetur í fangelsinu í Montpellier.
Þar las hún mikið og skrifaði, og
hefur sumt af því varðveist. Hún
hafði lengi skrifast á við Alexandre
Davy de La Pailleterie (þ.e. rithöf-
undinn Alexandre Dumas) og hélt
því áfram, eftir að hún var lokuð
inni. Hún fékkst við að skrifa endur-
minningar sínar, en gekk að venju
illa að gera skýran greinarmun á
veruleika og ímyndunum. Einnig
vann hún að því að semja harmleik,
sem hét „Glataða konan“. Heilsa
hennar var ekki góð, því hún var
komin með berkla.
Hin hugsanlega amma hennar,
Madame de Genlis, hafði notið
velvildar Napóleons I. Frakka-
keisara. Hún hafði hrakist úr landi
í byltingarumrótinu, þótt hún væri
hlynnt mörgum hugsjónum bylting-
armanna, og eiginmaður hennar var
hálshöggvinn (settur undir fallöx-
ina). Napóleon fyrsti bauð henni
heim úr útlegð í Hamborg, gaf henni
íbúð, rífleg eftirlaun og sýndi henni
í hvívetna hinn mesta sóma. Hann
hafði ungur hrifist að ritum hennar
um kennslu- og uppeldismál og lét
hana njóta þess. 1852 varð bróður-
sonur hans keisari undir nafninu
Napóleon III. Marie Lafarge skrifaði
honum nú bréf. Hún sagðist vera
veik af alvarlegri tæringu og bað
um að fá að fara úr fangelsinu.
Hann varð við þeirri bón og fyrir-
skipaði, að henni skyldi sleppt. Eng-
inn beið hennar fyrir utan fangelsis-
dyrnar. Hún lagði leið sína að heilsu-
hæli við heitar laugar syðst í Frakk-
landi, þar sem heitir Ussat-les-Bains
í Pýreneafjöllum, nálægt Andorra-
ríki. Þar elnaði henni sóttin skjótt.
Hún veslaðist upp og lést að hálfu
ári liðnu. Þrátt fyrir tilraunir presta,
neitaði hún jafnan staðfastlega að
hafa orðið bónda sínum að bana. „Dó
án kristilegrar játningar," var skrif-
að.
Málið rifjaðist aftur upp árið
1904. Þá gat G. Maugras út bók
með nokkrum bréfum, sem hann
hafði komist yfir. Þetta voru bréf
frá Madame de Genlis til hertogans
af Chartres. Mörgum fannst mega
ráða af bréfunum, að frú Capelle
hefði í raun og sannleika verið laun-
dóttir þeirra.
D 02
C 21
Opnum á morffun
’ dæsilefft fisklborð
- fullt af nýjum fiski
og fiskréttum!
f- TILBOÐ á Bolludegi!
Nýtt - Kjötfars:
Léttfars (fituminna)
Fiskfars í
bollurnar -
Saltkjötsfars 389” 389
.00
pr.kg.
Fyrir Sprengidag
- Úrvals saltkjöt á
TILBOÐSVERÐI:
Feitt kjöt,
'' magurt kjöt,
kjöt eins og
þú vilt hafa þaö
- þú velur
Laukur
Hvítlaukur
Rauðlaukur
Perlulaukur
Gular baunir
Gulrætur
Gulrófur
Hvítkál
• Saltað spekk
• Nýtt spekk
• Reyktspekk
©
Framhryggur
Vakumpakkað Biandaö
saltkjöt: Hálsbitar
Síöur
Cola 1 uneh*nur
1,1/21.
98r
TiUBORG
0,51 dós, pilsner
Marino feaffi * 65,-
1 ltr.Sun-C
Appelsínusafi Eplasafi
.00 0^-°°
Borgarnes Pizza
379,-
MATVORUVERSLUNIN
ttnsjwtmm
Veríð vandlát - það erum við!
HÁAI FITIQRRAI IT RR VIRKA DAGA KL. 9-18.30 FÖSTUDAGA kL. 9-19
MAALtl I IÖÖHAU I bö laugardaga FrA KL. 10-16