Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 58. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins V opnahlésbrotum fjölgar í Króatíu Reuter Frá mótmælafundi stjórnarandstæðinga í Belgrað í gær. Fundarmenn kröfðust afsagnar Slobodans Milosevics Serbíuforseta og hvöttu til allsherjarverkfalla til þess að koma honum á kné. Belgrað, Brussel. Reuter. HARÐIR bardagar brutust út milli sveita júgóslavneska sambands- hersins og króatískra þjóðvarðliða í Króatíu í gær og fyrradag. Jose Salgueiro, leiðtogi eftirlitsmanna Evrópubandalagsins (EB), sagði í gær að brot á vopnahléssamkomulaginu frá í ársbyrjun yrðu æ algengari. Varpa skotbardagarnir í gær og fyrradag skugga á komu yfirmanns 14.000 manna friðargæslusveita Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) til Júgóslavíu. Gert er ráð fyrir að fyrstu friðargæsluliðarn- ir komi í næstu viku til Króatíu en aukin vopnahlésbrot gætu tafið það. Rúmlega 10.000 manns efndu til mótmæla í Belgrað og kröfðust af- sagnar Slobodans Milosevics, Serbíuforseta. Vuk Drascovik, helsti leiðtogi serbnesku stjórn- arandstöðunnar, sagði kreppuna í Júgóslavíu, þar á meðal átökin í Króatíu þar sem rúmlega 6.000 manns hefðu fallið, vera beina af- leiðingu bolsévískra stjórnarhátta Milosevics. Hvatti hann til þess að Milosevic yrði knúinn til afsagnar með allsheijarverkfalli. Mannfjöld- Hörð átök veikja vonir um frið 1 Nagomo-Karabakh inn hrópaði slagorð gegn Milosevic pg líkti honum við Saddam Hussein íraksforseta. Þess á milli krafðist fólkið að konungdæmi yrði komið á í Serbíu og Alexander Karadjordj- evic krónprins, sem býr í London, settist að völdum. Carrington lávarður, milligöngu- maður Evrópubandalagsins á frið- arráðstefnu EB, skoraði á Serba í Bosníu-Herzegóvínu að samþykkja friðartillögu sem leggja myndi grunn að stofnun sjálfstæðs ríkis í Bosníu. Fulltrúar Króata og músl- ima samþykktu tillöguna sem gerir ráð fyrir stofnun nokkurs konar sambandsríkis, en Radovna Kar- adzic, fulltrúi Serba, sagðist þurfa bera saman bækur sínar við aðra serbneska leiðtoga áður en hann gæfi svar. Kvaðst hann út af fyrir sig geta samþykkt stofnun sam- bandsríkis innan núverandi landa- mæra Bosníu. Verður friðarviðræð- unum haldið áfram í Sarajevo þegar afstaða Serba liggur fyrir. Óttast er að átökin kunni að spilla stöðugleika á Kákasussvæðinu Jerevan, Tbilisi, Moskvu. Reuter. TIL harðra bardaga kom í gær í héraðinu Nagorno-Karabakh í Azerbajdzhan og við það dvínuðu vonir um að deiluaðilar settust að samningaborði. Ottast er að átökin kunni að spilla stöðugleika á Kákasussvæðinu og breiðast út og af þeirri ástæðu hvöttu t.d. Tyrkir Bandaríkjamenn til þess á sunnudag að láta deiluna til sín taka og beita sér fyrir friðsamlegri lausn hennar. Levon Ter-Petro- sjan forseti Armeníu ítrekaði í gær friðarvilja Armena og sagði þá tilbúna að lýsa yfir skilyrðislausu vopnahléi og hefja friðarsamn- inga. Yagub Mamedov, starfandi forseti Azerbajdzhans, sagðist vonast til að geta náð samningum við Armena um Nagorno-Karab- akh en hvorugur forsetanna sýndi þó merki þess að þeir væru tilbúnir að slá af kröfum sínum. Bardagamir í Nagomo-Karab- akh í gær vora þeir hörðustu frá því vopnuð átök um yfírráð brut- ust út fyrir um fjórum áram, en þar var beitt árásarþyrlum, skrið- drekum og stórskotavopnum. Átökin áttu sér stað víða um hérað- ið og bæði azerskir og armenskir embættismenn sögðu þau raunar hafa breiðst út fyrir það. Þannig sökuðu deiluaðilar hvorir aðra um tilefnislausar árásir á þorp og bæi utan Nagorno-Karabakh. Mannfall varð á báða bóga í átökunum en áreiðanlegar tölur um fjölda fallinna lágu þó ekki fyrir. Hins vegar féllu þrír arm- enskir þjóðernissinnar og einn her- maður í átökum, sem hófust í fyrrakvöld við loftvarnarstöð sam- veldishersins í Artik. Armenskir þjóðernissinnar umkringdu stöðina og hugðust ná vopnum hersins en eftir sólarhrings umsátur og átök hörfuðu þeir. Þjóðfylkingin í Azerbajdzhan, öflug samtök stjómarandstæð- inga, krafðist þess í gær að efnt yrði til nýrra kosninga og að þegar í stað yrðu gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að treysta yfírráð Bakú-stjórnarinnar yfir Nagorno- Karabakh. Sprengjutilræði var framið í gær í borginni Zugdidi í vesturhluta Georgíu og sökuðu embættismenn í höfuðborginni Tbilisi stuðnings- menn Zviads Gamsakhurdias, fyrr- um forseta, um verknaðinn. Þrír lögreglumenn biðu bana í spreng- ingunni og fjöldi særðist. ------».♦.♦.... Gripnir með úraníum MUnchen. Reuter. TVEIR fyrrverandi Sovétborg- ara eru í haldi í Þýskalandi grun- aðir um tilraun til að smygla inn í landið 1,2 kílóum af úraníum. Hið geisiavirka úraníum, sem notað er við framleiðslu kjamorku- vopna, var geymt í blýumbúðum í farangursgeymslu bifreiðar mann- anna. Þeir voru handteknir á bif- reiðastæði í nágrenni Augsborgar. Forkosningar í ellefu ríkjum Bandaríkjanna í dag: Uppgjöf Harkins talin styrkja framboð Clintons TOM Harkin, öldungadeildarþingmaður frá Iowa, skýrði í gær frá því að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningu sem forseta- efni Demókrataflokksins. Harkin hafði ekki gengið ny'ög vel í forkosningum flokksins og vann til dæmis ekki sigur í neinum forkosningum um helgina, en þá var kosið í Suður-Karólínu, Arizona og Wyoming. Bob Kerrey, öldungadeildar- þingmaður frá Nebraska, dró framboð sitt til baka í síðustu viku og era nú einungis þrír menn eftir í baráttunni um útnefningu Demó- krataflokksins, Bill Clinton, ríkis- stjóri Arkansas, Paul Tsongas, fyrram öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, og Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri Kalifor- níu. Harkin sótti fylgi sitt að miklu leyti til verkalýðshreyfingarinnar og er talið að Clinton sé sá sem helst muni hagnast á því að hann hafi dregið sig úr slagnum. I dag er hinn svokallaði „stóri þriðjudagur" þegar forkosningar fara fram samtímis í ellefu ríkjum, þar af sjö suðurríkjum. Skoðana- kannanir benda til að Clinton muni fara með sigur af hólmi i flestum ríkjum, þar á meðal Tex- as, sem er mikilvægast þeirra ell- efu ríkja sem kosið er í. í næst- stærsta ríkinu, Flórída, benda hins vegar kannanir til að mjög mjótt kunni að verða á mununum milli Ciintons og Tsongas. Sjá „Clinton vann sigur í Suður-Karólínu og Wyoming" á bls. 26. Reuter Látlaus útför fyrrum leiðtoga Menachem Begin fyrrum forsætisráðherra ísraels var borinn til graf- ar á Ólífuhæðinni í Jerúsalem í gær og í samræmi við óskir hins látna var útförin afar látlaus. Sjá „Umdeildur harðlínumaður sem gerði...“ á bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.