Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Gerður Magnúsdóttir kennari — Minning Fædd 12. desember 1919 Dáin 26. febrúar 1992 Þegar ég heyrði lát Gerðar, fannst mér eins og drægi ský fyrir sólu í Þingvallasveitinni, því þar hefur kunningsskapur okkar tengst, sem varað hefur þau rúm 40 ár, sem liðin eru. L/yrstu þegar ég fékk að vera með 3 elstu dreng- ina mína í sumarbústað þeirra hjóna, Gerðar og Tómasar, síðar . komum við Sigurður maður minn okkur upp sumarbústað skammt frá, í landi Kárastaða. Ég get ekki státað af því að hafa setið á skóla- bekk með Gerði í orðsins fyllstu merkingu. En við höfum setið sam- an í skóla lífsins, sem er öllum op- inn. Okkar sameiginlegi bekkur var Þingvallasveitin, með allri sinni tign og fegurð í ótal myndum. Þar vorum við með börnin okkar lítil á sumrin. Sóttum vatn í lindina sem rann fram skammt frá bústöðum okkar. Er lindin þraut, víluðum við ekki fyrir okkur að ganga niður að Þingvalla- vatni með barnaþvottinn. Við sett- um okkur þá niður í mjúkan mos- ann. Börnin kunnu að meta frelsið. -*Við nutum umhverfísins, sem Gerð- ur gat glætt meira lífí af sinni snilld. Ég gleymi ekki fyrsta sumrinu okk- ar í sumarbústaðnum. Gerður var þá með systkinin Þórönnu, sem nú er gift Gylfa Gröndal rith,. og Sigurð G. Tómasson, sem nú er þekktur útvarpsmaður. Við höfum trúlega verið nægjusamar á nútíma mælikvarða, ekkert útvarpstæki höfðum við. En ef leitaði á mann spuming um veðurhorfur, þá lagði ég allt mitt traust á Gerði í þeim jjiálum. Hún nefnilega, gekk rétt út fyrir bústaðinn, stóð þar upp á klöpp, sem þar er, virti fyrir sér skýjafarið yfir Botnssúlum, talaði þá um að hann væri að ganga upp eða niður á Súlumar, þetta nægði okkur og sólin skein þegar henni þóknaðist. Eftir að ég var kominn í okkar bústað, þá fannst mér til- heyra að Gerður væri einhversstað- ar í nálægt. Við höfum sannarlega átt margar góðar stundir saman á hrauninu í Þingvallasveitinni, sem gott er að eiga í minningunum. Ég og fjölskylda mín biðjum ást- vinum Gerðar allrar blessunar. Ellen Svava Stefánsdóttir. *r Fyrir hönd okkar' systkinanna langar mig að minnast í örfáum orðum ástkærrar móðurömmu minnar og nöfnu, Gerðar Magnús- dóttur, sem lést eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu á Landspítalan- um. Þótt mér væri ef til vill öðrum fremur ljóst að veikindin vom alvar- leg var lát hennar mikið áfall en þó lausn frá óblíðum örlögum. Amma Gerður var einstakur per- sónuleiki, ung í anda og hafði yndi af því að sækja tónleika, leikhús og myndlistarsýningar. Hún bar hag okkar mjög fyrir brjósti og fylgdist jafnan grannt með náms- árangri og tuddi okkur til þess að " hæfileikar >kkar mættu njóta sín sem best. Hún var amma okkar, náinn vinur og kennari. Bjartsýni, glaðværð og umburðarlyndi ein- kenndu hana og návist hennar og umhyggja var okkur öllum uppörvun. Mér eru minnisstæðar samveru- stundir okkar í sumarbústað afa og ömmu í Þingvallasveit. Þar dvöldumst við systkinin með móður okkar og ömmu vikum saman á hveiju sumri. Amma var mikill nátt- úrufræðingur og áhugi hennar á jurtum og fuglum var bráðsmit- andi. Hún var líka með afbrigðum veðurglögg en engu okkar tókst að læra þá list af henni. Þótt heilsu hennar hafi hrakað síðustu ár grunaði engan hversu ástandið var í raun alvarlegt því amma bar sig jafnan vel og var andlega hress og kát til síðustu stundar. Hún vonaði að sér mætti auðnast að vera viðstödd stúdents- útskrift Gylfa Freys bróður míns og útskrift mína og móður minnar úr Háskóla Islands í sumar. Af því verður ekki en minningin um ein- staka konu lifir og verður okkur styrkur í framtíðinni. Gerður Gröndal. Gerður Magnúsdóttir lést aðfara- nótt 26. febrúar sl., eftir skamma en erfiða sjúkralegu. Er hún harm- dauði öllum sem til þekktu. Við kynntumst fyrir fáum árum, en síð- ustu árin höfðum við setið í stjórn Félags kennara á eftirlaunum. Gerður var mjög góður vinur og félagi. Öll störf vann hún af festu og samviskusemi. Æðruleysi, ró- semi og gleði fylgdu henni hvar sem hún fór. - Gerður var skemmtileg kona, fróð og víðlesin, en lítt gefín fyrir að trana sér fram. Hún hafði mikla ánægju af ferða- lögum. Á síðari árum átti hún þess kost að ferðast bæði hér heima og erlendis. Hún minntist oft ferða til írlands, Færeyja og Parísar og síð- ast en ekki síst ferðar um Vestfirði síðastliðið sumar, þegar árgæskan gaf landinu töfrandi blæ. Ég harma, að kynni okkar Gerð- ar urðu ekki lengri. Við áttum svo margt sameiginlegt. Báðar vorum við ættaðar úr Vatnsdalnum í Húnaþingi. Fyrir fáum dögum barst mér í hendur ársritið Húnvetningur 1991. Þar skrifar Gerður grein, sem hún nefnir „Æsku minnar gestur" og lýsir Vatnsdalnum fagurlega með þessum orðum: „Vatnsdalsáin liðast milli sléttra bakka þar til hún verður að stöðuvatni, Flóðinu. Ótal svanir synda fram og aftur og hin- ir dularfullu Vatnsdalshólar spegl- ast í því.“ En það var fleira en fegurð Vatnsdalsins sem tengir okkur. Lít- 111 drengur, Magnús Ólafsson, er afkomandi okkar beggja. Magnús var Gerði mjög kært nafn. Nú skilur leiðir. Það verður tóm- legra á Grettisgötu 89, en þar höld- um við í stjóm FKE fundi okkar. Gerður með hlýja brosið og rósemina er ekki lengur okkar á meðal. En minningin lifir, þótt maðurinn hverfi. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð. Nú er hún dáin hún Gerður frænka mín og vinkona. Það verður erfitt að vera án hennar en minningamar ylja og gleðja. Gerður var óvenjulega að- laðandi kona. Fram til síðustu stundar hélt hún þessum geislandi svip sem var í senn hrífandi og uppörvandi. Hún var mjög góðum gáfum gædd og sérstakri hrifnæmi sem vakti áhuga á mörgu s.s. hvers konar listum: myndlist, tónlist og bókmenntum ýmiss konar auk þess ferðalögum innan lands og utan og ekki síður félagsskap með fólki á öllum aldri þar sem hún naut sín mjög vel. Allt þetta stuðlaði að því hversu góður kennari hún var. Kennslan var hennar áhugamál og yndisauki. Lengst kenndi hún við Ármúlaskóla sem var verknámsskóli en seinna fjölbrautaskóli. Ég kynntist Gerði fyrst þegar ég á fjórtánda ári kom til foreldra minna í Reykjavík en við vorum bræðradætur og jafn- gamlar. Ég var þá kauðaleg sveita- stelpa og fannst ég ekki í gjaldgeng meðal Reykjavíkurunglinganna. „Uss,“ sagði Gígí, eins og við köll- uðum hana. „Ég er ekki betri.“ Svo fór hún að reyna að sýna mér eitt- hvað sem væri að sér. Svona var Gígí til seinustu stund- ar. Hún setti sig aldrei yfir aðra en var uppörvandi og jákvæð gagn- vart öðru fólki. Gerður var fædd á Guðrúnarstöð- um í Vatnsdal, Austur-Húnavatns- sýslu. Dóttir hjónanna Magnúsar Magnússonar ritstjóra, rithöfundar og þýðanda og Sigríðar Helgadótt- ur. Guðrúnarstaðir voru þá ættar- heimili því að þar bjuggu afi og amma (Magnús Kristinsson og Sig- urlaug Guðmundsdóttir) síðustu árin ásamt Guðmundi syni sínum og hans fjölskyldu. Á Guðrúnar- stöðum var Gerður í sveit á sumrin þegar hún var krakki. Henni þótti vænt um Vatnsdalinn og Guðrúnarstaði. Gerður átti 2 bræður, Ásgeir og Helga Birgi, sem báðir eru látnir, og eina hálfsystur, Maríu Magnúsdóttur, sem var elst. Þær voru miklar vinkonur og nánar systur en María er búsett í London þar sem hún hefur starfað við hjúkrun frá unga aldri. Þær sáust því ekki daglega, en María hefur komið heim á hveiju ári og Gerður fór einnig til hennar. 1940 giftist Gerður Tómasi Gíslasyni raf- virkja. Þau eignuðust 7 börn. Þau eru: Sverrir, Magnús, Þór- anna, Sigurður Guðmundur, Sigríð- ur, Jóhanna (dáin ’73) og Gerður. Bamabömin eru orðin 16 og bama- barnabörnin 2. Milli þeirra systkina og minnar fjölskyldu hefur verið góð frænd- semi og vinátta. Ég er mjög þakk- lát fyrir það. Þau eru öl mjög gott og mannvænlegt fólk. Ég kynntist Gerði vel þegar við tvítugar að aldri leigðum saman herbergi í einn vetur og var þá oft talað fram á nætur. Við vorum þá báðar að kenna, hún í ísaksskóla og sótti einnig tíma í Háskólanum en ég með smábarnaskóla og heim- iliskennslu. Þá buðu foreldrar henn- ar mér í fæði ásamt henni enda vom feður okkar góðir bræður eins og þeir allir Guðrúnarstaðabræður. En þeir hétu: Guðmundur, Ásgeir, Bjöm, Magnús, Sigþór og Kristinn. Ógleymanlegt er sumarfríið 1948. Þá buðu Gígí og Tommi okkur Gísla manninum mínum með börnin okk- ar tvö sem við áttum þá (Kristinn fjögurra ára og Örn tæpra þriggja ára) í sumarbústað sem Tómas hafði byggt í landi Kárastaða rétt við Þingvöll. Þau áttu þá þijú börn: Sverri 7 ára, Magnús 5 ára og Þórönnu tæpra þriggja ára. Tómas var að vinna í borginni en kom um helgar með matarbirgð- ir og bætti í nestið okkar og þá var veisla. Þetta var sólríkt sumar. Þau höfðu ræktað grasi vaxna laut við bústaðinn. Þar gátum við borðað og drukkið úti og þar léku yngri börnin sér við alls konar búskap og kom vel saman. Þau eldri fóm í lengri leiðangra og Kristín litla vildi fylgja frændum sínum. Þeir voru orðnir kotrosknir, sögufróðir og kunnu skil á öllu umhverfi. Mik- ið var talað við börnin. Við Gerður, sem vorum kennarar, vorum glaðar að fylgjast með þroska þeirra og heimspekilegum tilsvömm. Á kvöldin var farið í gönguferðir niður að vatni, inn í Bolabás eða út í hraunið. Skipst var á að vera heima hjá börnunum. Það var fag- urt í kvöldkyrrðinni. Litir í fjöllum og gróðri ásamt fuglakvaki var sem fögur sinfónía. Við töluðum saman um allt milli himins og jarðar. Ekk- ert var okkur óviðkomandi. Mér fannst ég verða ríkari og betri manneskja eftir þessi samtöl. Dýrmæt minning er frá síðast- liðnu sumri. En þá fómm við Gerð- ur í fjögurra daga Vestfjarðaferð með hópi aldraðra. Það var sólskin, bjartviðri og hlýtt allan tímann. Hvarvetna blasti við tign og fegurð sem var í senn hrikaleg en einnig hlý og viðkvæm. Við minntumst sögunnar á liðnum öldum og aftur til landnáms undir góðri leiðsögn Guðmundar Guðbrandsssonar. Við voru þakklátar að eiga þetta fagra land og komum glaðar heim. En nú er komið að því að kveðja og þakka fyrir góða vináttu og frænd- semi. Ég votta Tómasi og fjölskyldunni allri innilega samúð. Kristín S. Björnsdóttir. „Mínir vinir fara fjöld.“ Þessi ljóðlína Bólu-Hjálmars kom í huga mér er ég las andlátsfregn Gerðar Magnúsdóttur. Fyrir liðlega fjórum tugum ára var stofnaður Gagnfræðaskóli Verknáms, sem síðar varð Ármúla- skóli. Sérstaklega samhent kenn- aralið kom til starfa við þann skóla og Gerður var ein þeirra. Margt af þessu ágæta fólki hefur kvatt og nú síðast Gerður. Gerður var skyldurækinn og góð- ur kennari. Islenska var hennar aðal kennslugrein. Móðurmálskennsluna var henni Ijúft og auðvelt að inna af hendi, því saman fór að hún var bæði málhög og hafði næman smekk fyrir fögrum bókmenntum, hvoit sem um var að ræða ljóð eða óbund- ið mál. Gerður var dagfarsprúð manneskja, ávallt ljúf og þægileg í allri sinni framgöngu. Gagnvart nemendum virkaði hún sem góð móðir. Þegar eitthvað vandamál er með nemanda, er það góð regla hjá kennara að hugleiða hvemig hann vildi að brugðist yrði við, ef um hans bam væri að ræða. Mér virtist Gerður móta sína afstöðu í samræmi við þessa reglu. Hún var sangjörn, bar blak af nemendum og lagði jafn- an gott orð til þeirra mála er þá varðaði. Gerður var hógvær kona og sótti ekki eftir vegtyllum eða frama í félagsmálum. Enda var það meira en nóg verkefni að vera kennari og á sama tíma húsmóðir, sem sá um stórt heimili. Eftir að Gerður var hætt kennslu var hún kosin í stjórn Félags kennara á eftirlaunum. Þar var hún hin sama vinnufúsa og til- lögugóða manneskja sem áður fyrr í starfí sínu. Meðal félaganna er hennar nú saknað. Við hjónin kveðjum Gerði með þakklæti fyrir langt og gott sam- starf. Tómasi, börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðju. Magnús Jónsson. Um Gerði Magnúsdóttur eða Gígí heyrði ég talað frá fyrstu tíð. Móð- ir mín og hún voru æsku- og ævivin- konur. Margt var líkt með þeim stöllum, þær eignuðust til dæmis báðar sjö börn og báðar voru gædd- ar atorku svo að þær færðu fjall- garða án þess að taka eftir því sjálf- ar. En það var líka eitt og annað sem var frábrugðið: ég ímynda mér að stríðari vindar hafi leikið um æskuheimili Gígíar, heimili móður minnar aftur á móti lognpottur og önnur hefur þá getað hvílst í skjóli á meðan hin fékk veður af stormin- um. Þær voru rómantískar ungmeyjar og með einhveijum hætti finnst mér að Reykjavík hafi verið vinkona þeirra og jafnaldra. Það helgast held ég af því að þær voru ungar stúlkur þegar Tómas Guðmundsson færði þeim Fögru veröld, þessa seið- andi blöndu af lífsfögnuði og heims- trega, bókina sem gaf heilli kynslóð sjálfsímynd og magnaði Reykjavík lífi, endurskóp hana einmitt í líki ungrar stúlku sem er að vakna til lífsins og veröldin öll eitt samfellt fyrirheit. Kynslóðin nam land í ljóð- heimi Tómasar eins og hann væri veruleikinn sjálfur. Snemma fór sögum af námshæfi- leikum Gígíar, hvemig hún glansaði í gegn um Menntaskólann og gott ef því var ekki hvíslað að hún hefði tekið að sér að semja ritgerðir fyrir skussana í hópnum. Ekki er ósenni- legt að fyrir hugarsjónum hennar hafi svifið starfsvettvangur á sviði skáldskapar og fræða. En það var veruleikinn sem varð fyrri til og áður en varði var hún komin á fljúg- andi fart í lífsbaráttu og kennslu. Var þá ljóðið á enda? Eða var þar komið Fögru veröld er skáldið segir: Svo skamma stundu æskan okkur treindist. Svo illa vorum draumum lífíð reyndist. Senn göngum við sem gestir um þá slóð, sem geymir bemsku vorrar draumaljóð. Ef til vill varð einhveijum á að hugsa: hvernig fór hún Gígí að með þetta stóra heimili og fulla kennslu — hvernig hafði hún orku aflögu fyrir síveitula lífsgleði og leitandi áhuga? Spyr sá sem hefur aldrei fært fjall. Gígí lét amstrið aldrei smækka sig en með stærð sinni smækkaði hún amstrið þangað til það var orð- ið eins og fjarlægur goluþytur eða kliður frá umferð um Bústaðaveg- inn. I því efni var auðfundið hve börnin voru henni dýrmæt, með þeim færði hún út landhelgi hvers- dagsins, lifði sig inn í verkefni þeirra og áhugamál. Fyrir bragðið virtist hún alltaf horfa frá miðju atburðanna, hvort sem um var að ræða listir, fræði eða stjórnmál. Og þegar hún hafði skilað af sér starfs- skyldu kennarans velti hún ekki af sér reiðingnum heldur hélt rakleiðis í Háskólann þar sem hún tók upp þráðinn í bókmenntum og íslensku. Sjálf var hún svo máli farin að hún gat framleitt leikmannsþanka um nánast hvað sem var: Daginn og veginn, skólamál, Reykjavík, bóka- spjall. Alt sem hún lét frá sér var merkt víðsýni og reisn. Það var stundum langt á milli móður minnar og Gígíar í rúmi, önnur bjó vestur í bæ en hin í ný- byggðinni við Bústaðaveg; önnur var með ökuskírteini en engan bíl og hin með bíl en ekkert ökuskír- teini. Samt lifðu þær í einhverri fjar- lægðarnálægð, höfðu alltaf veður hvor af annarri og sóttu hvor aðra heim hvenær sem færi gafst. Það sem greindi þær að virtist ekki stía þeim í sundur heldur binda. þær betur saman. Þær virtust jafnvel hafa húmor fyrir göllum hvorrar annarrar. Það var upplifun að sjá MAZDA 323 STATION NU MEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með töivu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • oídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr. með ryðvöm og skráningu. Opið laugardaga kl. 10-14. SKÚLAGÖTU 59, S.61 95 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.