Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Bandarísk ferða- kynning FERÐAKYNNING fyrir ferða- skrifstofufólk og aðra aðila í ferðaiðnaði hefst fimmtudaginn 12. mars að Hótel Loftleiðum. Kynningin stendur fram á laug- ardag, en þann dag verður hún opin fyrir almenning. MikiLaukning hefur orðið á ferða- lögum íslendinga til Bandaríkjanna. íslenskar fjöiskyldur ferðast t.d. mikið til Florida, þar sem skemmti- garður eins og Disney World og Wet and Wild eru heimsóttir, þar sem allir fjölskyldumeðlimir skemmta sér. Til að auka enn við upplýsingar um ferðamöguleika til Bandaríkj- anna efna Flugleiðir til þessarar kynningar, en til hennar mæta ýms- ir bandarískir aðilar til að kynna það sem þeir hafa uppá að bjóða. Má þar t.d. nefna flugfélögin USAir, Air Jamaica, Cayman Airways og America West. Þau kynna áætlunar- leiðir sínar, sem tengjast ákvörðun- arstöðum Flugleiða í Bandaríkjun- um. Aðilar, sem hafa uppá að bjóða skemmtisiglingar eins og t.d. Kloster Cruises verða þama einnig ásamt hótelrekendum og ferðamáia- frömuðum frá Flórída, Baltimore og Jamaica, svo að eitthvað sé nefnt. Á laugardaginn skemmtir The Gangplank Ragtime Band frá Balti- more gestum kynningarinnar. Hljómsveitin er vel þekkt fyrir sér- stæða blöndu sína af hljómlist sem telja má til Ragtime, Dixieland, Jazz og Swing. Hótelið býður upp á amer- íska matseðla á þessum degi og einn- ig verður ferðavinningur í boði. (Fréttatilkynning) Arna Kristjánsdóttir, 18 ára, 1,76 cm, ljós- hærð og bláeyg. Lisa Bryndís Matthews, 20 ára, 1,76 cm, dökk- hærð og græneygð. Bryndís Bjarnadóttir, 19 ára, 1,80 cm, ljós- hærð og bláeyg. Sigurrós Jónsdóttir, 19 ára, 1,76 cm, dökkhærð og brúneygð. Hlín Snorradóttir, 17 ára, 1,76 cm, dökkhærð og brúneygð. Sólveig Jónsdóttir, 17 ára, 1,79 cm, ljóshærð og bláeyg. Hrafnhildur Sigurðs- son, 17 ára, 1,76 cm, Ijóshærð og bláeyg. Unnur Gunnarsdóttir, 16 ára, 1,78 cm, ljós- hærð og bláeygð. Linda Sigurjónsdóttir, 18 ára, 1,77 cm, dökk- hærð og brúneygð. Þórunn Baldvinsdóttir, 16 ára, 1,76 cm, ljós- hærð og brúneygð. Elite-stúlkan valin á fimmtudag ÚRSLIT í Elite-keppninni 1992 verða á veitingahúsinu Ömmu Lú n.k. fimmtudagskvöld kl.20. Það eru tímaritið Nýtt líf og umboðsskrifstofan Icelandic Models sem standa að keppninni hér á landi. Óvenju margar stúlkur taka þátt í keppninni að þessu sinni, eða 10 talsins. Skrifstofa Elite fyrisætufyrirtækisins í París valdi stúlkurnar. Pierre Champaux for- stjóri Elite í París er væntanlegur til landsins og mun hann tilkynna úrslitin á Ömmu Lú á fimmtu- dagskvöldið. Sigurvegari keppninnar hér á landi mun taka þátt í alþjóða- keppni Elite sem fram fer í New York næsta haust ásamt 54 kepp- endum frá 34 löndum og að auki hlýtur sigurvegarinn margvísleg verðlaun hér á landi. Sigurvegarinn í keppninni í New York fær tveggja ára starf- samning við Elite að andvirði tæpar 9 milljónir króna. Á meðfylgjandi myndum eru stúlkurnar 10 kynntar. Árangursrík námskeið um framleiðslustjóm á kúabúum Morgunblaðið/RóberJ. Schmidt Vetrarstillur íArnarfirði Bíldudal. Síðustu vikur og daga hefur mikið verið rætt um tíðarfarið. Lægð- ir koma og fara ýmist með frosti og ofankomu eða leysingum. Því sakna margir vetrarstillanna góðu þegar sjór verður sléttur og hjminn- inn heiður. Snæviþakin fjöll lýsast upp í sólskininu og mannlíf og dýralíf vaknar upp af þungum svefni eftir viðstöðulaus fárviðri sem geisað hafa um landið um langa hríð. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Arnarfirði nýlega og má sjá vetrarstillur heilsa upp á Arnfirðinga til sjávar og sveita. Myndin er tekin í Hvestu. Við látum myndina tala sínu máli. - R. Schmidt Hvannatúni í Andakíl. Á VEGUM Bændaskólans á Hvanneyri og fleiri aðila hefur verið haldin námskeiðaröð á tíma- bilinu október 1990 til nóvember sl. um framleiðslustjórn á kúabúi og fóðuröflun og fóðrun, alls fjög- ur námskeið. Tilefnið var að kanna, hvort mögulegt væri að fóðra nákvæmar með tilliti til sparnaðar í kjarnfóðursgjöf, hey- öflunar og gera góða framleiðslu- spá fyrir verðlagsárið í heild. Alls sóttu 15 bændur á Vestur- landi þessi námskeið og meðal þeirra voru hjónin á Lundi í Lundarreykj- ardai, Kristín Gunnarsdóttir og Jón Gíslason. Þau töldu í spjalli við fréttaritara að það hefði verið mikill kostur að geta sótt þessi námskeið saman enda virtist áhuginn á verk- efninu og kúabúskapnum vera mik- ill hjá þeim. Aðalhvatamenn námskeiðanna og leiðbeinendur voru Bjarni Guð- mundsson kennari við Bændaskól- ann, Jón Viðar Jónmundsson, ráðu- Góugleði á Þórshöfn Þórshöfn. GÓUGLEÐIN, árshátíð slysavarnadeildar og Björgunarsveitarinnar Hafliða á Þórshöfn og í nærsveitum var haldin með reisn á hlaupárs- daginn. Þá gera slysavarnafélagar sér glaðan dag saman, kvennadeild- in sér um matinn með aðstoð vaskra sveina úr björgunarsveitinni Hafliða og skemmtidagskrá er undirbúin fyrir þessa hátið. Oft hefur félögum úr öðrum slysavarnadeildum og björgunarsveitum verið boð- ið og hefur það styrkt tengsl milli deilda og fólkið kynnist persónulega. 'Sem fyrr mættu nú í gleðskapinn félagar úr Björgunarsveitinni Jökli frá Jökuldal og Jökulsárhlíð og fé- lagar úr Hjálparsveit skáta á Fjöllum eða Jökuldælingar og Fjöliungar eins og þeir kallast hér. Einnig var mætt- ur fulltrúi frá Björgunarsveitinni Erni á Bakkafirði. Gestgjafar vildu taka sem best á móti gestum sínum og gera heim- sóknina eftirminnilega. Það var því ekið á móti gestunum upp á Brekknaheiði og fór þar fram stutt móttökuathöfn. Vegna snjóleysis komu austanmenn nú á bílum en áður hafa þeir farið stystu leið yfir fjöllin á vélsleðum. Svöngum ferða- löngum var síðan boðið upp á kaffi- hlaðborð í Hafliðabúð e« þaðan lá leiðin niður á bryggju þar sem Jónas Jóhannsson skipstjóri á mb. Geir beið með bátinn tilbúinn í skemmti- siglingu með landkrabbana að aust- an. Þetta gerði lukku enda lék veðr: ið við menn, blæjalogn var og blíða. Eftir siglinguna fengu gestirnir hlé fram að sjálfri árshátíðinni sem hófst kl. níu um kvöldið. Voru heima- menn með ýmislegt til skemmtunar og einnig lögðu gestirnir sitt af mörkum enda eru Jökuldælingar og Fjöllungar þekktir fyrir að hafa kímnigáfuna í lagi. Eins og venjan er endaði samkoman með dúndrandi dansleik fram eftir nóttu og fara ekki sögur af því hversu náin kynn- in urðu þar milli deildanna en allir skemmtu sér hið besta. Gestirnir fengu gott ferðaveður heim daginn eftir og voru ánægðir með ferðina. - L.S. Morgunbladid/Didrik Jóhannsson Heyið sem Jón og Kristín eru að gefa er mjög vel verkað aðeins þarf 1,2 kg í 1 FE af votheyi og 1,3 kg af þurrheyinu. nautur hjá Búnaðarfélagi íslands og Magnús B. Jónsson, Hagþjónustu landbúnaðarins. Einnig störfuðu að verkefninu þær Erna Bjarnadóttir og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir frá búnaðarsamtökunum á Vesturlandi. í upphafi söfnuðu þátttakendur heysýnum og unnu á fyrsta fundin- um að gerð framleiðsluspár til- 31. ágúst. Síðan voru gerðar nákvæmar fóðurmælingar, fóðuráætlanir, unnið úr niðurstöðum þessara athugana og spáð í búreikninga með tilliti til framleiðslukostnaðar á fóðureiningu og undirbúin beitaráætlun. Á síðasta fundinum voru síðan bornar saman niðurstöður og spáð um árangur. Hver er ávinningurinn, er spurn- ing til Jóns og Kristínar. Þau voru sammála í svörum sínum. í fyrsta lagi var mjög mikilvægt að ræða um kúabúskap^ við aðra bændur á faglegan hátt. í annan stað hafa þau getað nýtt fóður kúnna betur. Þau gefa nú minni fóðurbætir með minna próteini og eftir lagfæringu á öllum þáttum skila kýrnar meiri afurðum en áður. I síðasta lagi sýnir kostnað- arsamanburður á öflun hverrar fóðureiningu, að heyverkunaraðferð- ir reyndust mjög misjafnar milli bæja og að gamlar afskrifaðar vélar gátu í sumum tilfellum verið dýrari í notkun vegna viðhaldskostnaðar en nýjar sem eftir átti að afskrifa í búreikningunum. Kristín taldi að fleiri fundir innan þessa hóps gætu verið áhugaverðir til að bera saman árangur þegar til lengri tíma er litið. Landssamband kúabænda styrkti námskeiðahaldið. Nú er verið að gefa út námskeiðsefni, sem Runólfur Sigursveinsson, endurmenntun- arstjóri Bændaskólans, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Jón Gíslason hafa tekið saman. Það er gefið út í því augnamiði að nota það á almennum bændafundum og námskeiðum. I nýútkomnu yfirliti um námskeið á vegum Bændaskólans á Hvanneyri er m.a. auglýst samskonar námskeið og um var fjallað og önnur um marg- vísleg efni. Ekki komust allir að þegar þau voru síðast haldin á liðnu ári, s.s. í bókhaldi og tréskurði. - D.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.