Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 39 varðskipi. Þá voru nú fagnaðar- fundir. Afí var mikill laxveiðimaður. Akafi hans var slíkur að væri hann að fara í veiði var hann andvaka alla nóttina af tiihlökkun. Hann hlakkaði til eins og barn, enda var hann alltaf fyrstur á fætur, ræsti „hásetana“ með harðri hendi fljót- lega upp úr sex á morgnana. Ekki var komið að landi fyrr en að veiði- tíma loknum. Engu máli skipti hvort einhver veiðivon var eða hvemig viðraði. Ákafínn var alltaf jafn mik- iil. Ogleymanleg'var ferðin okkar með Goðafossi árið sem afi varð sextugur og árið sem ég fermdist. Við vorum saman í klefa. Farin var hringferð um landið og komið á nokkrar hafnir erlendis. Þá var margt skrafað og miklu miðlað. Þegar hugsað er til baka eftir liðinn tíma þá sé ég að stór hluti af festu og öryggi í tilveru minni sem barns og unglings var það skjól og öryggi sem ég fékk alltaf hjá afa mínum og ömmu. Allt þetta og margt fleira hefði verið gaman að geta rifjað upp með afa mínum. Besta afa í heimi. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guð geymi afa minn. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfókki deildar A-3 á Hrafnistu, sem önnuðust og hjúkruðu Sigur- jóni þannig að seint verður full- þakkað. Hannella og Elínborg. Hann afi okkar er dáinn. Fyrstu minningar okkar um hann eru frá inn víður og fagur og framundan Faxaflóinn breiður og blár eða hvít- ur á lognkyrrum vorkvöldum, og kvöldsólin sendir geislarák frá jökli til lands eftir speglinum. Á slíkum kvöldum gengu þau systkinin með sjónum og nutu útsýnisins og kyrrð- arinnar. Egill lést um aldur fram, árið 1981, og varð öllum harm- dauði. Eftir að Guðríður var orðin ein í heimili ferðaðist hún mikið um landið með ýmsum hópum og naut þeirra ferðalaga vel, meðan hún hafði heilsu til. Þegar vistheimili aldraðra í Seljahlíð tók til starfa fiuttu þær Margrét og Guðríður þangað í sameiginlega íbúð. Þar undu þær hag sfnum vel og voru ánægðar. Veit ég að Margrét sakn- ar mágkonu sinnar mjög. Guðríður Egilsdóttir var fríð kona, ljóshærð og björt yfirlitum. Hún var glæsileg á íslenska bún- ingnum, hógvær og fáguð í fasi, einstaklega vönduð manneskja og trölltrygg. Því var við brugðið, hversu fróðleiksfús, greind og stálminnug hún var. Kom í ljós síð- ar á ævinni hve trútt minni hún átti, en hún gat rakið ættir og örlög þessa fólks, er lifði á fyrstu árum aldarinnar og afkomenda þess allar götur fram. Leituðu enda margir til hennar um upplýsingar og fóru ekki bónleiðir til búðar. Harma nú margir að hafa ekki nýtt sér betur þann fróðleik er hún bjó yfir, eij hverfur nú með henni. Einhvem veginn áttum við ekki von á að hún „Gauja“ færi svo fljótt. Þrátt fyrir sín 94 ár virtist hún heilsugóð og ung í anda og hélt reisn sinni og andlegum kröftum óskertum til hinstu stundar. Hún varð fyrir því óhappi að detta á gólfínu heima hjá sér og brotna illa. Þurfti hún að Seljalandi. Þar bjó hann ásamt Elín- borgu ömmu og börnum þeirra sex. Á Seljalandi var alltaf mikið líf og fjör, þangað voru allir ávallt vel- komnir. Afi starfaði lengst af á dráttarbátnum Magna, jafnframt því að vera með búskap. Afi og amma voru sérlega miklir dýravinir og áttu kindur löngu eftir að þau fluttu frá Seljalandi. Afi taldi það ekki eftir sér að keyra upp á Sand- skeið til að gefa rollunum sínum brauð á sumrin. Hann var sérlega ljúfur í umgengni. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að minnast Sigur- jóns afa. Eftirfarandi ljóðlínur lýsa honum vel: Hygg ég aldrei hafir skráða hjálp, sem reyndist fús að veita. Ef úr vöndu var að ráða var þín ávallt gott að leita. Greiðviknin með gull í mundum gekk það framar efnum stundum. Viðkvæmur. í vinakjörum vildir orka hlutinn besta. Hreinlyndur og heill í svörum, - hirtir ei að skjalla flesta - Samt þú hylltir úlfúð ekki,' einatt sóttir gleðibekki. Ör í lund og ör í þörfum. Ættarfylgja. Hófs þó gáðir. Trygglyndur og trúr í störfum,. tómlæti af hjarta fjáðir. Skaust ei undan skyldugreinum, skila vildir reikning hreinum. (Guðm. Guðmundsson.) Börnin hennar Distu. fara í mikla aðgerð og lifði aðeins eina viku eftir það. Ég vil að lokum, fyrir hönd okk- ar Kálfatjamarsystkina, votta Mar- gréti, sonum hennar, Ólafi og Kristjáni, og fjölskyldum þeirra, innilega samúð. Guðríði kveðjum við með söknuði og þökk. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Ingibjörg Erlendsdóttir. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 62 15 66 A$$6 Ómwkágg SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG SETJIÐ SAMAN SJÁLF *jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Fataskápar. Skorpnar varir eru lítið argnayndi. Þurrar, flagnaðar varir. Afleiðing sólar- ljóss, vinds og kulda. Eða þurrs innilofts! Þess vegna eru fómarlömbin jafnt áhuga- samir sjónvarpsáhorfendur sem og iðnir trimmarar. Það er sama hveijir lífshættir þínir em, Blistex mýkir og fegrar varir þínar með femu móti. . . STAUTURINN: Blistex, varasalvi með PABA sólvöm. TÚPAN: Blistex, varasmyrsl til að lina verki í kuldabitnum vörum eða frunsum. HANDHÆGU KRUKKURNAR: Blistex, varaáburður til að mýkja, græða og verja varimar daglega. Lip-Medex, græðir og mýkir mjög þurrar sprungnar varir og frunsur. Blistex endumærir þurrar og sprungnar varir. Heildsala: kemikwJahf GARÐABÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.