Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Ný 6 vikna námskeið að hefjast í öllum aldurshópum Athugið! Síðast komust færri að en vildu. Innritun stendur yfir í síma 677799, 677070 fyrir Reykjavík og Mosfellsbæ. Akranes hjá Helgu í síma f 2485. Stig I byrjendur Stig II framhald og fyrír lengra komna _________Stig III tískuljósmyndun______ Athugið! Eldri nemendur geta nú farið í nýja tískuljósmyndun og komist inn á skrá. NýttNýtt Akranes — Helga, sími 12485 Mosfellsbær—sími 677070 Afhending skírteina í Kringlunni laugardaginn 14. mars kl. 14-16. TÍSKUSÝNINGAR-, FRAMSÖGN OG FRAMKOMA þurfi að gera eitthvað til að samn- ingar megi takast. Það kom skýrt fram að ríkistjórnin væri okkur sammála um að ríkisvaldið yrði að hafa frumkvæði að því að ná veru- legum árangri við lækkun raun- vaxta og að þeim væri ljóst að það yrði að koma til móts við okkar kröfur. Það voru engin loforð gefm en þessi almenni vilji kom fram.“ A minnisblaði vinnuveitenda um þau áhersluatriði sem kynnt voru ráðherrum á fundinum á laugardag segir m.a.: „Raungengi, þ.e. kostn- aður hér á landi miðað við sam- keppnislönd, þarf að lækka frá því sem nú er, því afkoma þorra fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppnis- greinum er óviðunandi." Vinnuveitendur telja að varanleg Morgunblaðið/Sverrir. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, við upphaf fundar samninga- nefnda þjá ríkissáttasemjara í gær. bót á samkeppnisskilyrðum atvinn- aðarhækkunum minni en annars ulífs náist helst með því að halda staðar gerist. Verðbólga megi ekki gengi krónunnar stöðugu og kostn- verða umfram 2% á þessu ári en Ásmundur Stefánsson um viðræður aðila vinnumarkaðar og ráðherra: auk þess verði stjórnvöld að taka ákvarðanir sem miði að eflingu at- vinnurekstrar og að bættum sam- keppnisskilyrðum. Vinnuveitendur lögðu því til við ráðherra á fundin- um að gripið verði til eftirfarandi aðgerða: ►Ríkisstjómin hafi forgöngu um marktæka lækkun raunvaxta bæði til skemmri og lengri tíma. ►Horfið verði frá áformum og- ákvörðunum um frekari kostnaðar- skattlagningu á atvinnulífið. Er sér- stök athygli vakin á nýjum launa- skatti, sérstöku vörugjaldi á allan inn- og útflutning og hækkun ýmissa þjónustugjalda á sjávarút- veg og samgöngur, s.s. gjaldtöku fyrir botnfiskkvóta, veiðieftirlits- gjaldi, vitagjaldi, skipaskoðunar- gjaldi og skoðunar- og eftirlitsgjöld- um skipa og flugvéla. Ennfremur benda vinnuveitendur á að kostnað- ur við löggildingu vigta og annarra mælitækja hafi verið hækkaður upp úr öllu valdi. Vilja vinnuveitendur að þessar hækkanir verði endur- skoðaðar þar sem þær samrýmist ekki stefnumörkun um varanlegan stöðugleika. ►Loks lögðu vinnuveitendur til að aðstöðugjald verði afnumið og fyrsti áfangi þess eigi sér stað um næstu áramót samhliða aðild ís- lands að EES. „Um það þarf að koma stefnumótun og skýr yfirlýs- ing,“ segir á minnisblaði vinnuveit- enda Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði vaxandi skilning á áherslum vinnuveitenda. „Ríkisstjórnin segir að ef nást sam- an samningar til eins árs sé ríki- stjórnin reiðubúin að hafa forystu um að vextir geti lækkað og við metum það sem fullnægjandi svör á þessu stigi. Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um kostnað og tekjur vegna áfengisneyslu: Heildarkostnaður samfélagsins 5,7-6,1 milljarður á ári 1985-89 HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands hefur gert úttekt á kostn- aði og tekjum þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu Islendinga fyrir Landssambandið gegn áfengisbölinu. í skýrslu Hagfræðistofnunar- innar kemur m.a. fram að heildarkostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu hafi verið á bilinu 5,7 til 6,1 miHjarður ki’óna á árun- um 1985 til 1989 á verðlagi ársins 1991 og á sama tíma hafi tekjur af áfengissölu verið á bilinu 5,3 til 6,9 milljarðar króna á sama verðlagi. Sá kostnaður sem talinn er í úttektinni er beinn kostnaður, eða t.d. kostnaður vegna læknishjálp- ar, félagslegur kostnaður, t.d. félagsleg aðstoð, löggæsla og áfengisvamir og kostnaður vegna tjóns. Þá er reiknað með að óbeinn kostnaður sé t.d. framleiðslutap vegna dauðsfalla, meðferðar og ótímabærrar örorku en skipting kostnaðar er þannig að um 65% er framleiðslutap, um 20% er lækn- ishjálp og um 15% er félagslegur kostnaður. Þegar tekjur þjóð- félagsins eru teknar er þar talað um hagnað ÁTVR af áfengissölu sem og söluskattstekjur ríkisins af þessari sölu. Fram kemur að árið 1985 hafi kostnaður þjóðfélagsins verið um 5,7 milljarðar króna á móti 5,3 milljörðum króna í tekjur, árið 1986 hafí kostnaður verið um 5,8 milljarðar á móti um 5,5 milljörð- um, árið 1987 um 6 milljarðar á móti um 6,1 milljarði, árið 1988 um 6,1 milljarður á móti um 6,3 milljörðum og árið 1989 tæpir 6 milljarðar á móti tæplega 7 millj- örðum króna. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, sem sá að mestu leyti um úttekt- ina, segir tölur um tekjur þjóð- félagsins vera mjög auðfengnar en hins vegar sé mun erfiðara að komast yfir tölur um kostnað þar sem þær liggi ekki alltaf fyrir á rekstrarreikningum og því sé erfitt að bera þær saman auk þess sem sala áfengis hafi aukist á árinu 1989. Hún segir að því verði að taka þessum niðurstöðum með fyr- ii-vara þar sem mikilvægar upplýs- ingar hafi ekki verið fyrir hendi. Helgi Seljan, formaður Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu, segir að samfélagið sjálft ætti að sjá um slíka úttekt en ekki áhuga- samtök. „Hér er um frumvinnu að ræða þar sem þetta er í fyrsta skipti sem slík úttekt er gerð. Okkur óraði ekki fyrir því í upp- liafi þessa starfs hversu erfítt það væri að fá allar talnalegar upplýs- ingar í þessu tölvuvædda tækni- þjóðfélagi okkar þar sem upplýs- ingafátæktin var með ólíkindum þegar kom að þætti áfengis. Það er ljóst að löggjafinn getur ekki látið við svo búið standa,“ segir Helgi. Jafnframt segir hann úttektina vera mjög mikilvæga í umræðu um það hvort einkavæða eigi áfengis- sölu hér á landi en augljóst sé að gróði ÁTVR sé ekki sá sem hann sýnist í íjárlögum á ári hverju. Afdráttarlaus afstaða ríkisstjóm- ar að greiða fyrir samningum A Dagsbrún dregnr sig út úr samninganefnd ASI Fundir voru haldnir í sérstökum vinnuhópum samningsaðila um helgina. Framkvæmdastjórn Verk- amannasambandsins hélt fund kl. 13.30. í gær og síðdegis hófust fundir samninganefnda hjá Ríkis- sáttasemjara. Þar var samþykkt að bíða með frekari viðræður fram yfir fund stjómar og formanna að- ildarfélaga BSRB í dag til að freista þess að fá samtökin í samflot um gerð nýrra kjarasamninga. Gagnrýni Dagsbrúnar Guðmundur J. Guðmundsson sagði að á stjórnarfundinum í Dags- brún á laugardag hefði verið gagn- rýnt að ekkert hefði verið gert með tillögur þeirra m.a. um samstöðu um aðgerðir og að setja vinnuveit- endum tímamörk í samningum. „Við ákváðum að athuga okkar gang og mæta ekki á fundi hjá samninganefnd á mánudag. Það er álit okkar að betra sé að ASÍ og BSRB leysi þetta sameiginlega. Við viljum láta kanna það betur en gert hefur verið og teljum nokkuð ámæl- isvert að það skuli ekki hafa verið gert betur af hendi Alþýðusam- bandsins," sagði hann. Á fundinum var stjórnarmönnum falið að leita út á vinnustaði og fá umsögn félagsmanna um stöðu mála. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagðist í gær lítið geta tjáð sig um hvaða þýðingu ákvörðun stjórriar Dagsbrúnar hefði fyrir samningaviðræðumar. „Öllum hlýt- ur að vera ljóst að það skiptir máli að halda sem mestri breidd í sam- stöðunni,“ sagði hann. Aðspurður hvort rétt væri að gengið hefði verið framhjá Dags- brún í viðræðunum sagði Ásmundur að ekki færi milli mála að Dagsbrún hefði haft mikið vægi í öllu sam- starfi innan ASÍ og myndi vonandi hafa það áfram. Afstaða ríkisstjórnar Um fund forystumanna ASÍ með ráðherrum sagði Ásmundur: „Það kom fram í fyrsta skipti afdráttar- laus afstaða af hálfu ríkistjórnar- innar um að henni sé ljóst að hún Á FUNDI stjórnar verkamannafélagsins Dagsbrúnar á laugardag var samþykkt að taka ekki að sinni frekari þátt í fundum samninga- nefndar Alþýðusambandsins, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonai’ formanns Dagsbrúnar. Forystumenn ASI og samtaka vinnuveitenda áttu fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra á laugardag. Þar kom m.a. fram að ríkisstjórnin væri reiðubúin að stuðla að vaxtalækkun í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Ásmundur Stefánsson forseti ASI segir að frekari fundir með ríkisstjórninni séu áformaðir. Á sunnu- dag gekk Guðmundur J. Guðmundsson á fund Davíðs Oddssonar þar sem farið var yfir stöðu mála í samningaviðræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.