Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 19 Það eru vondar lækningar, sem stjórnmálamenn hafa stundað á undanförnum árum, sem nú koma niður á almenningi. Það má með vissum hætti segja, að afleiðingarn- ar séu þær, að nú er sjúklingurinn hættur að geta greitt gjaldið fyrir læknishjálpina því hann verður'allt- af veikari og veikari. Þjóðarfram- leiðslan er á niðurleið og okkar stærsti sameiginlegi sjóður, sem er með yfir 90% af samanlögðum tekj- um hins opinbera er sligaður af þeim vanda, sem safnast hefur upp vegna „örlætis“ þeirra stjórnmála- manna, sem hafa ráðið fyrir málum okkar sl. 20 ár. Það vita svo flestir fulltíða menn hveijir hafa farið með völdin á þessu tímabili. Hér hefur það rækilega sannast hvað gerist þegar of mörg egg eru höfð í sömu körfunni. Ríkissjóður hefur yfir að ráða meira en 90% af samanlögðum tekjum hins opin- bera en það er einsdæmi á vestur- löndum. Betur hefðum við fyrir löngu annaðhvort eflt sveitarfélögin eða þá, sem best hefði verið, stofn- að nýtt sveitarstjórnarstig á grund- velli landshlutanna. Ef kjörnar hér- aðsstjórnir hefðu farið með heil- brigðis- og menntamál og haft eig- in tekjustofn til þeirra þá hefðu þingmenn og ríkisstjórnir haft úr miklu minni potti að spila. Þá hefð- Brotalamir í rík- isbúskapnum eftir Skúla G. Johnsen Ríkissjóðurinn á íslandi er kom- inn í hálfgert þrot og nú þegar að kreppir koma allir liðir í búskapnum til skoðunar. Nú er nauðsynlegt, að menn reyni að átta sig á því hvers vegna svo illa er komið á fjár- málum ríkisins. Það er enginn váfi, að á undan- förnum tveimur áratugum hafa þingmenn verið í nokkurs konar bankastjóraleik með fjármuni skatt- borgara og notað stórar fúlgur í áhættufé til ýmiss konar atvinnu- rekstrar. Þar hefur byggðarstefnan gjarnan verið notuð sem yfirskin en hagsmunagæsla landbúnaðar og sjávarútvegs hefur einnig verið þung á metunum. Stofnlánakerfi sjávarútvegs og landbúnaður hefur staðið undir mikilli offjárfestingu m.a. með lán- um, sem ríkissjóður hefur ábyrgst greiðslu á. Það má benda á athyglis- verða grein Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Málmblendiverksmiðjunnar, um þetta efni sem birtist í Morgun- blaðinu 10. september sl. Ofan á alla reikningana hér að ofan bætast svo styrkirnir til land- búnaðarins, sem árlega nema 10-15 milljörðum kr. eftir því hvemig reiknað er. Þá koma enn til viðbót- ar afborganir af rekstrarlánum ríkissjóðs, sem notuð voru til að greiða umframeyðslu síðustu eins til tveggja áratuga. Og svo má ekki gleyma, að með nýrri Blönduvirkjun eru Kröflurnar orðnar tvær og enn borga skattgreiðendur. Allt það, sem talið er hér að fram- an, eru forgangsgreiðslur. Það eru með öðrum orðum greiðslur, sem koma á undan greiðslum vegna al- mannabóta, heilbrigðismála, menntamála og annarra félags- mála. Afborganir af lánum, áfallnar ábyrgðir, afskrifuð lán og önnur glötuð framlög eru það, sem nú sligar ríkissjóð en greiðslur þessar eru svo aftur að stórum hluta ein- mitt orsökin fyrir því, að íslenskir atvinnuvegir hafa ekki náð nægjan- legri Framtak framleiðni. einstakl- inga og fyrirtækja er sljóvgað af deyfilyfjum þeim, sem fram- leiðsluatvinnuvegir þjóðarinnar, aðrir en iðnaðurinn, hafa ánetjast. Þjónustugreinarnar hafa allt sitt á þurru. „Ef kjörnar héraðsstjórn- ir hefðu farið með heil- brigðis- og menntamál og haft eigin tekjustofn til þeirra þá hefðu þingmenn og ríkissljórnir haft úr miklu minni potti að spila. Þá hefðum við haft nógu stór umdæmi til að taka við stærstu greinunum í opinberri þjónustu af rík- inu. um við haft nógu stór umdæmi til að taka við stærstu greinunum í opinberri þjónustu af ríkinu. Þar með hefði velferðarkerfi okkar að mestu verið varið fyrir þeim áföllum sem nú ríða yfir. Staðreyndin er, að velferðarkerfi okkar hefur orðið að víkja fyrir velferðarkerfi fyrirtækjanna og fyr- ir óráðsíu liðinna ára. Eins og sagði í upphafi þá verður ekki komist hjá því þegar að krepp- ir, að skoða alla liði í búskapnum. Heilbrigðis- og tryggingamál eru einn þessara liða og nú hafa sam- Skúli G. Johnsen dráttaraðgerðirnar orðið til að brotalamirnar í rekstri kerfis koma betur í ljós. þess, þessa Þegar brúa þurfti 15 millj. kr. íjárvöntun við gerð fjárlaga sl. vor tókst þó að hlífa þessum málaflokki allvel því niðurskurðurinn í heil- brigðis- og tryggingamálunum hefði átt að vera milli 6 og 7 millj- arðar kr. ef skipt hefði verið í hlut- falli við fjái-veitingar. 3,3 milljarðar hafa þó verið erfiður biti að kyngja enda hefur starfsfólk stofnana og almenningur ekki verið öðru vant en stöðugum vexti. Allir hugsandi menn vissu, að það hlyti að koma að því að vöxturinn yrði stöðvaður. Hins vegar tókst að léyna raunveru- legri stöðu ríkissjóðs alltof lengi og nú eru þær skuldir, senf greiða þarf vegna andvaraleysis á liðnum árum komnar í eindaga. Heilbrigðismálin ein taka til sín hátt í fjórðung ríkisteknanna og það verður ekki hjá því komist að fara sérstaklega ofan í þau mál. Það mun ég gera í næstu grein. Höfundur er héraðslæknir í Reykjavík og formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. ■ BILLINN SEM ALLIR VILJA EIGA □ Öryggisbitar íhuröum □ Bensín/Diesel hreyfill □ Prívirk stilling á höggdeyfum □ Sjálfskiptur/handskiptur □ Læsivörn á hemlum (fáanleg) □ . 100% læsing á afturdrifi 1. Hágír - Afturdrif virkt, framdrifsbúnaður óvirkur. 2. Hágír - Aldrif sítengt gegnum mismunadrif og seigjutengsli. □ Hvarfakutur (mengunarvörn) 3. Hágír - Aldrif sítengt með millilæsingu. I—| . . * 4. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu. I—1 Priggja ára ávyrgö 5. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu og 100% læsingu á afturdrifi. Verð frá kr. 2.363.520 (styttri gerð) i ’fi’* > t ■r' téssmmmki Skiptibúnaóur Háglr/Ugalr Sklptibúnaöur Eindrif/Aidrit Frihiólabúnadur Mismunadríf Arturdril Hreyfill Framdril Seigjutengsll Framhiól Afturhiól LK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.