Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 55 Borgarafundur í Grafarvogi: Ibúar í hverf- unum verða hátt í 20.000 Á ALMENNUM borgarafundi í Grafarvogi fyrir nokkru, þar sem Markús Örn Antonsson borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi fluttu framsöguerindi, kom fram að í aðalskipulagi borgarinnar fyrir 1990 til 2010 eru miklar samgöngu- og bygginga- framkvæmdir fyrirhugaðar í Grafarvogi. Reykjavíkurborg hefur nægt landrými til ársins 2040 ef spár um íbúaþróun ganga eftir. Frá borgarafundinum í Grafarvogi. Morgunbiaðið/Svernr Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Markús Örn Antonsson borgarstjóri fluttu framsöguerindi og svöruðu fyrirspurnum á fundinum. Markús Öm rakti í stuttu máli forsögu þess að hafnar voru bygg- ingaframkvæmdir í Grafarvogi og sagði hann að það vekti aðdáun nú þegar litið væri yfir hverfið hversu hratt hefði verið unnið að uppbyggingu þess af hálfu Reykja- víkurborgar og íbúanna sjálfra. Hann sagði að samstaða íbúanna í hverfinu væri einnig einstök varð- andi hagsmunamál þeirra. Borgar- stjóri skýrði einnig frá því að stefna borgarinnar væri sú að nægt lóðaframboð yrði í framtíð- inni. Búið væri að sjá Reykjavíkur- borg fyrir landiými fram til ársins 2040 og það væri eitt af höfuðatr- iðunum í skipulagi og uppbyggingu borgar. 800 milljónir til Grafarvogs Hann sagði að um 800 milljónir kr. rynnu til framkvæmda í Grafar- vogi af heildartekjum borgarinnar á þessu ári, og þá væri kostnaður vegna gatnagerðar og holræsa- gerðar ekki meðtalinn. Um 330 milljónir kr. af þessari íjárhæð renna til byggingar íþróttahúss í Húsahverfi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sagði að það hefði tekið þriggja mánaða samninga- lotu við Háskóla íslands að fá land það sem nú hefði byggst í Grafar- vogi og endurspeglaðist það í aðal- skipulagi því sem samþykkt hefði verið 1983. Fyrsti íbúinn hefði flutt inn 17. júní 1984. Hann sagði að borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins hefði verið legið á hálsi fyrir að sinna þessu hverfi betur en öðrum hverfum í borginni og að það væri að hluta til réttmæt gagn- rýni. Mikill vilji hefði verið meðal allra borgarfulltrúa að standa vel að uppbyggingu þessa hverfis. Þjónustukjarni í Borgarhverfi Hann sagði að íbúafjöldi í Húsa- hverfi, Hamrahverfi og Foldahverfí væri um sjö þúsund manns. Verið væri að úthluta lóðum í Rima- hverfí og skipulagning stæði yfír „Við erum ekki að mælast til þess að aðrir dýraeigendur þurfí að borga gjöld heldur að enginn þurfí þess,“ segir Guðrún. Hún segir að greiddar séu sektir fyrir lausa hunda sem þurfi að taka eða hafa afskipti af á annan hátt. Þessar sektir eigi að standa undir eðlilegum kostaði við hundaeftirlit. „Það er hins vegar óeðlilegt að hundaeigendur sem passa sína hunda, eru með þá úti í görðum sínum og fara með þá út í göngu í taumi, þurfi að borga fyrir að í Borgarholti 2 þar sem yrðu þrjú hverfí, Engjahverfi, Borgarhverfi og Víkurhverfi. Þá væri bytjað að vinna frumdrög að skipulagi um- hverfis Korpúlfsstaði í samvinnu við Mosfellsbæ. Þegar þessi hverfí yrðu uppbyggð yrði íbúafjöldinn samanlagt um 20 þúsund. í miðju Borgarholts er gert ráð fyrir þjónustukjama og upplýsti Vilhjálmur að forsvarsmenn Hag- kaups hefðu lýst yfír áhuga á að þar risi verslun frá þeim. Nú stæði yfir samkeppni um 100-120 félags- legar íbúðir í Borgarhverfí og væri það í fyrsta sinn í mörg ár sem efnt væri til samkeppni um bygg- ingu félagslegra íbúða. Borgarráði hafa borist óskir 14 byggingarað- ila um að skipuleggja svæði í Borg- arhverfi í samvinnu við borgina og byggja íbúðir fyrir 350-500 íbúa. Þetta væri nýmæli og með slíku samstarfi gætu komið fram nýj- ungar sem ekki hafi komið fram hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Sundabraut og Eiðsvíkurhöfn Ekki væri endanlega afráðið hvort ráðist yrði í íbúðabyggingar á Geldinganesi en þar gæti orðið um 5 þúsund manna byggð. Sam- kvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar væri talið að byggingalóðir í Geldinganesi, Borgarholtshverfí og Hamrahverfí dygðu borginni til ársins 2010 samkvæmt spám um íbúaþróun. Vilhjálmur sagði að í aðalskipulagi væri gert ráð fyrir höfn í Eiðsvík. Þar væri ein besta hafnaraðstaða í landi Reykjavíkur og gert væri ráð fyrir því að höfnin fengi í fram- tíðinni um 125 hektara athafna- svæði. Ljóst væri þó að höfnin í Eiðsvík og íbúðabyggð á Geldinga- nesi myndu ekki byggjast upp fyrr en búið væri að byggja brú yfír eða göng undir Kleppsvík, sem tengdi Gufunesið við Sæbraut. Um gríðarlegt mannvirki yrði að ræða sem kostaði á bilinu 3-4 milljarða kr., en það væri nauðsynlegt til að þróa þessa byggð. Höfðabakka- hafa hundana inni á heimilum sín- um,“ segir Guðrún. Hún segir að í Mosfellsbæ sé starfsmaður á launum við að hafa eftirlit með dýrahaldi en hundaeig- endur séu þeir einu sem borgi fyr- ir. „Þessi maður hefur eftirlit með hundum, kindum, hestum, köttum og fleiri dýrum en hundaeigendur greiða einir fyrir. Þetta erum við mjög ósátt við ekki síst þegar gjöld- in eru hækkuð um 40 til 50% á milli ára,“ segir Guðrún. brú, Vesturlandsvegur, Gullinbrú og Ósabraut myndu ekki anna þeirri miklu umferð sem yrði á þessu svæði. Stefnt væri að því að ljúka gerð Ósabrautar á næstu þremur árum og viðræður væru í gangi um það að hraða þeim fram- kvæmdum og tengdist það því erf- iða atvinnuástandi sem væri í borg- inni um þessar mundir. Brúar- mannvirkið sjálft kostaði um 400 milljónir kr. og heildarfram- kvæmdir á bilinu 700-800 milljónir kr., þ.e.a.s. vegur og brú frá Kleppsmýrarvegi S grennd við Húsasmiðjuna sem tengdist Gullin- brú. Á VEGGI. LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ. ÞORGRÍMSSON & GO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Við veiturn þér: ★ Þitt eigið eðlilega hár sem vex það sem þú átt eftir ðlifað. ★ Ókegpis ráðgj'óf hjá okkur eða heima hjá þér. ★ Framkveemt af færustu lceknum hjá einni elstu og virtustu einkastofnun t Evröpu. Hringið á kvöldin eða um helgar, SÍMI 91-678030 eða skrifið til: Skanhár Klapparberg 25, 111 Reykjavik Smábátahöfn í voginum Vilhjálmur greindi frá því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að gefa fyrirtækinu Björgun hf. kost á því að byggja upp svæðið vestan Gullinbrúar, en þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 80-100 íbúðir og töluvert af atvinnuhús- næði. íbúðabyggðin, sem einkum verður hugsuð fyrir eldri borgara, verður við smábátahöfn sem rísa mun í voginum. Framkvæmdir þessar hefjast eftir l'/2-2 ár. Unnið væri að skipulagi gömlu sorphauganna í Gufunesi og fór fram samkeppni um byggingu golfvallar þar sem og á Keldum. Engin afstaða hefði verið tekin til þess máls. Áburðarverksmiðjan Fyrirspumir voru nokkrar frá íbúum Grafarvogs. Þeir vildu t.d. vita um framtíð Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi og hvort til stæði að auka löggæslu í hverfunum. Borgarstjóri svaraði spumingu um Áburðarverksmiðjuna svo að Almannavarnanefnd Reykjavíkur hefði haft þetta mál til umfjöllun- ar. Sérfræðingar á vegum nefndar- innar hefðu metið áhættuna sem stafar frá verksmiðjunni ásættan- lega miðað við umferð um svæðið. Þá væri ekki átt við öryggi starfs- manna í verksmiðjunni sjálfri. Ekki væri heldur tekið tillit til þeirrar hættu sem kynni að skapast í borg- inni á innsiglingarleið þeirra skipa sem flytja efni til verksmiðjunnar. Það sé sjónarmið Almannavama- nefndar og borgaryfirvalda að verksmiðjan eigi ekki að vera þama til frambúðar. Gerður hefði verið lóðasamningur við ríkið í tíð vinstrimeirihluta borgarstjómar 1980 til 30 ára og gæti hann reynst Þrándur í Götu þess máls. Hins vegar bæri að vinna að því að sá skilningur skapist hjá ríkisvaldinu að verksmiðjan þurfi að víkja. Varðandi löggæslumálin sagði borgarstjóri að þau tilheyrðu ríkis- valdinu og yrði óskum um aukna löggæslu komið á framfæri við það. Reykjavíkurborg væri gert að greiða hluta af löggæsluþjón- ustunni á þessu ári og gæti því gert sig meira gildandi í þessu máli en ella. Viðræðunefnd borgar- yfirvalda og lögreglunnar væri starfandi og yrði þetta mál tekið upp á þeim vettvangi. —- VANNÞIN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin var: 148.861.703 kr. Rööin 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 1X1-X21-112-21XX / 16 raöir á 389 raðir á 2.512.040-kr. 65.050 - kr. 5.880 - kr. 1.610-kr. 4.552 raöir á 35.117 raöirá Látiö Lottókassann yfirfara sölukvittun áöur en þiö hendið henni - það er öruggara. Sölukvittanir eru gildar innan árs frá útgáfudegi miöans. -fyrlrþlg og þúu fjölskyidu! Garðabær og Mosfellsbær: Hundaeigendur ósáttir við hækkanir á ieyfisgjöldum HUNDAEIGENDUR í Mosfellsbæ og Garðabæ eru afar ósáttir við þær hækkanir sem orðið hafa á leyfisgjöldum fyrir hunda en í Mos- fellsbæ hækkuðu gjöldin um 40% og í Garðabæ um 50% miðað við síðasta ár. Guðrún Ragnars Guðjónsen, formaður Hundaræktarfé- lags íslands, segir það afar ósanngjarnt að hundaeigendur þurfi einir að borga gjöld en ekki eigendur annarra dýra. Hundaræktar- félagið mun á næstunni kanna nánar ástæður þessara hækkana og koma með hugmyndir um hvernig lækka megi gjöldin eða afnema þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.