Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 43 „Hauka“ og héldust þau til æviloka hans. Hermann hafði öra skapgerð en var ávallt tillitssamur og sann- gjarn við þá sem hann átti skipti við. Hann var skarpskyggn á kjarna hvers máls og gerði sér ljósa grein fyrir því hvenær annars gagnlegar umræður gátu ekki gert meira gagn. Á þann hátt sparaði hann mörgum mikinn tíma þegar hann var fundarstjóri á fundum íþrótta- hreyfingarinnar en til þeirra starfa var hann mjög eftirsóttur vegna kunnáttu og röggsemi á því sviði sem öðrum. Öll hálfvelgja og tregða til ákvarðanatöku var honum lítt að skapi en taldi að í mörgum tilvik- um væri dýrmætum tíma betur varið til framkvæmda, því að sam- þykkt sem ekki leiddi til fram- kvæmda var lítils virði í huga hans. Hermann sá sitt uppáhalds- íþróttafélag, „Hauka“, dafna frá því að vera hópur unglinga, sem vegna æsku, reynslu- og aðstöðu- leysis varð að treysta á sjálfan sig eða leggja upp laupana ella, í það að verða stórveldi á í þróttasviðinu með aðstöðu eins og best verður á kosið. Sú tryggð, sem hann sýndi þessu óskabarni sínu, kom best í ljós er hann tók að sér formennsku í ritnefnd sem var falið það viða- mikla verkefni að láta skrá 60 ára afmælissögu „Hauka“ sem kom út á síðastliðnu ári. Er sú saga hin merkasta. Síðar á síðastliðnu ári hafði hann forgöngu um að stofna til félagsskapar með fullorðnum íþróttamönnum félagsins svo að þeir mættu endurnýja gömul kynni og gleðjast saman í góðum húsa- kynnum félagsins. Forysta þessa hóps lagði hann til að yrði kölluð „Öldungaráð Hauka“ og var hann sjálfkjörinn formaður þess þótt elst- ur væri. Var það vegna eldlegs áhuga og reynslu, enda bar hann aldurinn fádæma vel. Það er táknrænt að fyrstu kynni mín af þessum ágæta manni voru í félagsstarfi fyrir „Hauka“ og síð- ustu samverustundir okkar voru einnig í þágu sama félags. Að kvöldi síðasta heila dagsins, sem hann lifði, hafði verið haldin kvöldsam- koma með fullorðnum íþróttamönn- um „Hauka“ þar sem Hermann var hrókur alls fagnaðar. Er samkom- unni lauk og gengið hafði verið tryggilega frá öllu innanhúss, hvarf ég á braut og hafði ég kvatt hann inni í húsinu. Er mér varð litið um öxl sá ég að Hermann var kominn til þess að kanna hvort ekki væri allt eins og það átti að vera fyrir framan „Haukahúsið“. Þetta var síðasta mynd mín af Hermanni Guðmundssyni. Að morgni dags var hann allur. Þannig var Hermann til hinstu stundar léttur í spori, ólatur og samviskusamur. Ef ég ætti að lýsa þessum ágæta félaga með einu orði yrði ég neyddur til þess að nota enska orðið „sportsman" vegna þess að það merkir ekki ein- ungis góður íþróttamaður heldur einnig drengur góður. Mega íþróttamenn vera stoltir af því að þetta orð skuli hafa fengið þessa tvíþættu merkingu. Að því hafa menn eins og Hermann Guðmunds- son stuðlað og ég hlakka til þess dags þegar íslenska orðið íþrótta- maður fær einnig þessa tvíþættu merkingu. Ég veit ég mæli fyrir munn allra félaga i „Haukum" og ekki síst þeirra fullorðnu íþrótta- manna, sem hann helgaði síðustu krafta sína, er ég votta aðstandend- um Hermanns Guðmundssonar innilega samúð og blessa minningu hans. Vilhjálmur G. Skúlason. Með Hermanni Guðmundssyni er horfinn af sjónarsviðinu einn af lit- ríkustu forystumönnum íslensks verkafólks á þessari öld. í marga áratugi var hann óumdeildur foringi hafnfirskra verkamanna enda for- maður féiags þeirra, Verkamanna- félagsins Hlífar, í marga áratugi. Hermann var einnig forseti ASÍ árið eftir að skil urðu milli Alþýðu- sambands og Alþýðuflokks. Hér verða störf hans fyrir Vmf. Hlíf og ASÍ ekki gerð að umtaisefni, enda aðrir til þess færari. Þegar sýnt þótti að hinar fram- sýnu og róttæku tillögur milliþinga- nefndar ASÍ frá 1959 um gerbreyt- ingu skipulags þess ættu ekki nægi- legan hljómgrunn, kom til alvar- legrar umræðu um og upp úr 1960 að stofna landssamband verka- manna- og verkakvennafélaganna. Hér verður sú saga ekki rakin að neinu marki, en það er söguleg stað- reynd að samþykkt sem Vmf. Hlíf gerði 10. desember 1962 að frum- kvæði formanns félagsins, Her- manns Guðmundssonar, reið baggamuninn um að til fram- kvæmda kom en í þessari samþykkt er beinlínis skorað á ASÍ að beita sér fyrir stofnun „Landssambands verkamanna". Verkamannasam- bandið var svo stofnað tveim árum seinna, 9. maí 1964, og skrifuðu 3 formenn öflugustu verkamannafé- laganna, þeir Hermann Guðmunds- son, Eðvarð Sigurðsson og Björn Jónsson, undir boðsbréfið. Hermann var kosinn^ í fyrstu framkvæmdastjórn VMSÍ sem rit- ari. í framkvæmdastjórninni sat hann til 1975, ritari til 1972 og varaformaður frá 1972 til 1975. Þá var Hermann _ þingforseti 8 fyrstu þinga VMSÍ nema stofn- þingsins. Hann átti mjög mikinn þátt í að móta stefnu sambandsins fyrstu árin og beina því í þann far- veg sem síðan hefur verið haldið. Hermann lét sér alla tíð mjög annt um VMSÍ og fylgdist af áhuga með öllu því sem hjá sambandinu sem og verkalýðshreyfingunni gerðist og gladdist innilega þegar vel gekk en lét sínar skoðanir umbúðalaust í ljós þegar honum þótti ekki rétt að málum staðið. Hann lifði það að sjá verkalýðshreyfinguna vaxa frá því að vera til þess að gera lítils megandi í voldugt þjóðfélagsafl sem allir aðilar, hvort heldur atvinnurek- endur eða ríkisvald, urðu að taka fullt tillit til og hann var einn af þeim — og ekki sá áhrifaminnsti — sem stýrði hreyfingunni til þessara valda og áhrifa. Frá samvinnunni með Hermanni Guðmundssyni er mjög margs að minnast, glaðlyndis hans, einlægs og fölskvalauss áhuga á öllu því sem snerti kjör_ verkafólks í víðtækri merkingu. Ég minnist röggsamlegr- ar og fumlausrar stjórnar hans á 7 þingum sambandsins, þingunum þar sem sambandið var að slíta barnsskónum og skapa sér sess í þjóðfélaginu. Þá eru ekki síður minnisstæðir samningafundirnir við íslenska ál- félagið, ísal, bæði undirbúningur samninganna áður en verksmiðjan tók til starfa og breyting þeirra á síðari stigum. Fyrstu ísalssamning- arnir, en Hermann var þá og lengi síðan formaður samninganefndar verkalýðsfélaganna, voru fyrir margra hluta sakir tímamótasamn- ingar. Verið var að semja við fyrir- tæki sem var stærra í sniðum en áður hafði þekkst hér á landi og þá var í fyrsta sinn gerður einn sameiginlegur samningur fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins þó að í mörgum verkalýðsfélögum væru. Hefur sú skipan haldist síðan og orðið öðrum fyrirmynd. Það hvessti oft hressilega í ísalssamningum en ávallt skildu menn sáttir að lokum. Margt fleira mætti nefna en það verður ekki gert að þessu sinni enda eiga þetta aðeins að vera örfá kveðjuorð til vinar og samstarfs- manns og þakkir fyrir ágæt kynni og samstarf sem aldrei bar skugga á. Verkamannasambandið minnist með þakklæti og virðingu látins forystumanns, nafn hans mun bera hátt í sögu VMSÍ. Eftirlifandi eiginkonu Hermanns, Guðrúnu Ragnheiði Erlendsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum færi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Þórir Daníelsson. Kveðja frá Knattspyrnufé- laginu Haukum „Og svo í lokin, þá hrópum við ferfalt húrra fyrir félaginu okkar Haukum." Á þennan kröftuga og hvetjandi hátt lauk Hermann Guð- mundsson flestum ræðum sínum, er hann heiðraði félaga sína í Knatt- spyrnufélaginu Haukum með nær- veru sinni. Síðast fyrir aðeins nokkrum vikum glumdu húrrahróp- in undir stjórn Hermanns á aðal- fundi félagsins og kvöldið áður en öllu var lokið, stýrði hann af miklum myndarskap spila- og skemmti- kvöldi hjá Oldungaráði Hauka. Þar var Hermann Guðmundsson hrókur alls fagnaðar, því gamall draumur hans um endurnýjaðar samveru- stundir elstu félaganna var orðinn að veruleika. Sjálfum auðnaðist honum ekki að fylgja því lengur eftir. Lífsferill hans, sem hefur ver- ið svo fjölbreyttur og viðburðaríkur var snögglega á enda. Það er með miklum trega en um leið þakklæti sem félagar í Knatt- spyrnufélaginu Haukum í Hafnar- firði minnast Hermanns Guðmunds- sonar. Allt frá stofnun félagsins fyrir rúmum 60 árum og fram á síðasta dag, stóð Hermann í fylk- ingarbijósti sinna félaga og sannari Haukamaður og íþrótta- og félags- málamaður var vandfundinn. Þeir voru ekki háir í loftinu strák- arnir í KFUM sem ákváðu á vordög- um 1931 að stofna Knattspyrnufé- lagið Hauka. Flestir innan við ferm- ingu en vinnulag þeirra og starf allt bar með sér að þar færi fullorð- ið og þroskað félagsmálafólk. Þrátt fyrir erfiða tíma og algert aðstöðu- leysi, létu þeir ekki hugfallast, ruddu sér völl, söfnuðu fyrir nauð- synlegasta búnaði og unnu málstað íþrótta, heilbrigði og hollustu fylgis með ótrúlegri málafylgju. í þeirri baráttu munaði ekki minnst um Iiermann Guðmundsson sem var leiðtoginn í hópnum fyrstu árin. „Ég veit ekki um neitt íþróttafé- lag í kaupstað sem starfaði á svip- uðum nótum og við í Haukum á þessum árum. Þetta var kannski meira í líkingu við starf ungmenna- félaganna úti á landi, nema hvað þar var það mest fullorðið fólk sem hélt utan um félagsstarfið. í Hauk- um voru það bara við strákarnir. Þetta mikla félagsstarf var geysi- góður skóli, það átti ég eftir að sannreyna síðar, þegar ég fór að starfa frekar að félags- og síðar stjórnmálum." Svo segir Hermann sjálfur frá í viðtali í 60 ára afmælissögu Hauka. Við útgáfu þeirrar glæsilegu bókar lagði hann sinn dijúga skerf að mörkum sem formaður ritnefndar og á ekki minnstan þátt í því hversu vel tókst til með það verk. Hér verður ekki rakinn viðburða- ríkur æviferill Hermanns. Hitt er víst að sú þjálfun og sá þroski sem hann tók út á unglingsárum, er hann var í forystu fyrir Haukum, hefur haft sitt að segja um þann dug, framtakssemi og ósérhllfni sem hann sýndi ætíð í sínu lífs- starfi, hvort heldur var á vettvangi stjórnmálanna, I verkalýðsbarátt- unni eða hjá íþróttahreyfingunni. „Það var félagsstarfið sem var grundvöllurinn fyrir okkar starfi og ég hef sannfærst um það á langri ævi, að félagsstarfið er grundvöllur- inn, hvort svo sem það eru íþróttafé- lög eða önnur félög sem eiga I hlut. Menn ná aldrei árangri nema fé- lagsstarfið sé í lagi,“ segir Hermann ennfremur í áðurnefndu viðtali. Þessi orð eru mælt af reynslu hins síunga foringja, sem aldrei var glaðari en þegar allir höfðu nóg að starfa. Kominn hátt á áttræðisaldur en léttur og lipur sem unglamb, stýrði hann spili og skemmtun sinna gömlu félaga síðasta ævikvöldið. Hann var glaður og kátur, því að þrátt fyrir ófærð og leiðindaveður fjölmenntu „öldungarnir" í Hauka- húsið til að vera með og rifja upp gamlar endurminningar. Haukafólk stendur svo sannar- lega í mikilli þakkarskuld við Her- mann Guðmundsson. Hann vísaði veginn strax I upphafi, þá gæfu- braut sem félagið og félagsmenn hafa fylgt æ síðan. Hann lét ekki þar við sitja, heldur, líkt og svo margir úr hópi frumheijanna, fylgd- ist hann vel með alla tíð og var boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum til að halda úti góðu félags- starfi. Félagar í Knattspyrnufélaginu Haukum þakka samfylgdina og samstarfið í sex áratugi. Megi minningin um Hermann Guðmunds- son verða okkur öllum leiðarvísir inn í framtíðina, börnum og öðrum ættingjum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Góður guð blessi minningu Hermanns Guðmunds- sonar. Stefán H. Erlings- son - Minning Fæddur 16. júní 1968 Dáinn 5. desember 1991 Það er sagt að aðeins eitt viti menn um framtíð sína og það er að þeir muni deyja. Ér þá ekki hægt að sætta sig við dauðann, spyija menn sig og hvert verður svarið? Það er erfitt að sætta sig við þegar mönnum í blóma lífsins er kippt í burtu svo sviplega. En við verðum að trúa að það sé einhver tilgangur með því. I þessa veru voru hugsanir okkar bræðra er við fréttum lát frænda okkar, Stefáns Hlyns Erlingssonar, frá Birkihlíð, Staðarhreppi, Skaga- firði. Fyrstu kynni okkar voru er við bræður fórum ungir að árum til sveitardvalar að Birkihlíð og áttum við saman ógleymanlegar samveru- stundir við leik og störf í hinni fögru sveit Skagafjarðar. Alltaf fannst okkur vera sólskin í kringum frænda okkar og er minn- ingin um hann okkur kær. Það er vissa okkar að nú sé hann við leik og störf á grænum grundum eilífðarinnar eins og hann var á iðjagrænum völlum Skagafjarðar. Við biðjum algóðan guð að styrkja dótturina ungu, móður, bróður og fósturföður í þeirra miklu sorg. Veit honum Drottinn þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa honum. (Sálmur) Sveinn Sigurðsson, Aðalsteinn Sigurðsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. ©DEXI0N IMPEX - hillukerfi án boltunar sem hentar m.a. fyrir verksmiðjur, lagera, geymslur og bílskúra. Auðvelt í samsetningu með stífingum og lokun að óskum kaupanda. LANDSSMIÐJAN HF. Sölvhólsgötu 13 - Reykjavík - Sími (91) 20680 - Telefax (91) 19199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.