Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Landbúnaðurinn, markaðurinn og framtíðin að er mikilvægt fyrir landbún- aðinn, sem og aðrar atvinnu- greinar okkar, að laga sig að breyttum markaðs- og rekstrarað- stæðum, heimafyrir og erlendis. Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, vék að þessu meginmáli atvinnugreinarinnar í ræðu á Bún- aðarþingi á dögunum. Hann benti á að helztu búgreinamar, naut- gripa- og sauðfjárrækt, hafi í ára- tugi búið við vemdað umhverfi. Verðlagningin hafi lotið opinber- um ákvörðunum og ríkissjóður tekið ábyrgð á verulegri umfram- framleiðslu umfram neyzlu innan- lands. Ný stefnumörkun í búvöru- framleiðslu kveði hins vegar á um að hætt skuli útflutningsbótum á umframframleiðslu. Henni hafi verið fylgt eftir með búvörasamn- ingi sl. vor þar sem bændur taki sjálfír ábyrgð á framleiðslu sinni. Þessi stefnumörkun veldur straumhvörfum í þróun íslenzks landbúnaðar. Hún gerir strangar arðsemiskröfur til búrekstrar og hlýtur að hafa áhrif á byggð í land- inu. Það er samt sem áður skamm- sýni, segir landbúnaðarráðherra, „að draga þá ályktun af breyttu rekstraramhverfí, að staða land- búnaðarins hljóti óhjákvæmilega að veikjast borið saman við aðrar atvinnugreinar í landinu". Landbúnaðarráðherra sagði að aðild að evrópsku efnahagssvæði og GATT-samningum væri af sama toga. „Þeim er ætlað að opna Iandamæri og ryðja burt þröskuldum í viðskiptum þjóða í milli. Fyrir okkur er það mikil- vægt, vegna hagsmuna sjávarút- vegsins, sem er burðarásinn í gjaldeyrisöflun okkar. Það er ein- boðið, að við hljótum að taka þátt í þessu samstarfi, sem er lykillinn að vaxandi velmegun hér á landi... Eins og samningsdrögin eru túlkuð, bæði hér á landi og í ná- lægum löndum, virðast tollar í upphafi svo háir að innflutningur umfram þau 3%, sem kveðið er á um að verði Iágmarksaðgangur að innlendum markaði í byrjun aðlögunartímans, verði ekki vera- legur. I því sambandi má einnig nefna að um 60% af neyzlu inn- lendra landbúnaðarvara á mark- aðsvirði verður ekki í beinni sam- keppni við innfluttar vörar, ef bannað verður að flytja inn hrátt kjöt og egg og sé ekki reiknað með innflutningi á ferskri mjólk eða ijóma. Neyzla innlendra bú- vara nam um 24 milljörðum króna á árinu 1990. Ekki virðist því frá- leitt að ætla, að árlegur innflutn- ingur búvara á verðlagi til neyt- enda gæti numið a.m.k. 300-500 m.kr. á fyrri hluta aðlögunartíma GATT-samkomulagsins. í lok að- lögunartímans verður aðgangur erlendra vara að innlendum mark- aði að lágmarki 5%. Ef til vill má telja raunhæft að stefna að því að landbúnaður landsmanna hafí um 90% af innlenda markaðinum um aldamótin. Þetta er þó háð því að vel takist til við mótun landbún- aðarstefnunnar næstu árin og að innlendum framleiðendum búvara takist að draga úr kostnaði og auka framleiðni greinarinnar.“ í máli ráðherra kom fram að vegna tollalækkana á aðlögunar- tíma megi búast við að verðlag innfluttra búvara Iækki um 2% á ári. Líkleg þróun á heimsmarkaði bendi til þess að búvöraverð hér lækki um 10-15% á aðlögunartíma nýs GATT-samkomulags sem af- leiðing af því samkomulagi. „Þetta þýðir,“ sagði ráðherra, „að ís- lenzkir nejd;endur munu greiða 2,5-3,5 milíjarði króna minna fyrir sama magn af búvöru um alda- mótin en þeir gerðu árið 1990.“ Ef þessi þróun gengur eftir gerir hún kröfu um verulega aukna framleiðni í íslenzkum land- búnaði. Þjóðhagsstofnun metur raunhæft að reikna með því að störfum í hefðbundnum landbún- aði fækki um tvö til þrjú prósent á ári, ef ekki opnast möguleiki á útflutningi búvara. „Þetta er ekki meiri fækkun en oft hefur átt sér stað í greininni á þessari öld,“ sagði ráðherra, og minnti á, „að búvörasamningurinn gerði ráð fyr- ir 20% lækkun á verði hefðbund- inna búvara á næstu fímm til sex áram“. Það má draga þá ályktun af máli landbúnaðarráðherra að margt bendi til þess að búa megi íslenzkum landbúnaði bærileg starfsskilyrði innan ramma GATT- samkomulagsins. Það verði hins vegar vandasamt verk. Landbún- aðurinn „geti ekki treyst á það til frambúðar, að ekki komi til inn- flutnings á búvöru í einhveijum mæli. Það er ekki eftir neinu að bíða að búa sig undir þá sam- keppni, og það hlýtur að móta störf Búnaðarþings að þessu sinni“. Þá lagði ráðherra áherzlu á „að sú hagræðing, sem verður að eiga sér stað í landbúnaðinum, hljóti einnig að ná til afurða- stöðva, milliliða og smásöluverzl- unar“. Með þessari ræðu hefur Halldór Blöndal undirstrikað í fyrsta lagi, að íslenzkur landbúnaður hljóti að laga sig að kröfum markaðarins á næstu árum, í öðra lagi að útflutn- ingsbætur á landbúnaðarafurðir falli niður og í þriðja lagi, að land- búnaðurinn verði að búa sig undir einhvern innflutning á búvörum á næstu áram. Gagnrýnendur land- búnaðarstefnunnar á undanförn- um áram hljóta að geta tekið und- ir þessar meginlínur í nýrri land- búnaðarstefnu, þótt eftir eigi að koma í ljós, hvernig til tekst um framkvæmdina. Viðræður um frið í Miðausturlöndum: Island væri frábær staður fyrir fund - sagði Hussein Jórdaníukonungur á fundi með fréttamönnum í Ráðherrabústaðnum HUSSEIN Jórdaníukonungur, sem dvaldist hér á íslandi í sólarhring á leið til Vesturheims, segir að fundur deiluaðila í Miðausturlöndum, haldinn hérlendis, gæti orðið gagnlegur. Allir deiluaðilar þurfa þó að samþykkja fundarstað, segir hann en nefnir einnig að hugmynd- ir hafi verið um að viðræðurnar flyttust frá Washington til staðar sem nær væri vettvangi atburða. Flugvél Husseins Jórdaníukon- ungs lenti á Keflavíkurflugvelli síð- degis á sunnudag. Konungur kom hingað í einkaheimsókn á Ieið sinni til Kanada og Bandaríkjanna. Síðar mun hann heimsækja Þýskaland og Frakkland. Konungur þáði á sunnu- dagskvöld kvöldverð að Bessastöðum hjá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Hussein bauð þá Vigdísi í opinbera heimsókn til Jórdaníu. Hann hefur einnig boðið forsætis- og utanríkisráðherrum íslands í op- inbera heimsókn. í gærmorgun ræddust þeir við Kamel Abu Jaber, utanríkisráðherra Jórdaníu, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Á hádegi fóru fram viðræður í Ráðherrabústaðnum milli Husseins, Sharifs Zeids bins Shakers, forsætis- og varnarmálaráðherra, jórdanska utanríkisráðherrans og Davíðs Odds- sonar og Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Að loknum hádegisverði í gær ræddu Hussein og Davíð stuttlega við fréttamenn. Davíð Oddsson kvaðst geta lofað því að Noor drottn- ing fengi betra veður en konungur þegar hún kæmi hingað í vor á Lista- hátíð. Hussein var spurður hver hefði verið tilgangur heimsóknar hans til íslands að þessu sinni. „Samskipti okkar eru sérlega innileg og vinsam- leg og við ræddum þau vandamál sem við okkur öllum blasa og vonir um betri framtíð í heiminum og þá sérstaklega frið í okkar heimshluta. Öll heimsbyggðin hefur færst í átt til friðar og vonandi verðum við ekki útundan," sagði Hussein. Nú er ný- lokið í Washington fjórðu lotu við- ræðnanna um frið í Miðausturlönd- um og ekki hefur verið ákveðið enn hvar fimmta lotan verður. Þegar konungur var spurður hvort ísland gæti leikið eitthvert hlutverk í friðar- ferlinu í Miðausturlöndum svaraði hann: „Ég hygg að því yrði fagnað. Það sem við þurfum er velvilji." Davíð Oddsson bætti því við að það hefði verið minnst á þann möguleika að Island yrði vettvangur einhverra funda innan ramma viðræðna um frið í Miðausturlöndum: „Ég sagði hans hátign að ef hitnaði í kolunum gæti verið hyggilegt að koma til ís- lands til að kæla menn niður.“ Hus- sein tók undir þetta og sagði að ef allir aðilar féllust á slíkt gæti fundur hér á landi stuðlað að friði. Er Hus- sein var spurður hvort hann byggist við því að fundur yrði hér á landi svaraði hann: „Ríkisstjórn mín hefði ekkert á móti slíku. Reyndar hafa verið hugmyndir um fundarstað nær vettvangi atburða. Það er mín skoð- un að Island gæti vel boðið upp á nauðsynlega aðstöðu og að hér sé frábær staður fyrir slíkan fund.“ Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Hussein hvaða áhrif stuðning- ur Jórdaníu við íraka í Persaflóa- stríðinu hefði haft á stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Fyrst myndi ég vilja leiðrétta þessa rangtúlkun og ekki í fyrsta sinn. Við studdum eng- an í þessu stríði. Við reyndum með friðsamlegum aðferðum að vinna gegn neikvæðum afleiðingum harm- leiksins 2. ágúst 1990 [þegar írakar Vigdís Finnbogadóttir forseti tók á móti Hussein Jórdaníukonungi á Bessastöðum á sunnudag. réðust inn í Kúveit]. Við gerðum þetta innan arabafjölskyldunnar. Við vorum beðnir um þetta og okkur fannst að það væri skylda okkar.“ Hussein sagði að það væri rangt að tengja sig sérstaklega við forseta íraks. Hins vegar bæri konungur mikla umhyggju fyrir írösku þjóð- inni. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa haft samband við Saddam frá því í Persaflóastríðinu. Hussein var spurður álits á ferð Davíðs Oddssonar til ísraels fyrir skömmu og sagðist hann ekkert hafa við hana að athuga. Það væri eðlilegt að íslendingar hefðu sam- skipti við alla aðila í þessum heims- hluta. Hussein fór af landi brott undir kvöld í gær og hélt til Kanada. Á miðvikudag verður hann kominn til Bandaríkjanna. Israelsheimsókn Davíðs Oddssonar skref í rétta átt - segir Kamel Abu Jaber, utanríkisráðherra Jórdaníu KAMEL Abu Jaber, utanríkisráðherra Jórdaníu, segir að ísraelar séu tregir til að taka þátt í viðræðunum um frið í Miðausturlöndum. Nú sé þörf á réttlátu og heiðarlegu fólki sem þoki Israelum í rétta átt og ísraelsheimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hafi þjónað þessu markiniði. Abu Jaber hitti Jón Baldvin Ilannibalsson utanríkisráðherra að máli í gærmorgun. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að Jórdan- ir hefðu sérlega góð tengsl við ís- lendinga. „Konungur ann Islandi og nýtur þess að koma hingað“. Á fundinum með Jóni Baldvin hefðu tvíhliða málefni í samskiptum þjóð- anna verið rædd, einkum þróun efnahags- og menningartengsla. Ennfremur hefði verið rætt um sam- starf við nýtingu jarðhita í Jórdan- íu. í öðru lagi hefði verið rætt um friðarviðleitnina í Miðausturlöndum. „Þótt Jórdanía sé eitt af minnstu arabaríkjunum höfum við borið þyngstar byrðarnar bæði hvað varð- ar lausn Palestínuvandamálsins og viðtöku flóttamanna og einnig að því er varðar friðarviðræðumar nú þar sem við eram í fararbroddi.“ Ráðherrann sagði að ísland gæti vegna legu sinnar og vinskapar við báða aðila haft jákvæð áhrif, eink- um á ísraela. „ísraelar hafa verið mjög tregir til að koma á friði, þeir vilja ekki friðarviðræðumar og við þurfum á vinum að halda til að þrýsta á þá. Ef það gerist ekki verða afleiðingarnar afleitar.“ Abu Jaber Morgunblaðið/Árni Sæber^ Frá fundi utanríkisráðherra Is- lands og Jórdaníu í gærmorgun. lagði áherslu á að íslendingar gegndu mikilvægu hlutverki nú þar sem þeir færu með formennsku í Fríverslunarbandalagi Evrópu, EFTA. Það myndi auðvelda íslend- ingum að brúa bilið milli araba og ísraela og eins hefðu Jórdanir áhuga á auknum efnahagstengslum við EFTA. Ráðherrann var spurður að því hveijum augum jórdanska ríkis- stjórnin liti heimsókn Davíðs Odds- sonar til ísraels nýverið. „Við þurf- um á réttlátu og heiðarlegu fólki að halda sem reynir að þoka ísrael- um í rétta átt. Þess vegna var heim- sókn forsætisráðherrans skref í rétta átt.“ Jaber hafði heyrt urn hinn óvænta þátt heimsóknar for- sætisráðherra er Simon Wiesenthal- stofnunin bar fram ásakanir um stríðsglæpi á hendur Eðvald Hin- rikssyni. „Þetta var neyðarlegt fyrir alla og hefði ekki átt að gerast að mínu mati, en þetta kemur okkur Jórdönum ekki við,“ sagði Jaber. Jaber tók við ráðherraembætti í október síðastliðnum en var áður prófessor í stjórnmálafræði og hefur skrifað fjölmörg rit um deilurnar fyrirbotni Miðjarðarhafs. Árið 1973 gegndi hann einnig embætti efna- hagsmálaráðherra í nokkra mánuði. Jaber varð utanríkisráðherra þegar Palestínumaðurinn Taher al-Masri var látinn víkja úr embætti forsætis- ráðherra ásamt fleiri ráðherram. Jaber var spurður hvort rekja mætti breytingarnar á ríkisstjórninni til þrýstings frá Múslímska bræðralag- inu, samtökum heittrúarmanna, eins og haldið hefði verið fram. „Nei. En það er rétt að Múslímska bræðralagið hefur einstæða stöðu í Jórdaníu sem það nýtur ekki annars staðar í arabaheiminum. Hvergi annars staðar eiga þeir fulltrúa í stjórnkerfínu eða á þingi eins og hjá okkur. Þeim er fijálst að láta skoðun sína í ljósi, við virðum skoðanir þeirra og tökum tillit til þeirra. Ég vil frekar hafa þá á þingi en úti á götu.“ Forystugrein í The Economist: Endalok verðbólgu? HVER er hin æskilega verðbólga? Fimm prósent, þijú prósent eða núll prósent? spyr breska vikuritið The Economist í leiðara sem birt- ist 22. febrúar síðastliðinn. Núll prósent er svarið sem blaðið gefur og bendir vantrúuðum á að stöðugt verðlag sé regla fremur en undan- tekning í mannkynssögunni. Verðbólga, þótt lítil sé, komi í veg fyrir að sú uppfinning að verðleggja gögn og gæði beri fyllilega árangur. Tilgangurinn með verðlagningu sé að veita upjilýsingar um hlutfallsleg- an skort en það takist ekki í verðbólgu. I verðbólgulausum heimi væri auðveldara að skipuleggja fyrir framtíðina, skammtímahugsunar- háttur, ein helsta orsök lítils hagvaxtar, yrði ekki lengur við lýði. Forystugrein The Economist fer hér á eftir: Jörðin snýst, sólin skín, verð hækkar: Tvær kynslóðir hafa vaxið úr grasi í þeirri trú að verðbólga sé ein af óhagganlegum lífsins stað- reyndum. Skyldi engan undra. Bandaríkjadalur í dag er ekki meira virði en 13 sent árið 1945; pundið jafngildir einungis sex pensum. Tjón- ið varð einkum á áttunda áratugnum og snemma á níunda áratugnum og margt hefur breyst til batnaðar síð- an. I ríkjum OECD er verðbólgan nú á svipuðu stigi og á sjöunda ára- tugnum eða 3-4%. Þar með hafa stjórnvöld nú besta tækifærið sem gefíst hefur áratugum saman til að ráða niðurlögum hennar og ná fram stöðugu verðlagi. Því miður getur verið að þau láti sér það úr greipum ganga. Stöðugt verðlag er ekki eins af- brigðilegt og virðist við fyrstu sýn. Það þýðir ekki að allt verð standi í stað. Sumt lækkar, annað hækkar en meðaltalsverðlag helst óbreytt. Hvað sem öðru líður er verðbólga, í merkingunni stöðugt hækkandi verð, undantekning í sögunni en ekki regl- an. Við bytjun fyrri heimsstyijaldar- innar var verð að meðaltali ekki hærra en á dögum eldanna miklu í London árið 1666. Á þessu 250 ára skeiði var lengsta samfellda tímabil verðhækkana sex ár. Frá árinu 1946, á hinn bóginn, hefur verðlag hækkað ár frá ári í Bretlandi og hið sama á við um næstum öll ríki OECD. Það er auðvelt að halda því fram að tveggja stafa verðbólga sé slæm en erfiðara að komast að niðurstöðu um hver sé æskileg verðbólga. Ættu stjórnvöld að keppa að 5%, 3% eða 0%? Sumir halda því fram að sá ávinningur sem fylgir engri verð- bólgu sé afar lítill og myndi ekki bæta fyrir minnkandi framleiðslu og fækkun starfa, ókostina sem fylgja því til skamms tíma að þrýsta verð- bólgunni niður á við. Þeir segja að agnarögn af verðbólgu sé eins og smurning sem auðveldi verði og launum að aðlagast hvoru öðru á hagkvæman hátt. Það sé nefnilega erfítt að lækka laun út af fyrir sig og sama eigi við um verð á flestum varningi. En agnarögn af verðbólgu minnir á smásjúss handa áfengis- sjúklingi. Það er svo hætt við að þar með sé fjandinn laus. Þetta er sá lærdómur sem draga má af síðustu fjörutíu árum - þetta og sú stað- reynd að í þeim hagkerfum þar sem verðbólgan er hvað minnst er at- vinnuleysi jafnframt lítið. Þegar til lengri tíma er litið eiga stjórnvöld þess ekki kost að auka hagvöxtinn lítið eitt með dálítið meiri verðbólgu. Þessi kostur er ekki fyrir hendi. Verðleikar núllsins Það kann að vera rétt að ávinning- urinn af því að verðbólga hjaðni úr 5% í 0% sé minni en þegar verðbólga er minnkuð úr 5.000% í 5% en hann er engu að síður mjög eftirsóknar- verður. Sú verðbólga er best sem hefur minnst áhrif á breytni fyrir- tækja, gárfesta, kaupenda og launa- fólks. Útkoman er núll, því allt þar fyrir ofan truflar grundvallarhlut- verk verðs - þann eiginleika þess að veita upplýsingar um hlutfallsleg- an skort. Éf verð hækkar almennt um 5% á ári taka menn vart eftir því þegar ein tiltekin framleiðsluvara hækkar um 8%. Þó ætti hlutfallsleg hækkun vörannar um 3% að vekja athygli þeirra sem kynnu að vilja framleiða slíka vöru og verða kaup- endum hvatning til að leita á önnur mið. í stuttu máli sagt ætti slíkt að hrinda af stað þeirri keðjuverkan sem hámarkar hagkvæmni í efna- hagslífinu. Slíkt myndi gerast ef 3% hækkunin væri líkt og hóll í flat- lendi; en í fjalllendi almennrar verð- bólgu tekur enginn eftir klettatindin- um. Jafnvel þegar verðbólgan er’5% tvöfaldast verðlag á fjórtán ára fresti og hylur þannig innbyrðis hliðranir á verði verslunargæða. ímyndið ykkur heim án verðbólgu. Ef menn tryðu á hann myndi það gerbreyta hegðun fólks. Fyrirtæki myndu treysta sér til að taka lán til langs tíma, og lánardrottnar myndu voga að veita lánsféð. Raunvextir myndu lækka. Fyrirtæki ykju fjár- festingar, vegna þess að auðveldara væri að reikna út hagnaðarlíkurnar; sama ætti við um einstaklinga þegar þeir verðu fé og tíma í menntun. Stjórnvöld gætu í fjárlögum gert ráð fyrir uppbyggingu innanlands með þá vitneskju að bakhjarli að áætlan- ir þeirra færu ekki úr böndunum vegna óvæntra verðhækkana. Al- mennt talað myndu allir hugsa meira um fjarlægari framtíð því auðveldara yrði að spá fyrir um hana. Nú á dögum álíta menn réttilega að skammtímahugsunarhátturinn sé mikilvæg orsök lítils hagvaxtar. Skammtímahugsunin er ekkert ann- að en afkvæmi verðbólgunnar. Gætu ríki OECD horfið aftur til stöðugs verðlags? Til eru öfl sem vinna að því að verðbólgan verði minni en nú er. Dæmi: Sú sam- keppni sem hefur stuðlað að því að halda vöruverði í skefjum gerir nú í auknum mæli vart við sig þegar þjón- usta er boðin, en þjónusta vegur u.þ.b. helming í framfærsluvísi- tölum. í vaxandi mæli er hægt að versla milli ríkja með þjónustu, í krafti tækni sem ætti að leiða til stóraukinnar framleiðni. Breytingar á aldri kjósenda gefa tilefni til bjartsýni. Verðbólga er þeirrar náttúru að hún dreifir á ný tekjum og auði; frá lánardrottnum til skuldunauta og frá þeim sem lifa á föstum greiðslum til launþega. Á síðustu þremur áratugum nutu flest- ir launþegar í hópi kjósenda verndar gegn verðbólgu því laun hækkuðu að jafnaði meira en verðlag. Og flest- ir lántakendur í hópi kjósenda liögn- uðust á því að verðbólgan nagaði upp skuldabaggann. En kjósendur framtíðarinnar verða að jafnaði eldri. Á meðan skuldum vafnir uppar hagnast á verðbólgu tapa ellilífeyris- þegarnir sem eiga skuldlaust hús- næði og lifa á sparnaði sínum og föstum greiðslum; sjaldgæft er að ellilífeyrir sé fyllilega verðtiyggður. Árið 2010 verður þriðjungur kjós- enda í Japan og mörgum Evrópuríkj- um yfír sextugt, í samanburði við 20-25% á níunda áratugnum. Ef bætt er við þeim sem eru milli fimm- tugs og sextugs og nálgast starfslok er útkoman sú að í fyrsta sinn í nútímanum græðir helmingur kjós- enda á stöðugu verðlagi. Þrjár grundvallarreglur Vilji fleiri kjósendur, munu stjórn- völd þá hafast að? Hér læðast efa- semdirnar að. Þijár lágmarksreglur um stjórn ríkis gilda ef tryggja á stöðugt verðlag. Stjórnvöld verða að segja skilið við gengisfellingar. Fjárlagahalli má ekki vera mikill. Sjálfstæður seðlabanki verður að stýra peningamálum með stöðugt verðlag eitt að leiðarljósi. Hvað gengismálin varðar eru flest ríki OECD á réttri leið. Einungis í stærstu hagkerfunum - Bandaríkj- unum og e.t.v. Japan - virðist unnt að fel.la gengi viðkomandi gjaldmið- ils út á við án þess að það leiði nauð- synlega til verðrýrnunar gjaldmiðils- ins heima fyrir. Hvað fjárlagahalla varðar er ástandið verra. Það er ekkert athugavert við fjárlagahalla á samdráttartímum, að því gefnu að jafnvægi haldist þegar hagsveiflan öll er skoðuð. En fá stjórnvöld virða þetta skilyrði. Viðvarandi fjárlaga- halli heldur vöxtum of háum og oft er látið undir höfuð leggjast að koma í veg fyrir að hallinn leiði til aukins peningamagns í umferð. Síðastnefnda hættan er sérlega alvarleg þegar stjórnmálamenn geta ráðskast með seðlabanka. Þannig hefur þetta víðast hvar verið og það er einnig orsök verðbólgunnar und- anfarna þijá áratugi. Þakka má for- sjóninni fyrir að þetta er nú að breyt- ast. Fáeinar ríkisstjórnir vinna nú að því að afhenda peningavöldin sjálfstæðum seðlabönkum sem njóta verndar gagnvart stjórnmálamönn- um og hafa það meginverkefni að tryggja stöðugt verðlag. Seðlabanki Nýja Sjálands (líklega sá sjálfstæð- asti af þeim öllum) og seðlabanki Kanada hafa báðir það markmið að lækka verðbólgu niður í 2% eða minna. Það er því engin tilviljun að verðbólga er nú hvergi lægri í heim- inum en á Nýja Sjálandi. Japans- banki virðist einnig hafa sett sér það óskráða markmið að ná verðbólgunni niður í 2%. Bankinn hefur nú sagt skilið við hefðbundna þjónkun sína við fjármálaráðuneytið. Flestar ríkisstjórnir í Evrópu hafa tengt gjaldmiðla sína og þarmeð peningamálastefnu sína við hinn sjálfstæða þýska seðlabanka. Vissu- lega hefur verðbólga í Þýskalandi vaxið upp í óþýskar hæðir vegna sameiningarinnar en ekki er hægt að draga í efa að langtímamarkmið bankans er að beijast við verðbólgu. Og verði sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu að veruleika er samstaða um að seðlabanki Evrópu verði sjálf- stæður og að stöðugt verðlag verði hans æðsta markmið. Framfærsluvísitala í Bretlandi 1661=100 Lógaritmískur kvarði Ci Q Sc Q .Q g £ Q Q s s »» £ .Q E co 1 . 1 . 1 . co I . I 1661 70 80 90 1700 10 § § Q .Q E oa 1 5 1 co •1 § .co Q: 1 s 1 .Q £ co Bandaríkin undant ekning Bandaríkin eru undantekning sem stingur í augu. Þar hefur verið mik- ill fjárlagahalli í tíu ár bæði á vaxtar- tímum og samdráttarskeiðum. Flest- ir bandarískir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að 4-5% verðbólga sé í góðu lagi og það kann að vera að þeir komist upp með að hafa þá skoðun vegna þess að bandaríska þjóðin eldist hægar en þjóðir annarra OECD-ríkja. Verðbólga er því e.t.v. ekki eins óvinsæl. Verra er að þeir sem móta bandarísk stjórnmál telja að til lengri tíma litið sé víxlverkun milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þeir heimta því lægri vexti í hvert sinn sem samdráttar verður vart í hagkerfinu. Verðbólgan í Banda- ríkjunum (4%) er svipuð og í Þýska- landi en samt eru vextir á skamm- tímafjárskuldbindingum helmingi lægri í Bandaríkjunum en í Þýska- 2.500 1.000 500 250 100 50 -“1 g 20 30 40 50 landi. Hætta er á að Bandaríkjamenn sitji eftir með sárt ennið þegar aðrir stefna í átt til stöðugs verðlags. Verði sú raunin hnignar dollaranum til frambúðar. Skiptir máli fyrir afgang OECD ef stærsta hagkerfið leiðir stöðugt verðlag hjá sér? Miklu síður en áður fyrr. Þegar gengi gjaldmiðla var fastákveðið innbyrðis gátu Banda- ríkin flutt verðbólgu sína út til ann- arra landa. Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að heyja stríð í Víetnam og byggja upp velferð heima fyrir leystu þeir verðbólguveiruna úr læðingi og aðrir reyndust varnarlausir. Þegar gengi er fljótandi á hinn bóginn geta Bandaríkin ekki smitað aðra. En vegna stærðar Bandaríkjanna getur verðbólga þar valdið óstöðugleika á fjármálamörkuðum sem kemur sér illa fyrir hina. En haldi þeir fast við lágmarksreglurnar þijár um hvernig lækna megi verðbólguna munu þeir bera sigur úr býtum. Akkeri sem mannlegur máttur fær ekki haggað En jafnvel sjálfstæðir seðlabankar geta gert mistök við stjórnun verð- bólgunnar eins og Svisslendingar hafa sannað á svo sársaukafullan hátt undanfarin ár. Það leiðir til fjórðu og mikilvægustu reglunnar: Éina leið stjórnvalda til að tryggja stöðugt verðlag er að binda peninga- stefnuna við akkeri sem mannlegur máttur getur ekki haggað. Á 18. og 19. öld þegar hægt var að skipta gjaldmiðilseiningu fyrir tiltekið fastákveðið magn af gulli stjórnaðist framboð peninga sjálfkrafa af verð- mæti gullforðans. Það væri óhentugt og óæskilegt að hverfa aftur til gullfótarins. Stjórnvöld geta alltaf haft áhrif á markað fyrir eina tiltekna verslunar- vöru og verð á henni er tilviljunum háð eins og verkföllum í Suður-Afr- íku. En grundvallarhugmyndin um verslunarvöruakkeri er afar snjöll. Nútímaútgáfa af gullfætinum fælist í að skilgreina einingu gjaldmiðils með hjálp tiltekinnar vörukörfu. Stjórnvöld gætu afráðið að breyta verðmæti pappírspeninga sinna með því að hafa áhrif á framboð vörann- ar í körfunni og tryggja þannig kaup- mátt gjaldmiðilsins. Slíkt myndi samkvæmt skilgreiningu þýða enda- lok verðbólgunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.