Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 t Móðir mín, SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Grænuhlíð 20, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 6. mars. Magnea Jónína Magnúsdóttir. t Faðir okkar, KRISTJÁN EGGERTSSON frá Gljúfurá í Arnarfirði, lést á Dvalarheimili aldraðara sjómanna 9. mars. Synir hins látna. t SIGRÍÐUR ÖGMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 13, Ytri-Njarðvík, andaðist sunnudaginn 8. mars. Fjölskyldan. + Ástkær dóttir okkar, ANNA BÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Reyðarfirði, lést í París laugardaginn 7. mars. Álfheiður Hjaltadóttir, Kristján Kristjánsson. + Faðir okkar, GUNNAR SVEINBJÖRNSSON, Hvftárfoakka, Biskupsstungum, lést í Vífilsstaðaspítala laugardaginn 7. mars. Fyrir hönd vandamanna, börn hins látna. + Móðir okkar, ÞORBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Rauðhálsi, Mýrdal, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 8. mars. Jakob Guðmann og Bergsteinn Péturssynir. + Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, HÖSKULDURSTEFÁNSSON, Vfðilundi 20, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð sunnudaginn 8. mars. Sigrún Höskuldsdóttir, Símon Steingrfmsson, Pálmi Símonarson, Einar Símonarson. + Elskulegur faðir okkar, BALDUR MAGNÚSSON frá Hólabaki, til heimilis f Hraunbæ 98, Reykjavík, lést í Landakotsspítala að morgni 9. mars. Ingibjörg, Magnhildur og Kristfana Baldursdætur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Súgandafirði, til heimilis að Grænagarði 1, Keflavfk, lést í sjúkrahúsinu í Keflavík mánudaginn 9. mars. Jarðarförin auglýst sfðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Haraldur Gunnlaugs- son - Kveðjuorð Fæddur 4. desember 1898 Dáinn 1. mars 1992 Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra fínni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ó. Andrésdóttir.) Faðir minn hefur kvatt þessa jarðvist. Okkur setur öll hljóð og við rifjum upp góðar stundir, sem við áttum þegar við bjuggum öll á Skjólbrautinni. Jafn sterkur, skap- fastur og heilsteyptur maður skilur eftir sig stórt skarð og að honum er mikill sjónarsviptir. Auk þess var hann bæði virðulegt og fallegt gam- almenni. Fáir eru svo gæfusamir að lifa í 93 ár, en sýna engin telj- andi ellimerki nema tvö síðustu ár- in, en fram að þeim tíma átti hann skerpu og heiðríkju hugans. Haraldur Gunnlaugsson var fæddur á Stóru-Borg í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann var sonur hjónanna Þuríðar Bjamadótt- ur frá Neðri-Þverá í Vesturhópi og + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVALA MAGNÚSDÓTTIR, Vík f Mýrdal, lést í Landspítalanum að morgni laugardagsins 7. mars. Ingólfur Sæmundsson, Magnús Ingólfsson, Björg Jónsdóttir, Finnur Ingólfsson, Kristfn Vigfúsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR EINARSSON frá ísafirði, lést í Landspítalanum 8. mars. Jóhanna Sigurðardóttir, Stefanía Einarsdóttir, Bjarni Garðarsson, Ásdfs Símonardóttir, Einar Oddur Garðarsson, Guðbjörg Helgadóttir, Hjördís Garðarsdóttir, Héðinn Stefánsson, Hrefna Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg systir okkar og mágkona, ÓLAFÍA GUÐNADÓTTIR, Bláhömrúm 2, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safn aðarins fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30. Ragnheiður Arnórsdóttir, Sigurður Arnórsson, Rósa Arnórsdóttir, Ásgerður Runólfsdóttir, Axel Helgason, Ingibjörg Betúelsdóttir, Jón Gestur Jónsson, Halldóra Sigurðardóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamroa, sigri'ður sveinbjörnsdóttir, lést í sjúkrahúsi í Escondido í Kaliforníu 26. febrúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Áslaug Sanderson Hjaltadóttir, Charles Sanderson, Einar Hjaltason, Kolbrún Pálsdóttir, Sveinbjörn Hjaltason, Berit Gutsveen, Reynir Hjaltason, Elfsabet Murphy, Patrik Murphy, börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR JÓNSSON járnsmiður, Faxatúni 18, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Guðrún Ólafsdóttir, Erla Margrét Sverrisdóttir, Björn Ingvarsson, Ólafur Þ. Sverrisson, Helga Sigurðardóttlr, Birna Sverrisdóttir, Sigurjón Már Pétursson, barnabörn og langafabarn. Gunnlaugs Sigurðssonar frá Kár- dalstungu í Vatnsdal, A-Húna- vatnssýslu. Þau hjón eignuðust 8 böm. Fjórar dætur misstu þau ung- ar, þær Unni, Emmu, Ingu og Berg- þóru, sem allar létust úr berklum. Þijár systur eru enn á lífi í hárri elli. Þær eru Anna, búsett á Hvammstanga, ekkja Ögmundar Kristinssonar, bónda í Tungu og síðar á Hvammstanga. Ágústa, ekkja Árna Valdimarssonar, kaup- félagsstjóra í Ólafsfirði og síðar skrifstofumanns á Akureyri og Ólína. Þær Ágústa og Ólína eru báðar til heimilis á Dvalarheimili aldraðra, Hlíð, á Akureyri. Þuríður og Gunn- laugur fluttu frá Stóru-Borg og keyptu nýbýlið Eyrarbakka á Sval- barðsströnd þar sem Gunnlaugur var bóndi og smiður. Á Eyrarbakka ólst Haraldur upp þar til hann fór til Akureyrar, þar sem hann lauk námi við Gagnfræð- askóla Akureyrar um svipað leyti og verið var að breyta þeim skóla í Menntaskóla Akureyrar. Á skólaárum Haraldar komu fram sérlega góðir hæfileikar hans til tungumálanáms. Einkum var þar næmi á móðurmálið og fylgdi hon- um æ síðar einstök ást á kvæðum og vísum. Engan mann veit ég hafa lifað svo bókstaflega með vísurnar úr íslandsljóði Einars Ben í sálinni. Ég ann þínum mætti í orði þungu. Ég ann þínum leik í hálfum svörum. Grætandi mál á grátsins tunp, gleðimál í ljúfum Iqorum. Ég elska þig málið undurfriða, og undrandi krýp að lindum þínum. Ég hlýði á óminn bitra blíða, brimhljóð af sálaröldum mínum. Að loknu námi við gagnfræða- skólann stundaði Haraldur nám í skipasmíði hjá Gunnari Jónssyni, skipasmið á Ákureyri, og hlaut þar meistararéttindi. Haraldur starfaði hjá Gunnari fram til ársins 1936, en þá flutti hann til Siglufjarðar með fjöskyldu sína, en þar hafði honum verið boð- in staða við Slippinn, sem þá var verið að setja á stofn. Haraldur kvæntist 23. október 1920 Guðnýju Jónsdóttur, f. 21. júlí 1884 í Gilsárteigshjáleigu í Eiðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Jón Eyjólfs- son, bóndi í Fossgerði, og kona hans, Guðrún Björg Jónsdóttir á Skjögrastöðum í Skógum, fyrir ofan Hallormsstað. Haraldur og Guðný eignuðust sjö börn er upp komust. Þau eru: Hörð- ur, verkamaður í Reykjavík, kvænt- ist Svövu Jónsdóttur, en þau slitu samvistum, þau eiga þijú börn; Unnur, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórði Kristjánssyni skipasmið, en þau eignuðust fímm börn; Þuríður, húsmóðir á Siglufírði, gift Bjarna Sigurðssyni verkamanni, þau eiga fímm syni; Ágústa, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Árna Guðmunds- syni skrifstofumanni í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf., þau eiga tvö börn; Gunnlaugur, síldarmatsmað- ur á Siglufirði, kvæntur Önnu Vign- is, þau eignuðust fjögur börn; Lórel- ei, sjúkraliði í Reykjavík, gift Sig- þóri Lárussyni kennara, þau eiga einn son; og Herdís, sérkennari í Kópavogi, giftist Hannesi Lechner gleriðnaðarmanni frá Tírol, Austur- ríki, en þau slitu samvistum, þau eiga tvö börn. Auk þess eignaðist Haraldur eina dóttur, Kolbrúnu. Haraldur starfaði í Slippnum á Siglufirði fram að þeim tíma að hann gerðist verk- stjóri á söltunarstöðinni Sunnu. Jafnframt starfaði hann við eftirlit með söltun síldar og var eftirlits- maður Síldarútvegsnefndar um langt árabil. Haraldur og Guðný fluttu til Reykjavíkur 1958 og starfaði hann við síldaréftirlit hjá SUN í Reykja- vík og hélt á hennar vegum nám- skeið um meðferð síldar víða um land og flutti fyrirlestra um sama efni við Fiskvinnsluskólann eftir að hann var stofnaður. Hann vann hjá SUN fram til sjötugs er hann lét af störfum. Öll störf sín vann hann af trúmennsku og áreiðanleik alda- mótamannsins. Haraldur sinnti nokkuð félags- störfum á Siglufírði. Hann sat í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.