Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 26
26 MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 10. MARZ 1992 íhuga að stöðva skip með eldflaug- ar frá N-Kóreu Nikosíu, Washington. Reuter. HAFT var eftir bandarískum embættismönnum um helgina að Banda- ríkjastjórn væri að íhuga möguleikann á því að láta Ieita að vopnum í tveimur skipum frá Norður-Kóreu, sem eru talin vera á leiðinni til Irans og Sýrlands með eldflaugar af gerðinni Scud-C. Embættismennirnir staðfestu ríkjastjórn til að eyðileggja flaug- frétt sem birtist í New York Times á laugardag að þetta væri í athug- un í Hvíta húsinu, utanríkisráðu- neytinu og varnarmálaráðuneytinu. Þeir vildu ekki segja hvar skipin væru en sögðu að bandarísk her- skip, sern hafa eftirlit með sigling- um til íraks vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna, gætu leitað í skipinu. Þeir sögðu að þótt Scud- eldflaugar fyndust í skipunum yrði ekki hjá því komist að leyfa þeim að sigla áfram þar sem ekki hefur verið sett viðskiptabann á íran og Sýrland. „Við fengjum hins vegar sannanir fyrir því að Sýrlendingar og Iranir séu að fá iangdrægar eld- flaugar,“ sögðu þeir. Eldflaugar af gerðinni Scud-CÍ draga lengra en Scud-B-flaugarnar sem Iranir og Irakar notuðu í Persa- flóastríðinu 1980-88. Sýrlendingar gætu skotið Scud-C-flaugum á Isra- el frá hvaða stað sem er í Sýrlandi. ísraelsk stjórnvöld hvöttu Banda- arnar. og stöðva vígbúnaðarup_p- bygginguna í arabaríkjunum. Ir- anska fréttastofan IRNA sagði hins vegar að ef Bandaríkjamenn réðust til uppgöngu í skipin væri það ekk- ert annað en „sjórán“. Reuter. Pat Buchanan veifar ölkollu á framboðsfundi í borginni Boston I Massachussets en það er eitt þeirra ellefu ríkja þar sem forkosning- ar fara fram í dag. Bandarísku forsetakosningarnar; Clinton vann sigur í Suð- ur-Karólínu og Wyoming Washington. Reuter. BILL Clinton, ríkissljóri Arkans- as, vann öruggan sigur í forkosn- ingum Demókrataflokksins í Suður-Karólínu á laugardag. Fékk hann 63% atkvæða en heisti keppinautur hans, Paul Tsongas, fyrrum öldungardeildarþing- maður frá Massachussets, ein- ungis 19%. Clinton vann einnig sigur í forkosningum í Wyoming en Tsongas vann naumlega í rík- inu Arizona. Gorbatsjov í Þýskalandi: Stærstu mistök Jeltsíns voru að leyfa aukið sjálfstæði Ukraínu MUnchen. líeuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov sagði á fundi í Miinchen á sunnudag að Boris Jeltsín, forseti Rússlands, hefði gert mistök eftir að hann komst til valda. „Það hafa verið gerðir óskynsamlegir hlutir,“ sagði Gorbatsjov. Stærstu mistök Jeltsíns sagði hann hafa verið að leyfa Ukraínu að slíta sambandinu við Rússland. Gorbatsjov lagði samt mikla áherslu á að hann styddi við bakið á Jeltsín og teldi nauðsynlegt að hann yrði áfram við völd. Sagði hann að ef Jeltsín biði ósigur yrði það mjög alvarlegt áfall fyrir umbæturn- ar í fyrrum Sovétríkjunum og heims- byggðina alla. Hann yrði að vera áfram við völd til að tryggja sam- heldni Samveldis sjálfstæðra ríkja og yrðu Vesturlönd að styðja við bakið á Jeltsín og þeim umbótum sem hann hefði hafið. Ef það yrði ekki gert myndi það hafa „óendanleg vandamál" í för með sér fyrir þau lýðveldi sem mynda Samveidið. „Fólk sættir sig ekki við að það sé ekki til eitt ríki lengur,“ sagði Gorbatsjov. Tók hann Þýska sam- bandslýðveldið til samanburðar og sagði nauðsynlegt að fyrrum sovét- lýðveldin hefðu sameinlegt stjóm- kerfi á sviði öryggis-, utanríkis- og efnahagsmála. I viðtali við þýska sjónvarpsstöð um helgina neitaði Gorbatsjov að tjá sig nánar um persónuleg samskipti sín við Jeltsín en ítrekaði þó stuðning við hann. „Ég mun standa við loforð mitt. Hvað pólitískar umbætur varð- ar er ég hans megin. Ég mun ekki bara styðja við bakið á honum heldur einnig reyna að vernda hann,“ sagði Gorbatsjov. T7.0G ÞER LIÐUR EINS OG ÞJÓÐHÖFÐINGJA Það er ekki tilviljun að erlendir þjóðhöfðingjar gista á Hótel Sögu þegar þeir dvelja í Reykjavík. Þar er hótel á heimsmœlikvarða. Láttu ekki tilviljun ráða um gistingu, þegar þú, eða erlendir viðskiptamenn þínir, dvelja í höfuðhorginni látið ykkur líða vel! -lofargóðu! V/HAGATORG 107 REYKJAVÍK SÍMI 29900 George Bush Bandaríkjaforseti sigraði í forkosningum Repúblikana í Suður-Karóiínu með miklum mun. Hlaut forsetinn 67% atkvæða en Pat Buchanan, sem er helsti keppi- nautur hans, fékk 26%. Bush fagn- aði þessum úrslitum ákaft en hann beið nokkurn áiitshnekk er Buchan- an vann 36% atkvæða í forkosning- um í Georgíu í síðustu viku og 37% í New Hampshire í síðasta mánuði. „Þetta er frábær sigur. Þökk sé ykkur erum við nú skrefi nær því marki að stjórna Bandaríkjunum Ijögur ár til viðbótar," sagði Bush við stuðningsmenn sína í Suður- Karólínu er úrslitin lágu fyrir. Michael Graham, sem stjórnaði kosningabaráttu Buchanans í Suður-Karólínu, sagðist hins vegar ekki líta á þetta sem stórsigur fyrir forsetann. „Ef þetta er besti árang- ur sem George Bush getur náð í því ríki þar sem hann fylgi hans er mest á hann í miklum vandræð- um. Við erum yfir okkur hrifnir,“ sagði hann. David Duke, fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, tók einnig þátt í forkosn- ingunum í Suður-Karólínu og hlaut hann 7% atkvæða. Austur-Tímor: Herskip send til að stöðva friðarsiglingu Darwin. Reuter. NÁMSMENN og friðarsinnar hófu í gær siglingu á feiju frá Darwin í Astralíu til Austur- Tímor til að minnast 50 til 180 óbreyttra borgara sem indónes- ískir hermenn myrtu 12. nóvem- ber. Stjórnvöld í Indónesíu sendu herskip til Austur-Tímor til að stöðva skipið. í ferjunni eru um 140 manns frá 19 löndum. Portúgalskir námsmenn skipuiögðu siglinguna og á meðai þátttakenda eru íjórtán „virtir gest- ir“, þeirra á meðal Antonio Ramalho Eanes, fyrrverandi forseti Portúg- als. Ennfremur eru um borð starfs- menn 14 sjónvarpsstöðva, fulltrúar 11 útvarpsstöðva, 16 blaða og þriggja fréttastofa. Þátttakendurnir ætla að leggja blómsveiga á leiði fprnarlamba indónesísku hermannanna í Dili á Austur-Tímor. Stjórnvöld í Indónes- íu hafa sagt að siglingin sé ögrun við þau og sendu herskip til að stöðva feijuna. Skipuieggjendur siglingarinnar sögðu að farið yrði að alþjóðlegum siglingalögum og snúið yrði við ef herskipin myndu stöðva feijuna til að stefna ekki lífi þátttakendanna í hættu. Mesta sjóslys í sögu Tælands AÐ MINNSTA kosti 89 manns biðu bana þegar feija lenti í árekstri við olíuskip í Tælands- flóa á sunnudag. Þetta er mesta sjóslys í sögu Tælands. Feijan var að flytja Tælendinga af kín- versku ætterni frá helgistað á eyjunni Sichang þegar slysið varð. 20 manna var enn saknað í gær og 28 björguðust. Fólk sem bjargaðist sagði að syíjað- ur stýrimaður hefði ekki heyrt viðvörunarflaut frá olíuskipinu skömmu áður en slysið varð. EB-aðild Islands talin ólíkleg í SKÝRSLU sem lögð hefur verið fyrir Evrópuþingið um áhrif stækkunar Evrópubanda- lagsins á þingið er aðild íslands að bandalaginu talin álíka lang- sótt og aðild Albaníu og Króa- tíu. Verði öll Evrópuríki aðilar má reikna með því að íjöldi þingmanna verði 1.099. í skýrslunni er gert ráð fyrir að Austurríki, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Sviss, Maita og Kýp- ur verði aðilar til að byija með. Síðan komi annar hópur ríkja; Tékkóslóvakía, Ungveijaland, Eystrasaltsríkin og Pólland. Að lokum eru talin upp ríki sem hugsanlega verða tilbúin til að sækja um aðild einhvern tíma í framtíðinni. I þeim hópi eru; ísland, Albanía, Búlgaría, Rúmenía, Króatía, Sióvenía og Úkranía. Miyazawa í vanda KIICHI Miyaz- awa, forsæt- isráðherra Japans, sætti í gær harðri gagnrýni eftir að flokkur hans, Frjáls- lyndi lýðræðis- flokkurinn, hafði beðið ósigur í auka- kosningum til efri deildar jap- anska þingsins á sunnudag. Þetta er annar kosningaósigur flokksins á einum mánuði. Litið var á aukakosningarnar sem mælikvarða á stuðning Fijáls- lynda lýðræðisflokksins fyrir kosningarnar til efri deildarinn- ar í júlí. „Annar ósigur í auka- kosningum strax á eftir ósigrin- um í Nara [í síðasta mánuði] er greinilegt merki þess að óánægja almennings fari vax- andi,“ sagði Takeshi Nagano, formaður japanska vinnuveit- endasambandsins. Efnavopnum var sökkt í Finnska flóa Borgarstjórinn í St. Péturs- borg hefur farið fram á alþjóð- lega aðstoð við að ná upp og eyða efnavopnum sem sökkt var í Finnska flóa, að því er fram kom í fréttum í finnska sjónvarpinu á laugardag. Þar sagði að Anatoly Sobtsjak borgarstjóri hefði staðfest í við- ræðum við Sirpa Pietikainen, umhverfisráðherra í finnsku ríkisstjórninni, að nokkrum förmum af sinnepsgasi aðallega hefði verið sökkt í Finnska flóa og meðfram strönd Eystrasalts- landanna frá því í síðari heims- styijöldinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.