Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Pétur, krakkarnir og Krókurinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Pétur Pan - „Peter Pan“ Leikstjórar Hamilton Luske, Clyde Geronimi, Wilfred Jack- son. Raddir: Bobby Disney 1953. Athyglin hefur beinst að undradrengnum Pétri Pan síð- ustu mánuðina því hann kemur við sögu í nýjustu mynd Stevens Spielbergs, Króknum. En nafnið virðist reyndar benda til þess að aðalpersónan á þeim bæ sé eng- inn annar en erkifjandi Pésa, sjórææningjaforinginn Krókur. Allt umtalið í kringum þessa stór- mynd hefur örugglega orðið til þess að Disney-menn hafa nú dustað rykið af þessari hartnær fertugu teiknimynd, skerpt í henni litina og hljóðið. Ekki svo að skilja að myndin standi ekki undir sér ein og sér, það gerir hún vissulega þó að hún teljist ekki með bestu mynd- um Disneys. Eins og nafnið bend- ir til er hún byggð á hinni geysi- vinsælu (í hinum enskumælandi heimi) sögu og leikriti eftir Ja- mes M. Barrie um undradrenginn Pétur Pan sem heldur til jarðar til að bjóða þremur bömum í London til stjömunnar sinnar, Undralands. Þetta verður hin mesta ævintýraferð, við söguna kemur hin dvergvaxna, afbrýði- sama og undurfagra Tinna (Tin- Baráttan við K 2 Leikstjóri Franc Roddam. Að- alhlutverk Michael Biehn, Matt Craven. Bandarísk. Majestic Films 1991. Tveir fjallgöngugarpar í frí- stundum, Biehn og Craven, taka sér frí frá brauðstrinu til að etja kappi við K 2, einn nafntogað- asta og jafnfram háskalegasta íjallstind veraldar. Biehn er laus og liðugur lögfræðingur en Cra- ven prófessor og fjölskyldufaðir og á í vanda með að taka hinni kerbell), indíánar og sjóræningjar með hinn seinheppna Króki kap- tein í fararbroddi. Það þarf ekki að kvarta undan handbragði teiknaranna í Di- sney-veldinu og það em þeir sem glæða Pétur Pan íöfrum, öðrum fremur. Fígúrumar eru upp og ofan. Krakkamir þrír em ekkert sérstaklega spennandi og Pétur geigvænlegu áskomn. En þeir halda að lokum í austurveg í fé- lagsskap kunnra fjallamanna og koma sér fyrir við rætur jökuls- ins. Það er gífurlegum erfiðleik- um háð að fást við hinn sögu- fræga bergrisa og engir aðrir en úrvalsmenn eiga möguleika á sigri í baráttunni við K 2. Enda ná aðeins tveir toppnum og fjall- ið tekur sinn toll. Myndin hefst á svimandi (fyrir lofthræddar skræfur, a.m.k.) kli- furatriði í ógnvænlegu þverhnípi, næstum láréttu, en slútir út yfír sjálfur sleppur fyrir horn, engu líkara en strákpjakkurinn sé hálf- fýldur! En það er einmitt Krókur kapteinn sem stelur myndinni, bæði spaugileg persóna í útliti og innræti, fær fyndnustu línurn- ar og sá sem raddar hann ber af öðrum raustum. Krókódíllinn á líka lof skilið og eru öll sam- skipti þeirra Króksins hin bros- legustu. Sýningar á teiknimyndum Disney-fyrirtækisins eru jafnan sig þegar verst lætur. Mér er til efs að slíkar háskasenur hafi nokkurntíman verið festar jafn vel á filmu. Eins eru mörg atrið- anna í slagnum við hið mannsk- æða fjall, K 2, sem er það næst hæsta í heimi, trúleg, vel gerð og ögrandi. Blandað er saman tökum af leikurunum og áhættu- leikurum, stúdíóupptökum, kvik- myndatökum frá Himalaya-fjöll- um og léttari Ijallgönguatriðum í Bresku-Kólumbíu svo og ljós- myndum. Þessi vinna er einkar fagleg og jafnframt er myndefnið harla frumlegt því alvörumynd um hólmgöngu við fjöll og firn- indi hefur ekki sést á tjaldinu í áratugi. Sjálfsagt sjá atvinnu- menn ýmsa vankanta á útliti ánægjulegir merkisviðburðir og skiptir ekki máli hvort um endur- eða frumsýningar er að ræða. Fyrirtækið hefur haldið virðing- arverðum gæðastaðli á þessari framleiðslu sinni sem er eins- dæmi í kvikmyndaiðnaðinum. Og á dögunum var það einmitt að fá tilnefningu til bestu myndar ársins fyrir The Beauty and the Beast, en hún er fyrsta teikni- myndin í sögunni sem verður þess heiðurs aðnjótandi. myndarinnar en þeir fara flestir framhjá leikmönnunum. Alla vega sitja eftir í huganum mörg frábær skot af ótrúlegum fang- brögðum manna og bergstálsins. A hinn bóginn er dramatíski þátturinn dæmalaust ómerkileg- ur, einkum sæmir illa fjallgöngu- görpum afar kveifarleg ástamál. Og engu líkara en leikararnir fari hjá sér er þeir þurfa að tjá sig um mannlegar tilfinningar. Þetta stafar þó ekki af því að þeir séu upp til hópa gjörsamlega taugalaus vélmenni, líkt og við höfum tilhneigingu til að álíta sem elskum flatlendið, heldur er handritið klént og leikhópurinn verður seint prísaður fyrir frammistöðuna. Kappi att við K 2 A TVINNUAUGL ÝSINGAR Svwu Framreiðslunemi Holiday Inn vantar nema í framreiðslu. Fyrri umsóknir endurnýjist. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra. Auglýsing frá Snarfara félagi sportbátaeigenda Þeir, sem eiga báta eða lausa muni í óskilum eða án leyfis á svæði Snarfara, eru vinsam- legast beðnir um að fjarlægja þá fyrir 1. apríl nk. eða semja við hafnarstjóra Snarfara að öðrum kosti. Að þeim tíma liðnum verða þessir bátar eða munir fjarlægðir á kostnað eigenda. Hafnarstjóri verður við í síma 814420 milli kl. 16 og 18 virka daga. Stjórn Snarfara. FJfiLBRAUTASKÚUNN BRFIÐHOLTI Félag sjúkraliða Sjúkraliðar Námskeið í geðhjúkrun fyrir sjúkraliða verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti dag- ana 23.-27. mars nk. og hefst alla dagana kl. 16.00. Innritun verður í F.B. 12. og 13. mars frá kl. 09.00-15.OC í síma 91-75600. Námskeiðsgjald er kr. 7.500. Skólameistari. Verslunarhúsnæði 160 fm, til leigu á götuhæð á Bíldshöfða 16. Mjög góð aðkoma. Upphituð bílastæði. Hent- ar ýmiskonar starfsemi, ekki síst heildversl- un. Leigist frá 1. apríl nk. Upplýsingar í símum 681860 og 681255. iÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í viðgerð á steyptum gangstéttum. Heildarmagn gangstétta 12.000 m2 . Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 18. mars 1992, kl. 11.00. INNIKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvegi 3 Simi 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í viðgerð á steyptum gangstéttum. Heildarmagn gangstétta 12.000 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 18. mars 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORGAR Frikirkjuvecji 3 Simr 25800 Tveirgullfallegir 17 vikna Seal Point Síamskettl- ingar til sölu. Fást á góðu verði. Upplýsingar í síma 98-22901. D HAMAR 5992103 = 1. I.O.O.F. Rb. 1 = 1411038 - Bi. HELGAFELL 59923107 VI 2 □ EDDA 59921037 = 5 ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ’ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvika 8.-15. mars 1992 i kvöld kl. 20.30 í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58. Er nokkurt vit t því að ganga um í gömlum fötum? Upphafsorð: Einar Sigurbergur Arason. Tón- list: Bjarni og Rúna. Ræðumað- ur: Hrönn Sigurðardóttir. „Merkilegar konur" - á Akureyri á fyrri hluta aldarinnar, Sigfús Ingvason. Allir velkomnir. Aðalfundur Óháða safnaðarins verður hald- inn næstkomandi sunnudag eftir messu. Venjuleg aðalfundar- störf. Kaffiveitingar. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 s. 11798 19533 Myndakvöld Ferðafé- lagsins 11. mars Efni Árbókar1992 - gönguferð um Jötun- heima í Noregi Ferðafélagið verður með mynda- kvöld miðvikudaginn 11. mars í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Björn Hróarsson, höfundur Ár- bökar FÍ 1992 kynnir í máli og myndum þau svæði sem Árbók- in fjallar um, þ.e. hluta Suður- Þingeyjarsýslu: Svæðið norðan núverandi byggða milli Eyjafjarð- ar og Skjálfanda, fjalllendi, heiðalönd og eyöibyggðir. Sigrún Pálsdóttir sýnir myndir , og segir frá gönguferö F( með Norska ferðafélaginu um Jötun- heima sl. sumar. Félagsmenn sjá um kaffiveiting- ar i hléi. Myndakvöld Ferðafélagsins vekja athygli margra - allir vel- komnir - félagsmenn og aðrir. Við leggjum áherslu á fræðslu um island og kynnum einnig ferðalög félagsmanna erlendis. Aðgangur kr. 500 (Kaffi og með- læti innifalið). Ferðafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3S 11798 19533 Helgarferð 13.-15. mars Snæfellsjökull Brottför kl. 20.00 föstudag. Góð gisting. Gengið á Snæfellsjökul á laugardag. Fararstjóri: Pétur Ásbjörnsson. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 1. Munið myndakvöld- ið á miðvikudaginn 11. mars. Ferðafélag Islands. Bláfjallagangan, sem er 20 km almenningsganga á skíðum og liður í landsgöngunni, fer fram ( Bláfjöllum laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Gengið verður með hefðbundinni aðferö. Þátt- tökutilkynningar verða í kaffiterí- unni í Bláfjallaskálanum kl. 12.00 á keppnisdaginn. Einnig veröur boðið upp á styttri vegalengdir 10 km og 5 km. Ef veður verður óhagstætt á keppnisdaginn kemurtilkynning í Ríkisútvarpinu kl. 10.00. Skiðaráð Reykjavikur. ADKFUK Fundur fellur inn í Kristniboösviku. KR-konur Munið fundinn þriðjudaginn 10. mars kl. 20.30. Mikið fjör, glens og gaman. Fjölmennum. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.