Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 48
48 MQRGUNBLAftlÐ ÞRIÐJUDAGUR IO. MARZ.1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ættir að bregðast skjótt við ef þú særir tilfínningar ein- hvers og reyna að bæta fyrir misgerðina. Þú ert sjálfstæð persóna, en í augnablikinu læt- ur þér best að starfa með öðr- um. Naut (20. apríl - 20. maí) Itft Þú hefur brennandi áhuga á möguleikum sem þér gefast í starfinu núna og það er bara eðlilegt. Gættu þess þó að setja ekki homin í samstarfsmann þinn. Tillitssemi borgar sig allt- af. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Vandaðu vel val þitt á þeim sem þú umgengst. Gerðu þér grein fyrir hvað það er sem þú vilt og berðu þig síðan eftir því. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSg Þú kemur miklu í verk heima fyrir núna, ef þú gætir þess að sólunda ekki tímanum. Vin- ir þínir geta haft hér áhrif til hins verra ef þú hefur ekki nógan sjálfsaga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) « Þetta er góður tími til að sinna skapandi störfum og kynna hugmyndir sínar. Þó eru ýmsir endar lausir í málum sem þú þarft að Ijúka. Meyja (23. ágúst - 22. september) 31 Leitastu við að bæta fjárhag þinn eins og þú framast getur. Láttu engan telja þig á að ráð- ast í ónauðsynleg og ótímabær kaup á dýrum hlut. Vog (23. sept. - 22. október) Það gengur allt eins og í sögu hjá þér í dag og flest fer eins og þú óskar helst. Sýndu nán- um vini samstarfsvilja, en það er óþarfi að færa stórar fómir. ., Sporódreki (23. okt. — 21. nóvember) Þú vinnur ötullega að eigin málum í dag. Ef þú vilt útiloka umheiminn og lifa í hálfgerðri einangrun verður þú þó alla- vega að gæta þess að van- rækja ekki þá sem næstir þér standa. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) m Þú nýtur verulegra vinsælda núna og kannt sannarlega að meta það. Reyndu að láta verk- efnin ekki safnast fyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vinnur hörðum höndum að því að láta drauma þína ræt- ast. Sumu af því sem gerist ættir þú að halda leyndu f'bili, en við öðru verður þú að snú- ast þegar í stað. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ék Búðu þig undir að fara í úti- vistarferð með fjölskyldunni. Þú hittir alls konar fólk að máli og það á vel við þig. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ættir að sinna viðskiptamál- um í dag, en fyrir alla muni skaltu lesa smáaletrið, ef þú undirritar einhvers konar samninga. Láttu ekki leiða þig afvega. Segðu nei, ef það á við. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS UÓSKA SMÁFÓLK UJHEN I U)A5 LITTLE AND I DIDN'T FEEL UiELL, MOM t-23 Þegar ég var lítill og mér leið ekki vel, var mamma alltaf til staðar... I NEVER 5H0ULD HAVE LEFT H0ME..HOU) OAN I g TELL MOM NOW THAT Ég hefði aldrei átt að fara að heim- an .. .hvernig get ég sagt mömmu núna, að mér sé illt í maganum? Mig vantar myndsenditæki. BRIDS Maður sér þetta í körfuboltan- um. Leiktíminn er að renna út og eitt stig skilur liðin að. Það er ekki tími til að byggja upp sókn, svo leikmaðurinn sem heldur á boltanum reynir lang- skot af miðjum velli. Líkurnar á körfu eru ekki miklar, en „miði er möguleiki“. Þannig hugsa bridsspilarar líka þegar þeir lenda í lélegum samningum. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KD986 VG3 ♦ K94 + Á73 Suður ♦ 5 VÁ95 ♦ Á8763 ♦ KD104 Vestur Norður Austur Suður — 1 spaði Pass 2 tíglar 2 hjörtu 3 tíglar Pass 3 hjörtu Dobl Pass Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Hvernig á suður að spila með hjartakóng út? Þrír tapslagir blasa við: einn á spaða, einn á tromp og svo hjartadrottningin. Við þeim tveimur fyrmefndu er ekkert að gera, en hugsanlega er hægt að henda hjarta úr blindum niður í lauf. Hugmyndin er þá að taka ÁK í tígli og spila laufi. En hvemig á að fara í laufið? Skoði maður spilið vel, kemur í ljós að 3-3-legan er gagnslaus. Vömin trompar fjórða laufið og spilar hjarta, sem blindur verður að trompa. Vörnin á enn spaða- ásinn og hefur tryggt sér slag á hjarta líka. Laufið verður því að liggja 4-2 ef spilið á að vinn- ast: Norður ♦ KD986 ¥G3 Vestur *^4 *Á42 V KD10842 llllll ♦ G5 ♦ 52 Suður ♦ 5 V Á95 ♦ Á8763 ♦ KD104 Austur ♦ G1073 V76 ♦ D102 ♦ G986 Með það í huga, er rétt að taka kóng og ás og svína tíunni í bakaleiðinni. Hjarta fer svo niður í laufdrottningu og nú vinnst tími til að sækja slag á spaða. Þriggja stiga karfa. SKÁK Robert James Fischer, varð 49 ára í gær, mánudaginn níunda mars. í sumar verða liðin 20 ár frá þvf að Fischer varð heims- meistari í skák eftir einvígi við Boris Spassky í Laugardalshöll- inni. Við skulum rifja upp lokin úr fimmtu eingvígisskákinni. Fisc- her hefur svart og á leikinn. Spas- sky lék síðast 27. Dd3-c2? í erf- iðri stöðu og svar Fischers kom næstum samstundis: 27. — Bxa4! og Spassky gafst upp. Eftir 28. Dxa4 — Dxe4 getur hann ekki bæði valdað el og g2 og 29. Kf2 er svarað með 29. — Rd3+. Fischer hefur ekki telft opinber- lega síðan hann vann heimsmeist- aratitilin, þrátt fyrir að honum hafi verið boðin hundruð milljóna ísl. króna. Nú stendur til að gera kvikmynd með stórstjörnum vest- anhafs um ævi meistaranna. Kvik- myndafyrirtækið Darnay Hoff- man Films hefur keypt réttinn til að kvikmynda ævisögu Fischers eftir Frank Brady á 100 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði sex millj- óna ísl. króna. Það þykir ekki ýkja hátt verð miðað við það hvemig kaupin gerast á eyrinni þar vestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.